Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 22

Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX Galvaniseraðir ruslagámar Til á lager Auðveldar steypuvinnu. Til í ýmsum stærðum Frábær lausn til að halda öllu til haga á byggingarsvæði. Aukahlutir fyrir byggingakrana Kvarna-tengi 70 kr stk m/vsk. Ég er stödd á Balí tilað halda upp á af-mælið mitt ásamt konunni minni, Sigríði Björk Þormar,“ segir Guð- rún Ó. Axelsdóttir, viður- kenndur bókari, en hún á 50 ára afmæli í dag. „Þetta er í annað sinn sem ég kem hingað, mér finnst þetta algjör paradís og ákvað þess vegna að halda upp á afmælið mitt hér. Ég veit ekki við hvað ég á að líkja þessum stað, kannski helst við himna- ríki, hér er svo ótrúlega fallegt, hlýtt veður, fallegt og kærleiksríkt fólk. Við finnum ekki mikið fyrir miklum túrisma, stundum erum við bara nánast einar á ströndinni. Kannski af því að þetta ætti að vera regntímabil en við höfum verið þokkalega heppnar. Sól og 30 stig. Sumir fæðast í röngum líkama en ég fæddist í röngu landi því hér hefði ég átt að fæðast en ekki í Eyjum.“ Guðrún er bókari hjá bakaríinu Sandholt, auk þess sem hún rekur sálfræðiþjónustuna Sálfræðingarnir á Lynghálsi, ásamt konu sinni, en Sigríður er doktor í áfallasálfræði. „Við erum tvö pör sem eigum núna sálfræðistofuna, Agnar Már Jónsson og Soffía Dóra Sigurðar- dóttir sálfræðingur, og það starfa hjá okkur átján sálfræðingar á stofunni. Úrvals sálfræðingar sem við erum stolt af að hafa hjá okkur.“ Guðrún hefur verið handboltaþjálfari í yngri flokkum kvenna í meira en 27 ár, síðast hjá Stjörnunni, en tók sér frí í haust. „Ég sakna handboltans og ég sný örugglega aftur, hann er hluti af mér.“ Ég má ekki fá að vita það því Sirrý mín ætlar að koma mér á óvart,“ segir Guðrún spurð hvað hún ætli að gera á sjálfum afmælis- deginum á Balí. „Mér heyrist hún ætla að taka sólarhring í þetta. Því það eina sem ég veit er að ég á að vera tilbúin á sunnudags- kvöld, kvöldið fyrir afmælið. Ég hlakka mjög mikið til enda mikið afmælisbarn og Sirrý spáir mikið í smáatriðin,“ sagði Guðrún þegar blaðamaður ræddi við hana fyrir helgi. „Ég og Adolf tvíburabróðir minn stefnum svo á að halda upp á 100 árin saman í vor eða í kringum afmælisdag bestu vinkonu minnar, Önnu Jónsdóttur sem lést fyrir 10 árum.“ Börn Guðrúnar eru Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir, Soffía Guðlaugardóttir og Anna Kristín Guðlaugardóttir og stjúpsynir Guð- rúnar eru Sigurður Hrannar Björnsson og Tómas Atli Björnsson og barnabörnin eru orðin tvö, Kría og Ylfa. Á Balí Guðrún (til hægri) ásamt konu sinni, Sigríði Björk Þormar. Nýtur lífsins á Balí Guðrún Axelsdóttir er fimmtug í dag H eiðdís fæddist í Reykjavík 5.2. 1943 en ólst upp í Hvera- gerði: „Hveragerði var ungur og fámenn- ur þéttbýlisstaður þegar ég var að alast þar upp. Staðurinn varð sér hreppur árið 1947. Þarna var nóg af leikfélögum og við krakkarnir gátum skottast úti í náttúrunni allan liðlang- an daginn. Seinna heyrði maður talað um „Skáldabæinn“ Hveragerði, en í Hveragerði var reyndar talað um „Skáldagötuna“. Þar bjuggum við og foreldrar mínir voru bæði skáld, auk þess sem Jóhannes úr Kötlum, Krist- ján frá Djúpalæk, Kristmann Guð- mundsson og séra Helgi Sveinsson bjuggu allir við þessa götu. En þótt bæjarbúar kölluðu götuna „Skáldagötu“ skírði hreppurinn hana Frumskógar.“ Heiðdís var í Barnaskólanum í Hveragerði, í fjórða bekk Kvenna- skólans, lauk prófum frá Fóstruskóla Sumargjafar 1962, stundaði fram- haldsnám í stjórnun og ráðgjöf við Fósturskóla Íslands 1984 og lauk stúdentsprófum frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1987. Heiðdís var leikskólastjóri á Siglu- firði sumarið 1962, deildarstjóri í leikskólanum Laufásborg í Reykja- vík 1962-63, leikskólastjóri í sum- arleikskóla sumarið 1967, sem rekinn var í Barnaskólanum á Selfossi á veg- um Kvenfélags Selfoss, leik- skólastjóri Leikskóla Selfoss, sem nú heitir Glaðheimar, frá opnun hans, 1968-78, síðasta árið í samstarfshópi, og var leikskólafulltrúi Selfosskaup- staðar, síðar sveitarfélagsins Árborg, frá 1978-2008. Heiðdís sat í stjórn Fóstrufélags Íslands 1962-63, var fyrsti formaður Foreldra- og kennarafélags Gagn- fræðaskólans á Selfossi, formaður Félags opinberra starfsmanna á Heiðdís Gunnarsdóttir, fyrrv. leikskólafulltrúi í Árborg – 75 ára Fjölskyldan Heiðdís ásamt eiginmanni sínum, Árna Óskarssyni, og börnum sínum, Elísabetu og Gunnari. Hefur yndi af félags- málum og ferðalögum Afmælisbarnið Heiðdís á ferðalagi. Jón Finnur Ólafsson, Sigurður Logi Sigursveinsson, Rúnar Ingi Jóhannsson, Dagur Nökkvi Hjaltalín og Böðvar Thor Guðmundsson héldu tombólu fyrir utan Bónus á Selfossi og söfnuðu þar 8.978 kr. + 1 dollara. Strákarnir gáfu Rauða krossinum á Selfossi söfnunarpeninginn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.