Morgunblaðið - 05.02.2018, Page 21

Morgunblaðið - 05.02.2018, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Þjónusta Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna. Sími 696 2748 loggildurmalari@gmail.com Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Styrkir úr Vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands www.krabb.is Vísindasjóður Krabbameins- félags Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum er að efla íslenskar rannsóknir á krabbameinum með því að styrkja með fjárframlögum rannsóknir á orsökum krabba- meina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Með hliðsjón af því stofnframlagi sem kom úr sjóði Kristínar Björnsdóttur fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna er sér- staklega tekið fram að hluti styrkveitinga úr sjóðnum skal vera til að styðja við rann- sóknir krabbameina í börnum og unglingum og aðhlynningu krabbameinssjúkra barna. Stofnfé Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands er 250 milljónir króna og í samræmi við ákvæði í stofnskrá sjóðsins mun stjórn sjóðsins úthluta allt að 100 milljónum króna til vísindarannsókna og annarra verkefna á fyrstu þremur starfsárum hans. Stjórn sjóðsins mun veita styrki til smærri verkefna og rann- sókna en einnig til umfangsmeiri vísinda- rannsókna. Hámarksupphæð styrks til viða- meiri vísindarannsókna er 10 milljónir króna Umsóknareyðublað, stofnskrá, úthlutunar- reglur og aðrar upplýsingar um Vísindasjóð Krabbameinsfélags Íslands er að finna á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands, www.krabb.is/visindasjodur/. Umsóknir skal senda rafrænt á Umsóknir um styrki vegna vísindarannsókna verða sendar Vísindaráði Krabbameinsfélags Íslands til skoðunar, sem fer yfir allar um- sóknir og veitir stjórn sjóðsins umsögn um þær, eins og nánar er fjallað um í úthlutunar- reglum sjóðsins. Umsóknum um styrki vegna aðhlynningar krabbameinssjúkra barna skal skila á sama umsóknareyðublaði og fylltir út þeir reitir sem við eiga. Úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun maí nk. á aðalfundi Krabba- meinsfélags Íslands. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 1. mars nk. kl. 16:00. Reykjavík, 4. febrúar 2018 Stjórn Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands í annað sinn. Markmið sjóðsins á ári. visindasjodur@krabb.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Kraftur í KR kl. 10.30 (leikfimi allir velkomnir og frítt inn). Útskurður og myndlist kl. 13 og félagsvist er spiluð í matsalnum kl. 13. Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinandi kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Spjall- hópur Boðans kl. 15. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, Bókabíllinn á svæðinu kl. 10-10.30, Handaband, opin vinnustofa með leiðbeinend- um ókeypis og öllum opið kl. 10.-12, frjáls spilamennska kl. 13. Bók- band kl. 13-17. Söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15, Kaffiveitingar kl. 14.30, handavinnuhópur kl. 15-19. Velkomin á Vitatorg, s. 411-9450. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjálandi kl. 9.50. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Bridse í Jónshúsi kl. 13. Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Mánudagur Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handa- vinna, brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Léttar erobik- æfingar hjá Milan kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmið- dagskaffi kl. 14.30, jóga hjá Ragnheiði kl. 16. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, línudansnámskeið kl. 10, ganga kl. 10 myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félags- vist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, ganga frá Grafar- vogskirkju, Borgum og í Egilshöll kl. 9. Postulínsnámskeið með Ástu Lilju hefst kl. 9 í Borgum. Línudans kl. 11 í Borgum. Ferðakynning Tenerife-ferð kl. 12.30 í Borgum, allir velkomnir. Félagsvist kl. 13 í Borgum og skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum. Tréútskurð- ur kl. 13 á Korpúlfsstöðum, kóræfing Korpusystkina kl. 16. í Borgum. