Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 41

Morgunblaðið - 09.02.2018, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2018 AF POPPSTJÖRNU Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Öll spjót virðast nú standa á Íslandsvininum Justin Timberlake, poppstjörnu og kvikmyndaleikara sem bæði hefur haldið tónleika hér á landi og haldið upp á afmæli eiginkonu sinnar í íslenskri nátt- úru. Það blæs sannarlega ekki byr- lega. Áður en Timberlake (köllum hann JT til styttingar héðan í frá) tróð upp í hálfleik hinnar marg- frægu Ofurskálar, úrslitaleiks bandarísku ruðningsdeildarinnar, virtist heimurinn hossa honum. En núna virðast allir vera á móti hon- um. Hvað gerðist eiginlega? Týndur í skóginum? Fjallað er um þessa óvæntu dýfu JT í ýmsum vestrænum fjöl- miðlum og þeirra á meðal er vefur breska ríkisútvarpsins, BBC. Er þar bent réttilega á að vikan sem er að líða hefði átt að vera með þeim betri hjá popparanum léttfætta. Fimmta hljóðversskífa hans kom út, Man of the Woods nefnist hún, Skógarmaður (eða Skóggangs- maður?) og hefur einhvers mis- skilnings gætt um nafngiftina. Héldu margir að um kántríplötu væri að ræða; skógar og kántrí eiga einhverra hluta vegna vel saman, en JT hefur upplýst að titill- inn vísi bara í nafn sonar hans, Silas, sem þýðir víst „af skógi kom- inn“ eða eitthvað í þá veru. Átti platan að vera afturhvarf til róta kappans í Tennessee og var hennar beðið með nokkurri eftirvæntingu, í það minnsta meðal aðdáenda popparans. Aðdáendur virðast hins vegar fáir í röðum gagnrýnenda sem hafa margir hverjir svo gott sem jarðað plötuna. BBC bendir á nokkra dóma. Í dómi New York Times segi til að mynda að nú renni brátt upp tólfta ár þeirrar þjóðarblekkingar að JT sé poppstjarna sem skipti einhverju máli. Steregum líkir plötunni við að yppa áhugalaus öxlum og Pitch- fork er heldur ekki af skafa af því og segir engrar undankomu auðið frá lagatextunum og að stundum veki þeir sömu tilfinningar og fólk finni fyrir þegar það komi að foreldrum sínum í samförum (!). Á Metacritic hlýtur platan meðaltals- einkunnina 53 af 100 mögulegum sem þýðir að JT nær prófinu en einkunnin er ekki glæsileg fyrir heimsfræga poppstjörnu. Stórhættulegt brjóst Platan er þó ekki mál málanna hvað JT varðar þessa vikuna held- ur fyrrnefnt uppistand hans í Ofur- skálinni. Tónlistaratriðið um mið- bik skálarinnar er alltaf mikið sjónarspil og JT kom nú fram í þriðja sinn í skálinni og mun eng- Slæm vika hjá JT AFP Kátur JT var í banastuði í hálfleik Ofurskálarinnar en gagnrýnendur voru ekki á einu máli um uppákomuna. inn annar hafa troðið upp jafnoft. Í eitt skiptið (fyrir 14 árum) afhjúp- aði hann annað brjóst Janetar Jackson (að sögn beggja óvart) en slapp óskaddaður frá þeim hildar- leik, ólíkt Jackson sem neyddist til að biðjast afsökunar með mynd- bandi til að lægja hneykslunaröld- urnar í Bandaríkjunum. Oft veltir lítið brjóst þungu hlassi! En aftur að JT og Ofurskálinni 2018. Drengurinn virtist leggja sig allan fram og víst er að langar og strangar æfingar og flókið skipu- lag lágu að baki atriðinu að vanda. En gagnrýnendur voru margir ósáttir og sá sem skrifaði fyrir Time-tímaritið sagði JT hafa barist við að tengjast áhorfendum sem hefðu að stórum hluta engin tengsl við tónlistina hans. Gagnrýnandi Washington Post var líka ómyrkur í máli og sagði að undir lokin hefði fólk fundið greinilega fyrir því að eitthvað „undirþyrmandi“ (smá orðaleikur og nýyrðasmíði þar á ferð) hefði átt sér stað. Tekið skal fram að gagnrýnendur eru líka já- kvæðir í garð JT, þó augljóslega ekki