Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 40. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Vegalokanir komnar úr böndunum 2. Flutti í sumarbústað í miðri kreppu 3. Grófu upp lík föðurins 4. Grímuklæddur maður réðst á 13 ára … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Reykjavík Kabarett kemur fram í fyrsta sinn á Akureyri í kvöld og ann- að kvöld í Gamla samkomuhúsinu. Kabarettinn blandar saman burl- esque, kabarett, sirkuslistum, dragi og töfrum og fullorðinsbröndurum þannig að úr verður skrautlegt púslu- spil skemmtiatriða úr ýmsum áttum. Ljósmynd/Lilja Draumland Reykjavík Kabarett sýnir á Akureyri  Lea Kampmann og Meejah halda saman tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Meejah er dönsk-kóresk og vinnur tónlist sína með skírskotun til kóreska fánans, þar sem himin, haf, hringrás, sólina, suðrið og frjó- semi er m.a. að finna, í svokölluðu Taegeuk-tákni. Kampmann er fær- eysk og hefur vakið athygli að und- anförnu í heimalandinu fyrir nýút- komna plötu sína Common Blue. Kampmann og Meejah saman í Mengi  Ahhh … nefnist nýtt leikverk leik- hópsins RaTaTam, í leikstjórn Char- lotte Bøving, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20.30. Hóp- urinn lýsir verkinu sem ljóðrænum, fyndnum og kynþokka- fullum kabarett um vegi og vegleysur ástarinnar og vann hann út frá textum Elísabetar Jök- ulsdóttur þar sem löng- un manneskjunnar eft- ir ást er í forgrunni. Ahhh … unnið út frá textum Elísabetar Á laugardag Norðaustanhvassviðri eða stormur, fyrst eystra, en síðan nyrðra. Vaxandi norðvestanátt syðra og vestra, víða stormur seinnipartinn, jafnvel rok syðst. Snjókoma í flestum landshlutum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestlæg átt, 4-15 m/s, víða með éljum, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 8 stig. Geng- ur í austanstorm með snjókomu syðst á landinu í kvöld. VEÐUR Framarar komu gríðar- lega á óvart í gærkvöld með því að vinna stór- sigur á toppliði Olísdeild- ar karla, FH, í átta liða úr- slitum bikarkeppninnar í handknattleik. Haukar lögðu bikarmeistara Vals á sannfærandi hátt á Ás- völlum en Selfyssingar lentu í miklu basli með Þrótt og unnu að lokum ævintýralegan sigur. »2-3 FH og Valur úr leik í bikarnum „Við höfum skoðað upptökur af nokkrum af nýjustu leikjum Ramhat Hashron og það fer ekki á milli mála að um er að ræða fínt lið. Leikmenn- irnir eru líkamlega sterkir. Þeir eru flestir ungir og greinilega mjög vel þjálfaðir,“ segir Arnar Pét- ursson, þjálfari karla- liðs ÍBV í handknatt- leik, um ísraelska mótherja sína í Evr- ópukeppninni en liðin mætast í Vest- mannaeyjum á morg- un. » 1 Þetta eru ungir leik- menn og vel þjálfaðir Haukar eru einir á toppnum í Dom- inos-deild karla í körfuknattleik eftir þægilegan sigur gegn Hetti á Egils- stöðum í gærkvöld. Tindastóll vann Keflavík í sveiflukenndum leik og Stjarnan styrkti stöðu sína í barátt- unni um sæti í úrslitakeppninni með sigri á Val. Staða Þórs frá Akureyri í fallbaráttunni er orðin slæm eftir ósigur í Njarðvík. »2-3 Haukar eru einir í efsta sæti í körfuboltanum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þýski íslenskufræðingurinn Claudia Andrea Werdecker lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna og hefur í tæp tvö ár séð um allt sem viðkemur Hríseyj- arbúðinni auk þess sem hún er í þriggja manna stjórn verslunarinnar. „Búðin er starf mitt og helsta áhuga- mál,“ segir Claudia sem var í fríi í Þýskalandi og Danmörku á dögunum, fór á skíði og notaði tækifærið og kynnti sér sambærilegan rekstur á dönsku eyjunni Lyö. Um 100 manns búa í Hrísey í Eyja- firði, miðbæ Akureyrar, eins og sumir kalla eyjuna, sem er rómuð fyrir nátt- úrufegurð og fuglalíf. Fáir gestir eru þar á ferli á veturna en straumurinn eykst á sumrin og heimamenn stofn- uðu félag um verslunina fyrir tæplega þremur árum. „Búðin er aðal- samkomustaðurinn í eyjunni og skiptir okkur eyjarskeggja miklu máli,“ segir Claudia. Hún bendir á að byggðaþró- unarverkefnið „Brothættar byggðir“ hafi styrkt Hríseyjarbúðina talsvert undanfarið og er bjartsýn á fram- haldið. Þjónustan skipti alla máli og rætt hafi verið um að bæta við kaffi- húsi í sumar. Með marga hatta á Íslandi Claudia er frá bænum Welden í Þýskalandi. Hún lærði norræn fræði í München og fór í skiptinám í Háskóla Íslands 2010. „Á sama tíma var ég að- stoðarkennari í íslensku fyrir erlenda stúdenta,“ segir hún og brosir út í ann- að. Hún talar reyndar mjög góða ís- lensku, betur en margir innfæddir, lærði hana í háskólanum í München áður en hún kom fyrst til landsins. „Ég byrjaði í norsku en fannst íslenskan skemmtilegri því hún er flóknari,“ út- skýrir Claudia, sem skrifaði MA- ritgerð að mestu leyti í Reykjavík, fór í leiðsögumannaskóla hérlendis og hef- ur starfað hér sem leiðsögumaður, tók meiraprófið og hefur unnið sem rútu- bílstjóri auk þess sem hún hefur verið sölumaður á ferðaskrifstofu. Auglýsing varð til þess að Claudia flutti til Hríseyjar. Hún hafði aldrei komið á svæðið, sótti samt um, var boðuð í viðtal á afmælisdaginn sinn 28. febrúar 2016, fékk starfið og segir að það henti sér vel, en vissulega sé öðru- vísi að búa í svona fámenni en í Reykjavík. „Mér líður vel í Hrísey og það er æðislegt að búa hérna. Hér þekkja all- ir alla, fólk hittist í búðinni og ég sé flesta íbúana nær daglega.“ Hún segir að nálægðin geti samt stöku sinnum verið erfið og íbúar eigi jafnvel ekkert einkalíf á stundum. „Fólk veit jafnvel meira um mig en ég sjálf. Þannig gekk til dæmis sú saga um daginn að ég væri ólétt en þegar ein konan sagði mér það kom ég af fjöllum!“ Claudia leggur samt áherslu á að nálægðin eigi fleiri góðar hliðar og íbú- arnir séu sérlega hjálpsamir og góðir. „Samfélagið í Hrísey er mjög gott,“ segir andlit svæðisins. Claudia andlit Hríseyjar  Hríseyjarbúðin starf og yndi ís- lenskufræðingsins Ljósmyndir/Ómar Þór Guðmundsson Í Hrísey Claudia Andrea Werdecker sér um Hríseyjarbúðina og kann sérlega vel við sig á staðnum. Hríseyjarbúðin Claudia stendur vaktina og hittir flesta íbúana daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.