Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 38

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Quincy Jones, einn farsælasti tón- listarupptökustjóri samtímans, fer mikinn í viðtali við tímaritið Vulture í tilefni af 85 ára afmæli sínu í næsta mánuði. Hann sendir fyrrverandi samstarfsmönnum sínum óhikað tóninn. Spurður hvernig Bítlarnir hafi komið honum fyrir sjónir við fyrstu sýn svarar Jones: „Þeir voru verstu hljóðfæraleikarar í heimi. Paul var versti bassaleikari sem ég hafði heyrt í,“ segir Jones og rifjar upp upptökur þar sem Ringo Starr hafði eytt þremur klukkutímum í að ná fjórum töktum réttum án árang- urs. Þá hafi Jones hvatt hann til að taka sér matarhlé og nýtt tímann til að fá djasstrommuleikarann Ronnie Verrell til að spila taktana rétt, sem tókst á 15 mínútum. Þegar Ringo kom aftur bað hann um að heyra upptökur sínar og sagði síðan: „„Þetta hljómar ekki svo illa.“ Og ég svaraði: „Einmitt, fávitinn þinn, vegna þess að þetta ert ekki þú.““ Jones segir Michael Jackson bæði hafa verið gráðugan og þjófóttan. „Hann stal fullt af lögum,“ segir Jones og nefnir í því samhengi „Billie Jean“. „Greg Phillinganes samdi c-kaflann í „Don’t Stop ’Til You Get Enough“. Michael hefði átt að gefa honum 10% af höfundar- réttargreiðslum lagsins en vildi ekki gera það. Hann var gráðugur.“ Jones gerir greddu Marlons Brandos að umtalsefni og segir hann hafa riðið öllu. „Hann hefði riðið póstkassa,“ segir Jones og tekur fram að meðal þeirra sem Brando hafi sofið hjá hafi verið James Baldwin, Marvin Gaye og Richard Pryor. Í framhaldi af birtingu við- talsins á vef Vulture í gær staðfesti ekkja Pryors, Jennifer Lee Pryor, við TMZ að eiginmaður hennar hefði átt náið samneyti við Brando. Í viðtalinu segist Jones vita of margt og nefnir sem dæmi að hann viti hver drap John F. Kennedy, en það mun hafa verið mafíuforinginn Sam Giancana. Hann vandar núver- andi Bandaríkjaforseta ekki kveðj- urnar. „Trump er bilaður fáviti sem líður af stórmennskubrjálæði og er fullur sjálfsaðdáunar,“ segir Jones og rifjar upp að hann hafi farið á stefnumót með dóttur forsetans, Ivönku Trump, fyrir um 12 árum. Bítlarnir verstu hljóð- færaleikarar heims AFP Yfirlýsingaglaður Quincy Jones fer mikinn í viðtali við Vulture. Catherine Hutin-Blay, dóttir Jacq- ueline Roque (1927-1986), síðustu eiginkonu spænska myndlistar- mannsins Pablos Picassos (1881- 1973), hyggst opna safn til minn- ingar um móður sína og stjúpföður í borginni Aix-en-Provence í Suður- Frakklandi. Verður það til húsa í fyrrverandi klaustri, Couvent des Prêcheurs, og verður safneignin ríkulegri en í hinum Picasso- söfnunum sem eru í París, Antibes, Barcelona og Malaga. Í The Art Newspaper er greint frá því að Hutin-Blay hafi erft safn móður sinnar af verkum eftir Pic- asso og þá eigi hún einnig höllina Château de Vauvenargues nærri Aix-en-Provence, þar sem hjónin bjuggu og eru bæði jarðsett. Í safneign Musée Jacqueline et Pablo Picasso verða um 1.000 mál- verk meistarans auk um 1.000 ann- arra verka hans – teikninga, grafíkverka og skúlptúra. Áætlað er að safnið verði opnað árið 2021 og gert er ráð fyrir allt að hálfri milljón gesta árlega en Pic- asso er af mörgum talinn áhrifa- mesti myndlistarmaður 20. aldar. Morgunblaðið/RAX Ekkjan Jacqueline Picasso við opnun sýn- ingar á verkum Picassos á Kjarvalsstöðum, á Listahátíð í Reykjavík árið 1986. Stjúpdóttir Picassos opnar safn með yfir 1.000 málverkum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Við settum upp þetta verkefni í