Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Hvers vegna ætli borgarstjórihafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af sam- ráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmál- anna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borg- arstjórn?    Nei, ekk-ert af þessu getur átt við. Dagur veit, líkt og allir aðr- ir, að oddvitinn leiðir borgarstjórn- arflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn. Þátttaka hans í samtali við þingmenn ætti því að vera af hinu góða.    En hver er þá raunveruleg skýr-ing þessarar óvenjulegu fram- göngu borgarstjórans? Það skyldi þó ekki vera að hann væri farinn að ókyrrast og teldi stöðu sína það veika að hún krefðist þess að hindra aðgang oddvitans að sam- ráðsfundum?    Borgarstjóri hefur fulla ástæðutil að óttast um stöðu sína þó að viðbrögð á borð við þau að reka oddvita annarra flokka af fundum séu ekki líkleg til árangurs.    Við borginni blasa gríðarlegheimatilbúin vandamál og þær lausnir sem núverandi meirihluti býður upp á munu aðeins auka á vandann.    Borgarstjóri getur reynt að nátökum á vandanum með þeirri nýstárlegu aðferð að loka að sér, en væri ekki nær að hlusta og bjóða jafnvel upp á nýja stefnu? Óvenjuleg fram- ganga borgarstjóra STAKSTEINAR FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 O ttó A u g lýsin g astofa Stoppar 90% óhreininda Dyra og hreinsimottur Veður víða um heim 13.2., kl. 18.00 Reykjavík -2 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk -17 snjóél Þórshöfn 1 léttskýjað Ósló -3 léttskýjað Kaupmannahöfn 1 þoka Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki 0 skýjað Lúxemborg 2 heiðskírt Brussel 5 heiðskírt Dublin 5 léttskýjað Glasgow 4 léttskýjað London 4 rigning París 1 rigning Amsterdam 5 léttskýjað Hamborg 4 léttskýjað Berlín 3 léttskýjað Vín 1 snjókoma Moskva -9 heiðskírt Algarve 14 léttskýjað Madríd 7 rigning Barcelona 9 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 9 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -12 skýjað Montreal -11 léttskýjað New York -2 heiðskírt Chicago -5 þoka Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:26 17:58 ÍSAFJÖRÐUR 9:42 17:53 SIGLUFJÖRÐUR 9:25 17:35 DJÚPIVOGUR 8:59 17:25 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Það eru flugfélögin sem sjálf taka ákvörðun um að aflýsa flugferðum – og byggja þá á upplýsingum frá Veð- urstofunni um veður og veðurhorfur og síðan upplýsingum frá Isavia um ástand brauta, hvort hægt er að nota landgöngubrýr eða stigabíla vegna veðurs og slíkt,“ segir Guðjón Helga- son, upplýsingafulltrúi Isavia, í sam- tali við Morgunblaðið. Athygli vakti á sunnudaginn þegar öll flugfélög, innlend og erlend, af- lýstu flugferðum frá Keflavíkurflug- velli jafnt til Evrópu sem Bandaríkj- anna vegna veðurs fóru tvær vélar breska flugfélagsins British Airways í loftið áleiðis til London, annars veg- ar kl. 15.31 og hins vegar kl. 16.19. Fyrri ferðin átti upphaflega að vera kl. 12.35 og seinni ferðin 15.35. Þriðja flugi félagsins þennan dag, sem vera átti kl. 17.05, var hins vegar aflýst. Rúmlega 60 flugferðir voru bókað- ar frá Keflavíkurflugvelli þennan dag. Aðstæður voru skaplegar fyrir hádegi og fóru þá nærri þrjátíu vélar í loftið. En þegar veðrið versnaði um og eftir hádegi byrjuðu félögin að af- lýsa ferðunum. Var hætt við um þrjá- tíu flugferðir næstu klukkustundirn- ar. BA flaug þegar önnur félög aflýstu  Flugfélögin taka sjálf ákvörðun um hvort þau aflýsi flugi vegna veðurs Flug British Airways lét ekki vont veður aftra sér á sunnudaginn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að íslensk börn verði próf- uð í fjármálalæsi á PISA- könnuninni árið 2021. Þessi hluti könnunarinnar er valkvæður en til- gangur hans er að meta hæfni nemenda til að beita fjármálalegri þekkingu sinni og leikni í raun- verulegum aðstæðum, þar með tal- ið að taka fjármálalegar ákvarð- anir. Morgunblaðið greindi á dög- unum frá hugmyndum þessa efnis og áskorun Stofnunar um fjár- málalæsi um að Ísland yrði með. Frestur til að tilkynna þátttöku rann út á mánudag. „Fjármálalæsi er grunnfærni sem er mikilvæg samfélagi okkar. Ljóst er að gott fjármálalæsi skilar sér í betri ákvarðanatöku einstaklinga í fjár- málum og stuðlar að fjármálastöð- ugleika. Ég tel brýnt að íslensk ungmenni taki þátt í fjármálalæsi í PISA-könnunni og því hefur þessi ákvörðun verið tekin,“ var haft eft- ir Lilju Alfreðsdóttur í tilkynningu. PISA er umfangsmikil alþjóðleg langtímarannsókn á vegum OECD á hæfni og getu 15 ára nemenda í lesskilningi, læsi á náttúrufræði og læsi á stærðfræði. hdm@mbl.is Prófað í fjár- málalæsi  Nýbreytni í PISA- prófum árið 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.