Morgunblaðið - 14.02.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
BjörnBjarna-son, fyrr-
verandi dóms-
málaráðherra,
fjallar um það í
pistli sínum að
„í Bretlandi
reiðast margir vegna þess
að bandaríski auðmað-
urinn George Soros hefur
lagt mikið fé, 400.000
pund, 56 milljónir ísl. kr.,
til að stofna til herferðar
gegn úrsögn Breta úr
ESB.
Um helgina birti hann
heilsíðugrein í blaðinu The
Mail on Sunday til varnar
ákvörðun sinni um að
blanda sér á þennan hátt í
bresk stjórnmál.
Í The Daily Mail hafði
föstudaginn 9. febrúar
birst forsíðuleiðari undir
fyrirsögninni: Farðu, Mr.
Soros. Þú getur átt skít-
ugu peningana þína.
Vegna þessara afskipta
Soros af þessu mikla hita-
máli í Bretlandi hafa enn
og aftur birst greinar á
netinu og í blöðum um
stuðning Soros við alls
kyns hópa í Evrópu“. Með-
al hópanna sem Björn
Bjarnason nefnir til sögu
hafa pírataflokkar reglu-
lega verið nefndir til sög-
unnar.
Það er svo sem ekkert
skrítið þótt Bretum þyki
ekki mikið koma til pen-
inga Sorosar. Því Soros
vann það sér til frægðar að
snýta heilan milljarð doll-
ara út úr nösum ríkissjóðs-
ins þeirra í september
1992, á hinum „svarta mið-
vikudegi“. Einn milljarður
dollara var þá ógnarfé og
menn geta reiknað hvílík
ofurfjárhæð þetta væri í
dollurum dagsins, nú ald-
arfjórðungi síðar.
Og ekki má gleyma því
að George Soros tók
sænsku ríkisstjórina í nef-
ið í leiðinni og græddi vel á
því. Hann fer ekki leynt
með að hann telur sig hafa,
í þágu alþjóðavæðingar-
innar, og í krafti auðlegðar
sinnar, rétt til þess að
blanda sér í ákvarðanir
sjálfstæðra þjóða og knýja
fram aðra niðurstöðu en
réttkjörin yfirvöld stefna
að.
Getsakir hafa verið um
það að vel heppnuð atlaga
að íslenskum
forsætisráð-
herra vorið 2016
hafi búið að fjár-
stuðningi úr
svipaðri átt og
nefnd er hér að
framan. Eftir að
íslenska forsætisráð-
herranum hafði verið bol-
að úr embætti sofnaði mál-
ið fljótt og ekki var
vinnandi vegur að heimta
gögn frá „rannsóknar-
blaðamönnum“ því að þeir
sögðust aldrei hafa fengið
að sjá þau!
Á meðan útrásarmenn
gerðu það sem best í sínu
„fagra föðurlandi“ þótti
heldur betur fínt að slá um
sig með ofurveislum er-
lendis. Og væri hægt að
flagga í þeim öðru eins ei-
lífðar undrabarni
fjármálagerninga eins og
sjálfum Soros varð ekki
þverfótað á Saga-klass á
útleiðinni. Helstu framá-
menn landsins létu sig
ekki heldur vanta.
Réttu ári fyrir „hrun“, í
september 2007, réttum 15
árum eftir að Soros braut
sjálfan Seðlabanka Eng-
lands á bak aftur, mátti
lesa eftirfarandi í frétt í
Morgunblaðinu:
„Fjárfestirinn George
Soros var meðal gesta í
kvöldverðarboði Glitnis í
gærkvöldi í New York en
bankinn opnaði starfsstöð
í borginni í gær. George
Soros er þekktur sem
maðurinn sem felldi pund-
ið og græddi einn milljarð
Bandaríkjadala á einum
degi, hann fjármagnaði
fjölda andófshópa í austan-
tjaldsríkjum fyrir fall
múrsins og hann lagði tugi
milljóna dala fram til að
koma í veg fyrir að George
W. Bush næði endurkjöri
sem forseti Bandaríkj-
anna.
Í kvöldverðinum, sem
haldinn var í Lincoln Cent-
er í New York, var saman
kominn mikill fjöldi starfs-
manna Glitnis sem og fjár-
festa en þar gaf Glitnir 100
þúsund Bandaríkjadali til
stuðnings uppbyggingu
tónlistarkennslu í Jazz at
Lincoln Center. Meðal
þeirra tónlistarmanna sem
fram komu í kvöldverð-
inum var djassleikarinn
Wynton Marsalis.“
Það er ólíklegt að
Bretar telji að
George Soros eigi
inni hjá þeim.
Milljarður dollara
verði að duga}
Kunnugleg vofa á ferð
Í
barnalögum og barnaverndarlögum er
skýrt áréttað að ávallt skuli beita þeim
ráðstöfunum sem ætla megi að séu
barni fyrir bestu og hagsmunir þeirra
ávallt hafðir í fyrirrúmi. Þá er einnig
skýrt að vernda beri börn gegn hvers kyns of-
beldi eða vanvirðandi hegðun.
