Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í yfir 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
198
4 - 2016
ÍS
LEN
SK FRAML
EI
ÐS
LA32
Yfir 90 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Gagnrýnisraddir heyrðust eftir við-
tal við Guðjón Val, fyrirliða íslenska
landsliðsins, að loknum síðasta leik
liðsins á EM.
Að sjálfsögðu var Guðjón Valur
einungis að lýsa úrslitunum með
léttum húmor eins og honum er ein-
um lagið, þ.e. að halda verði haus allt
til leiksloka í svona leik sem öðrum
krefjandi leikjum.
Þannig er lífið í leik og starfi ef
árangur á að nást.
Guðjón Valur er einn besti hand-
boltamaður sem Ísland hefur átt og
þótt víðar væri leitað og markakóng-
ur á heimsvísu.
Hefur auk þess unnið hvern bik-
arinn af öðrum með þeim erlendu
liðum sem hann hefur spilað með.
Guðjón Valur kemur ávallt fram
íþróttafólki og landi til sóma, eins og
svo margt annað íþróttafólk sem við
eigum á framabraut í hinum ýmsu
greinum.
Íþróttafólk eins og Guðjón Valur
gerir það að verkum að fólk flykkist
á áhugaverða íþróttaviðburði og/eða
að skjánum.
Spili Guðjón Valur sem lengst
með íslenska landsliðinu.
Ómar G. Jónsson og stuðningsmenn GVS.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Guðjón Valur frábær íþróttamaður
Ólympíusilfur Guðjón Valur Sigurðsson
er sigursæll íþróttamaður.
Í byrjun árs var
efst á baugi mengun
flugelda og í fréttum
að Arion Banki ætlaði
að selja verksmiðju
„United Silicon“
(USi). Gamlárskvöld
er einu sinni á ári en
kolabrennsla USi alla
daga ársins.
Usi ætlaði að fram-
leiða 29.900 í fyrsta
áfanga og stækka í 90.000 tonn.
Fyrsti áfangi á Bakka er 33.000 og
66.000 tonn í seinni áfanga. Sam-
tals eru þetta 156.000 tonn af kís-
ilmálmi á ári.
Skv. skýrslu Eflu verkfræðistofu
fer í árlega framleiðslu Bakka á
66.000 tonnum: Kvarsít 162 t, kol
84 t, viðarkurl 90 t, koks 30 t, við-
arkol 16 t og rafskaut 8 t. Samtals
eru þetta 390.000 tonn. Framleiðsla
USi er 36% meiri en á Bakka, sem
gerir 530 tonn. Árlega yrðu þá
flutt inn 920.000 tonn fyrir fram-
leiðsluna. Ég spyr þig, hvert er
kolefnisspor þessara flutninga og
hvert er kolefnisspor brennslu
520.000 tonna af kolum, viðarkurli,
koksi og viðarkolum? Mun þessi
mengun valda því að við getum
ekki staðið við Parísarsam-
komulagið?
Þú hefur ekkert minnst á kola-
brennsluna á árinu, en þeim mun
meir á raketturnar. Gamlárskvöld
er eftir eitt ár og USi undirbýr
brennslu kola svo fljótt, sem kost-
ur er. Finnst þér það skynsamleg
forgangsröðun? Í útblæstrinum eru
ýmis efni, sem óhollt er að anda að
sér þó ekki finnist fýlan. Forsetinn
sagði í nýársávarpinu, að við ætt-
um að vera góð við börnin. Fólk
býr innan við 1.000 m frá USi. Þar
meðtalin börn. Ljótt að taka frá
þeim gamlárskvöld og enn ljótara
að eyðileggja fyrir þeim andrúms-
loftið.
Fréttir af USi sýndu að vaðið
var áfram meir af kappi en forsjá.
Hannað áður en tilskilin fram-
kvæmdaleyfi veitt. Síðar kom í ljós
að ekki var byggt skv.
teikningum. Bygg-
ingar stærri og hærri,
en teikningar sögðu til
um og byggingar-
reglugerð leyfir. Um-
hverfisskýrslur fals-
aðar og fleira, sem of
langt er að telja upp.
Maður hefur á tilfinn-
ingunni að verk-
smiðjan sé byggð úr
drasli, sem fengist
hefur fyrir lítið.
Stóra málið er að
við viljum vera umhverfisvæn þjóð
og auglýsum landið þannig, að
ferðamenn trúa og vænta þess að
hér sé hreint loft. Engin þeirra
þjóða, sem við viljum bera okkur
saman við vill svona verksmiðjur
hjá sér. Takist Arion að finna
kaupanda, þá er kaupandinn fyrst
og fremst að kaupa starfsleyfið,
sem USi greiddi ekkert fyrir. Fékk
þvert á móti borgað fyrir að koma.
