Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.02.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018 ✝ Guðrún Boga-dóttir fæddist í Laugardalnum í Reykjavík 26. nóv- ember 1947. Hún lést á LHS 1. febr- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Bogi Egg- ertsson frá Laug- ardælum í Árnes- sýslu, f. 1906, d. 1987, og kona hans Hólmfríður Guðmunds- dóttir frá Læk í Flóa, f. 1906, d. 1972. Systkini Guðrúnar: Guðmundur, f. 1930, d. 1945. Eggert, f. 1931, d. 1998. Bene- dikt, f. 1933, d. 1989. Sigurður Gunnar, f. 1939. Guðmundur f. 1945. Ragna, f. 1947. Laugavegi 18. Þar bjuggu þau í eitt ár, síðan fluttu þau í Laugarneshverfi og bjó hún þar öll sín uppvaxtarár. Í Reykjavík bjó hún lengst af í Seljahverfi. Hún stundaði nám í Laugarnesskóla og gagn- fræðaskóla verknáms. Guðrún fór tvö sumur í sveit um 12 og 13 ára aldur. Guðrún starfaði aðallega við bústörf, bókhald, skrif- stofustörf og verslunarrekst- ur. Hún fór snemma að vinna að hugsjónum sínum í gegnum pólitík og starfaði lengst af innan Sjálfstæðisflokksins. Tók hún einnig þátt í ýmsum öðrum félagstörfum. Guðrún var í sambúð með Eggerti Haukdal, f. 1933, d. 2016, fyrrverandi bónda, odd- vita og síðar alþingismanni. Útför Guðrúnar fer fram frá Neskirkju í dag, 14. febr- úar 2018, klukkan 13. Guðrún giftist Sigurði Inga Tóm- assyni, f. 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru: Agnar Þór, f. 1964, dóttir hans er Kristín Fanný, f. 1982. Móðir hennar er Steinunn Thorlaci- us, f. 1961, barns- faðir Kristínar er Hannes Finnsson og eiga þau eitt barn, Þorberg Bessa, f. 2016. Unnur, f. 1967, er gift Stefáni Þóri Birgissyni, f. 1965, og eiga þau dótturina Hildi, f. 2013. Guðrún ólst upp í Laugar- dalnum í Reykjavík til sex ára aldurs, fluttist síðan með for- eldrum og systkinum að Nú þegar ég kveð móður mína í hinsta sinn reikar hugur minn til hennar og upp koma allar þær minningar sem ég á um hana. Tilhugsunin um að fá ekki að knúsa hana og spjalla við hana eins og við gerðum svo oft. Ég á margar góðar minn- ingar um hana. Ein stendur upp úr og það er þegar ég eign- aðist dóttur mína, Hildi. Hún veitti okkur og dóttur minni styrk, hlýju og mikla um- hyggju. Því hún sá ekki sólina fyrir Hildi og naut allra sam- verustunda með henni, knúsaði og dekraði. Mamma var hrókur alls fagn- aður hvar sem hún var. Hún var félagslynd og hafði mjög gaman að vera innan um fólk. Hún var talsvert í félagsstörf- um á yngri árum og naut sín vel í slíkum félagsskap. Hesta- mennska var hennar áhugamál og átti hug hennar allan um tíma og var hún mjög virk á því sviði. Mamma tók öllum vel. Góð- vild og greiðvikni átti hún nóg af. Hún var hjartahlý og alltaf að hugsa um aðra, spá í hvernig öðrum liði og hvort hún gæti gert eitthvað fyrir þá. Um- hyggjusemi gagnvart öðrum var hennar helsti kostur. Alltaf stóðu dyrnar hjá henni opnar og hjálpsemin í fyrirrúmi. Hún var alltaf boðin og búin að að- stoða þá sem á þurftu að halda. Lífið getur tekið óvænta stefnu hvenær sem er. Við vit- um aldrei hvaða verkefni okkur er falið. Mamma háði mikla baráttu við illvígan sjúkdóm sem henni var ætlað að ganga í gegnum og gerði hún það með mikilli reisn. Léttleikinn, bjartsýnin og húm- orinn var aldrei langt undan þó svo að sumir dagar hafi verið erfiðari en aðrir. Móðir mín var einstaklega kraftmikil og vilja- sterk kona sem setti sér mark- mið og hún náði þeim að eigin verðleikum. í veikindum sínum barðist hún hetjulega og notaði húmorinn til að gera dagana léttari fyrir sig og okkur. Mikið tómarúm mun mynd- ast við fráfall móður minnar og ekki að undra þar sem hún gaf öllum sem þekktu hana hluta af sér. Takk, elsku mamma, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Minningar um þig munu ávallt lifa í mínu hjarta. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm, lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra) Unnur Sigurðardóttir. Elsku móðri mín, vinur, leið- togi og klettur lífs míns. Nú ertu horfin á braut. Eftir löng og erfið veikindi. Þar sem þú sýndir oftar sem áður bar- áttuþrek þitt, jákvæðni, heil- indi þín og hreinskilni, glettni og allir þeir kostir sem þú ert gædd skinu skært yfir undir- liggjandi sjúkdómi. Samskiptum okkar er einna best lýst í eftirfarandi ljóði: Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. (Einar Ben.) Heilli manneskju er erfitt að finna, og hefur hún markað djúp og falleg spor í mína sál, sem að eilífu munu liggja þar, mér og öðrum til eftirbreytni. Vona svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert komin, og þar sé allt „spick and span“ og ekki kæmi á óvart að þú værir farin að stjórna þar svo allt fari vel fram. Með eftirfarandi kvæði vil ég kveðja þig úr þessari jarðvist. Takk fyrir allt sem þú kenndir mér: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Agnar Þór Sigurðsson. Elsku dásemdin mín. Ó hve orð eru fátæk á kveðjustund til þeirra sem maður elskar svo heitt. Hvernig get ég mögulega sagt bara nokkur orð um þau 35 ár sem ég fékk að hafa þig? Hvernig geta 35 ár af samveru orðið allt í einu að augnabliki og tíminn okkar saman er lið- inn? Þú varst mér ekki bara amma heldur vinkona mín líka. Við gátum léttilega spjallað tímunum saman um allt og ekki neitt. Þú varst svo falleg, skemmtileg og trygg, ég gat ætíð treyst þér fyrir hverju því sem lá mér á hjarta. Við skild- um líka hvor aðra svo vel. Ég þurfti aldrei að fara í kringum hlutina eða útskýra mig, þú bara einfaldlega vissir hvað ég meinti, vildi eða var að hugsa. Alltaf leið mér eins og ég væri einstök í þínum augum og það er eitt það dýrmætasta sem ég á eftir þína tilveru. Amma mín, takk fyrir að hafa verið mér sönn vinkona, takk fyrir að hafa ekki látið neitt koma í veg fyrir að við ættum ómetanlegt og fallegt samband, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir litla Bessa minn, takk fyrir allar stundirn- ar sem við eyddum saman. Ég mun alla tíð geyma þær minningar í hjarta mínu, takk fyrir síðasta göngutúrinn sem við fórum saman um lífsins veg. Ég vona að þú vitir hversu dýrmæt þú ert mér. Ég á alltaf eftir að sakna þín og elska. Þangað til næst. Þín, Kristín Fanný. Til ömmu, Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa.) Hildur. Í dag kveð ég yndislegu tví- burasystur mína með trega og söknuði, en er þakklát fyrir að hún sé komin á betri stað eftir erfið veikindi. Guðrún háði hetjulega bar- áttu við þann sjúkdóm sem engu virðist eira, alltaf bjartsýn og ákveðin í að sigrast á honum. Við ólumst upp á ástríku heimili foreldra okkar í Laug- arneshverfi sem var nýtt barn- margt hverfi. Krakkarnir hóp- uðu sig saman og ýmislegt var brallað, farið í allskonar útileiki, í sund og svo mætti lengi telja. Við nutum frelsis í óspilltri náttúrunni í Laugardalnum, m.a. fylgdust við með uppbygg- ingu Laugardalsvallar og tókum þátt í opnunarsýningu hans, vorum í barnakór Laugarnes- skólans allan barna- og ungl- ingaskólann. Mér er minnisstætt þegar maður nokkur kom á hesti sín- um að heimili okkar í Laugar- dalnum, fór af baki, batt hestinn við uppgang að hesthúsinu og skildi svipu eftir á jörðinni. Guðrún, u.