Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 25

Morgunblaðið - 05.02.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar Hjólalegur öxlar driflokur 2012 -2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugsanir hafa vald og þú verður að ná stjórn á þeim, áður en þær ná stjórn á þér. Allir hafa gott af tilbreytingu svona öðru hvoru. Sættu þig við það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur gert margar málamiðlanir að undanförnu. Skilyrði til hvers kyns samninga munu batna þegar líður á daginn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hafðu gætur á fjármálunum og vertu óhræddur við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Vertu staðfastur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allir segja að þú verðir að leggja hart að þér til að fá það sem þú vilt, en kannski á það ekki við þig núna. Hlustaðu á hjartað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lífið einfaldlega flæðir áfram þegar þú vinnur einn. Ef einhver lætur þér líða illa, er viðkomandi sennilega ekki réttur félagsskapur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lagt þig fram um að starf þitt spilli í engu heildarárangrinum. Lærðu að skipuleggja næsta skref og síðan allt lífið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að gera það upp við þig hvað skiptir þig mestu máli í lífinu. Allt gengur að óskum en ekki taka að þér verkefni sem þú átt aldrei eftir að geta lokið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samtöl við nána vini gætu tekið óvænta stefnu í dag. Ekki ómaka þig með reiði eða pirringi ef þau ganga ekki eins og smurð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Jafnvægið sem þú færir öðrum er mikilvægara en þín innri ró. Partí, daður, vetrarleyfi og þátttaka í uppá- komum mun veita þér ánægju. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ástin er hafin yfir allar skil- greiningar, algerlega frábær og geggjuð. Ef þú gætir þess að halda þér vakandi munu ást og auðæfi falla þér í skaut. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú mátt búast við einhverju spennandi í lífi þínu í dag. Hugsaðu vel um heilsuna og gefðu þér tíma til að stunda líkamsrækt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skilaboð virðast týnast núna, hvort sem þau eru á töflunni, í símanum eða krotuð á miða. Reyndu að líta upp úr smá- atriðunum og fá yfirsýn yfir verkið í heild. Guðmundur Arnfinnsson segirfrá því á Boðnarmiði að stund- um hafi hann reynt að þýða erlend- an kveðskap sér til dundurs, sumt af þessu hafa fleiri eða færri þýtt áður og er alþekkt eins og kvæði það, sem hann dirfist nú að birta á Boðnarmiði, en það er sjálf Lórelei eftir Heinrich Heine: Ég veit ei hví sorgin sára sækir nú fast að mér, en saga frá örófi ára mér aldrei úr huga fer. Í húmi vex kul að kveldi og kyrrlát streymir Rín, gnúpurinn orpinn eldi af aftanroða skín. Ungmeyja fögur sér unir þar efst á klettsins brún, glitfagrir glóa munir, sitt gullhár kembir hún. Með kambinum gyllta greiðir glóhadd og syngur brag, og alla svo ómblítt seiðir hið undurfagra lag. Farmann á litlu fleyi það fyllir hamstola þrá, svo grynninga gáir eigi, gnúpinn hann starir á. Mig uggir, að fley hans fyllti og færist í boðanna þröng, því Lórelei vélráð villti með voldugum töfrasöng. Þetta er snjöll þýðing og ekki í lít- ið ráðist þar sem ekki færri skáld en sjö hafa áður spreytt sig á Lorelei og er þýðing Steingríms Thor- steinssonar kunnust. Fyrstur var Gísli Brynjúlfsson (1827-1888). Um hann segir í „Íslenzku skáldatali“ að hann „var í kveðskap sínum framan af undir allsterkum áhrifum frá By- ron, og kemur þá „heimshryggð“ rómantískra skálda sem og þjóð- frelsisandi glöggt fram í ljóðum hans. Alloft notaði hann fornhætti og fyrnti þá mál sitt.“ Hér var hann „á reið um Flóann um nótt“: Þessa eg lengsta lifði nótt, ljótir eru flóar, að mér hafa alltaf sótt armir vætukjóar. Neðan ormar nöguðu mig og nörtuðu fætr mjóar, en mér á höfuð settu sig saurugir vætukjóar. Þó að mjög sé ljótt og leiðt að lenda í sorta flóum, verra í heim eg veit ei neitt en verða fyrir kjóum. Halldór Blöndal halldorblondal@simne.is Vísnahorn Lórelei og armir vætukjóar „GEITIN HJÁLPAÐI TIL, EN TÖLURNAR FÓRU FYRST AÐ SKJÓTAST VERULEGA UPP UM HAUSTIÐ, EFTIR MANNFÓRNINA.“ „MÉR GENGUR ALDREI VEL MEÐ LIFANDI HLUTI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú hefur eldað og hann fer að vaska upp! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann AF HVERJU ERTU KOMINN AFTUR Í BÓLIÐ? DUH, ÞAÐ ER DIMMT ÚTI STUNDUM ER ÉG FJARVERANDI FRÁ FJÖLSKYLDU MINNI Í MARGAR VIKUR! ÞAU EIGA BETRA SKILIÐ EN ÞAÐ! ÞANNIG AÐ ÞÚ ÆTLAR AÐ VERA LENGUR Í BURTU? Í fréttum í síðustu viku var sagt fráþví að þriðjungur nemenda við þrjá stærstu háskóla landsins væri með einkenni þunglyndis. Þann sjúkdóm má skilgreina á ýmsa vegu og mælikvarðar eru eflaust margir, rétt eins og orsakirnar. Var nefnt að ein af þeim gæti verið sú að nem- endum mæta miklar kröfur í verk- efnaskilum og prófum. Annars veltir Víkverji fyrir sér hvort þar liggi hundurinn grafinn; það er hvort í há- skólanámi sé oftar en ekki fólk sem er hreinlega ekki á réttri hillu og hefur ekki getu til þess að vera í stífu námi með öllu sem því fylgir. Fólk á að forðast aðstæður sem það ræður ekki við og að játa sig sigr- aðan lýsir styrk einstaklings fremur en vanmætti hans. Og líf fólks getur orðið ljómandi gott þó engin verði háskólagráðan. x x x Ánægjulegt var að lesa frétt íMogga á laugardag um endur- bætur við Grafarvogslaug í Reykja- vík og að ýmsar framkvæmdir væru fram undan í Breiðholts- og Ár- bæjarlaug. Fyrir fáum vikum var Sundhöllin við Barónsstíg opnuð að nýju eftir umskipti og fleiri staði mætti þá tiltaka. Sundlaugarnar eru bestu staðir borgarinnar, í senn fé- lagsmiðstöðvar og líkamsrækt, sem þúsundir sækja daglega. Það er vel gert hjá Reykjavíkurborg að sinna sundlaugunum vel. x x x Víkverji brá undir sig betri fæt-inum á föstudagskvöld og fór í miðborgina og kom við í ýmsum þeim menningarsetrum sem opin voru á Vetrarhátíð. Sérstaklega var áhugavert að koma í Hafnarhúsið, þar sem undramyndir Errós þekja heilu veggina. Hvalasafnið á Grand- anum var líka skemmtilegt að skoða. En nú að lokinni góðri hátíð mætti taka til skoðunar að í stað Safna- nætur að kvöldi föstudags, þegar flestir eru dauðþreyttir eftir langa og stífa vinnuviku, væru söfnin opin á laugardeginum og þungi hátíðar- innar þá. Sú tímasetning myndi sennilega henta til dæmis fjöl- skyldum, foreldrum og börnum, betur en núverandi fyrirkomulag. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni. (Jóh: 15.9)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.