Fyrrverandi umhverfisráðherra
hafði kjark til að sýna USi gula
spjaldið og stöðva reksturinn. Ráð-
herra og fyrrverandi formaður
Landverndar er með svo mikið
sterkara bakland en sú, sem veifaði
gula spjaldinu að hann á að sýna
USi rauða spjaldið: VG merkir sig
með G fyrir grænn, Framsókn seg-
ir allt er vænt, sem vel er grænt
og ekki þarf mikið bísnisvit til að
sjá að í sílíkoninu er ekkert fyrir
þjóðina annað en mengun og
kostnaður.
Arion Banki mun mótmæla aft-
urköllun framleiðsluleyfis í stað
þess að einbeita sér að því að selja
verksmiðjuna til niðurrifs. Bankinn
á ekkert inni hjá þjóðinni nema
síður sé og hefur sjálfur komið sér
í þá stöðu, sem hann er í. Í viðbót
við gróða af innheimtu skulda-
bréfa, sem hann fékk gefins frá Jó-
hönnu og Steingrími hefur Arion
gert út á lífeyrissjóði og lagt millj-
arða fé sjóðfélaga í eitt fyrirtæki. Í
fyrra, þegar ljóst var hvert stefndi
plataði Arion sjóðina til að bæta
um 450 millj. kr. í púkkið. Ætli Ar-
ion hafi líka haft milligöngu eða
fjárfest fyrir sjóðina í fyrirtækjum,
sem öllum mátti vera ljóst að
lækkuðu í verði?
Arion Banki hefur þegar af-
skrifað 4,8 milljarða króna og úti-
standandi skuldbindingar nema 5,4
milljörðum. Bankinn hefur tapað
200 milljónum á mánuði síðan USi
fór í greiðslustöðvun. Þrír lífeyr-
issjóðir í stýringu bankans hafa
lagt 2,2 milljarða í USi. Lífeyr-
issjóður VR er ekki í USi, en fjár-
festi í Unuvöllum, sem er hluthafi í
USi og var rekið með 3,7 milljarða
tapi á síðasta ári.
Lífeyrissjóðirnir hafa engan rétt
til gambla áfram með fé sjóðsfélag-
anna, þó Arion banki hagi sér líkt
og spilafíkill og hafi tapað 7 millj.
kr. á dag eftir greiðslustöðvun.
Sjóðirnir munu tapa enn meir af-
skrifi þeir ekki strax þessa tvo
milljarða. Það eru næg tækifæri til
að ávöxtunar innan lands án
áhættu t.d., eins og Helgi í Góu
hefur margoft bent þeim á. Það
væri líka skynsamlegra að stofna
eða kaupa banka og lána til upp-
byggingar íslensks iðnaðar í stað
þess að skekkja samkeppni með
kaupum á hlutafé í útvöldum fyr-
irtækjum, sem gætu farið á haus-
inn.
Ég spyr, hvað hefur þjóðin gefið
þessum tveimur verksmiðjum
marga milljarða í niðurfellingu
gjalda, skattaafslætti og innviða-
uppbyggingu? Þeim fjármunum
hefði betur verið varið í eflingu ís-
lensks iðnaðar. Ekki síst takist að
koma okkur í ESB, því þá er eins
gott að iðnfyrirtæki og matvæla-
vinnslur séu vel tækjum búin til að
mæta samkeppninni.
Það skýtur óneitanlega skökku
við að sá flokkur, sem hefur límt á
sig merkimiðann grænn skuli fyrst
og fremst hafa kallað yfir okkur
þessa mengun. Kjósendur vilja vita
hvort þú og VG munið standa gegn
byggingu fleiri mengandi fyr-
irtækja. Afturkalla starfsleyfi USi
og leyfi til að stækka Bakka í 66
tonn og endurskoða leyfi Bakka að
mega menga meir en alþjóðlegir
staðlar leyfa fyrstu tvö starfsárin.
Opið bréf til
umhverfisráðherra
Eftir Sigurð
Oddsson »Ráðherra og fyrrver-
andi formaður
Landverndar er með
svo mikið sterkara bak-
land en sú, sem veifaði
gula spjaldinu, að hann
á að sýna USi rauða
spjaldið.
Sigurður Oddsson
Höfundur er eldri borgari.
fasteignir