þ.b. fimm ára gömul, gerði sér lítið fyrir tók svipuna, gekk upp uppganginn og skellti sér á hestbak, sló í hestinn sem stökk af stað en hægði fljótlega á sér og allt fór vel. Þarna sýndi hún snemma þá áræðni og hug- rekki sem fylgdi henni alla tíð, hún var óhrædd að takast á við hluti. Guðrún var ákveðinn og sterkur persónuleiki sem tókst á við það sem að höndum bar með ósérhlífni, dugnaði og heið- arleika. Gott var að leita til hennar með hvað sem var, greiðviknari manneskju er erf- itt að finna. Guðrún var glæsileg kona, vel greind, félagslynd og hrókur alls fagnaðar í góðra manna hópi, hafði einstaklega léttan húmor, kát, hress og glöð og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér. Það var alltaf gaman að heimsækja Guðrúnu, hún tók alltaf á móti manni með hlýju og bros á vör, svo dró hún fram allskonar kræsingar. Henni tókst auðveldlega að láta manni líða vel í návist sinni, hún átti fallegt heimili, var mikill fag- urkeri og vildi hafa allt í röð og reglu. Guðrún hafði yndi af að ferðast bæði utanlands sem og innanlands. Við systur fórum í eftirminnilega ferð til Spánar árið 2013 með nokkrum skóla- systrum okkar, til að heimsækja skólasystur sem þar býr. Áttum við frábærar stundir saman með hressu og kátu fólki, í sól og sumri, það er gott að ylja sér við góðar minningar. Með Guðrúnu er gengin góð og merk kona. Ég og fjölskylda mín kveðjum elsku systur mína með þakklæti fyrir samfylgdina. Elsku Agnar, Unnur, Stefán, Hildur, Kristín Fanný, Hannes og Þorbergur Bessi, megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Minningin um Guðrúnu mun lifa með okkur öllum. Hvíl í friði, Ragna Bogadóttir. Árið er 1947, komið fram í seinni hluta nóvember og skammdegið grúfir yfir tilver- unni, þegar skyndilega birtir til á heimili foreldra minna á Laugarlandi við Þvottalauga- veg. Eftir að hafa átt fimm stráka eignast móðir mín allt í einu stelpu, ekki eina heldur tvær. Þarna kom í heiminn syst- ir mín, sem fékk nafnið Guðrún, og tíu mínútum síðar kom hin systirin, sem fékk nafnið Ragna; tvær systur á einu bretti og nú skein sól í heiði og birti yfir tilverunni. Guðrún kom fyrst og hafði ætíð síðan forystu, sýndi ávallt af sér framkvæmdasemi, gleði og kátínu, sem fylgdi henni alla hennar tíð. Hún var forkur dug- legur, jafnt til leikja á yngri ár- um, sem til vinnu síðar, kraft- mikil og vinnusöm og kom sér alls staðar vel, hvar sem hún starfaði um ævina. Hún eignaðist tvö mannvæn- leg börn, Agnar og Unni, sem hún annaðist af natni og um- hyggju. Guðrún kom víða við á löngum starfsferli, m.a. vann hún um tíma hjá SKÝRR við skráningu undir verkstjórn Sól- eyjar Ragnarsdóttur, sem seinna varð eiginkona mín. Sól- ey ber henni vel söguna og minnist hennar sem ákaflega glaðværrar og skemmtilegrar manneskju, sem hafði einstakt lag á að bæta vinnumóralinn á staðnum með sinni léttu lund og glaðværð. Þó að stundum gengi ýmislegt á í einkalífinu, eins og gengur og gerist í lífi ungs fólks, þá var því alltaf mætt á jákvæðan hátt og erfiðleikum mætt með glettni og kátínu, þannig að aldrei bar skugga á samskiptin. Síðar á ævinni tók Guðrún að sér hlutverk ráðs- konu hjá frænda okkar, Eggerti Haukdal á Bergþórshvoli. Hún gegndi því starfi af sama dugn- aði og hörku sem fyrr, jafnt innivinnu sem útivinnu. Seinna varð hún sambýliskona Eggerts og sýndi þá best úr hverju hún var gerð, sérstaklega eftir að hann veiktist og var kominn á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík. Hún sinnti honum þar af stakri natni og trú- mennsku svo undrum sætti, allt þar til Eggert lést. Guðrún lést á Landspítalan- um hinn 1. febrúar sl., í hádeg- inu, þegar sól var hæst á lofti og birtan mest þann daginn, eftir baráttu við illskeyttan sjúkdóm, sem hún varð að láta í minni pokann fyrir, þrátt fyrir hetju- lega baráttu undanfarna mán- uði. Við Sóley sendum börnum hennar, nánasta skyldfólki og vinum, innilegar samúðarkveðj- ur á þessari sorgarstundu. Ritað á Tenerife 10. febrúar 2018, með tár á hvarmi og harm í huga, fyrir hönd systkinanna, sem eftir lifa, og maka þeirra, Guðmundur Bogason. Guðrún er farin, það er skrít- ið til þess að hugsa að við fáum ekki að