Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
✝ Sólveig HelenLund fæddist
24. október 1962 í
Ósló í Noregi. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skóg-
arbæ 28. janúar
2018.
Hún var dóttir
Hermod Ingimars
Jakob Lund, f. 20.
mars 1933, d. 4.
ágúst 2000, og
Margrétar Kristínar Ásbjarn-
ardóttur, f. 11. maí 1941, d. 9.
desember 2014. Helen fluttist
fjögurra ára gömul, ásamt
elstu systur sinni og foreldrum,
til Patreksfjarðar frá Noregi
og ólst þar upp en fluttist það-
an 25 ára gömul til Reykjavík-
ur og bjó þar til dánardags.
Helen var önnur í röð þriggja
systkina, systur hennar eru
Martha Edvarda Kristín Lund,
f. 25. des. 1960, búsett á Akra-
nesi. Maður hennar er Ólafur
dísi Fönn Svansdóttur Lund, f.
8. maí 1980. Barn hennar og
fyrrverandi maka, Ragnars
Halldórs Eiríkssonar, er
Hrafnar Jökull Ragnarsson, f.
27. mars 2014. Þau eru búsett í
Danmörku.
Í maí 1984 hófu Helen og Jó-
hann Þorsteinn Bjarnason, f.
13. janúar 1949, sambúð, þau
eignuðust saman Tinnu Dögg
Jóhannsdóttur, f. 26. nóvember
1994, hún á með fyrrverandi
maka sínum, Jóni Ragnari Arn-
finnssyni, dótturina Herdísi
Eik Jónsdóttur, f. 20. ágúst
2014. Þau eru búsett í Reykja-
vík. Síðar kom sonur Helenar
og Jóhanns, Jóhann Ingi Jó-
hannsson, f. 26. nóvember
1995, búsettur í Reykjavík. Jó-
hann og Helen slitum sam-
vistum 2004.
Helen vann ýmis störf yfir
ævina, hún vann frá 14 ára
aldri á sumrin við fiskvinnslu
og eftir að gagnfræðaskóla
lauk starfaði hún við fisk-
vinnslu til 25 ára aldurs. Síðar
starfaði hún í eldhúsum, í þjón-
ustustörfum og við ræstingar.
Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 9. febr-
úar 2018, klukkan 13.
Gretar Að-
alsteinsson.
Martha á barn úr
fyrra sambandi
með Bjarna Franz
Viggóssyni, Huldu
Guðrúnu Bjarna-
dóttur, f. 22. júlí
1978, og barn með
Ólafi Grétari Að-
alsteinssyni er Ás-
björn Ólafsson, f.
19. ágúst 1987.
Yngri systir Helenar er Kristín
Áslaug Lund-Hammeren, f. 20.
júní 1974, búsett í Noregi. Mað-
ur hennar er Ole Lund-
Hammeren og saman eiga þau
tvíburana Brynju-Marie og
Emblu Eddvarda Lund-
Hammeren, f. 25. janúar 2006,
Tuvu Margréti Lund-Hamm-
eren f. 20. febrúar 2008, og
Sögu Oleu Lund-Hammeren, f.
21. janúar 2010. Helen trúlof-
aðist Svani Guðrúnarsyni og
eiga þau saman dótturina Vé-
Þá hefur elsku mamma mín
kvatt okkur, alltof ung en hún
hafði verið mikill sjúklingur í
mörg ár og hafði háð harða bar-
áttu gegn öllum sínum veikindum
og stóð ávallt uppi sem sigurveg-
ari.
Ef ég ætti að lýsa mömmu í
einni setningu fyrir fólki sem ekki
þekkti hana myndi ég segja að
hún hafi verið mikil baráttukona
fram í fingurgóma og trúræknari
konu en hana hefði verið erfitt að
finna án þess að hún væri prest-
ur. Ein af mínum fyrstu minning-
um um mömmu og mig úr barn-
æsku er þegar við fórum með
kvöldbænirnar saman. Eftir á
signdi hún mig alltaf og þetta
gerði hún við mig fram á fullorð-
insaldur, einnig þegar ég gisti hjá
henni í heimsóknum mínum til
landsins. Þetta varð okkar ritúal,
þegar ég ferðaðist til annarra
landa keypti ég iðulega Jesú-
myndir eða krossa og gaf
mömmu. Þetta geymdi hún allt í
skríni sem ég gaf henni frá Kúbu
og hún hafði á náttborðinu sínu.
