Morgunblaðið - 09.02.2018, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018
Í dag kveð ég
með söknuði góða
og kæra vinkonu
mína, hana Höllu,
hún var amma hans
Sigga míns og langamma
barnanna minna. Ég kom inn í
fjölskylduna hans Sigga fyrir 20
árum og kynntist fljótlega þess-
um yndislegu hjónum, Petter og
Höllu.
Góðmennska og hlýja þeirra
umvafði mig eins og þau hefðu
þekkt mig alla ævi. Alltaf þegar
við hittumst gátum við spjallað
saman og hlegið. Svo þegar árin
liðu fórum við Halla að eiga
regluleg og góð símtöl sem ég á
svo eftir að sakna. Það var þannig
með hana Höllu að hún gat talað
við alla, þótt það hafi verið svona
mörg ár á milli okkar þá gátum
við talað um allt milli himins og
Hallbjörg
Jóhannsdóttir
✝ Hallbjörg Jó-hannsdóttir
fæddist 10. október
1945. Hún lést 27.
janúar 2018. Útför
Hallbjargar fór 5.
janúar 2018.
jarðar. En auðvitað
vildi hún fyrst og
fremst fá fréttir af
okkur, hvort Siggi
væri að fiska og
hvernig lífið gengi
hjá börnunum okk-
ar.
Ég, Siggi, Árni
Þór og Sigurrós
Birna þökkum þér,
elsku Halla, fyrir
allan þína hlýju, ást
og umhyggju í garð okkar. Það er
stórt skarð höggvið í fjölskylduna
okkar.
En við trúum því að þú sért
komin á betri stað, frjáls undan
veikindum og að við munum hitt-
ast á ný.
Ef dimmir í lífi mínu um hríð
eru bros þín og hlýja svo blíð.
Og hvert sem þú ferð
og hvar sem ég verð
þarf fólk eins og þig
fyrir fólk eins og mig.
(Rúnar Júlíusson)
Við vottum Petter og allri fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð.
Björg, Sigurður og börn.
✝ SigurbjörgGísladóttir
fæddist á Þórodds-
stöðum, Miðnes-
hreppi, 31. júlí
1920. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Grund 31. janúar
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Eyj-
ólfsson, f. 9. desem-
ber 1871, d. 17. júní
1951, og Þuríður Jónsdóttir, f.
18. júlí 1880, d. 23. mars 1955.
Sigurbjörg var yngst 11
systkina, þau voru Guðjón,
Bjarnveig, Þorgeir, Eyjólfur,
Davíð, Kjartan, Linnet, Gissur,
Valdimar, Þórunn, öll látin.
Maki Sigurbjargar var Sig-
urður Þorkelsson, f. 10. apríl
1925, d. 31. október 1985. Börn
þeirra 1) Gísli Sigurðsson, f. 5.
október1958, maki
Jón Árni Jóhann-
esson. 2) Oddný
Ólafía Sigurð-
ardóttir, f. 1. októ-
ber 1961. Giftist 18.
júní 1985 Ingólfi
Halldórssyni, f. 18.
júní 1958, d. 13.
desember 2017.
Þau skildu árið
2000. Börn þeirra
1) Sigurbjörg
María Ingólfsdóttir, f. 21. mars
1979, trúlofuð Böðvari Páli
Jónsson. 2) Linda Ingólfsdóttir,
f. 6. ágúst 1984. 3) Helena Ing-
ólfsdóttir, f. 24. júlí 1989, í sam-
búð með Povilas Traškevicius.
4) Eyjólfur Ingólfsson, f. 23.4.
1992.
Útförin fer fram frá Útskála-
kirkju, Suðurnesjum, í dag, 9.
febrúar 2018, klukkan 13.
Elsku mamma og amma okkar,
mikið eigum við eftir að sakna þín
sárt, þú varst orðin þreytt undir
það síðasta enda orðin 97 ára.
Það sem við áttum skemmtileg-
an tíma saman í gegnum lífið,
húmorinn og hláturinn þinn, við
grétum alltaf úr hlátri enda hlát-
urinn lengir lífið, þú sannaðir það
með þínum háa aldri.
Þú varst orðin hálfgert kenni-
leiti hér í Bólstaðarhlíðinni, settist
alltaf út á bekk að sóla þig. Sólar-
landaferðirnar okkar til Costa del
Sol og Portúgal voru gleði og hlát-
ur frá upphafi til enda. Þú gerðir
þér alltaf dagamun, þegar barna-
börnin áttu afmæli fórst þú í betri
fötin og heimtaðir smá kaffiboð,
nú er hátíð, eins og þú sagðir.
