Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 29

Morgunblaðið - 09.02.2018, Page 29
samverustunda með Hrafnari sem býr með móður sinni í Kaup- mannahöfn. Það var dásamlegt að sjá hversu dugleg þau bæði voru að kyssa ömmu og klappa þegar hún fárveik lá í rúmi sínu í Skógarbæ, en þar dvaldi Helen sína síðustu daga. Jóhann og Helen slitu samvist- um og börnin bjuggu eftir það hjá föður sínum. Sambýlismaður Helenar síðustu árin var Örn A. Nielsen. Við sendum börnunum þrem- ur, fjölskyldum þeirra, systrum og ástvinum Helenar samúðar- kveðjur. Vertu ávallt Guði falin, Helen okkar. Þuríður, Sigþrúður, Hallfríður og Björg Ingimundardætur. Í dag kveðjum við kæra ferm- ingarsystur okkar frá Patreks- firði, Helen Lund sem lést hinn 28. janúar eftir erfið veikindi. Við fæddumst í sama þorpinu, lékum okkur á eyrinni, eyddum vetrun- um saman í skólanum. Við fermd- umst saman, hnýttum á okkur frystihússvunturnar í skólafríum, lukum skyldunáminu og gott bet- ur, lífið togaði okkur til fullorð- insáranna. Það brosti við okkur framtíðin og við héldum hvert í sína áttina. Eins og gerist þegar aldur tel- ur marga tugina er okkur gjarnt að horfa til löngu liðinna ára og magnast minningarnar í huga okkar eftir því sem lengra líður frá æskuárum en samt finnst okkur við einhvern veginn ekki deginum eldri en tuttugu og fimm. Það er svo sárt þegar ótímabært brotthvarf úr þessu jarðlífi ber að, stutt er síðan við fylgdum kærum jafnaldra okkar hinsta spölinn en við stöndum máttvana gegn almættinu og fáum engu breytt. Helen var ljúf og glaðleg og minnumst við hennar þannig. Hún átti góða fjölskyldu, naut þeirra forréttinda eins og svo mörg okkar að hafa afa og ömmu í nálægðinni en þau bjuggu í sama húsi og hún. Margrét móðir Hel- enar var mikil listakona og vorum við krakkarnir yfir okkur hrifin af fegurðinni í fögrum blómunum sem hún teiknaði fyrir hana í minningarbækurnar, ásamt fag- urlega gerðu hjarta sem umlukti orðin „mundu mig, ég man þig“. Helen var norsk í föðurætt og munstraðar norskar peysur vöktu athygli og aðdáun, hand- verkið fagurt og ekki á hverjum degi sem svona fallegar peysur sáust eins og hennar. Í gegnum árin höfum við verið nokkuð dugleg að hittast árgang- urinn 1962 frá Patreksfirði. Á fer- tugasta aldursári okkar var farið í óvissuferð sem hófst við Mjódd- ina í Reykjavík og endaði eftir nokkur óvænt stopp á hóteli á Flúðum. Ferðin var vel heppnuð í alla staði, Helen naut sín eins og við öll og beinlínis geislaði af henni en því miður varð ferðin hennar síðasta með okkur. Við notum flest okkar samfélags- miðla og í gegnum Fésbókina höldum við hópinn ef svo má segja. Við fylgdumst með, skipt- umst á skilaboðum, sáum myndir af myndarlegum börnum Helen- ar og barnabörnum sem hún var afar stolt af. Við fylgdumst með fréttum af erfiðum veikindum hennar og glímunni sem hún laut svo í lægra haldi fyrir nú í jan- úarlok. Nú er komið að leiðarlokum en það er huggun harmi gegn að nú skuli Helen laus frá þrautum og við trúum að nú sé hún á fögrum stað, umvafin eilífri birtu og yl. Börnum hennar, barnabörnum, systrum og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Megi góðar minningar verða ykkur huggun og styrkur. Við þökkum samfylgdina, Guð blessi þig, kæra Helen. Fyrir hönd fermingarsystkina, Anna. