Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 35
Árbjörn var í Barnaskóla Seyðis- fjarðar og lauk prófum frá Stýri- mannaskólanum 1965. Á unglings- árunum æfði hann og keppti í sundi með ungmennafélaginu Hugin á Seyðisfirði og nældi sér þá í nokkra Austurlandsmeistaratitla. Auk þess æfði hann og keppti í knattspyrnu um skeið. Árbjörn var 14 ára er hann fór fyrst til sjós: „Ég var þá á 15 tonna bát, Vingþóri NS, sem var á hand- færum við Langanes þetta sumar. Eftir það var ég til sjós hvert sumar, m.a. á síld á Dalaröst, og sjó- mennskan varð mitt starf þar til ég kom í land, lengst af hjá Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar.“ Árbjörn flutti á Eskifjörð 1960. Eftir stýrimannaprófið var hann m.a. stýrimaður og háseti á Krossanesi og síðan annar og fyrsti stýrimaður á Hólmatindi. Hann tók við Hólmatindi árið 1978 og var skipstjóri þar til 2003 er hann hætti til sjós. Eftir að Árbjörn kom í land starf- aði hann við íþróttahúsið á Eskifirði og var sundlaugarvörður þar. Hann sá síðan um íþróttamannvirki Eski- fjarðar til ársins 2013 er hann lét af störfum: „Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttum frá því ég var polli og hafði því gaman af þessu starfi. En þetta var svolítið erilsamt og mikið unnið á kvöldin og um helgar.“ Árbjörn var einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra á Austfjörðum og sat í stjórn þess í nokkur ár. Hann sat í stjórn Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi og var formaður þess og hefur verið gjaldkeri Félags eldri borgara á Eskifirði í 14 ár. Fjölskylda Árbjörn kvæntist 18.7. 1965 Hans- ínu Halldórsdóttur, f. 31.10. 1946, húsfreyju og lengi starfsmanni á hjúkrunarheimilinu í Hulduhlíð. Hún er dóttir Halldórs Friðrikssonar, verkamanns og sýningarmanns í fé- lagsheimilinu Valhöll á Eskifirði, og k.h., Þóru Magneu Helgadóttur, hús- freyju á Eskifirði. Börn Árbjörns og Hansínu eru: 1) Hugi, f. 1.9. 1972, netagerðarmeistari á Eskifirði, en kona hans er Petrína Sigurðardóttir, stuðningsfulltrúi við Grunnskólann á Eskifirði, og eru börn þeirra Bryndís Tinna, f. 2003, og Árbjörn Sigurður, f. 2007; 2) Þóra Jóna, f. 12.8. 1977, sjúkraliði við Sjúkrahúsið í Neskaupstað, en maður hennar er Hallgrímur Axel Tulinius, geislafræðingur við Sjúkrahúsið, og eru börn þeirra Hansína Steinunn, f. 2005, og Axel Valdemar Tulinius, f. 2011, en börn Hallgríms eru Helena og Magnús; 3) Þorsteinn Helgi, f. 10.7. 1982, óperusöngvari í New York, en kona hans er Katie Butler mark- aðsfræðingur og er dóttir þeirra Freya Elise Butler, f. 2016. Systkini Árbjörns: Magnús, f. 24.3. 1935, rennismiður, búsettur í Garða- bæ; Soffía, f. 17.8. 1938, húsfreyja og verkakona, lengst af á Stöðvarfirði, nú í Búðardal; Þorsteinn, f. 21.3. 1937, d. 11.1. 1994, húsasmiður á Seyðis- firði; Anna Sigríður, f. 3.7. 1946, hús- freyja á Seyðisfirði, Eskifirði og loks í Reykjavík; Bryndís; f. 13.11. 1950, verkakona í Hornafirði. Foreldrar Árbjörns voru Magnús Halldórsson, f. 11.9. 1912, d. 22.5. 1998, verkamaður á Seyðisfirði, og k.h., Geirrún Þorsteinsdóttir, f. 15.4. 1912, d. 2.12. 