Það var alltaf hægt að koma til
þín í kjallarann og spjalla alveg
sama á hvaða aldri fólk var, þú
hlustaðir og gafst góð ráð og sagð-
ir, svona er þetta bara og höldum
áfram.
Þegar ég eignaðist börnin mín
komst þú alltaf og hjálpaðir mér
með heimilið, þær voru ófáar ferð-
irnar sem þú komst með rútunni í
Borgarnes og dvaldir í viku.
Barnabörnin eiga margar
skemmtilegar minningar frá þeim
ferðum. Ein var alveg sérstaklega
skemmtileg þegar við sóttum þig
á rútustöðina. Ég fór inn í sjopp-
una og á meðan kom rútan, þú
dreifst þig að setja töskurnar inn í
bíl og ætlaðir svo að fara að tylla
þér í sætið, en þá sá ég þig og
spurði inn í hvaða bíl þú værir að
fara. Þá varstu búin að koma
dótinu fyrir í ókunnugum bíl, við
flýttum okkur að færa töskurnar
og það var varla hægt að keyra
heim við hlógum svo mikið.
Eftir að pabbi dó 1985 þá varst
þú með okkur öll jól, páska- og
sumarfrí. Svo árið 2000, eftir að
ég skildi við barnsföður minn, fór-
um við eiginlega að búa saman.
Við vorum ekkert að færa rúmin
milli herbergja, við sváfum bara
saman í hjónarúminu og spjölluð-
um um alla heima og geima langt
fram eftir nóttu og svo fengum við
nokkur hlátursköstin og krakk-
arnir heyrðu í okkur og kölluðu:
hvað eru þið kellingarnar að fífl-
ast?
Þú varst mikill dýravinur og
elskaðir hundana sem voru í þínu
lífi sem börnin mín eiga, Bella,
Tyson og Atlas, við vorum stund-
um að skamma þig fyrir að vera
að gefa þeim bita frá matarborð-
inu en þú hlustaðir ekkert á okk-
ur, laumaðir bara bitanum svo við
sáum ekki til.
Síðasta árið varst þú á dvalar-
heimilinu Grund og komum við
ófáar ferðirnar með hundana og
sérstaklega Bellu, litla tjúann.
Það var gleði hjá gamla fólkinu á
Grund þegar við komum með
Bellu litlu í heimsókn, allir þekktu
hana. Bella litla lá á sænginni hjá
þér síðasta daginn þinn á þessari
jörð.
Elsku mamma og amma, þú
varst falleg, traust heiðarleg og
besta vinkona, við fórum í gegn-
um lífið grátandi úr hlátri en nú
renna tárin niður kinnar okkar af
söknuði til þín.
Hinsta kveðja
Oddný, Ólafía, Sig-
urbjörg, María, Linda,
Helena og Eyjólfur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Komið er að kveðjustund. Há-
öldruð vinkona okkar til fjölda
ára, Sigurbjörg Gísladóttir, er lát-
in.
Sigurbjörg, eða Sigga eins og
við kölluðum hana, var öndvegis-
kona, sem sleit barnsskónum á
fyrri hluta síðustu aldar. Hún
fæddist á Þóroddsstöðum á Mið-
nesi, yngst í hópi ellefu systkina
og er síðust þeirra að kveðja þetta
jarðlíf. Vinátta okkar fjölskyldna
hófst í kringum 1935 þegar móð-
urforeldrar okkar fluttust um
skamma hríð að Kirkjubóli á Mið-
nesi sem var í næsta nágrenni.
Búsetan varð ekki löng en þrátt
fyrir það tókst ævilangur vin-
skapur við þetta góða fólk. Bú-
skaparhættir á Miðnesi voru erf-
iðir á þessum tíma en með
samhjálp og dugnaði við búskap-
inn tengdust fjölskyldurnar
sterkum böndum.
Foreldrar Siggu, Gísli og Þur-
íður, réðust síðar í það mikla verk-
efni ásamt uppkomnum börnum
sínum að reisa sér stórt, tvílyft
hús í Sandgerði. Vorið 1949 flutti
fjölskyldan í nýbyggt húsið sem
fékk nafnið Gilsbakki. Sigga hefur
oft sagt frá því hve mikil bylting
átti sér stað í lífi fjölskyldunnar
við þann flutning. Foreldrarnir
nutu þess ekki lengi að búa í nýja
húsinu en fimm af börnum þeirra
bjuggu þar og héldu heimili sam-
an til ævikoka. Gilsbakki varð
sannkallað fjölskylduhús þar sem
við, yngri kynslóðin/barnabörn
ömmu og afa, kynntumst fjöl-
skyldunni fyrst. Lífsmátinn á
Gilsbakka var forn og óvanalegur
fyrir borgarbörn. Gestrisni og
hlýja var í öndvegi í þessum heim-
sóknum sem við enn í dag sjáum í
ævintýraljóma.