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 ✝ Eyjólfur NíelsBjarnason fæddist 18. ágúst 1925 á Ísafirði. Hann lést 3. febr- úar 2018 á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Foreldrar Eyj- ólfs voru Bjarni Magnús Pétursson, f. 1.1. 1892, d. 19.2. 1957, og Herdís Jóhannesdóttir, f. 23.9. 1891, d. 7.8. 1961. Þeim Bjarna og Herdísi varð margra barna auðið og var Eyjólfur átt- undi í röð 14 systkina. Eyjólfur kvæntist árið 1947 Unni Konráðsdóttur, f. 21. feb. 1930. Þau eignuðust fimm börn: Birna, f. 15.12. 1947, d. 26.8. 1990, maki Eiríkur H. Tryggva- son, f. 5.12. 1944, d. 2000. Börn: Íris, Tryggvi og Eyjólfur Ró- bert. Þorbjörg, f. 16.9. 1950, d. 14.2. 1951. Konráð, f. 28.6. 1954, maki Helga Óladóttir, f. 4.4. 1956. Börn Óli Halldór og Unnur Hann kenndi vinnuteikningar við Iðnskólann á Ísafirði. Þá var Eyjólfur mikill sundmaður og þjálfaði bæði sund og handbolta. Hann æfði og keppti í badmin- ton til margra ára, varð Vest- fjarðameistari og keppti á Ís- landsmótum. Hann var líka mjög liðtækur í biljard. Hann var um skeið varaformaður Sjálfstæðisflokksfélags á Ísa- firði og stýrði kostningaskrif- sofu flokksins í 101 eftir að suð- ur kom í nokkrum kosningum. Eftir að Eyjólfur flutti til Reykjavíkur 1967 vann hann um tíma við rafvirkjun, stofnaði síð- ar eigið fyrirtæki, Gleriðju Suð- urnesja. Um 1970 hóf hann störf hjá Sjóvá við tryggingasölu. Hann var fljótlega orðin sölu- og innheimtustjóri Líftrygginga- félags Sjóvár og gegndi því starfi til sjötugs. Hann tók mikinn þátt í fé- lagslífi golfara, var einn stofn- enda og stjórnarmaður í LEK, landssambandi eldri kylfinga og mótastjóri þess í mörg ár. Hann var vígður inn í Odd- fellow-regluna 1984 og tók þátt í starfi þeirra alveg fram á síð- ustu ár og var sýndur þar marg- víslegur sómi. Útför Eyjólfs fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 9. febrúar 2018, og hefst athöfnin kl. 11. Linda. Herdís, f. 4.8. 1957, maki Æg- ir Kári Bjarnason, f. 1.4. 1954. Börn Eyjólfur Már, Elvar Örn, Rúnar Rafn og Steinar Valur. Eyj- ólfur Unnar, f. 7.12. 1959, maki Hildur A. Pálsdóttir, f. 4.7. 1960. Börn: Arnar Páll, Atli Freyr og Ása Alexía. Alls eru langafabörnin 23. Eyjólfur fór sex ára í sveit í Aðalvík og síðar til fjögurra ára dvalar í Svansvík og Reykjanesi við Djúp. Hann fór 14 ára til sjós og var á nokkrum bátum uns hann komst 17 ára í pláss á Ven- usi frá Hafnarfirði sem þá var aflamesta skip togaraflotans og var þar í tæp fjögur ár. Eyjólfur lærði rafvirkjun og fór fljótlega út í að starfa sjálf- stætt og setti upp Straum, verk- stæði og verslun með rafvörur sem reyndar breyttist síðan í snyrtivöruverslun og skraut- fiskabúð. Elsku hjartahlýi pabbi minn með stóra faðminn hefur kvatt okkur. Minningabrot koma upp í hug- ann. Pabbi að sækja okkur á barna- heimilið og við hlupum í út- breiddan faðminn. Pabbi að sækja mig og Konna í sveitina og við gistum á hóteli. Pabbi að kenna mér á bíl. Pabbi sem stóð sem klettur með okkur þegar við misstum Eyjólf Má. Pabbi alltaf tilbúinn að passa strákana okkar og gaf þeim alltaf ís. Pabbi að kenna strákunum okkar að synda. Pabbi strokinn og fínn á leið í Oddfellow. Pabbi alltaf að borða besta mat í heimi í mat hjá okk- ur. Pabbi svo stoltur að flytja í Frostafoldina. Pabbi í kaffi á verkstæðinu að segja sögur. Pabbi að ræða á Sunnuhlíð hve ríkur hann væri …hvílíkt barnalán. Elsku pabbi, afi og tengdó, við söknum þín. Herdís, Ægir, Elvar, Rúnar, Steinar og fjölsk. Elsku afi átti það til að hringja til þess eins að segja: „Veistu hvað ég er montinn yfir því að vera afi þinn?