2003, húsfreyja. Árbjörn Magnússon Ragnheiður Björnsdóttir húsfr. á Mýrum í Skriðdal Pétur Arnbjörn Guðmundsson bóndi, gullsmiður og hreppstj. á Mýrum Soffía Pétursdóttir húsfr. á Aðalbóli og í Fljótsdal Þorsteinn Jónsson b. á Aðalbóli í Jökuldal og síðar í Fljótsdal Geirrún Þorsteinsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Elísabet Ragnhildur Einarsdóttir húsfr. í Fljótsdal Jón Þorsteinsson b. í Fljótsdal Ragnheiður Þorsteinsdóttir húsfr. í Rvík Kristinn Halldórsson æðarb. í Loðmundarfirði og verkam. á Seyðisfirði Kristín Halldórsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Halldór Karlsson innréttingasmiður í Rvík Margrét Þorsteinsdóttir húsfr. á Víðivöllum í Fljótsdal Guðný Halldórsdóttir húsfr. í Borgarnesi Þorsteinn Kristinsson framkvstj. hjá Rolf Johansen María Þorsteinsdóttir húsfr. á Reyðarfirði Björgvin Þorsteinsson sjóm. í Rvík Sigríður Þorsteinsdóttir húsfr. í Rvík Elísabet Þorsteinsdóttir húsfr. á Víðivöllum Pétur Þorsteinsson b. í Bessastaðagerði í Fljótsdal Hjálmar Halldórsson verkam. á Seyðisfirði og í Rvík Kristborg Geirmundsdóttir húsfr. á Glettinganesi Magnús Benónýsson b. á Glettinganesi Anna Magnúsdóttir húsfr. á Seyðisfirði Halldór Árbjartsson verkam. á Seyðisfirði Helga Þorsteinsdóttir húsfr. á Reyðarfirði Árbjartur Jónsson verkam. á Reyðarfirði Úr frændgarði Árbjörns Magnússonar Magnús Halldórsson verkam. á Seyðisfirði ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds 90 ára Ástríður Helga Gunnarsdóttir Eva María Jónasdóttir Guðbjörg Stefánsdóttir Helgi Jónsson Jón Guðmundsson Svanborg O. Karlsdóttir 85 ára Brynjólfur Kristinsson Sigríður S. Guðjónsdóttir 80 ára Árni Sigurðsson Jón Aðils Soffía Katla Leifsdóttir 75 ára Aura D.S. De Magnusson Árbjörn Magnússon Erla Einarsdóttir Guðbjörg Októvía Andersen Gylfi Kristinn Snorrason Lydía Kristóbertsdóttir Rannveig Pétursdóttir Þorsteinn Þorsteinsson 70 ára Björg Jónsdóttir Björg Þórarinsdóttir Helga Magnúsdóttir Stefanía Bjarnadóttir 60 ára Arngrímur Sverrisson Ásrún Ásgeirsdóttir Friðný Heiða Þórólfsdóttir Ólafía María Gísladóttir Sigríður Hjartardóttir Sigrún M. Stefánsdóttir Sjöfn Einarsdóttir Vilhelm Jónsson Þór Garðarsson 50 ára Andrew John Morgan Anna Rut Steinsson Birna M. Sigurbjörnsdóttir Ejub Purisevic Fanney Þóra Kristjánsdóttir Grahame A. Cummings Guðrún Helgadóttir Haraldur Sigurðarson Henry Varadaraj Jónas Guðni Alfreðsson Ragnhildur Sverrisdóttir Þórir Halldórsson 40 ára Agnieszka Gajda Andrés Ævar Grétarsson Björk Guðmundsdóttir Hafdís Vala Freysdóttir Halldór Ólafsson Harpa Ýr Erlendsdóttir Justyna Gotthardt Júlíus Örn Kristinsson Krzysztof Stelmachowski Pálmi Þór Másson Ragnar Elías Haraldsson Sigríður A. Garðarsdóttir Sædís Magnúsdóttir Sönke Holz Thidarat Koontong Vilborg Magnúsdóttir Zhivko Stoyanov Stoev 30 ára Ali Salem Abduallah Farhat Andrea Ýr Grímsdóttir Eva Eiríksdóttir Gísli Logi Logason Guðrún Lára Róbertsdóttir Heiða Björk Vignisdóttir Hulda Ríkey Bjarnadóttir Jósef Heimir Guðbjörnsson Marcin Wojciech Stanisz Marta Guðrún Blöndal Marta Sveinbjörnsdóttir Marwan Khalaf Ibrahim Nevena Novakovic Stefán Örn Stefánsson Til hamingju með daginn 30 ára Stefán ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk BA-prófi í vöruhönnun frá LHÍ og er vöruhönnuður hjá Össuri. Systur: Katrín Stefáns- dóttir, f. 1986, og Kristín Rut Stefánsdóttir, f. 1994. Foreldrar: Anna María Gunnarsdóttir, f. 1960, grunnskólakennari, og Stefán Geir Stefánsson, f. 1960, athafnamaður. