Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Á morgun 15. febrúar gefur Íslandspóstur út fjögur
frímerki og smáörk til að minnast stórafmæla. Íslenska
fullveldið 100 ára, Landsbókasafnið 200 ára og Jón
Thoroddsen sýslumaður og rithöfundur 200 ára. Einnig
koma út Evrópufrímerkin 2018 þar sem þemað er brýr.
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Safnaðu litlum listaverkum
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Egill Arnarson, flokksstjóri hjá Sorp-
hirðu Reykjavíkur, segir það taka um
helmingi lengri tíma að komast yfir
sama svæði í sorphirðu og venjulega
sökum færðar. „Sérstaklega þegar
það moka rosalega fáir eins og núna,
þá hægir það ennþá meira á okkur,“
segir Egill en Reykjavíkurborg sendi
frá sér tilkynningu í fyrradag þar
sem óskað var eftir því að íbúar
reyndu að moka frá ruslatunnum sín-
um. Unnið er í vikulöngum verk-
efnum hjá Sorphirðunni og segir Eg-
ill að það sem ekki klárast yfir vikuna
færist yfir á helgarnar og síðan yfir á
næstu viku. „Þá lengist tíminn milli
sorphirðuferða og ruslið eykst og
þetta vindur upp á sig. Ruslið fer
ekkert,“ segir Egill. Hann segir að
starfsmenn sínir myndu frekar vilja
vinna um helgar en að lengja dagana
til að ná yfir þau verkefni sem þeim
er sett. „Við myndum frekar kjósa að
vinna á laugardögum og minna álag
yfir virku dagana. Það að draga tunn-
ur í þessum snjó er það hrikalega slít-
andi að menn eru algjörlega upp-
gefnir eftir daginn.“
Morgunblaðið/Hari
Í snjó og sorpi Sorphirðumenn eru fjórir eða fimm saman á bíl. Á snjóþungum dögum er erfitt að draga tunnurnar.
Snjórinn veldur töfum
Reykjavíkurborg biður íbúa um aðstoð „Menn eru
algjörlega uppgefnir eftir daginn,“ segir flokksstjóri
Í ruslinu Snjórinn hefur valdið því að erfitt er að halda áætlun í sorp-
hirðunni. Verkefnin safnast upp og færast yfir á helgar og komandi vikur.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Smálán eru sívaxandi hlutfall af
heildarkröfum þeirra sem leita í
greiðsluaðlögun til umboðsmanns
skuldara og eru nú algengari en
fasteignalánin. Hlutfall ungs fólks í
greiðsluaðlögun fer einnig hækk-
andi. Skýrir það að hluta fjölgun
umsækjenda hjá embættinu sl. tvö
ár. Þetta kemur fram í fréttatil-
kynningu frá embætti umboðs-
manns skuldara.
„Við bárum saman hlutfall smá-
lána sem hluta af heildarkröfum
sem fólk sem leitar til okkar er með
og hlutur smálána er nú í fyrsta
sinn orðinn stærri en hlutur hús-
næðislána,“ segir Sara Jasonar-
dóttir, verkefnastjóri fræðslu- og
kynningarmála hjá embætti um-
boðsmanns skuldara.
Tæknikynslóðin slær smálán
„Hópurinn sem leitar til okkar er
að breytast og yngjast, yfir helm-
ingur er yngri en fertugir. Eftir
hrun voru miklu fleiri sem komu
vegna erfiðleika með fasteignalán
og eignir. Nú er mesta fjölgunin í
hópnum 18-29 ára, ungt fólk sem er
á leigumarkaði. Fólk í þeim hópi er
frekar með smálán en aðrir.“
Sara segir smálán vera markaðs-
sett fyrir tæknikynslóðina, auðvelt
sé að slá slík lán, ekki þurfi að tala
við neinn. Þeir sem eldri eru þekki
síður allar þær breytingar og fram-
boð sem nú sé á lánsfé.
Smálánafyrirtæki markaðssetji
sig með smáskilaboðum og happ-
drættum og stundum þurfi ekki
meira til fyrir fólk að byrja að taka
slík lán. Sumir hafi ekki fyrir því að
upplýsa sig nægilega vel þrátt fyrir
umræðu og upplýsingar um það
hve smálán séu óhagstæð, en það
gæti tengst skorti á fjármálalæsi.
Sara segir að í mörgum tilfellum
eigi fólk ekki fyrir framfærslu eða
sé „á núlli“ en einnig sé samfélags-
leg pressa á að eignast ákveðna
hluti. Fólk á leigumarkaði sé oft í
verri aðstöðu til að fá hagstætt
lánsfé en þeir sem eiga eignir.
Bæta þarf fjármálalæsi
Í tilkynningunni er haft eftir um-
boðsmanni skuldara, Ástu Sigrúnu
Helgadóttur, að með auknu að-
gengi að lánsfé sé mikilvægt að
fjármálalæsi verði bætt og þeir
sem taki lán séu vel upplýstir um
hvað það kosti og hverjar afleiðing-
arnar verði falli þau í vanskil. Sara
segir afar áríðandi að leita sér að-
stoðar strax og fólk sjái fram á að
lenda í erfiðleikum, þar sem að-
gerðaleysi skuldara geti endað í
miklum kostnaði og frekari vand-
ræðum.
Smálán fara yfir
fasteignalán sem
hlutfall skulda
Ungu fólki fjölgar í greiðsluaðlögun
Greiðsluaðlögun
Hlutfall af heildarkröfum
80%
60%
40%
20%
0%
2013 2014 2015 2016 2017
Heimild: Umboðsmaður skuldara
Fasteignalán
Smálán
Útför rithöfundarins og ljóðskáldsins Þorsteins frá
Hamri fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.
Séra Hjálmar Jónsson, fv. dómkirkjuprestur, jarðsöng.
Þorleifur Hauksson flutti nokkur ljóða Þorsteins, minn-
ingarorð flutti Guðjón Friðriksson og Kór Söngskólans
í Reykjavík söng undir stjórn Garðars Cortes. Sigrún
Hjálmtýsdóttir söng einsöng við athöfnina.
Líkmenn voru, frá vinstri til hægri á myndinni: Þórir
Jökull Þorsteinsson, Valgerður Benediktsdóttir, Stella
Jóhannesdóttir, Egill Þorsteinsson, Kristján Jónsson,
Böðvar Bjarki Þorsteinsson, Hlíf Einarsdóttir og Kol-
beinn Þorsteinsson.
Vigdís Grímsdóttir rithöfundur bar kistuna út að
þrepunum þar sem Kristján tók við.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Þorsteins frá Hamri