Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 12

Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 12
Danmörku og víðar, en ég ákvað að koma heim,“ segir Hulda Fríða án allr- ar eftirsjár. Ákvörð- unin kom þó ekki til af góðu því hún greindist með MS- sjúkdóminn og vissi ekki hvað tæki við. Núorðið finnst henni of mikil vinna að hanna og sauma og taka samhliða þátt í að reka verslun og hefur því sagt sig frá samstarfinu við konurnar í Skúma- skoti. „Ég er með vinnustofu heima í Kópavogi, þar sem ég get tekið á móti við- skiptavinum, sem vilja kaupa fatnað í FRIDA- línunni og fá sérsaum- að, til dæmis brúð- arkjóla. Mig langar til að geta stýrt vinnutíma mínum betur, einbeita mér meira að markaðssetningu og koma fatn- aðinum í sölu í fleiri verslanir. Ég mun samt halda áfram að selja á mörkuðum eins og ég hef gert í mörg ár,“ segir Hulda Fríða og á við svokallaða skyndi- eða Pop-up markaði með handverk og hönnun af ýmsu tagi sem spretta annað slagið upp út um borg og bý. Í ljósi þess að Hulda Fríða er viðskiptafræðingur að mennt vefst markaðssetningin ekki fyrir henni né heldur bókhald og ýmiss konar utanumhald sem fylgir sjálf- stæðum atvinnurekstri. Í höfuðið á Fríðu ömmu Hugmyndin að fatahönn- unarnáminu kviknaði smám saman þegar hún, nýútskrifaður við- skiptafræðingurinn, fékk vinnu hjá nokkrum fatahönnuðum við af- greiðslu og saumaskap í Nostrum Design. „Fríða, amma mín, sem starf- aði sem saumakona, gaf mér saumavél þegar ég var lítil og síð- an hef ég haft mikinn áhuga á að sauma og hanna,“ segir Hulda Fríða, sem fannst fara vel á að nefna fyrirtæki sitt eftir ömmu sinni. Þótt hún sé komin fram með nýja hönnun, fyrrnefnda viskós- kjóla og silkislæður, undir merkj- um FRIDA Hönnun, eru sumar flíkur úr fyrri fatalínum enn á boð- stólum auk þess sem hún saumar þær eftir pöntun ef því er að skipta. Aðalsmerki FRIDA Hönn- unar eru samhverf mynstur, „print“ eins og hún kallar þau og leggur mikið í. „Stundum er ég hátt í tvo mánuði að hanna mynstrið, sem ég vinn í ákveðnu tölvuforriti og læt síðan prenta á fengið mikla at- hygli á Tísku- vikunni í Kaup- mannahöfn.“ Sem ekki er ofsögum sagt. „Stjarna er fædd“ var til dæmis fyrirsögn á grein í net- tímaritinu Dansk Daily um út- skriftarverkefni nemenda Margrethe- skólans, sem alltaf eru sýnd á þessum helsta tískuviðburði Dana. Fyrirsögnin skírskot- aði til Huldu Fríðu og hljómaði umsögn- in á þessa leið: „Fáir eru með óvenjulega hæfileika, en á skóla- sýningunni í gær mátti sjá ofurstjörnu fæðast – Hulda Fríða Björnsdóttir frá Reykjavík, Íslandi.“ Farið var fögrum orðum um fatalínuna sem hún nefnir Ocean Bugeisha en þemað er japönsk bardaga-geisja og lífið í undirdjúpunum. Klykkt var út með vangaveltum um að einhverjir í tískubransanum hlytu að kveikja á hæfileikunum og fá „hina einstöku Huldu“ til liðs við sig. Strik í reikninginn „Margir skólafélaga minna fengu vinnu hjá tískufyrirtækjum í Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Náttúran og lífverur úrdýraríkinu hafa veriðmér innblástur að und-anförnu,“ svarar Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður spurningunni sígildu sem jafnan er borin upp þegar hönnuðir eða listamenn eiga í hlut. „Þegar öllu er á botninn hvolft hafa trúlega flestir tilhneigingu til að leita og fá hugmyndir í sínu nærumhverfi,“ bætir hún við. Þótt slöngur fyrirfinnist ekki í íslenskri náttúru, kallar hún mynstrið á viskós-kjólunum og silkislæðunum í nýjustu línunni frá FRIDA Hönnun engu að síður slöngumynstur. En það er bara vinnuheiti því fyrirmyndirnar eru í rauninni tré, eða útlínur trjáa. „Ég hannaði mynstrið eftir ljós- mynd sem ég tók í Heiðmörk, breytti og vann mikið í henni og notaði alls konar liti og lita- samsetningar, enda er ég mjög li- taglöð manneskja,“ útskýrir hún. „Stjarna er fædd“ Síðustu tvö árin hefur Hulda Fríða aðallega selt hönnun sína í hönnunar- og listagalleríinu Skúmaskoti þar sem hún og tíu listakonur og hönnuðir skiptast á að standa vaktina. „Eftir útskrift árið 2013 frá Margrethe-skólanum í Kaupmannahöfn, sem er elsti tísku- og hönnunarskóli Danmerk- ur, hélt ég áfram að vinna og út- færa útskriftarverkefnið sem sam- anstóð af átta silkiflíkum og hafði Vanda þarf til verka frá upphafi til enda Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður fékk áhuga á hönnun og saumaskap þeg- ar hún var lítil og Fríða, amma hennar, gaf henni saumavél. Núna rekur hún eigið fatahönnunarfyrirtæki sem hún nefndi í höfuðið á ömmu sinni. Vel búin Hulda Fríða dúðuð í kuld- anum. Ullarkápan kom fram á sjónarsviðið sl. haust en trefillinn er úr Art Deco-línu frá 2016. Ljósmynd/Eyjólfur Már Thoroddsen Brúðarkjóll Hulda Fríða sérsaumar brúðarkjóla og aðrar flíkur eftir pöntun viðskiptavina. Silkislæður og viskós-kjólar með samhverfu mynstri eru í nýjustu línunni. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Spilavinir leggja sig fram um að kenna landanum að spila alls konar spil og slá sjaldan slöku við í þeim efnum. Kl. 20-22 í kvöld, föstudaginn 9. febrúar, kenna þeir áhugasömum að spila Mahjong, sem er eitt vinsæl- asta spil í heimi. Kennslan fer fram í húsakynnum Spilavina, Suðurlands- braut 48. Mahjong er að sögn Spila- vina ótrúlegt spil sem svipar til Rommí. Stemningin við að handleika flísarnar og hefðirnar við spila- mennskuna eiga þátt í að spilið er svona frábært. Hvert land hefur mismunandi út- gáfu af leiknum en sú japanska kall- ast Mahjong Riichi. Sú útgáfa er regluríkasta en jafnframt mest spennandi leiðin til að spila Mahjong. Sigursteinn J. Gunnarsson og Finnbogi Darri Guðmundsson, áhuga- menn um Mahjong Riichi, ætla í þriðja skiptið að koma með nokkur sett af spilinu og kenna að spila jap- anskt. Kennslan hentar byrjendum og einnig þeim sem þekkja svolítið inn á spilið. Spilavinir slá ekki slöku við í spilamennskunni Kenna regluríkustu útgáfuna af Mahjong að japönskum hætti Japanska útgáfan Hvert land hefur mismunandi útgáfu af leiknum en sú jap- anska kallast Mahjong Riich og er af mörgum talin sú mest spennandi. hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.