Þetta voru gersemar í hennar
augum og það gladdi mig. Hún
kvaddi mig og systkini mín ávallt
þegar við vorum að fara út um
dyrnar heima eins og þetta væri í
síðasta sinn sem hún sæi okkur,
maður var kysstur og knúsaður í
bak og fyrir og hún átti aldrei
bágt með að segja manni að hún
elskaði mann. Á unglingsárunum
fór þetta í taugarnar á mér en því
eldri sem ég varð því vænna þótti
mér um þessar kveðjur hennar.
Hún leit á okkur börnin sem sína
stærstu blessun í lífinu og sagði
það við mig en þegar Hrafnar
sonur minn fæddist og Herdís
hennar Tinnu systur sá ég hvern-
ig mamma blómstraði í ömmu-
hlutverkinu og hvað börnin gerðu
hana hamingjusama og stolta.
Hún elskaði þau afar heitt og ég
er svo þakklát að hafa fengið að
upplifa mömmu í þessu hlutverki,
það fór henni svo vel.
Mamma var ung þegar hún átti
mig og var samband okkar oft á
tíðum eins og vinkonusamband,
stundum of mikið, stundum of lít-
ið en þegar vel lét þá gátum við
hlegið svo mikið saman. Hún var
með svo góða kímnigáfu og kald-
hæðin á svo skemmtilegan hátt,
það fór ekki á milli mála þegar við
systkinin og mamma komum
saman á góðri stundu að við vor-
um sameinuð því við vorum ekki
hljóðlátasta fólkið þegar hlátra-
sköllin dundu á. Þetta eru hlýjar
og fallegar minningar sem ég
mun bera með mér alltaf.
Elsku mamma mín, takk fyrir
að hafa kennt mér svo margt um
styrk, trú og kærleik. Þú varst
þessum kostum gædd ríkulega og
gafst vel af þér þegar þú gast og
hafðir burði til. Ég veit það í
hjarta mínu að þú ert komin til
ömmu, afa og fjölskyldu okkar
hinumegin, ég veit að þar er eng-
in þjáning, sársauki eða veikindi
sem þú þarft að kljást við. Ég veit
að þar heldur lífið áfram á öðru
stigi, þú trúðir því alltaf og inn-
rættir í okkur börnin. Ég veit og
trúi að þú fylgist með okkur og
haldir verndarhendi yfir okkur.
Ég veit að þú stendur við það sem
ég hvíslaði í eyra þitt þegar þú
skildir við og ég hélt í hönd þína
og þú kvaddir. Ég elska þig alltaf
og sakna þín ávallt, styrkur þinn
mun lifa í mér og minning þín lifir
áfram í okkur öllum.
Ávallt þín
Védís og Hrafnar.
Helen Lund mamma mín var
svo sterk manneskja að þegar ég
horfi til baka á ég erfitt með að
skilja hvernig hún fór að þessu.
Hún fékk erfiða sjúkdóma til að
sigrast á oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar. En alltaf fór hún
í gegnum þá með jákvætt hugar-
far og hún sannaði það svo sann-
arlega að með viljastyrk og já-
kvæðni er hægt að komast í
gegnum allt.