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Stefán Örn Stefánsson 30 ára Jósef býr í Reykja- vík og starfar á bílaverk- stæði Hyundai. Maki: Inga Björg Kjart- ansdóttir, f. 1986, nemi í viðskiptafræði við HA. Dætur: Sigrún Diljá, f. 2012, og Guðrún Lovísa, f. 2013. Foreldrar: Guðbjörn Þór Óskarsson, f. 1961, sím- virki, og Jónína Sigríður Jónsdóttir, f. 1961, starfs- maður við Sundlaugina í Breiðholti. Jósef Heimir Guðbjörnsson 30 ára Guðrún ólst upp í Grindavík, býr í Njarðvík og starfar í Fríhöfninni í Leifsstöð. Unnusti: Lasse Kristen- sen, f. 1986, rafvirki í Noregi. Dætur: Hulda Elísabet, f. 2009, og Anika Lára, f. 2011. Foreldrar: Lára Brynjars- dóttir, f. 1956, saumakona hjá Álnabæ, og Róbert Tómasson, f. 1957, fyrrv. vaktstjóri í Keflavík. Guðrún Lára Róbertsdóttir  Rabia Yasmin Khosa hefur lokið doktorsprófi í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Rafmæl- ingar á torleiðurum til notkunar í raf- sviðssmárum gerðum í kísilkarbíði. Leiðbeinandi var Einar Örn Svein- björnsson, prófessor við Háskóla Íslands. Aflrafeindatæknin í dag byggist að miklu leyti á rafsviðssmárum (MOS- FET) sem gerðir eru í hálfleiðaranum kísli (Si). Sú tækni hefur verið bestuð undanfarna áratugi og nú er svo kom- ið að það eru efniseiginleikar kísilsins sem takmarka straumgetu og spennu- þol þessara íhluta. Á síðustu árum hafa hins vegar komið fram á sjónar- sviðið nýir smárar sem gerðir eru í hálfleiðaranum kísilkarbíði (SiC) sem hafa betri nýtni en hefðbundnir kísil- smárar og leiða til umtalsverðs orku- sparnaðar. Fram að þessu er þó ein- ungis unnt að nota SiC-smárana við mjög háar spennur (> 900 V). Megnið af þeim rásum sem notaðar eru í afl- rafeindatækni vinnur hins vegar með spennur á bilinu 400-600 V og þar eru SiC-smárarnir ekki samkeppnishæfir. Ástæðan er ekki tengd efniseigin- leikum kísilkarbíðsins heldur því hvernig samskeyti SiC myndar við ein- angrandi efnið kísildíoxíð (SiO2) sem nauðsynlegt er til að stýra smár- anum. Straumgeta smárans takmark- ast af því að veilur á SiO2/SiC sam- skeytunum hremma rafeindir sem eru á leið í gegnum smárann sem veldur því að straumurinn er um þrefalt lægri en búast má við ef sam- skeytin væru gallalaus. Reynt hefur verið að leysa þetta vandamál síðustu 20 árin en ekki tekist enn sem komið er. Í þessu rannsóknarverkefni er markmiðið að leysa þetta með því að rækta aðra einangrara: álnítríð (AlN) eða áloxíð (Al2O3) ofan á SiC í stað SiO2. Niðurstöður þessa verkefnis gefa tilefni til bjartsýni þar sem fjöldi veilna á AlN/SiC og Al2O3/SiC sam- skeytunum er mun minni en á hefð- bundnum SiO2/SiC samskeytum. Einnig tókst að auka spennuþol þess- ara samskeyta með því að bæta við einangrandi lögum ofan á Al2O3 og AlN lögin. Hins vegar er þörf á að leita leiða til að auka spennuþol samskeyt- anna enn frekar ef þessir einangrarar eiga að geta tekið við hlutverki kísildíoxíðs í aflsmárum. Rabia Yasmin Khosa Rabia Yasmin Khosa er fædd 1. júlí 1988 í Dera Ghazi Khan í Pakistan. Hún lauk B.Sc. prófi í eðlisfræði árið 2007 frá B.Z.U Multan University, MS prófi í tækni- legri eðlisfræði frá Verkfræði- og Tækniháskólanum í Lahore árið 2010 og M.Phil. prófi í tæknilegri eðlisfræði frá sama skóla árið 2013. Hún hóf doktorsnám í eðlisfræði við Háskóla Íslands haustið 2014. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.