Þegar horft er til þessara skýru lagaákvæða
vekur það undrun hvernig stjórnvöld halda um
taumana þegar kemur að umgengnismálum.
Umgengni barns við foreldri er einn af grund-
vallarréttum barns og mætti því ætla að stjórn-
völd tækju af festu á því ef á þessum mikilvæga
rétti er brotið. Því miður eru sýslumannsemb-
ættin víða um land afskaplega vanmáttug til að
bregðast með fullnægjandi hætti við málum
hvar barni er meinað að umgangast foreldri sitt
eða stafar hætta af umgengni. Á höfuðborgar-
svæðinu hefur ástandið versnað til muna eftir að embættin
voru sameinuð vegna þess að fjármagn virðist ekki hafa
fylgt þeim umtalsverðu verkefnum sem þar skal sinnt.
Starfsmönnum sifjadeilda embættisins fækkaði og verk-
efnum fjölgaði svo umgengnismál dagar uppi í kerfinu mán-
uðum og jafnvel árum saman, barninu til tjóns. Slík mál
taka allt of langan tíma og löngum stundum án nokkurrar
faglegrar aðstoðar sálfræðinga eða annarra sérfræðinga í
málefnum barna. Foreldrar deila og þá mæta þeir með deilu
sína inn á gólf sýslumanna þar sem reynt er að leysa málin
með aðstoð lögfræðinga og sáttamiðlara. Lítið fer fyrir því
að brugðist sé hratt við ástandinu með hags-
muni barnsins að leiðarljósi. Þá vekur furðu að
Barnaverndarstofa, (BVS), hefur sent þau til-
mæli út til barnaverndarnefnda um landið að
ekki skuli hefja afskipti af málum hvar foreldrar
deila um umgengni, jafnvel þótt deilurnar stór-
skaði hagsmuni barnsins. Í öfgafyllstu dæm-
unum er börnum haldið frá leik- og grunnskóla
vikum og jafnvel mánuðum saman og þrátt fyrir
skólaskyldu og tjón á heilsu barns gerir barna-
vernd ekkert vegna tilmæla BVS. Barnavernd
hefur þannig tekið sér stöðu fjarri hagsmunum
barnsins bara í þessum einstaka málum og al-
gjörlega óháð því hvort verið sé að brjóta gegn
skýrum vilja barns eða ekki, þegar barn hefur
aldur og þroska til að tjá sig. Vegna eindreginna
tilmæla BVS virðist sem umgengnisdeilur for-
eldra, sem þegar verst lætur einkennast af
beinu ofbeldi gegn barni, leiði til þess að barnaverndaryf-
irvöld telji sig undanskilin því einarða ákvæði í barnavernd-
arlögum að stjórnvöldum beri að vernda börn gegn hvers
kyns ofbeldi eða vanvirðandi meðferð. Að eingöngu vegna
þess að foreldrar deila séu barnaverndaryfirvöld með því
laus undan allri ábyrgð og bíði niðurstöðu drekkhlaðinna
sýslumannsembætta. Þetta getur ekki átt að vera svona og
vil ég skora á stjórnvöld og barnaverndaryfirvöld að endur-
skoða þessa málsmeðferð. helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Hagsmunir barns í fyrirrúmi?
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
H
eildaratvinnutekjur á
landinu voru hærri
að raunvirði á árinu
2016 en árið 2008 en
höfðu verið lægri að
raunvirði öll árin fram að því. Mest
aukning á árabilinu 2008-2016 varð í
greinum sem tengjast ferðaþjón-
ustu, þ.e. gistingu og veitingum,
flutningum og geymslu og leigu og
sérhæfðri þjónustu. Langmesti
samdráttur varð hins vegar í fjár-
mála- og vátryggingaþjónustu og
mannvirkjagerð.
Atvinnutekjur á landinu öllu
jukust um 9,7% að raunvirði á milli
áranna 2008 og 2016, en aukningin á
milli áranna 2015 og 2016 var hins
vegar tæp 11%, að því er fram kem-
ur í skýrslu Byggðastofnunar um
atvinnutekjur 2008-2016 eftir at-
vinnugreinum og svæðum. Þar er
varpað ljósi á hvernig atvinnutekjur
einstaklinga hafa þróast frá hruninu
árið 2008.
Mælt í atvinnutekjum voru
heilbrigðis- og félagsþjónusta, iðn-
aður og fræðslustarfsemi stærstu
atvinnugreinarnar 2016 en þar á
eftir komu verslun, opinber stjórn-
sýsla og flutningar og geymsla. Á
milli áranna 2015 og 2016 varð veru-
leg aukning í áðurnefndum greinum
sem tengjast ferðaþjónustu, en
einnig í mannvirkjagerð, verslun,
iðnaði og heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu. Samdráttur varð hins
vegar í atvinnutekjum í fiskveiðum.