Ég á margar fallegar minning-
ar með henni mömmu en þær sem
standa upp úr eru þær sem ég á
með henni bæði á meðgöngu og í
fæðingu stelpunnar minnar. Ég
varð ótrúlega veik þegar ég gekk
með stelpuna mína og var rúm-
liggjandi mjög stóran hluta af
henni, ég gat varla borðað neitt
en mamma gafst sko ekki upp á
því, hún sat á rúmstokknum mín-
um og reyndi eins og hún gat að
koma ofan í mig mat, þótt það
væri ekki meira en eitt lítið kex
þá gafst hún aldrei upp. Í fæðingu
stelpunnar minnar var ég ung og
að hafa mömmu hjá mér bjargaði
svo sannarlega miklu, það var
eins og hún hefði bara brett upp
ermar og sagt jæja gerum þetta
bara. Hún var hjá mér allan tím-
ann að hvetja mig áfram og
stappa í mig stáli þangað til stelp-
an mín kom í heiminn. Það var
fallegasta stund lífs míns hingað
til og verð ég ævinlega þakklát
fyrir að hafa fengið að deila henni
með mömmu. Hún var einnig
mikið til staðar fyrir mig eftir að
ég átti stelpuna mína, ég þurfti
aldrei að segja mömmu ef það var
eitthvað að hjá mér eða eitthvað
að angra mig, hún bara vissi það.
Mamma dæmdi mig aldrei. Sem
unglingur fór að halla undan fæti
hjá mér og ég fór að taka ákvarð-
anir um líf mitt sem voru alls ekki
gáfulegar, ég fann aldrei fyrir því
að mamma dæmdi mig á neinn
hátt. Ég fann líka fyrir því hvað
það létti á henni þegar ég kom
mér á beinu brautina. Mamma
sagði mér alltaf að gera ekkert
sem ég vildi ekki gera, það væri
engin ein rétt leið í lífinu heldur
væru milljón leiðir og fólk fyndi
það sem hentaði sér hverju sinni.
Hún var líka alveg rosalega kær-
leiksrík mamma, í dag er ég hvað
mest þakklát fyrir það. Hún átti
alls ekki erfitt með að sýna okkur
systkinum hvað henni þótti vænt
um okkur.
Mamma reyndi að gefa mér
allt sem hún átti og það sem hún
átti nóg af var ást. Hún var líka
frábær amma og elskaði fátt
meira en barnabörnin sín. Hún
hafði svo gaman af stelpunni
minni og að fá hana í líf sitt sagði
hún alltaf að væri svo sannarlega
gjöf.
Þegar stelpan mín var bara
ungbarn sóttist mamma mikið
eftir því að sjá um hana, ef það
þurfti að skipta á bleyju var hún
búin að vinda sér í það áður en
hægt var að hugsa sig tvisvar. Ég
er alveg ótrúlega þakklát fyrir
alla hjálpina og tímann sem ég
fékk með mömmu og sérstaklega
eftir að ég átti stelpuna mína.
Mamma glímdi samt við mikil
veikindi en hún lét lítið bera á
stóru hlutunum.
Mamma mín var frábær amma
og mjög góð mamma, og er ég svo
þakklát fyrir allar góðu og fallegu
minningarnar sem ég á með
henni. Hvíldu nú í friði, elsku
mamma mín. Þar sem englarnir
syngja sefur þú.
Tinna Dögg Jóhannsdóttir.
Systir okkar hefur lokið för
sinni með okkur hér á jörðu. Sam-
fylgdinni er lokið, áfangastað er
náð.
Eftir stöndum við tvær systur,
með vitneskju um hve brothætt
lífið er.
Þrátt fyrir að dauðinn sé óum-
flýjanlegur er alltaf óvænt að
standa frammi fyrir því að þurfa
að kveðja einhvern. Að vera und-
irbúinn er í raun ekki hægt.
Helen greindist með krabba-
mein, illvígan sjúkdóm, sem hún
hafði áður sigrast á. Þrjú skipti
sigraði hún, mikið af þrjósku og
einbeitni sem við öll í ættinni höf-
um svo um munar.
Þrátt fyrir allt hélt hún já-
kvæðni gegnum meðferðina,
sársaukann og hrakandi heilsu.
Hún var bjartsýn þrátt fyrir að
læknarnir hefðu rætt alvarleika
þessa lúmska sjúkdóms.
