Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 1
F Ö S T U D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  34. tölublað  106. árgangur  SLÆM VIKA HJÁ JUSTIN TIMBERLAKE HÁLF ÖLD FRÁ HILDARLEIK Í DJÚPINU VANDA ÞARF TIL VERKA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA 200 MÍLUR 48 SÍÐUR FATAHÖNNUN HULDU FRÍÐU 12AF POPPSTJÖRNU 41 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Hér er pláss fyrir miklu fleiri en kerfið er svo svifaseint. Á meðan verið er að fara yfir pappíra og skjöl sefur fólk í ruslageymslum og á bekkjum,“ segir Svanur Elíasson, íbúi í Víðinesi sem er neyð- arúrræði Reykjavíkurborgar fyrir húsnæðislaust fólk. Hann var fyrsti íbúinn í Víðinesi og flutti þangað með tíkinni sinni, henni Kleópötru, þegar húsið var opnað heimilislausum um miðjan desember. Þar búa nú fimm manns, en pláss er fyrir allt að 14 íbúa. Svanur gagnrýnir hvernig búið er að heimilis- lausum og telur að sú ráðstöfun að bjóða fólki að setjast að í Víðinesi hafi fyrst og fremst verið gerð til að bjarga andliti stjórnmálamanna. „Það var svo mikil umfjöllun um að fólk byggi á tjaldsvæðinu og ég held að þeim sem ráða í borg- inni hafi þótt það óþægilegt, ekki okkar vegna held- ur sín vegna.“ Hann bjó áður á tjaldsvæðum víða á höfuð- borgarsvæðinu, síðast á tjaldsvæðinu í Laugardal en húsnæðið í Víðinesi var m.a. tekið í notkun til að hægt væri að hýsa þá sem sest höfðu að á tjald- svæðum. Enn búa þó nokkrir á svæðinu í Laugar- dal og segir Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri þess, að það sé ekki verkefni tjaldsvæðisins að leysa húsnæðisvandann. „Við erum ekki fé- lagsþjónusta, heldur tjaldsvæði,“ segir Sigríður. Jóna Guðný Eyjólfsdóttir, deildarstjóri hjá vel- ferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að ákveðið hafi verið að fullnýta ekki húsnæðið í Víðinesi til að byrja með. Víðines er á Kjalarnesi, í nágrenni við Álfsnes. Engin þjónusta er í nágrenninu og fjórir kílómetrar eru í næstu strætóstoppistöð. Spurð hvort þetta sé besta úrræðið sem hægt sé að bjóða húsnæðislausu fólki segir Jóna að vissulega henti þetta ekki öllum, enda sé um neyðarúrræði að ræða. Hér er pláss fyrir miklu fleiri Morgunblaðið/Eggert Í Víðinesi Reykjavíkurborg ákvað að nýta það sem tímabundið neyðarúrræði fyrir húsnæðislaust fólk. Þar búa m.a. Svanur Elíasson og hundurinn Kleópatra.  Fjórir kílómetrar eru í næstu strætóstöð frá Víðinesi  Þar búa nú fimm manns, en pláss er fyrir 14  „Tjaldsvæðið í Laugardal er ekki félagsþjónusta“ M„Auðvitað ætti enginn að vera …“ »10 Skíðakonan Freydís Halla Einars- dóttir gengur með íslenska fánann inn á setningarathöfn Vetrarólymp- íuleikanna í Pyeongchang í Suður- Kóreu í hádeginu í dag. Hún er ein fimm Íslendinga sem keppa á leik- unum í ár en Snorri Einarsson fer fyrstur þeirra af stað, í 30 km skipti- göngu eldsnemma á sunnudags- morgun að íslenskum tíma. Íslendingarnir eru á meðal þeirra um það bil 3.000 bestu vetraríþrótta- manna heims sem láta ljós sitt skína næstu tvær vikurnar. Morgunblaðið fjallar í dag um nokkrar af þeim íþróttastjörnum sem helst eru taldar líklegar til að heilla heimsbyggðina á leikunum. » Íþróttir Ljósmynd/ÍSÍ ÓL Keppendur Íslands í S-Kóreu. Hátíðin í S-Kóreu hefst í dag  Freydís fer fyrir íslenska hópnum  Áætlað er að setja þurfi rúma þrjá milljarða á næstu árum í end- urnýjun á lyftum og viðhald á mannvirkjum í Bláfjöllum og Skála- felli, að sögn Guðmundar Jakobs- sonar, formanns skíðaráðs Reykja- víkur. Hann segir að það sé vissulega há fjárhæð, en ekki úr takti við það sem varið er til ann- arra íþróttamannvirkja. Formenn skíðafélaga á höfuð- borgarsvæðinu skora á forsvars- menn sveitarfélaganna „að bregð- ast við óviðunandi íþróttaaðstöðu“ í Bláfjöllum og Skálafelli.“ »4 Aðstaða skíðafólks sögð óviðunandi  Nýr fríversl- unarsamningur Kanada við ESB tryggir kan- adískum sjávar- afurðum mun betra aðgengi að innri markaði sambandsins en Íslendingar njóta í gegnum EES- samninginn. „Það liggur fyrir að ESB hefur opnað á betri kjör Kanada inn á innri markað sinn og í stað þess að líta á það sem ógn verðum við bara að líta á það sem tækifæri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra. »200 mílur Kanada nýtur betri kjara en Ísland Guðlaugur Þór Þórðarson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ný skýrsla Norrænu ráðherra- nefndarinnar færir heim sanninn um alvarlega stöðu menntamála hér á landi í samanburði við nágranna- löndin. Niðurstöður PISA-prófa sýna verri útkomu hér en annars staðar á Norðurlöndum og að við erum undir meðaltali OECD-ríkja á öllum svið- um. „Ísland hefur ekki bætt frammi- stöðu sína frá því árið 2012,“ segir um PISA-niðurstöðurnar frá 2015. PISA-prófin sýna einnig að mestur munur er hér á getu innfæddra nem- enda og nemenda sem eru af erlendu bergi brotnir. Einkunnir innfæddra voru alls 23% hærri en þeirra sem hingað hafa flust. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir að þessar tölur séu vissulega áhyggju- efni. „Á þetta hefur verið bent áður og aðgerðir stjórnvalda hafa beinst að þessum þáttum. Í hvítbók um um- bætur í menntun voru sett markmið um að 90% grunnskólanema næðu lágmarksviðmiðum í lestri og að 60% nemenda lykju námi úr framhalds- skóla á tilsettum tíma. Það tekur bara tíma að ná árangri,“ segir hann. Brottfall úr skóla reynist mest hér á landi af norrænu löndunum og er talið að skýringa sé meðal annars að leita í því hversu greiðan aðgang að vinnumarkaði nemendur hafa. Arn- ór telur einnig að betur sé stutt við bakið á nemendum í löndunum í kringum okkur heldur en hér á landi. »6 Menntamál fá falleinkunn  Margt má betur fara á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu Norrænu ráðherra- nefndarinnar  Lægstu einkunnir á PISA-prófum hér og mest brottfall allra Sláandi tölur » Brottfall úr skólum á Íslandi er 19,8% – það mesta á Norð- urlöndum. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru undir Evrópu- meðaltalinu sem er 10,7%. » Einkunnir innfæddra á síð- asta PISA-prófi voru 23% hærri en þeirra sem hingað hafa flust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.