Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 05.02.2018, Síða 32
MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 36. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1.Skilið ástarkveðju! 2.Reynt að hafa fé af grandalausu ... 3.Sögulegt mark hjá Jóhanni 4.Vinsælasti partíréttur í heimi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrstu hádegistónleikar ársins 2018 í Hafnarborg fara fram á morg- un og marka upphaf 15. starfsárs tónleikaraðarinnar. Hallveig Rúnars- dóttir sópran flytur aríur eftir Moz- art, Dvorák og Strauss með Antoníu Hevesí píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Dívur í dulargervi og eiga aríurnar það sameiginlegt að tengjast konum sem á einn eða ann- an hátt villa á sér heimildir. Dívur í dulargervi  Blúskvöld Blús- félags Reykjavík- ur verður haldið í kvöld kl. 21 í Vox Club-salnum á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Fram koma hljóm- sveitin Hráefni og Tryggvi Hübner, Halldór Bragason, Björgvin Ploder og Jón Ólafsson og söngvarinn Páll Rós- inkranz verður sérstakur gestur. Hráefni og fleiri blús- arar á Blúskvöldi  Vilhelm Vilhelmsson, doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn „Brothætt frá upphafi. Byggðarsaga Borðeyrar við Hrúta- fjörð“ á morgun kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafns Íslands. Vilhelm mun rekja byggðarsögu staðarins og velta vöngum yfir því hvers vegna byggð á Borðeyri hafi reynst jafn brot- hætt og raun ber vitni. Fjallar um brothætta byggð á Borðeyri Á þriðjudag Vestan 8-15 m/s og él, en léttskýjað A-til. Dregur úr éljum eftir hádegi. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi S-átt V-til á landinu um kvöldið með hlýnandi veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG SV 13-20 m/s og éljagangur, en þurrt að mestu NA-lands. Heldur hvassara og meiri úrkoma V-til á landinu um tíma síðdegis. Frost 1-8 stig um kvöldið, kaldast í innsveitum. VEÐUR „Ég vissi ekki hvort markið var gilt fyrr en ég var um- kringdur af liðsfélögum mín- um í fagnaðarlátum. Það var geggjuð stund, en það var töluvert skemmtilegra að vinna úrslitaleikinn,“ sagði Vignir Svavarsson sem varð danskur bikarmeistari í gær. Hann kom Hol- stebro í úrslitaleikinn með ótrúlegu marki. Vignir kveðst ekki hættur í landsliðinu. » 1 Tveir frábærir dagar hjá Vigni „Ég er ánægðust með að hafa unnið þessa hollensku því ég er ekkert brjálæðislega ánægð með tímann. Ég get svo sem sjálfri mér um kennt því ég fór allt of hægt af stað. Mér finnst alltaf gaman að vinna á heimavelli. Einnig er sterkt að vinna stelpu eins og Hovenkamp sem á miklu betri tíma í greininni en ég,“ sagði Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH eftir sigurinn í 400 metra hlaupi á Reykjavíkurleik- unum um helgina. »4-5 Arna hafði betur gegn ólympíufaranum Litlu munaði á Val og ÍR þegar liðin mættust í 16. umferð Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöld. Munur- inn var aldrei meiri en í blálokin þeg- ar Valsmenn lönduðu þriggja marka sigri, 30:27. Grótta vann dýrmætan sigur á Stjörnunni í neðri hlutanum, 26:24, en Haukar völtuðu yfir Fram- ara, 34:24, rétt eins og FH gegn Vík- ingi, 35:22. »2 Þriggja marka munurinn í lokin var sá mesti ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Benedikt Máni Möller er 13 ára, bráðum 14, einhverfur nemandi í 8. bekk í Holtaskóla í Reykjanesbæ. Á rúmu ári hefur hann náð mikilli færni í að tálga dýr, fólk og alls kyns kynja- verur úr afgangsvið og greinum og nú eru valdir gripir úr smiðju Bene- dikts Mána til sýnis og sölu á Bóka- safni Reykjanesbæjar. Áhuginn á að tálga kviknaði þegar hann horfði á jólamynd. „Myndin var um strák sem tálgaði. Mig langaði til að gera eins og hann og pabbi minn gaf mér tálguhníf,“ segir Benedikt Máni. Síðan þá hafa ýmis tól og verk- færi til að tálga bæst í safnið og hann hefur komið sér upp góðri vinnu- aðstöðu heima hjá sér. Efniviðinn fær Benedikt Máni víða að, til dæmis er hann ávallt með aug- un opin fyrir skóglendi og trjám þeg- ar hann ferðast með fjölskyldu sinni um landið á sumrin og hann hefur fengið aðgang að afgangsvið sem að öðrum kosti yrði hent. Hann hefur prófað sig áfram með ýmsar teg- undir af við og segir ösp henta afar vel til að tálga. „Hún er svo mjúk. Svo er birkitréð líka gott.“ Og hugmyndirnar fær hann víða, m.a. úr myndböndum á YouTube. „Svo koma þær stundum bara upp í hugann á mér,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni. Geturðu tálgað hvað sem er? „Nei, kannski ekki alveg. En ég get tálgað næstum því allt.“ Rétt handtök mikilvæg Hann segir afar mikilvægt að haldið sé rétt á hnífnum, að öðrum kosti geti farið illa. „Maður getur skorið sig mjög illa. Ég skar mig svo- lítið í byrjun en er eiginlega hættur því. Núna finnst mér stundum eins og hnífurinn sé orðinn fastur við mig, ég er búinn að tálga svo mikið.“ Að mati Benedikts Mána ættu flestir að geta náð færni í að tálga en mikilvægt sé að vera iðinn við að æfa sig. „Ef maður getur lært að beita hnífnum rétt þá held ég að allir geti gert þetta. Svo er gott að vera góður í að teikna,“ segir Benedikt Máni, sem einnig teiknar mikið. Sýningin hefur fengið geysigóðar viðtökur og verður opin næstu vik- urnar. Hann hefur þegar selt all- nokkra gripi og geta áhugasamir lagt inn pantanir hjá honum á netfanginu stinastud1@simnet.is. Spurður hversu langan tíma taki að tálga hvern grip segir Benedikt Máni það nokkuð mismunandi, en al- gengt sé að það taki um klukkustund. „Það fer eftir því hvað hann er stór og hvernig hann á að vera.“ Tálgarðu á hverjum degi? „Já. Ég er sjúkur í það!“ „Get tálgað næstum því allt“  Benedikt Máni, 13 ára, skapar lista- verk úr afgangsvið Listamaður Benedikt Máni Möller byrjaði að tálga fyrir rúmu ári og heldur um þessar mundir sölusýningu á verk- um sínum í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hann tálgar á hverjum degi og segist vera „sjúkur í það“. Listaverk „Ef maður getur lært að beita hnífnum rétt held ég að allir geti gert þetta,“ segir Benedikt Máni um hvernig ná eigi tökum á að tálga. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.