Helen var miðdóttir foreldra
okkar, fædd í Noregi einungis
tveim árum á eftir Mörthu. Fjöl-
skyldan fluttist heim á Patreks-
fjörð og leit Helen alltaf upp til
Mörthu og þær voru mikið saman
alla barnæskuna. Helen vandist
að vera yngst og var mikil
mömmustúlka, það var því
kannski ekki bara eintóm gleði og
ánægja þegar þær systur tóku á
móti mér með föður okkar á eld-
húsgólfinu heima þegar Helen
var 12 ára.
Því miður hef ég ekki margar
minningar frá barnæsku, enda
mikill aldursmunur, en eitt af lífs-
ins augnablikum, sem fyllir mig
stolti og gleði, var þegar ég 6 ára
gömul fékk yndislegt lítið
frænkuskott í fangið, frumburð
Helenar, Védísi Fönn.
Helen varð móðir 17 ára gömul
og byrjaði snemma að búa.
Við systurnar höfðum ágæta
æsku. Náttúran var leikvöllurinn,
fjöllin og fjaran.
Nokkrum árum eftir að hún
byrjaði að búa fluttist Helen í höf-
uðborgina með dóttur sinni og
sambýlismanni.
Hún naut þeirrar gleði að
verða móðir tveggja barna eftir
að hún fluttist suður. 32 ára fædd-
ist henni dóttir, Tinna Dögg, og
ári seinna sonurinn Jóhann Ingi.
Þrátt fyrir aldursmuninn vor-
um við sem systur flestar, rif-
umst, sættumst og rifumst. Sem
táningur fann ég plötu sem ég
spilaði stanslaust.
Auðvitað tilheyrði platan Hel-
en systur. Meat Loaf var spilaður
endalaust og fyrst þá gat ég séð
að við ættum þó tónlistarsmekk
sameiginlegan.
Það voru mikil samskipti milli
okkar þegar ég fluttist til Hafn-
arfjarðar. Hverri helgi var eytt
hjá Helen og fjölskyldu hennar.
Við hlógum, ræddum málin og
urðum í raun vinkonur, þeirra
tíma sakna ég.
Því miður vegna aðstæðnanna
hittumst við sjaldan. Ég fluttist
til Noregs fyrir 19 árum. Er
þakklát fyrir þann tíma sem ég
fékk með Helen í september síð-
astliðnum þegar ég heimsótti
hana á sjúkrahúsinu. Minning-
arnar lifa að eilífu.
Helen fékk að njóta þeirrar
gleði að verða amma í tvígang
sama árið. Fyrst var það lítill
drengur, Hrafnar Jökull, sonur
Védísar, og síðar sama ár Herdís
Eik, dóttir Tinnu. Hún naut hlut-
verksins sem amma og var óend-
anlega stolt af börnunum. Helen
var mamma, amma, systir og vin-
kona og skilur eftir sig spor um
ókomin ár.
Söknuðurinn er sár, en for-
eldrar okkar hafa tekið vel á móti
henni.
Elsku Védís, Tinna og Jóhann.
Helen var heppin að eiga ykkur
að. Innilegar samúðarkveðjur.
Við hittumst síðar, stóra systa.
Blessuð sé minning þín.
Þín systir,
Kristin Lund-Hammeren.
Ég kynntist Helen fyrst á ung-
lingsárunum þegar ég og Védís
urðum vinkonur, stuttu eftir að
fjölskyldan flutti í Kópavog. Ég
var oft gestkomandi á heimili
þeirra og fannst mér sérlega
spennandi og skemmtilegt að
fylgjast með þegar börnin henn-
ar, Tinna og Jóhann, fæddust.
Eftir að Védís fluttist til Dan-
merkur urðu samskiptin minni en
ég hitti Helen oftar síðari ár í
veislum og annað. Helen hafði
skemmtilega kímnigáfu og var
alltaf glöð þegar ég hitti hana.
Hún bjó yfir miklum styrk sem
endurspeglaðist helst í baráttu
hennar við veikindi seinni árin.