þeir sömu og hér hafa verið nefndir. Vissi JT ekki af afstöðu Prince til heilmynda? Greinarhöfundur BBC segir líklegt að JT velti því nú fyrir sér hvað fór úrskeiðis og bendir rétti- lega á að hvorugt sé sérstaklega slæmt, þ.e. platan og atriðið í Of- urskálinni. Hvort tveggja hafi bara valdið örlitlum vonbrigðum og það sé allt og sumt. Gagnrýnin nú á JT, oft óvægin og í formi háðs, beri þess merki að eitthvað annað og meira búi að baki, einhvers konar persónuleg gremja eða andúð á popparanum sem megi mögulega rekja til þess tíma er hann átti í ást- arsambandi við aðra poppstjörnu, Britney Spears, fyrir margt löngu. Eftir að sambandinu lauk reyndi JT að græða á Spears, gerði bæði lög og myndbönd sem vísuðu í sam- band þeirra og sagði í viðtölum að hann hefði svipt hana meydómnum, að því er fram kemur í grein BBC. Allir hljóta að vera sammála um að það hafi verið einkar ósmekklegt af JT og niðurlægjandi fyrir Spears. Að sama skapi má gera ráð fyrir að Prince heitinn hafi tekið nokkra snúninga í gröfinni þegar JT ákvað að nota heilmynd af hon- um í ofurskálaratriðinu og syngja með honum dúett í „I Would Die 4 You“. Ekki er nóg með að valið á laginu sé ósmekklegt („Ég myndi deyja fyrir þig“, halló, JT!) heldur sagði Prince líka eitt sinn að sér þættu svona uppákomur, þ.e. þegar tónlistarmenn troða upp með heil- myndum af látnum kollegum, ákaf- lega ósmekklegar og í raun djöf- ullegar. Líklega gekk JT gott eitt til en hann hlýtur þó að hafa vitað af afstöðu Prince, eða hvað? JT getur einn svarað því og hefur auðvitað varið þetta uppátæki sitt í vikunni, sagt það tilkomið vegna einlægrar aðdáunar sinnar á Prince. JT er bæði dáður og djöf- ullegur, að því er virðist, en sá sem hér skrifar hefur ekkert út á plöt- una eða skálaratriðið að setja, hvort tveggja bara nokkuð gott. Og kannski er þessi vika bara stormur í skál? Eitt er þó víst: Þetta var ekki besta vikan í lífi Justins Timberlakes! » Að sama skapi mágera ráð fyrir að Prince heitinn hafi tekið nokkra snúninga í gröf- inni þegar JT ákvað að nota heilmynd af honum í ofurskálaratriðinu og syngja með honum dúett í „I Would Die 4 You“. Hljómsveitin Kiriyama Family hef- ur samið við enska bókanafyrirtæk- ið International Talent Booking (ITB) í London en margir þekktir tónlistarmenn og hljómsveitir eru eða hafa verið á samningi hjá því og má þar nefna Adele, Bob Dylan, Aerosmith, Neil Young og Paul Simon. Í tilkynningu segir að eftir margra ára velgengni hljómsveit- arinnar hér á landi sé hún nú reiðubúin að gera víðreist. Hljóm- sveitin skrifaði undir í janúar og er ITB sagt eitt farsælasta bókunar- fyrirtæki Evrópu. Sumarið fram undan verður annasamt hjá Kiri- yama Family, þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar er væntanleg og tónleikaferð um Evrópu fram und- an sem og ýmsar tónlistarhátíðir. Umboðsmaður sveitarinnar verður einn af stofnendum ITB, Barry Dickens, en hann hefur m.a. starfað með Neil Young og The Who. Í útrás Hljómsveitin Kiriyama Family. Kiriyama Family semur við ITB Ljósmynd/Hanna Siv Bjarnardóttir ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 3.50, 6 Sýnd kl. 10.40Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5 ÓDÝRT Í BÍÓ TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS UM HELGINA. ATH! TILBOÐSSÝNINGAR ERU MERKTAR MEÐ RAUÐU. Sýnd kl. 3.50, 5.45 Sýnd kl. 8, 10.15 Tíska & förðun Fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 16. febrúar Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 föstudaginn 9. febrúar NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.