Austurland hæst landshluta
Ef litið er til einstakra lands-
hluta árið 2016 voru meðalatvinnu-
tekjur hæstar á Austurlandi, en þar
næst á höfuðborgarsvæðinu. Lægst-
ar voru meðaltekjurnar á Suður-
nesjum og Norðurlandi vestra. Ef
litið er til Austurlands kemur í ljós
að mesta aukningin á tímabilinu í
atvinnutekjum í fjórðungnum var í
fiskvinnslu, gistingu og veitingum
og í fræðslustarfsemi. Langmesti
samdrátturinn varð hins vegar í
mannvirkjagerð vegna loka
stórframkvæmda, í iðnaði og fjár-
mála- og vátryggingastarfsemi.
Meðalatvinnutekjur á Austur-
landi voru 8% yfir landsmeðalatali
árið 2016. Á norðurhluta svæðisins
(norðan Fagradals) voru með-
alatvinnutekjur aðeins undir lands-
meðaltali en á suðurhlutanum
(sunnan Fagradals) voru
meðalatvinnutekjur 17% yfir lands-
meðaltali.
Seltjarnarnes og Garðabær
fjórðungi yfir landsmeðaltali
Heildaratvinnutekjur á höfuð-
borgarsvæðinu hækkuðu um 9,1% á
milli áranna 2008 og 2016. Hækk-
unin á milli áranna 2015 og 2016 var
um 11%. Það þýðir að heildarat-
vinnutekjur á höfuðborgarsvæðinu
náðu ekki tekjum ársins 2008 fyrr
en árið 2016. Meðalatvinnutekjur á
höfuðborgarsvæðinu voru hæstar á
Seltjarnarnesi og í Garðabæ á árinu
2016 um fjórðungi yfir landsmeðal-
tali. Meðalatvinnutekjur í Kópavogi
voru nokkuð yfir landsmeðaltali það
ár en rétt yfir því í Mosfellsbæ og
Kjósarhreppi og í Hafnarfirði. Með-
alatvinnutekjur í Reykjavík voru
hins vegar rétt undir landsmeð-
altali.
Mismunandi var á árinu 2016
hver var stærsta atvinnugreinin á
einstökum svæðum innan höfuð-
borgarsvæðisins. Hæstar atvinnu-
tekjur í Reykjavík voru í heil-
brigðis- og félagsþjónustu, í
fjármála- og vátryggingaþjónustu á
Seltjarnarnesi, í verslun í Kópavogi,
Garðabæ og Mosfellsbæ og Kjós-
arhreppi og í iðnaði í Hafnarfirði.
Hækkun á Suðurnesjum
Heildaratvinnutekjur á Suður-
nesjum hækkuðu um rúmlega 22% á
milli áranna 2008 og 2016 en hækk-
unin á milli áranna 2015 og 2016
nam 18,5%. Mest af hækkun á at-
vinnutekjum á tímabilinu varð því á
árinu 2016. Langmest aukning varð
í flutningum og geymslum á milli
áranna 2008 og 2016. Nokkur aukn-
ing varð einnig í leigu og sérhæfðri
þjónustu og gistingu og veitingum.
Allar þessar greinar tengjast ferða-
þjónustu og hafa sterka tengingu
við Keflavíkurflugvöll.
Skýrsluna er að finna á heima-
síðu Byggðastofnunar, en í henni er
m.a. greining á atvinnutekjum í
hverjum landsfjórðungi.
Atvinnutekjur voru
hærri 2016 en 2008
Atvinnutekjur eftir atvinnugreinum og landshlutum
Landið allt, eftir atvinnugreinum 2016, milljarðar kr. Meðalatvinnutekjur 2008 og 2016 eftir landshlutum
Landsmeðaltal = 100 fyrir bæði árin
Heimild: Byggðastofnun
2008 2016
Höfuð-
borgarsv.
Suður-
nes
Vestur-
land
Vestfirðir Norður-
land v.
Norður-
land e.
Austur-
land
Suður-
land
Heilbrigðis- og félags.
Iðnaður
Fræðslustarfsemi
Verslun
Opinber stjórnsýsla
Flutningar og geymsla
Mannvirkjagerð
Sérfræðileg starfsemi
Upplýs. og fjarskipti
Fjármála- og vátrygg.
Gisting og veitingar
Leiga og sérhæfð þjón.
Fiskveiðar
Fiskvinnsla
Ökutæki
Veitur
Annað
Menning, íþrótta, tómst.
Landbúnaður
Fasteignaviðskipti
Fiskeldi
110
105
100
95
90
85
80
106
103
89
90
95
96
92
99
85
90
91
95
94
108
87
91
Heilbrigðis-, félags- og fræðslu-
starfsemi og opinber stjórnsýsla
Iðnaður
og verslun
Allt annað
Alls
1.111
mia.kr.
115
110
107
100
82
78
64
64
58
58
52
45
44
34
20
20
20
19
9
8
3