Það duldist ekki nokkrum manni
að hún var afar stolt af börnum
sínum og barnabörnum og vöktu
þau hjá henni mikla hamingju.
Elsku Védísi, Tinnu, Jóhanni
og öðrum aðstandendum vil ég
votta mína innilegustu samúð.
Mikill missir er að Helen en
minning um góða konu lifir í
hjörtum okkar allra. Megi guð og
allar góðar vættir styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Helga María.
Æskuvinkona og frænka,
elsku Helen, það er svo sárt að
horfa á eftir þér. Ég og þú höfum
alla ævi verið vinkonur, man ekki
eftir öðru. Þegar ég kom heim
nóttina sem þú fórst leitaði ég
uppi sendibréf frá þér og myndir.
Anika dóttir mín kom þá til mín
og ég fór ósjálfrátt að rifja upp
gamlar góðar stundir sem ég og
þú höfum átt saman í gegnum tíð-
ina, sem spannar þó nokkuð mörg
ár. Fyrsta minningin var þegar
við vorum börn, þá fengum við
stundum að fara í baðkarið hjá
Mörtu ömmu þinni sem bjó á efri
hæðinni í sama húsi og þú, það
fannst mér sko aldeilis notalegt
því amma þín leyfði okkur að fylla
alveg baðkarið af vatni og vera
þann tíma sem við þurftum. Þetta
var þvílíkur lúxus að mér fannst.
Þegar við fórum á unglingsárin,
þá var sko spennandi þegar
mamma þín spáði fyrir okkur, við
vildum vita allt um barneignir og
eiginmenn og hvort við yrðum
ekki rosalega ríkar. Manstu þeg-
ar við lásum Hvunndagshetjuna
eftir Auði Haralds? Ég kom til
þín á hverju kvöldi og þegar litla
Védís var sofnuð hófst lesturinn
og við grenjuðum og veltumst um
af hlátri. Guð, það var svo gaman
að fíflast og hlæja með þér. Það
var svosem ekkert erfitt að fá þig
í gríngírinn, þótt þú værir orðin
hálfmáttlaus í rúminu undir það
síðasta, alltaf stutt í húmorinn og
brosið. Það sem ég virti mest við
þig var trygglyndi þitt og heið-
arleiki, þú sýndir mér alltaf hvað
þér þótti vænt um mig og þú
sagðir mér alltaf hvað ég væri
frábær, þakka þér fyrir það,
elsku Helen, þú varst alltaf í öll-
um kringumstæðum vinkona
mín.
Tryggð og virðing framar öllum,
mikil gleði með hlátrasköllum,
oft var sorg en mest var gaman,
góðar stundir við fengum saman.
Elsku Védís, Tinna og Jóhann,
ég bið algóðan guð að gefa ykkur
styrk í gegnum sorgina og sökn-
uðinn eftir mömmu ykkar.
Guðfinna Bjarnadóttir.
„Ég hef lesið um land þar sem
enginn lengur þjáist af sjúkdó-
mastríði, enginn styrjaldarang-
istarkvíði, innan skamms, innan
skamms verð ég þar. Hallelúja,
þá hjörtu vor fagna, hallelúja, öll
vantrú er farin. Sérhver freist-
ingarrödd þá mun þagna, þar hjá
Guði um eilífð ég er.“
Brot úr þessum fallega sálmi á
vel við hana Helen okkar, trúuð
var hún og sagði að þegar sínu
sjúkdómastríði lyki yrði hún í
umsjá Guðs um eilífð alla. Helen
var dóttir Möggu Ásbjarnar, sem
var eins og systir okkar alla tíð,
og Hermods Lund. Rætur henn-
ar liggja vestur á Patreksfjörð
því þar ólst Helen upp eftir að
foreldrar hennar fluttu frá Nor-
egi með hana og eldri systurina,
Mörtu. Kristín, þriðja systirin,
fæddist á Patreksfirði. Það var
yndislegt fyrir Mörtu og Ásbjörn
að fá einkadótturina heim í Að-
alstræti 21 með þessar fallegu,
hárprúðu hnátur, ljóshærða
Mörtu með slöngulokka og Helen
með sitt rauða fallega hár sem
amma hennar vissi ekki hvaðan
gæti komið. Það eru forréttindi
að alast upp í fjölskylduhúsi eins
og þær systur nutu. Amma og afi
á efri hæðinni og Magga og fjöl-
skylda á þeirri neðri. Drauma-
bakkelsið var hjá ömmu meðan
hún hafði heilsu til: Kóngsins Há-
kon-kökur, gyðingakökur, spesí-
ur og hálfmánar svo fátt eitt sé
nefnt. En hringrás lífsins stöðvar
enginn og fyrr en varði voru tát-
urnar farnar að aðstoða ömmu og
afa, og flugu síðan úr hreiðrinu.
