Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Við seljum þér betri heilsu og fleiri góðar stundir
og þú færð heitan pott með í kaupunum
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
40
ÁRA
reynsla
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Flugvélar á vegum ferðaskrifstof-
unnar Super Break hafa ekki allar
getað lent fyrir norðan, með farþega
frá Bretlandi, eins og tíundað hefur
verið í fréttum. Hafa sumir áhyggjur
af því að vandræðin geri farþegana
fráhverfa Íslandi, en svo er alls ekki.
Þvert á móti!
Bæjarstjórinn á Akureyri, Ei-
ríkur Björn Björgvinsson, fékk á
dögunum sendibréf í pósti frá einum
breska farþeganum sem dvaldi í
nokkra daga á Akureyri. Sá var
hæstánægður.
Í bréfinu til bæjarstjórans segir
ferðalangurinn: „Í gær komum við
heim eftir dásamlega helgi í bænum
þínum. Eins og þér er kunnugt gat
flugvél okkar ekki lent á Akureyrar-
flugvelli á föstudag og var snúið til
Reykjavíkur. Mér skilst að þú hafir
tjáð þig í fjölmiðlum og haft áhyggj-
ur af því að þetta gæti haft neikvæð
áhrif á bæinn þinn. Björgvinsson,
bæjarstjóri, það er algjör óþarfi að
hafa áhyggjur! Allir farþegar í vél-
inni litu á Íslandsferðina sem ævin-
týri og við upplifðum einmitt frá-
bært ævintýri, þar með talda níu
klukkustunda ökuferð í rútu til Ak-
ureyrar. Án þeirrar ferðar, með
mjög skemmtilegum ökumanni,
hefðum við ekki upplifað jafn mikið
af þínu fallega landi! Við höfðum
heppnina með okkar þennan dag.“
Maðurinn segir að lokum, í bréf-
inu til Eiríks bæjarstjóra: „Allan
tímann, hvar sem við komum, var
okkur vel tekið af fólki, á hótelinu, í
þeim ferðum sem við fórum, í versl-
unum og kaffihúsum. Þú býrð í sér-
lega fallegu landi og ættir að vera
stoltur af íbúum bæjarins þíns. Við
komum aftur, vonandi sem fyrst, í
leit að frekari ævintýrum.“
Svo mörg voru þau orð!
Karl Frímannsson hefur verið
ráðinn sviðsstjóri fræðslusviðs Ak-
ureyrarbæjar. Karl, sem fæddur er
1959, er með meistarapróf í mennt-
unarfræðum frá Háskólanum á Ak-
ureyri þar sem lokaverkefni hans
fjallaði um ábyrgð skólastjóra
grunnskóla. Hann starfaði síðast
sem aðstoðarmaður mennta- og
menningarmálaráðherra en hefur
áður verið sjálfstætt starfandi ráð-
gjafi, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit
og skólastjóri Hrafnagilsskóla í
sama sveitarfélagi. Karl hefur áður
starfað hjá Akureyrarbæ sem þró-
unarstjóri og sem fræðslustjóri.
Blóðbankinn er fluttur af
Sjúkrahúsinu á Akureyri í versl-
unarmiðstöðina Glerártorg. Hin
nýju salarkynni voru formlega tekin
í notkun í gær með pompi og pragt.
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir
Blóðbankans – að sjálfsögðu stund-
um kallaður bankastjóri – og Alma
Möller, framkvæmdastjóri aðgerða-
sviðs Landspítalans, ávörpuðu við-
stadda og sögðu frá starfsemi bank-
ans og mikilvægi hans.
Fram kom í máli Sveins að hlut-
fall blóðsöfnunar á Akureyri hefði
aukist undanfarin ár og sé nú um
14% þess blóðs sem safnað er í land-
inu. Markmiðið sé að auka það hlut-
fall í 20% á næstu fimm árum.
Upplýst var að Blóðbankinn
þyrfti að fá um 2.000 nýja blóðgjafa
á ári til að viðhalda þeim hópi sem
gefur og sóknarfæri séu mikil á
Akureyri.
Blóðsöfnun fyrir Norður- og
Austurland er á Akureyri. Hún hef-
ur í mörg ár farið fram í kjallara
Sjúkrahússins á Akureyri, tengd
rannsóknardeild þess, en með því að
flytja blóðsöfnunina á Glerártorg
segjast forráðamenn Blóðbankans
vera að brjóta blað í sögu bankans –
blóðsöfnunin hafi verið færð nær
fólkinu til frambúðar.
Anna Garðarsdóttir fiðluleikari
og söngkonan Þorbjörg Edda
Björnsdóttir fluttu tónlist á sam-
komunni á Glerártorgi í gær. Svo
skemmtilega vill til að þær eru báðar
starfsmenn Blóðbankans í Reykja-
vík; Anna vinnur við afgreiðslu og
Þorbjörg er hjúkrunarfræðingur.
Góðkunningi starfsmanna Blóð-
bankans á Akureyri, Tryggvi Þór
Gunnarsson blóðgjafi, tók að sér að
bjóða upp tvo gamla blóðsöfnunar-
bekki. Tryggvi, sem gefið hefur blóð
í 82 skipti, sagði afar notalegt að
liggja á bekkjunum og hvatti fólk til
að bjóða í þá.
Viðstaddir voru heldur tregir á
uppboðinu en svo fór að Einar Viggó
Viggósson, starfsmaður Tölvulistans
handan við ganginn, keypti annan
bekkinn á 11 þúsund krónur en hinn
keypti Ólafur Már Vilhjálmsson á 10
þúsund. Einar Viggó sagðist myndu
koma stólnum fyrir á lager versl-
unarinnar; þar yrði gott að hvíla sig
þegar færi gæfist til. Ólafur Már
kvaðst aðspurður líklega myndu
færa móður sinni bekkinn – hún
hefði meira pláss en hann sjálfur.
Forráðamenn Blóðbankans not-
uðu tækifærið í gær og færðu nokkr-
um dyggum stuðningsaðilum bank-
ans þakklætisvott. Við þeim tóku
Guðjón Andri Gylfason, formaður
Lionsklúbbsins Hængs, Jóhannes
Gunnar Bjarnason, formaður Holl-
vinasamtaka Sjúkrahússins á Ak-
ureyri, Gunnar Larsen, fram-
kvæmdastjóri Kælismiðjunnar
Frost, og Bára Sveinsdóttir, starfs-
maður Bakarísins við brúna, en bak-
aríið færir Blóðbankanum nýbakað
brauð að gjöf á hverjum einasta
morgni svo blóðgjafar fái eitthvað
gott með kaffinu.
Bókin Til starfs og stórra sigra -
Saga Einingar-Iðju 1906-2004, kem-
ur formlega út á morgun. Sá dagur
er valinn vegna þess að 10. febrúar
fyrir 55 árum sameinuðust Verka-
kvennafélagið Eining og Verka-
mannafélag Akureyrarkaupstaðar.
Það er Jón Hjaltason sagnfræðingur
sem ritar söguna.
Í tilefni útgáfunnar verður hald-
in hátíð í menningarhúsinu Hofi og
hefst kl. 13. Þar verður bókasöfnum
á starfssvæði félagsins afhent ein-
tak. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó-
hannesson, er sérstakur gestur og
ávarpar samkomuna, auk Björns
Snæbjörnssonar, formanns Ein-
ingar-Iðju, og Önnu Júlíusdóttur
varaformanns. Allir eru velkomnir.
Keyptu bekkina Ólafur Már Vilhjálmsson, til vinstri, og Einar Viggó
Viggósson. Tryggi Gunnarsson, blóðgjafi og uppboðshaldari, á milli þeirra.
Engar áhyggjur, bæjarstjóri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Takk Guðjón Andri Gylfason, Jóhannes Gunnar Bjarnason, Gunnar Larsen, Bára Sveinsdóttir, Helga Nóadóttir,
starfsmaður Blóðbankans á Akureyri, og Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður hjá Blóðbankanum í Reykjavík.
Nýtt blóð Urður María Sigurðardóttir gefur blóð í gær, í nýju húsnæði
Blóðbankans. Hulda Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur til hægri.
Breskur ferðamaður hæstánægður með ævintýrið Blóðbankinn af sjúkrahúsinu á Glerártorg