Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 12

Morgunblaðið - 14.02.2018, Side 12
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Lilja Steingrímsdóttir, hjúkr-unarfræðingur og Art ofLiving-öndunar- og jóga-kennari, segir að heilsan sé á ábyrgð einstaklingsins „Heilsan er á mína ábyrgð og mér bæði líður betur og ég skila meira vinnuframlagi þegar ég er í betra jafnvægi,“ segir Lilja en hún hefur nýtt sér styrkjandi öndunar- tækni Art of Living til þess að draga úr streitu. Lilja segir Art of Living, sem stofnað var af Sri Sri Ravi Shankar, kenna fólki styrkjandi öndunartækni ættaða frá Indlandi í bland við jóga. „Sem hjúkrunarfræðingi finnst mér oft vanta að hugað sé að andlegu hliðinni. Það er auðveldara að líma plástur yfir einkennin en að taka á djúpu vandamálunum í sál og líkama. Það kostar meiri orku og þarf meiri starfskraft til þess að vinna vefsál- ræna vinnu,“ segir Lilja. Lilja kynntist Art of Living- önduninni í Sviss fyrir tilviljun „Ég bjó á þeim tíma í Sviss. Ég var nýskilin en ákvað að búa áfram í landinu til þess að börnin gætu átt samskipti við föður sinn. Ég var hrikalega stressuð, í fullri vinnu og að byggja hús. Ég veit ekki hvernig ég fór að þessu,“ segir Lilja sem rakst á lítinn bækling þar sem spurt var hvort ekki væri kominn tími til þess að slaka á í gegnum öndunina og læra jóga. „Ég fór á námskeiðið og sé ekki eftir því. Þar fann ég hamingjuna á ný með því að læra að slaka á í gegn- um öndun. Við nýtum ekki öndunina nema að litlu leyti,“ segir Lilja sem Öndunartækni hjálpar til við streitulosun Lilja Steingrímsdóttir kynntist Art of Living-öndunartækninni þegar hún bjó í Sviss og stóð á erfiðum tímamótum í lífinu. Lilja hefur notað öndunartæknina við hjálparstörf á Haítí. Öndunartæknin hjálpar Lilju að standa í lappirnar eins og hún orðar það og hún vill gjarnan kenna hana í fangelsum landsins. Hana dreymir líka um að koma öndunartækninni inn á sjúkrahús á Íslandi. Hjálparstarf Lilja hjúkrar konu sem slasaðist eftir að hús hennar hrundi í jarðskjálftunum á Haítí árið 2013. Við hlið hennar situr eiginmaðurinn. Lífsgleði Lilja ásamt dönskum öndunartæknikennara bregður á leik að loknu námskeiði en Lilja fann hamingjuna á ný með ástundun Art of Living. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 Þessir einu sönnu gæða hitablásarar. Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir gas og diesel/steinolíu. Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara. Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta. HITABLÁSARAR ÞÓR FH Akureyri: Baldursnesi 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Borgarbókarsafnið stendur fyrir fjöl- breyttri dagskrá í menningarhúsum sínum á meðan vetrarfrí grunnskól- anna í Reykjavík stendur 15. og 16. febrúar. Það verður Allt í drasli-hljóðfæra- smiðja í Grófinni þar sem búið er að safna saman ýmsum hlutum og börnin fá að kynnast hljóðfærum og tónlist með því að búa til eigin hljóðfæri úr plasti, tré og öðru ódýru hráefni eða jafnvel efni að heiman. Þau hljóððfæri sem hugsanlega er hægt að búa til eru flautur, horn, trompet, slagverk og einföld strengja- hljóðfæri. Hljóðfærasmiðjan verður í umsjá Pamelu de Sensi flautuleikara sem unnið hefur mikið með börnum og kennt flautuleik í Reykjavík. Hún hefur staðið fyrir tónleikaröðinni Töfrahurð- inni og fjölda annarra tónleika, auk þess að koma að útgáfu barnabók- anna Karnivals dýranna, Englajóla, Strengja á tímaflakki, Töfraflautunnar, Bjartar í Sumarhúsi og Péturs og úlfs- ins. Það verður líka allt í drasli í blikk- smiðjunni í Grófinni í vetrarfríinu þar sem einnig er búið að safna saman ýmsum hlutum sem verða nýttir til þess að skapa eitthvað fallegt og skemmtilegt. Ninna Margrét Þórarinsdóttir, teikn- ari og hönnuður, og Ingibjörg Ösp Ótt- arsdóttir barnabókarvörður leiðbeina börnunum við að búa til alls kyns skemmtilegar furðuverður úr draslinu sem annars færi á ruslahaugana. Þau börn sem vilja geta spreytt sig á því að búa til einfaldar rafrásir og tengja þær við lítil og litrík led-ljós sem blikka. Í Árbænum verður tækni og til- raunaverkstæðisfjör. Markmiðið er að efla tæknilæsi hjá ungmennum og auka aðgengi að nýrri tækni til að virkja sköpunarkraftinn og efla sjálfs- þroska í gegnum tækni og leik. Börn- unum gefst tækifæri á að fikta með Pi-tölvur sem tengdar eru Makey Ma- key-tæknisettum. Einnig verða í boði Little Bits-tæknikubbar, Bloxels og legókubbar. Í Gerðubergi verður búningaskáp- urinn vinsæli opinn með öllum sínum ævintýrum innanborðs og fyrir þá sem ekki hafa áhuga á búningum er hægt að grípa í spil eða skoða sýninguna Þetta vilja börnin sjá. Í Spönginni verður börnunum boðið upp á vetrarfrísföndur þar sem allt föndurefni, tæki og tól eru til staðar. Í Borgarbókasafninu í Kringlunni verða sagðir brandarar á milli þess sem spilað verður bingó Í Borgabókasafninu í Sólheimum verða skemmtilegheit og krakkabingó með krúttlegum vinningum. Aðgangur er ókeypis á alla viðburði og allir vel- komnir. Fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna Frí Nóg framboð er af afþreyingu fyrir börn í vetrarfríi skólanna í Reykjavík. Allt í drasli og hljóðfærasmíði Café Lingua verður haldið í annað sinn í febrúar í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 15. febrúar kl. 18.00 Á Café Lingua gefst gestum færi á að kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumál sem viðkom- andi langar að læra eða er þegar að læra. Café Lingua er líka staður til þess að deila eigin móðurmáli með ein- hverjum sem er að reyna að ná tökum á því máli. Café Lingua er einstakt og kjörið tækifæri til þess að kynnast nýjum menningarheimum og heims- borgurum í Reykjavík og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Borgarbókasafnið og Veröld – hús Vigdísar standa saman að verkefn- inu. Kynnist nýjum menningarheimum Veröld – hús Vigdísar gefur tæki- færi á að hitta heimsborgara Fjölbreytni Önnur tungumál auðga mannlíf og menningu og Café Lingua er staðurinn til þess að kynnast nýjum menningarheimum og öðrum tungumálum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.