Morgunblaðið - 14.02.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2018
Mikil gróska einkennirsjálfstæðu leikhópanaum þessar mundir, enþað sem af er ári hafa
margar skemmtilegustu, kraftmestu
og áhrifaríkustu sýningarnar verið
úr þeirra smiðju. Um liðna helgi
bættist nýjasta uppfærsla leikhóps-
ins RaTaTam í Tjarnarbíói þar í hóp-
inn. Sýningin nefnist Ahhh … og
hefur undirtitilinn „Ástin er að halda
jafnvægi nei fokk ástin er að detta“.
Fyrir rúmu ári vann leikhópurinn
verkið Suss! sem byggðist á reynslu-
sögum þolenda, gerenda og aðstand-
enda um heimilisofbeldi, en að þessu
sinni er það ástin í öllu sínu veldi sem
ræður för og leitar hópurinn fanga í
ljóðum og smásögum Elísabetar
Kristínar Jökulsdóttur sem birst
hafa í átta bókum skáldkonunnar á
25 ára tímabili frá 1989 til 2014.
Elísabet er sannkölluð þjóðar-
gersemi sem snertir við lesendum
með einlægni sinni. Hún lýsir því
hvernig er að fuðra upp af ást og
hversu hún skammast sín fyrir að
verða auðveldlega skotin í öllum sem
hún hittir auk þess sem lostinn fær
sinn skerf með tilheyrandi stunum
og líkamsvessum. En ástin á líka sín-
ar skuggahliðar sem tengjast stjórn-
semi, þráhyggju, ofbeldi, skömm,
höfnun og sorg. Elísabet kemur svo
fallega orðum að því hvernig við
brynjum okkur til að komast hjá
sársauka sem aftur leiðir til þess að
við hleypum engum að okkur með
tilheyrandi tómleika. Hún lýsir
ójafnvæginu sem getur skapast þeg-
ar manneskja gefur svo mikið að hún
gefur vitlaust og endar með holu inn-
an í sér – tóm í hjartanu.
Texti Elísabetar er allt í senn fal-
legur, fyndinn og erótískur – en
fyrst og fremst ávallt ljóðrænn og
frumlegur. Elísabet er eins og hirð-
fíflið sem leyfist að segja jafnvel
hrikalega óviðeigandi hluti sem fær
okkur ýmist til að roðna eða skelli-
hlæja – en henni leyfist það vegna
þess að allt sem hún segir er satt,
hvort sem við viljum vita af því eða
ekki.
Með vísan í hirðfíflið er snjallt að
leikhópurinn birtist sem trúðar í
svörtum hnébuxum með eldrauðar
hárkollur undir svörtum pípuhött-
um. Þórunn María Jónsdóttir, sem
hannar bæði leikmynd og búninga,
lætur leikarana halda buxunum uppi
með nokkrum axlaböndum sem
minnir okkur á hvernig við getum
verið flækt í tilfinningar okkar.
Rauði liturinn, sem kallast bæði á við
ást og bræði, er allsráðandi í sýning-
unni og birtist jafnt í gólfteppinu
sem leikið er á og loftháum silki-
ströngum sem nýtast ekki aðeins til
að klifra og róla í, heldur má flækja
ströngunum saman og búa til tré
sem minnir jafnvel á æðakerfið sem
umvefur hjartað – þennan hnefa-
stóra vöðva sem við eignum tilfinn-
ingar okkar. Falleg lýsing Arnars
Ingvarssonar undirstrikar með
áhrifaríkum hætti senu- og stemn-
ingsskiptingar. Hljóðheimur Helga
Svavars Helgasonar býður upp á
skemmtilegar lausnir í leik.
Eðli málsins samkvæmt býður
efniviðurinn ekki upp á eina línulega
frásögn heldur margar litlar myndir.
Umgjörð sýningarinnar er kabarett
eða sirkus þar sem við hittum fyrir
fimleikafólk, dverg, skeggjaða konu
og sirkusstjóra að ógleymdum trúð-
unum. Undir stjórn Charlotte
Bøving leikstjóra skapar leikhóp-
urinn röð smámynda sem birtast
eins og litríkir flugeldar sem springa
út hver á fætur öðrum áhorfendum
til mikillar ánægju. Leikarnir fjórir
bresta í söng þegar minnst varir og
kyrja eins og möntru setningar á
borð við „Píkan er vöðvi sem slær
eins og hjartað“, leika á hin ýmsu
hljóðfæri, stíga dansspor úr smiðju
Hildar Magnúsdóttur og detta
áreynslulaust inn í ljóða- og texta-
flutning sem fléttast saman í eina
dásamlega og töfrandi heild. Frygð-
in sem birtist í textum Elísabetar er
útfærð með húmorískum hætti sem
hæfir heildinni vel.