Í stúlknahópinn fríða bættist
þegar Helen eignaðist frumburð
sinn, duglegu Védísi Fönn, með
Svani Guðrúnarsyni en þeim
auðnaðist ekki áframhaldandi
samvera. Mæðgurnar bjuggu um
hríð á Patreksfirði en héldu síðan
suður á bóginn. Þetta varð
flökkulíf hjá þeim mæðgum úr
einum stað í annan en eitt brást
ekki, alltaf var hægt að leita í ör-
yggið á Aðalstræti 21 þar sem
stór og hlýr ömmufaðmur beið.
Það liðu 14 ár þangað til nýtt ljós
kviknaði hjá Helen en þá fæddist
henni og sambýlismanni hennar,
Jóhanni Þorsteini Bjarnasyni, lít-
il falleg stúlka, Tinna Dögg, og
seinna um árið kom prinsinn, Jó-
hann Ingi.
Við tóku ár festu í Grafarvogi
og flest lék í lyndi þar til Helen
veiktist af brjóstakrabbameini.
Síðan þá var heilsa hennar bág og
hver sjúkdómurinn á fætur öðr-
um herjaði á hana.
Það er ekki öllum gefið að
sætta sig við heilsuleysi en Helen
bar sig alltaf vel. Yndi hennar og
ánægja voru barnabörnin, Herdís
og Hrafnar. Herdís dvaldi oft hjá
ömmu og Helen saknaði fleiri
Sólveig Helen
Lund
Vegna rangs
nafns í undirskrift
birtum við eftirfar-
andi minningar-
grein aftur og biðjumst velvirð-
ingar á mistökunum.
Elsku amma okkar. Takk fyr-
ir að hafa alltaf verið svo ynd-
isleg og blíð, þú með alla þína
ást og kærleika í garð okkar og
barna okkar.
Þegar við vorum litlar stelpur,
áður en við fluttum til Danmerk-
ur, fannst okkur svo gaman að
heimsækja þig í Álftamýrina.
Við dáðumst að öllu fallega
föndrinu sem þú gerðir og
skemmtum okkur við að renna
Ólöf Þórðardóttir
✝ Ólöf Þórðar-dóttir fæddist
4. febrúar 1927.
Hún lést 29. janúar
2018.
Útför Ólafar fór
fram 8. febrúar
2018.
okkur niður hand-
riðið í ganginum.
Ekki má gleyma
öllum sumarkvöld-
unum og gleðinni í
Danmörku sem við
nutum með þér.
Þú varst alltaf
fjörug og glöð, og
þín lífsgleði og orka
hefur alltaf fylgt
okkur öllum í fjöl-
skyldunni.
Þú elskaðir að hafa alla fjöl-
skylduna í kringum þig, það
gerði þig svo hamingjusama.
Þú varst mjög sterk og um-
hyggjusöm kona og við munum
alla tíð minnast faðmlaga þinna
og kossa.
Elsku amma, þú ert nú falleg
björt stjarna á himni og við
munum alla tíð elska og sakna
þín.
Blessuð sé minning þín, elsku
amma. Knús og kossar.
Eva Lind og Elsa.