“ Í breiða faðm- inum gat maður týnt sér og stóru lófarnir veittu öryggi þegar lítil hönd smeygði sinni í afalófa á leið í sund, sem var reglulega á sunnudagsmorgnum, svo var komið við í bakaríinu og keypt kókómjólk og snúður. Afi á app- elsínugula kagganum … var svalasti afinn, að minnsta kosti var hann það í heimi lítillar hnátu. Ég geymi vel og minni mig reglulega á þegar afi sagði mér söguna þegar hann ákvað að breyta lífssýn sinni, þegar hann ákvað að hann skyldi með ein- hverjum hætti finna eitthvað gott við hvern dag og byrja á því að brosa framan í spegilmynd sína á morgnana. Ég hef verið dugleg við að tileinka mér það sama og sagt söguna þeim sem vilja heyra þegar verkefni lífsins verða krefjandi. Afi minnti okkur stöðugt á hversu ríkur hann væri, ríki- dæmi hans fólst í fjölskyldunni. „Ég er svo ríkur,“ sagði hann og klappaði saman lófunum og hló. Yndislegi afi minn. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Ég veit að það tók fallegur englaher á móti þér, afi minn. Guð geymi þig. Íris Eiríks. Fallinn er frá elskulegur föð- urbróðir minn, Eyjólfur, og langri vegferð lokið. Hann var stór systkinahópurinn, börn Bjarna og Dísu sem bjuggu um árabil í húsinu á Ísafirði sem jafnan var kennt við Hornið, og þau systkinin voru Hornapúk- arnir og hefur sú nafngift fylgt þeim og þeirra niðjum með ánægju. Þrettán systkini flest fædd í kreppunni og kannski ekki alltaf létt fyrir unga krakka að fara í sveit á barnsaldri sum- arlangt og lengur, en þetta var veruleiki þessa tíma. Eyjólfur fór fyrst í sveit í Svansvík barnung- ur en þar kynntist hann átta ára sínum fyrsta lífstíðarvini honum Jóa Þorsteins úr Vatnsfirði. En það sem hefur einkennt þennan systkinahóp eða „hele hopen“ eins og þau segja er þessi stóri, tryggi kærleikur, samheldni, sterk og náin bönd og nánast daglegt samband sem hefur fylgt þeim alla tíð. Nú eru þau þrjú eftirlifandi, Dídí, Dúdú og Nonni. Eyjólfur, Úffa og foreldrar mínir bjuggu í mörg ár í Hlíðarvegs- blokkinni og var daglegur og mikill samgangur á milli en krakkarnir þeirra, Birna, Konni, Unnar og Didda, voru eins og okkar systkini og við eins og þeirra púkar og þau okkar. Birna dóttir þeirra var glæsileg kona, veiktist og lést langt um aldur fram og var öllum harmdauði og þau misstu dóttur sína Þor- björgu fárra mánaða. Eyjólfur var rafvirki og vann við það á Ísafirði og stofnaði fyr- irtækið Straum. Eyjólfur og fjöl- skyldan flutti suður og vann hann í fjölda ára hjá Sjóvá en eft- irsjá og söknuður var hjá okkur er þau fluttu. Sagði nú iðulega við Eyjólf að hann væri ættar- höfðinginn hjá Hornapúkunum enda elstur. Eftir að frændi minn komst á aldur kom hann síðustu ár daglega í fyrirtækið til Unn- ars og Konna. Þar komu afa- strákarnir og þessi daglega sam- vera við þá hefur gefið honum sérlega mikið á ævikvöldinu og þeir flottir frændur mínir að hlúa að honum, duglegir að fara í golf og bíltúra og vera saman og Didda frænka mín ekki síðri. Kem alltaf við á verkstæðinu á svona míni-ættarmót og gott að hitta þá er ég á leið um. Við Eyj- ólfur töluðum iðulega saman í síma, stundum vikulega og þegar hann hafði talað við Dúdú systur sína þá talaði hann við frænku líka. Síðasta ár var frænda mín- um þyngra en hin, heilsan farin að bila og hann sagði að elli kerl- ing væri farin að elta sig svo hvíldin var þreyttum kær. Við systkinin og fjölskyldur þökkum fallega samfylgd í gegn- um lífið og Guð blessi minningu hans. Elsku Konni, Unnar, Didda, Birnu-börn og fjölskyldur, Dídí, Dúdú og Nonni. Hjartans einlægustu samúð frá okkur Hornapúkunum heima. Bjarndís. Eyjólfur Níels Bjarnason Hann Jón Þor- leifsson mágur minn var ekki van- ur að vera með neitt óþarfa mas eða stoppa lengur en þörf krafði þegar hann kom í heimsókn. Yfirleitt kvaddi hann með orðunum „takk fyrir mig og veriði sæl“ og var rokinn á dyr um leið og hann hafði sagt það sem honum lá á hjarta og skellt Jón Þorleifsson ✝ Jón Þorleifssonfæddist 21. ágúst 1934. Hann lést 19. janúar 2018. Útför Jóns fór fram 25. janúar 2018. í sig hálfum kaffi- bolla. Mig langar að heiðra minningu hans með eftirfar- andi ljóði: Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Takk fyrir allar veiði-fjalla- fjöru- og utanlandsferðirnar ásamt öllum öðrum ógleyman- legum samverustundum í gegn- um tíðina. Sigurjóna Matthíasdóttir. Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓHANN JÓNSSON, fyrrv. bifreiðastjóri, dvalarheimilinu Hraunbúðum, áður Áshamri 35, Vestmannaeyjum, lést sunnudaginn 28. janúar. Jarðsungið verður frá Landakirkju laugardaginn 10. febrúar klukkan 14. Gunnar Rafn Einarsson Laufey Sigurðardóttir Jón Garðar Einarsson Hrefna Guðmundsdóttir Anna Einarsdóttir Reynir Elíesersson Elísabet H. Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir minn, HÉÐINN HEIÐAR BALDURSSON, Vestmannabraut 24, Vestmannaeyjum, lést föstudaginn 12. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda Júlía Sigurgeirsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, DÓRA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, Nærum, Danmörku, lést i Gentofte föstudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Skansekirkegårdens kapel laugardaginn 10. febrúar klukkan 13. Pétur Mikkel Jónasson Margrét Jónasson Claus Parum Kristín Jónasson Henrik Thornval Marcus, Liv, Peter Vilhelm Fredrik, Andreas og Natasia Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTVARÐSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. febrúar klukkan 13.00. Agnar Erlingsson Elin Erlingsson Þorkell Erlingsson Margrét Hrefna Sæmundsd. Ólafur Erlingsson Anna Arnbjarnardóttir Kristinn Ágúst Erlingsson Sölvi Aasgaard barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir okkar, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN PÁLSSON frá Vík í Mýrdal, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 3. febrúar. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 17. febrúar klukkan 14. Steinunn Pálsdóttir Elín Pálsdóttir Einar Kristinn Stefánsson Ragnhildur Hrund Jónsdóttir Matthildur Einarsdóttir Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS ÁRSÆLSDÓTTIR, Fornhaga 13, lést á Landspítalanum 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ársæll Örn Kjartansson Sesselja Magnúsdóttir Kristinn Rúnar Kjartansson Kristín Kristjánsdóttir Svava Kjartansdóttir Þröstur Emilsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.