Meðal eftirminnilegra mynda sem
skapaðar eru í sýningunni er betl-
araeintal Laufeyjar Elíasdóttur
meðan hún klifrar í silkistranga; ljóð
um gleymskuna sem Albert Hall-
dórsson flytur í gervi dvergs; rússí-
banareið Guðmundar Inga Þorvalds-
sonar þar sem hann er fastur í silki-
böndum og eintal Halldóru Rutar
Baldursdóttur um alvörukonuna
sem reynt er að skapa með hæla-
háum skóm, andlitsmálningu og
korseletti. Meðal fárra leikmuna
sem bregður fyrir eru sítrónur sem
með ljóðrænum hætti tákna ýmist
gullegg eða beiska fortíð sem leynist
í farteskinu.
Í heild er orkustig sýningarinnar
hátt þó að það lækki ögn á stöku stað
milli mynda. Uppfærslan tekst hins
vegar ávallt á flug þegar skáldlegur
texti Elísabetar er í fyrirrúmi.
Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi
nei fokk ástin er að detta er allt í
senn meinfyndin, ögrandi, harmræn
og ósæmileg, en síðast en ekki síst
hjartastyrkjandi sýning – enda gerir
það okkur aðeins gott að fá vænan
skammt af húmor, losta og ást á
nöprum vetrarkvöldum.
Ljósmynd/Saga Sig.
Hjartastyrkjandi „Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi nei fokk ástin er að detta er allt í senn meinfyndin, ögrandi,
harmræn og ósæmileg, en síðast en ekki síst hjartastyrkjandi sýning – enda gerir það okkur aðeins gott að fá vænan
skammt af húmor, losta og ást á nöprum vetrarkvöldum,“ segir í rýni um nýjustu sýningu leikhópsins RaTaTam.
„Píkan er vöðvi sem
slær eins og hjartað“
Tjarnarbíó
Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi
nei fokk ástin er að detta bbbbm
Eftir leikhópinn RaTaTam. Ljóð og prósi:
Elísabet Kristín Jökulsdóttir. Leikstjórn:
Charlotte Bøving. Leikmynd og bún-
ingar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing:
Arnar Ingvarsson. Hljóðheimur: Helgi
Svavar Helgason. Hreyfingar: Hildur
Magnúsdóttir. Leikarar: Albert Hall-
dórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson,
Halldóra Rut Baldursdóttir og Laufey
Elíasdóttir. Leikhópurinn RaTaTam
frumsýndi í Tjarnarbíói 9. febrúar 2018.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s
Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas.
Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 22/4 kl. 20:00 12. s
Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s
Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s
Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 26. s
Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s
Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s
Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fim 1/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 24/2 kl. 20:00 55. s Lau 3/3 kl. 20:00 Lokas.
Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Fös 2/3 kl. 20:00 56. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Lóaboratoríum (Litla sviðið)
Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Sun 18/2 kl. 20:00 9. s Fim 22/2 kl. 20:00 Lokas.
Í samvinnu við Sokkabandið.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s
Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s
Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s
Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s
Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s
Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 11. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn
Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn
Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn
Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn
Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn
Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 22.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 18/2 kl. 13:00 Sun 4/3 kl. 16:00 Sun 11/3 kl. 16:00 Síðustu
Sun 4/3 kl. 13:00 Sun 11/3 kl. 13:00 Síðustu
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn
Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Þri 27/2 kl. 19:30 Auka Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn
Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 17.sýn
Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 18.sýn
Lau 24/2 kl. 19:30 Auka Þri 6/3 kl. 19:30 13.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 19.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Sun 18/2 kl. 13:00 11.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 15/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Lau 3/3 kl. 22:30
Fös 16/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 20:00 Sun 4/3 kl. 20:00
Fös 16/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 22:30 Fim 8/3 kl. 20:00
Lau 17/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 20:00
Lau 17/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Fös 9/3 kl. 22:30
Sun 18/2 kl. 21:00
Konudagur
Fös 2/3 kl. 20:00 Lau 10/3 kl. 20:00
Fim 22/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 22:30 Lau 10/3 kl. 22:30
Fös 23/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Uppfærsla Norska þjóðleikhússins á
Fólk, staðir, hlutir eftir Duncan
Macmillan í leikstjórn Gísla Arnar
Garðarssonar fær fullt hús stiga hjá
Nesteren Hasani, gagnrýnanda Vårt
Oslo. Segir hún leikrit Macmillan
trúverðugt í lýsingu sinni á afvötnun
og framsetningu Gísla Arnar hníf-
skarpa. „Leikhópurinn skapar
dásamlega sýningu á leiksviði sem
býður upp á mikið návígi við áhorf-
endur,“ skrifar Hasani og tekur
fram að ómögulegt sé að láta sér
leiðast á sýningunni. „Allir, eldri
jafnt sem ungir, ættu að sjá þessa
sýningu. Uppfærslan einkennist af
hröðu tempói þar sem kærleiksbogi
heldur öllu saman,“ skrifar Hasani
og tekur fram að öfgar verksins séu
miklar og erfitt geti verið að henda
reiður á hvað sé satt og hvað logið.
Verkið fjallar um leikkonuna Emmu
sem er af vinnuveitanda sínum
neydd til að fara í afvötnun.
Uppfærsla Gísla Arnar fær fullt hús
Afvötnun Ine Jansen leikur Emmu.
Ljósmynd/Øyvind Eide, Norska þjóðleikhúsið Lifandi tónlist mbl.is/tonleikar