njóta návistar hennar meir í þessu lífi. Það var alltaf svo gaman að hitta Guðrúnu, tala við hana í síma og njóta þess góða samtals sem við átt- um svo oft saman. Guðrún var alltaf svo hress og skemmtileg, hrókur alls fagnaðar og það var alveg sama hvað gekk á í henn- ar lífi, það var samt alltaf stutt í húmorinn og gleðina. Samband tvíburasystra er svo náið og einstakt sem gerði samband mitt og sonar míns við Guðrúnu og hennar börn ein- stakt líka. Þær eru margar góð- ar minningarnar frá æsku minni með Guðrúnu. Guðrún var svo hörkudugleg og áræðin og endalaust kjörkuð. Henni fannst t.d. lítið mál að sjá um útistörfin á Bergþórshvoli, smyrja traktorinn og stökk svo inn að búa til kæfu, hrossabjúgu o.fl. eða baka eins og henni var einni lagið. Þegar við komum í heimsókn var borðið alltaf drekkhlaðið af kræsingum og umræðurnar við borðið alltaf svo skemmtilegar. Guðrún gerði allt fyrir mann, oftar en ekki passaði hún okkur systkinin þegar foreldrar mínir fóru utan. Í eitt skiptið voru þau að koma heim og við ætluðum að taka á móti þeim í Keflavík, þetta var um miðjan vetur og þennan dag gerði kolvitlaust veður, skafrenning og blindu. Það sást ekki stika á milli, við vorum heillengi á leiðinni og það var ótrúlegt að fylgjast með henni, sumir hefðu snúið við fyrir löngu en ekki Guðrún, ef hún tók eitthvað að sér gerði hún það með heilum hug og gafst aldrei upp. Þegar við fórum á Bergþórs- hvol á meðan Guðrún bjó þar þurfti sonur minn alltaf að byrja á því að hitta Guðrúnu, og skemmtilegast fannst honum að fara með henni í traktorinn og á hann margar góðar minningar með henni sem lítill drengur. Guðrún var algjört uppáhald, þau ræddu saman um sveitina og fóru á traktornum niður í fjöru sem var hápunkturinn. Benjamín var mjög spurull sem lítið barn og hafði Guðrún gam- an af því að ræða við hann og segja honum sögur. Fyrir stuttu fögnuðu þær systur stór- afmæli og hélt Benjamín ræðu fyrir ömmu sína og Guðrúnu og þótti Guðrúnu virkilega vænt um það. Við erum svo þakklát að þær gátu fagnað saman með nánustu ættingjum og var Guðrún sem fyrr hress og kát þrátt fyrir erf- ið veikindi. Elsku Unnur, Agnar og fjöl- skyldur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning Guðrúnar lifir áfram með okk- ur. Íva og Benjamín. Mig langar að minnast Guð- rúnar Bogadóttur sem var móð- ir æskuvinkonu minnar. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég var 15 ára og eyddi mörgum stundum í Stífluselinu þar sem ég var ætíð velkomin. Þar var margt ráðgert, brallað og mikið hlegið. Seinni árin hittumst við í eldhúsinu hjá Unni og Stefáni eða í veislum. Guðrún var afskaplega góð kona, hrókur alls fagnaðar og með svör á reiðum höndum. Hún tókst á við veikindi sín með æðruleysi og stutt var í galsa hjá henni þar sem hún gerð grín að öllu saman í stað þess að kvarta. Ég er mjög þakklát fyr- ir að fá að kynnast henni. Elsku Unnur, Stefán, Hildur og aðrir aðstandendur, hennar verður sárt saknað. Ég sendi ykkur mína innilegustu samúð- arkveðju. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kristín. Guðrún Bogadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUNNAR JÓHANNSSON vélfræðingur, Svalbarði 1, Hafnarfirði, lést laugardaginn 10. febrúar á Land- spítalanum við Hringbraut. Unnur Jóhannsdóttir Kristjana Júlía Jónsdóttir Berglind Jónsdóttir Kristján Þór Kristjánsson Hrafnhildur Martin Patrick Martin barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN EMILSSON, Laxárhlíð, Hrunamannahreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 12. febrúar. Sigríður Guðmundsdóttir Emil Guðjónsson Alma Guðmundsdóttir Eyrún Guðjónsdóttir Guðmundur Guðjónsson Berglind Bára Hansdóttir Steinar Guðjónsson Hrönn Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.