Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 8

Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Samfylkingin virðist vera að von-ast til þess að brátt skapist lag til að gabba evru upp á landsmenn. Það tókst ekki við fall bankanna þó að mikið væri lagt und- ir, jafnvel reynt að koma Icesave- skuldum á þjóðina í þeim tilgangi, en Samfylkingin hefur ekki gefist upp.    Hægt hefur ávexti í efnahagslífinu eftir mikinn uppgang nýliðinna ára og gríðalega aukningu kaupmáttar al- mennings. Þá ber svo við að Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður kýs að fjalla um kjaramál af miklu ábyrgðarleysi og gerir lítið úr því að laun hafi hækkað mikið og að ekki sé svigrúm til að halda áfram á sömu hraðferð í þeim efnum.    Þetta tengir hann svo evrunni, ánþess þó að nefna þann ónýta gjaldmiðil, og ræðst á krónuna í þeim tilgangi að grafa undan henni og greiða leiðina inn í draumaríkið ESB.    Ágúst Ólafur talar eins og krónansé eini gjaldmiðill veraldar sem hentar mismunandi atvinnu- greinum misvel á mismunandi tím- um. Hann lætur eins og krónan sé eini gjaldmiðillinn sem einstaka greinar einstakra landa kvarta stundum undan, en staðreyndin er auðvitað sú að þetta er alþekkt í um- ræðu um gjaldmiðla um allan heim.    Munurinn er þó sá, að með krón-una eru landsmenn með gjaldmiðil sem í meginatriðum fylgir gangi efnahagslífsins og tryggir til dæmis atvinnu lands- manna. Hið sama er ekki hægt að segja um þá sem búa við evruna og það ömurlega atvinnuástand og efnahagsvanda sem hún býður upp á. Ágúst Ólafur Ágústsson Ábyrgðarlaust evrudaður STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00 Reykjavík -3 skýjað Bolungarvík -3 skýjað Akureyri -3 léttskýjað Nuuk -12 snjókoma Þórshöfn 2 rigning Ósló 2 skýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki -3 heiðskírt Lúxemborg 0 heiðskírt Brussel 2 léttskýjað Dublin 8 skýjað Glasgow 7 skýjað London 6 rigning París 1 léttskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Hamborg 0 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín 1 skýjað Moskva -7 þoka Algarve 13 heiðskírt Madríd 4 heiðskírt Barcelona 6 léttskýjað Mallorca 10 léttskýjað Róm 10 rigning Aþena 14 heiðskírt Winnipeg -21 léttskýjað Montreal -12 léttskýjað New York -1 heiðskírt Chicago -11 snjókoma Orlando 19 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:43 17:42 ÍSAFJÖRÐUR 10:00 17:34 SIGLUFJÖRÐUR 9:44 17:17 DJÚPIVOGUR 9:16 17:08 Kristján Þór Júl- íusson, sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðherra, hefur skipað í samráðshóp um endurskoðun bú- vörusamninga, en hann leysti fyrri hóp upp í desem- ber sl. Fækkar Kristján í hópn- um frá því síðast, en núna eru átta fulltrúar í samráðshópnum í stað þrettán. Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og fv. formaður Bænda- samtakanna, eru formenn hópsins og fara sameiginlega með for- mennskuna. Aðrir í hópnum eru Þórlindur Kjartansson, skipaður af Kristjáni, Hafdís Hanna Ægisdóttir, skipuð af umhverfisráðherra, Jóhanna Hreinsdóttir frá Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífs- ins og loks Sindri Sigurgeirsson og Elín Heiða Valsdóttir frá Bænda- samtökum Íslands. Skipar tvo formenn hópsins  Samráðshópur um búvörusamninginn Kristján Þór Júlíusson Aðferðafræðinni hefur verið beitt í nokkur ár og hefur hún bætt ástand- ið, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Breytingar hafa orðið á samsetningu vegfarenda með aukinni vetrarferðamennsku og óvenju slæm veður hafa verið undan- farið. Verklagið sannaði sig þegar vegfarendur óku framhjá lokunum og festust. Lengri tíma tók því en ella að opna aftur. Þolinmæði og bið eru erf- ið en skila árangri. Til eru bifreiðar sem komast auðveldlega yfir Hellis- heiði, en flestir ökumenn aka ekki á þannig bifreiðum. Ferðamenn vita ekki alltaf hvað tekur við þótt útlitið geti verið gott við lokunarhliðið og í vefmyndavélum, en það þýðir ekki að öll leiðin sé greiðfær. Skoða að birta lokunaráætlanir Vegagerðin leitast við að loka veg- um eins stutt og sjaldan og mögulegt er og er að skoða að gera áætlanir um óveðurslokanir á grundvelli veð- urspáa til birtingar fyrirfram. Þá er einnig í skoðun hjá Vega- gerðinni að innleiða skipulagðan fylgdarakstur með snjómoksturs- tækjum á ákveðnum leiðum. „Okkar reynsla er að lokunar- verkefnin hafa hjálpað sem forvörn. Hefðu lokanirnar ekki komið til, þá hefðu verið fleiri útköll,“ að sögn Guð- brands Arnar Arnarsonar hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. Lokanir fjallvega hafa bætt ástandið  Telja að aðferðir Vegagerðarinnar í ófærð og vondu veðri hafi sannað sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Hellisheiði Fastir bílar tefja opnun. Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Wave stólar Fáanlegir í mörgum litum Verð: 12.900 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.