Sigga settist að í Reykjavík og
bjó sér heimili í Bólstaðarhlíð.
Hún var alþýðukona og hafði
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum. Heimilishjálp, þrif,
fiskverkun og netahnýtingar voru
á meðal þeirra starfa sem hún
fékkst við. Hún var mjög mynd-
arleg húsmóðir og oftar en ekki
lagði kleinuilminn út á hlað þegar
bankað var upp á. Ævin var ekki
alltaf dans á rósum eins og geng-
ur en hún kvartaði aldrei. Hún
bar með sér fjölskylduandann frá
Gilsbakka sem skilaði sér til
barna hennar, Gísla og Lóu, sem
reyndust henni vel alla tíð. Gleði
Siggu yfir því þegar barnabörnin
komu var ólýsanleg. Hún fylgdist
með þeim og var vakin og sofin yf-
ir velferð þeirra.
Það stóð aldrei illa á hjá Siggu.
„Nei, eruð þið á ferðinni?“ var oft-
ast viðkvæðið og svo var hellt upp
á og þjóðmálin rædd. Slíkar
gæðastundir eru hverfandi í
hraða nútímans. Það var alltaf
góður andi í kringum Siggu.
Glettnin til staðar og ekki þvarr
lífsviljinn þrátt fyrir háan aldur.
Hún bjó á Grund síðustu mánuð-
ina og var mjög ánægð með þá að-
hlynningu sem hún fékk þar. Það
versta þótti henni hversu margir
af gömlu vinunum voru farnir.
Þegar við spurðum um heilsuna
svaraði hún alltaf að hún fyndi
hvergi til þrátt fyrir að líkaminn
væri smátt og smátt að gefa sig.
Við kveðjum Siggu með sökn-
uði, geymum ljúfar minningarnar
og þökkum áralanga tryggð.
Börnum hennar og barnabörn-
um vottum við innilega samúð.
Frænkurnar,
Sigrún, Sigríður,
Nanna og Erla.
Sigurbjörg
Gísladóttir
✝ Jóna SigurrósJónsdóttir
fæddist á Siglufirði
17. október 1952.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 2. febr-
úar 2018.
Foreldrar Jónu
voru Sigurbjörg
Jónsdóttir, f. 16.
september 1928, d.
9. janúar 2001, og
Jón Norðmann Sveinsson, f. 2.
apríl 1928, d. 13. mars 1995.
Systir Jónu er Sigrún Ólafía,
f. 1951. Systur hennar sam-
mæðra eru Sigríður Þóra Halls-
dóttir, f. 1956, maki Ragnar
Ágúst Kristinsson, Anna Linda
Hallsdóttir, f. 1958, og Hall-
fríður Jóhanna Hallsdóttir, f.
1961, maki Ægir Bergsson.
Systkini hennar samfeðra
eru: Elsa, Þorsteinn, maki
Ragnheiður Guðlaugsdóttir,
Pétur, Karl Hinrik og Katrín
Norðmann, maki Heiðar Þór
Guðnason.
Hinn 27. október 1973 giftist
Jóna Björgvini Árnasyni, f. 13.
september 1947. Foreldrar
hans voru Margrét Theódórs-
dóttir og Árni Árnason.
Þau eignuðust þrjár dætur:
1) Kolbrún, f. 17. september
1969, maki Jóhann Kristján
Maríusson, dætur þeirra eru:
Jóna Björk og Jó-
hanna Kristín. Fyr-
ir átti Jóhann
Kristján Erlu. Son-
ur Jónu Bjarkar er
Gabríel Máni. 2)
Sigurbjörg, f. 15.
ágúst 1972, maki
Sigurbergur
Sveinn Sveinsson,
börn þeirra eru
Rakel Ásta, Björg-
vin Daði og Karen
Sif. 3) Margrét, f. 12. apríl
1978, maki Hafsteinn Sverr-
isson, börn þeirra eru Ýmir
Örn, Apríl Ýr og Sesar Logi.
Fyrir átti Hafsteinn Hafdísi
Hrönn.