til- efni af 100 ára afmæli fullveldisins. Við fengum það nokkuð fullskapað upp í hendurnar,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, list- fræðingur og sýningarstjóri sýningarinnar Hjartastaður – Þingvallamyndir sem opnuð verð- ur í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus-safna- húsum í dag, föstudag, kl. 18. Sýnd eru verk sem margir kunnustu myndlistarmenn þjóðarinnar gerðu á tuttugustu öld og eru öll verkin úr einkasafni Sverris Kristinssonar, fasteignasala og útgefanda með meiru. „Við hefðum getað dregið að okk- ur myndir úr mörgum áttum en hús- næðið okkar býður ekki upp á stórar sýningar,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að safn Sverris passi vel inn í húsnæði safnsins. „Sverrir hefur komið sér upp tölu- verðu safni af málverkum af Þing- völlum eftir helstu listamenn lands- ins og það gekk vel að velja úr verkum hans með tilliti til innbyrðis vægis og fjölbreytni. Safn hans er eins og guðsgjöf,“ segir Aðalsteinn. Kostur að eiga margar „Ég hef safnað allmörgum mál- verkum frá Þingvöllum, sem eru ákaflega fallegur staður, en þangað fer ég gjarnan á haustin til þess að skoða haustlitina. Auk þess sem Þingvellir hafa verið viðfangsefni margra málara,“ segir listaverka- safnarinn en Sverrir lánaði 23 mál- verk eftir 17 listamenn á sýninguna. „Ég á myndir eftir íslenska mál- ara sem flestir eru natúralískir og mála náttúruna á Þingvöllum í allri sinni dýrð. Það er kostur að eiga myndir af sama svæðinu eftir marga listamenn,“ segir Sverrir. Hann segir að á sýningunni séu meðal annars verk eftir Þórarin B. Þorláksson, sem málað hafi þar all- nokkrar gríðarlega fallegar og kyrr- látar myndir, Jóhannes Kjarval með sína fallegu liti, Jón Stefánsson, Guðmund frá Miðdal, Ólaf Túbals, Sigurð Sigurðsson og Valtý Péturs- son sem málaði Öxarárfoss. Á þeirri mynd sé líkt og marglitir demantar falli úr fossinum. „Það er líka gaman að sjá túlkun alþýðumálaranna Gísla Jónssonar og Grímu (Ólafar Grímeu Þorláks- dóttur); gleði og fólk eru í mál- verkum hennar. Ólöf var glaðlynd og jákvæð,“ segir Sverrir og bætir við að Jóhann Briem hafi verið kosinn meistaranemi á námsárum sínum í Þýskalandi. Á Þingvallamynd hans eru fjórir menn á rauðum hestum í sterkum litum. „Ekki má heldur gleyma Magnúsi Tómassyni, sem er bæði natúral- ískur og súrealískur í senn, en á mynd hans eru sebrahestur og tígr- isdýr í landslaginu á Þingvöllum,“ segir Sverrir. Gildi þessa helgasta staðar Í tilkynningu um sýninguna Hjartastaður – Þingvallamyndir segir að í tilefni 100 ára afmælis full- veldis á Íslandi velti aðstandendur sýningarinnar fyrir sér gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrif- um Þingvalla á myndlist þjóðar- innar. Gefin er út vegleg sýning- arskrá þar sem Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og sýning- arstjóri, fjallar um gildi Þingvalla fyrir íslenska myndlist og Birgir Hermannsson, lektor við Háskóla Íslands, greinir frá tengslum Þing- valla við íslenska þjóðmenningu. Sýningin stendur til 15. apríl. Morgunblaðið/RAX Þingvallamyndir Horft yfir sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar, með Þingvallamyndum í eigu Sverris Krist- inssonar. Hér sjást m.a. verk eftir Gísla Jónsson, Jón Þorleifsson, Jóhann Briem, Eirík Smith og Magnús Tómasson. Þingvellir málaðir í allri sinni dýrð  Sýning á Þingvallamyndum í eigu Sverris Kristinssonar Hrafnabjörg Meðal verkanna á sýningunni er málverk eftir Jón Stefánsson. Sverrir Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.