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega vel- komnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum Skólabraut kl. 10.30. Jóga salnum kl. 11. handa- vinna salnum kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Skráning í ,,óvissuferðina" sem farin verður fimmtudaginn 15. febrúar, stendur yfir. Farið verður að Hulduhólum á heimili og gallerí listakonunnar Steinunnar Marteinsdóttur. Skráning og uppl. í síma 8939800. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Góð vinkona mín, Sólveig Berndsen, lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ísafold í Garðabæ, þann 17. janúar. Við vorum jafngamlar, fæddar í mars og apríl árið 1936 í Austurbænum í Reykjavík. Kynni okkar hófust þegar við vorum saman í fyrsta bekk í Gagnfræðaskóla Austurbæjar þá 13 ára gamlar. Uppfrá því varð til sönn vinátta sem entist ævina alla. Við vorum um margt líkar, báðar langyngstar af systkinum okkar og svolitlar dekurrófur. Við brölluðum margt saman eins og ungum stúlkum er tamt; gistum saman, fórum í bíó, göngutúra í bæinn að fá okkur ís og skemmtum okkur. Glens og gaman var ávallt með í för. Sautján ára gamlar fórum við saman í okkar fyrstu utanlands- ferð þegar við sigldum með Gullfossi til Edinborgar. Var það sannkölluð ævintýraferð og mikil lífsreynsla fyrir okkur. Sólveig Berndsen ✝ Sólveig Bernd-sen fæddist 24. apríl 1936. Hún lést 17. janúar 2018. Sólveig var jarð- sungin 26. janúar 2018. Oft var minnst á þessa ferð og hleg- ið að uppátækjum okkar Sólveigar eins og t.d. þegar við pöntuðum okk- ur mat eða drykk þá pöntuðum við það sem við gátum borið vel fram eða hljómaði betur, en ekki það sem okkur þótti endilega best. Á kvöldin færðum við komm- óðuna fyrir káetudyrnar til ör- yggis svo enginn kæmist nú inn. Við fórum á dansæfingar í Reykjavík eins og þá var títt. Þannig kynntumst við eigin- mönnum okkar. Við vorum báð- ar óskaplega heppnar með menn, þá Geira (Sigurgeir Kristjánsson) og Gunnar (Úlfar Gunnar Jónsson). Þeim varð strax vel til vina og áttu gott skap saman. Varð til ævilöng vinátta okk- ar hjóna sem aldrei bar skugga á. Við giftum okkur báðar 1956 og eignuðumst okkar frum- burði. Börnin komu svo eitt af öðru, Sólveig með sex og ég þrjú. Við hjónin vorum mikið saman; í kvöldheimsóknum, veislum, afmælum, alltaf borð- uðum við saman þorramat og hittumst lengi vel í bollukaffi og svona mætti lengi telja. Sólveig og Geiri fluttu í Garðabæinn og oft var mikið annríki í barna- uppeldinu og þá kom síminn sér vel og oft var spjallað klukku- stundum saman. Við ferðuð- umst mikið um landið á sumrin með börnin með okkur. Við fór- um í tjaldútilegur, sumarhús og hótelgistingar um landið þvert og endilangt. Aldrei var vín haft um hönd, bara taumlaus gleði og hlátur að ógleymdum draugasögunum, sem Geiri kunni svo margar. Þegar börnin uxu úr grasi nutum við þess að ferðast bara fjögur. Vestfirðirn- ir og Strandirnar voru ómiss- andi hvert sumar og margar voru hringferðirnar farnar. Það var oft hlegið að því að við ferð- uðumst alltaf á tveimur bílum þó bara fjögur værum, en svona vildum við Sólveig hafa það. Við fórum saman eina utan- landsferð til Danmerkur og var það mjög skemmtileg og eftir- minnileg ferð. Elsku Sólveig, við höfum fylgst að í gegnum allt lífið með gleði og gaman að leiðarljósi og höfum styrkt og stutt hvor aðra á erfiðum tímum. Eiginmenn okkar létust með tiltölulega stuttu millibili árin 2013 og 2014 og þá hvarfst þú líka smátt og smátt inn í þinn heim. Við áttum samt oft góðar stundir saman þegar ég leit inn til þín á Ísafold. Þú þekktir mig alltaf, elsku vinkona, þó það væri ekki alltaf í sama tíma og rúmi. Þessar stundir gáfu mér mikið. Ég sakna ykkar. Ástar- kveðjur, Charlotta (Dódó).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.