Eftir hefðbundna skólagöngu
og vinnu samhliða henni byrjaði
Jóna að vinna á Hótel Höfn, við
fiskvinnslu hjá Ísafold á Siglu-
firði, þaðan lá leið hennar til
Vestmannaeyja og starfaði hún
í ár á hótelinu þar. Leiðin lá
aftur heim á Siglufjörð og þar
vann hún á annan áratug í mat-
vöruversluninni Versló, við
ræstingar í skólanum, hjá
ÁTVR og í rækjuvinnslu hjá
Þormóði ramma. Síðastliðin
nítján ár vann hún á sambýlinu
við Lindargötu 2 á Siglufirði.
Útför Jónu Sigurrósar fer
fram frá Siglufjarðarkirkju í
dag, 9. febrúar 2018, klukkan
14.
Í dag kveðjum við góða vin-
konu og samstarfskonu til
margra ára.
Söknuðurinn og sorgin er
mikil hjá okkur sem hana þekkt-
um svo vel. Jóna var traust, fé-
lagslynd og yndisleg kona með
hjartað á réttum stað. Hún gætti
alltaf að hagsmunum allra í
kringum sig.
Jóna hafði starfað á sambýl-
inu til fjölda ára og nutu íbúar
og samstarfsfólk samveru henn-
ar vel.
Margar voru samverustund-
irnar og ferðirnar með Jónu
bæði innanlands og utan svo
ekki sé talað um veislurnar sem
hún reiddi fram. Má þar nefna
stórsteikurnar, marensterturnar
og frómasinn sem sló alltaf í
gegn hjá okkur öllum yfir hátíð-
irnar.
Í dag eru þessar stundir ljúfar
minningar sem ylja okkur um
hjartarætur og þakklæti er okk-
ur ofarlega í huga fyrir þessi
fjölmörgu ár sem við nutum með
henni.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðard.)
Elsku Beggi, Kolla, Dedda,
Magga og fjölskyldur.
Við sendum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
F.h. íbúa og starfsfólks Sam-
býlisins v/Lindargötu 2,
Bryndís Hafþórsdóttir.
Jóna Sigurrós
Jónsdóttir
Minn kæri
tengdapabbi, Helgi
Oddsson, varð bráð-
kvaddur þann 11.
janúar.
Ég hugsa til hans með hlýhug
og bros á vör. Ég er Helga enda-
laust þakklát fyrir það hvernig
hann kom fram við Alexander
okkar. Hann fór langt úr leið til
að sýna honum kærleika og hlý-
hug.
Helgi lifði fyrir og fylgdist vel
með fjölskyldunni og barnabörn-
um, enda var hann mikill fjöl-
skyldumaður.
Hann var alla tíð reiðubúinn að
rétta fram hjálparhönd. Þessi
setning er mjög lýsandi fyrir
Helga. „Esther mín, ég er bara
Helgi Oddsson
✝ Helgi Oddssonfæddist 14. jan-
úar 1939. Hann lést
11. janúar 2018.
Útför Helga fór
fram 23. janúar
2018.
eitt símtal í burtu,
ekki hika við að hafa
samband ef þig
vantar eitthvað,
sama hvað.“ Ég á
eftir að sakna hans.
Hvíldu í friði,
elsku tengdapabbi.
Þín tengdadóttir,
Esther.
Elsku afi okkar
varð bráðkvaddur þann 11. jan-
úar og við minnumst hans með
bros í hjarta.
Hér höfum við skrifað stutt
stef um minningar okkar um
hann:
„Bank og gaggadú með bros á vör.
Þrjá gríslinga þú gladdir og komst með
teikniblöð.
Alltaf stutt í grín og sögur góðar.
Hlaupið var upp að dyrum þegar
heyrðist gaggadú.“
Þín kæru barnabörn,
Alexander, Ísarr og Klara.
Elskulegur bróðir okkar,
ÞÓRIR MAGNÚSSON,
Hjallavegi 2,
sem lést mánudaginn 29. janúar, verður
jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
13. febrúar klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarfélög.
Hrefna Magnúsdóttir
Ragna Magnúsdóttir
Soffía Magnúsdóttir
Karl Höfðdal Magnússon
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI ÓLAFSSON,
Sléttuvegi 23,
er látinn.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Hjartans þakkir til ykkar allra fyrir góða umönnun og
hluttekningu.
Jónína Kristjánsdóttir
Guðjörg Bjarnadóttir Ragnar Ingólfsson
Sigrún Bjarnadóttir Eiríkur K. Eiríksson
Kristín Bjarnadóttir Högni Guðnason
Áslaug Bjarnadóttir Gunnlaugur Magnússon
Helga Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar