Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 24

Morgunblaðið - 09.02.2018, Side 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt komin í hús eftir langa bið! Glæsileg ný sending SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Röng mynd birtist með eftirfarandi grein og því er hún prentuð hér að nýju. Morgun- blaðið biðst velvirð- ingar á þessum mis- tökum. Við íbúar sem búum í Laufengi, Gullengi, Reyrengi, nemendur og kennarar í Borg- arholtsskóla og þeir sem þurfa að komast í Eirborgir og á leikskólann í hverfinu mótmæla harð- lega þeim breytingum sem voru gerð- ar núna eftir áramótin á leið 6. Við sem búum í Engjahverfinu og Grafarvogi og notum strætó þurfum að geta treyst á að hann komi á rétt- um tíma og fari sem beinasta leið nið- ur í bæ og út úr hverfinu. Síðan byggt var í Engjahverfi hef- ur strætó ekið um Gullengi og þjónað okkur ljómandi vel og enginn kvart- að. Einu sinni voru nokkrir vagnar sem fóru um götuna, bæði leið 14 og svo 115 og fleiri, þannig að við gátum valið úr vögnum. Þá voru nokkrar hraðleiðir i boði sem fóru í öll úthverfi Reykjavíkur; 115 í Grafarvog, 110 í Árbæjarhverfi og 111 og 112 sem fóru í Breiðholt. Það var fyrir síðustu breytingu á leiðakerfinu. Síðan breyttist það og ekki til betri vegar, ferðum fækkaði, hraðleiðir lagðar niður og núna er það bara einn vagn sem er sannarlega okkar vagn, leið 6, sexan okkar góða. Þegar ég frétti að það ætti að fjölga ferðum gladdi það mig mikið að fá ör- ari ferðir í bæinn en það sem ég vissi ekki var að í leiðinni tóku þeir upp á því að breyta leiðinni, sem enginn skilur af hverju var gert. Það þjónar engum tilgangi og gerir okkur erfitt fyrir og auk þess er stoppistöðin við kirkjugarðinn. Ég spurði stjórn- arformann Strætó hvort meiningin væri að þjóna þeim sem væru farnir frekar en okkur sem enn erum ofar moldu! Það er kannski nýja stefnan hjá Strætó. Þessi nýja biðstöð er við Borgarveg og hann liggur meðfram kirkju- garðinum og það er eng- inn að koma þarna lang- ar leiðir gangandi í fljúgandi hálku eins og færðin hefur verið und- anfarið. Biðstöð bara öðrum megin við götuna, engin hinum megin, og þarna er veðravíti og austan- og suðaustanáttin eru verstu áttirnar og þá er nú betra að vera klæddur í allsherjarkuldagalla til að krókna ekki úr kulda. Við viljum sem sagt að þið takið þetta til baka, þið sem stjórnið hjá Strætó, og farið líka að hlusta á þá sem nota vagnana og taka tillit til þess sem þeir segja. Þið eruð þjón- ustustofnun og eigið að þjóna okkur notendunum. Nú er búið að loka Hlemmi og enginn staður í boði fyrir farþega. Hvernig væri að byggja hús fyrir framan monthöllina ykkar og hafa það afdrep fyrir farþegana og einnig miðasölu. Við viljum leið 6 aftur og látið hana halda áfram að þjóna okkur sem bú- um í Laufengi, Gullengi og víðar. Minni á að það eru um 20 þúsund manns sem búa í Grafarvogi og við erum líka kjósendur í vor. Munið það. Látið leið 6 keyra fram og til baka um Gullengi og snúa við í Spönginni og málið er leyst og allir glaðir. Með von um að þið leysið málið. Látum leið 6 aka áfram um Gullengi Eftir Katrínu Þorsteinsdóttur Katrín Þorsteinsdóttir » Við viljum að leið 6 gangi aftur um Gull- engi, viljum ekki missa sexuna okkar. Við sökn- um hennar mikið. Höfundur er leiðsögumaður, lífeinda- fræðingur og Grafarvogsbúi og dygg- ur notandi strætó. Það er ekki að ástæðulausu sem marg- ir tala nú í alvöru fyrir því að hverfi borg- arinnar verði sérrekstr- areiningar eða sérsveit- arfélög eins og þekkist í borgum úti um allan heim. Einhverra hluta vegna er þessu öðruvísi farið hér í Reykjavík eins og margt annað hérlendis. Einhvers konar séríslenskt fyrirbæri eins og verðtryggðu hús- næðislánin! En ef við skoðum þennan lýðræð- ishalla eins og hann birtist árið 2017 í austurborginni og hvernig hann birt- ist miðað við nærliggjandi sveit- arfélög og fjölda bæjarfulltrúa miðað við fjölda íbúa, þá blasir þetta við! Samkvæmt Hagstofu Íslands búa nú 12.293 í Neðra-Breiðholti og Selja- hverfi; 12.146 í Árbæ, Ártúnsholti og Norðlingaholti; 9.047 í Efra- Breiðholti; 16.982 í Grafarvogi; 6.671 í Grafarholti og Úlfarsárdal og 989 á Kjalarnesi. Athugið að þessi hverfi hafa engan borgarfulltrúa núna, engan! Til samanburðar er fjöldi bæjarfulltrúa m.v. íbúa í nærliggjandi sveitarfélögum eftir- farandi: Á Seltjarnarnesi búa 4.450. Þar eru sjö bæj- arfulltrúar. Í Mosfells- bæ búa 9.783. Þar eru níu bæjarfulltrúar. Í Garðabæ búa 15.230. Þar eru 11 bæjarfulltrúar. Í Kópa- vogi búa 35.246. Þar eru 11 bæj- arfulltrúar. Í Hafnarfirði búa 28.703. Þar eru 11 bæjarfulltrúar. Er virkilega ekki kominn tími til að hverfin í það minnsta kjósi sér hverf- isráð rétt eins og við fáum nú að kjósa um hvort við viljum tré, bekki eða ruslatunnur sett upp í hverfunum okkar? Það er síðan eðlilegt að fulltrúar frá hverfunum sjálfum séu þeir sem skipa hina eiginlegu borg- arstjórn eða yfirstjórn í Reykjavík. Þetta þætti eðlilegt í lýðræðislegum borgum annarra landa og ekki nema sjálfsagt að íbúar ráði málum þegar kemur að þeirra nánasta umhverfi. Sama heyri ég frá mörgum íbúum í vesturborginni sem eru orðnir lang- þreyttir á að ráða ekki sínu nánasta umhverfi. Þetta er hægt ef vilji er fyrir hendi og þeir sem fá umboð í næstu borgarstjórnarkosningum ein- henda sér í þetta verkefni. Ef búa á hins vegar til sérsveitarfélög úr hverfunum þarf lagabreytingu til. Þetta er það málefni sem mér finnst að næstu borgarstjórnarkosningar eigi að snúast um, ásamt nýrri stað- setningu fyrir Landspítalann (helst við Keldur), endurskoðun borgarlín- unnar umdeildu, Sundabraut í fram- kvæmd og tryggja flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Lýðræðishallinn í borginni er sláandi og óþolandi Eftir Vilborgu G. Hansen »Hverfin verði sér- rekstrareiningar eða íbúar kjósi í það minnsta sín hverfisráð. Vilborg G. Hansen Höfundur er austurborgarbúi, land- fræðingur og löggiltur fasteignasali. vilborg@landart.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.