Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  43. tölublað  106. árgangur  BAKLANDIÐ ER ANSI STERKT MAGNAÐAR MÚSÍKPERLUR KÓRINN ER EINS OG FJÖLSKYLDA KAMMERTÓNLEIKAR bbbbm 31 KVENNAKÓR SUÐURNESJA 12ICELAND AIRWAVES 30 Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvöllur Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í Skerjafirði.  Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Þetta kemur fram í umsögn Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur um for- sögn að rammaskipulagi fyrir nýja byggð í Skerjafirði. Áætlanir gera ráð fyrir að allt að 1.400 íbúðir rísi á svæðinu auk 20.000 fermetra atvinnu- og þjón- ustuhúsnæðis. Húsin verða 2-5 hæð- ir. Rannsóknir sem gerðar voru ár- ið 1998 leiddu í ljós að á lóðinni var talsvert af dísilolíu, bensíni og steinolíu/þotubensíni í jarðvegs- sýnum. Einnig er þar að finna olíu- úrgang. »18 Fjarlægja þarf olíu áður en nýtt hverfi rís í Skerjafirði Helgi Bjarnason Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Skjálftahrinur eru algengar á Gríms- eyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að gliðn- unaratburður eins og nú á sér stað við Grímsey reyni á umhverfið og geti ýtt undir stærri skjálfta norðan eða sunnan við gliðnunina. Hann vill þó ekki spá skjálfta, en segir jarðvísinda- menn lengi hafa búist við skjálfta af stærðinni 6,5 á Skjálfandaflóa. „Opnunin kemur neðan frá. Sjálf- sagt eru í þessu einhverjar léttar kvikur sem flæða inn og ýta undir spennulosun. Kvikuhreyfingarnar eru það djúpt að þær eru ekki líklegar til að valda eldgosi en þær geta verið fæðuefni fyrir jarðhitasvæðin. Þekkt jarðhitasvæði er austur af Grímsey, þarna skammt frá,“ segir Ragnar. Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans svara spurningunni um það hvort skjálftavirknin tengist kvikuhreyf- ingum í jarðskorpunni á þann hátt að ekki hafi greinst skjálftavirkni sem líkist þeirri sem þekkt er í tengslum við kvikuhreyfingar. Íbúar halda ró sinni Íbúar í Grímsey fengu upplýsinga- bréf frá Viðlagatryggingum í gær. Jó- hannes Henningsson, formaður hverfisráðs í Grímsey, segir íbúa hafa gert ráðstafanir en séu rólegir. „Mað- ur vonar að þetta fari að ganga hjá, en ég held ekki að það sé óróleiki í fólki. Við höfum nú séð þetta áður þó að þetta sé óvanalega mikið.“ Aðspurður segir hann gott að vita af því að vel sé fylgst með gangi mála á svæðinu. „Óvissustigi var lýst yfir, sem er ekkert til að gera fólk hrætt, heldur er fylgst betur með okkur.“ Búist við enn stærri skjálfta  Jarðvísindamenn búast við jarðskjálfta upp á 6,5 á Skjálfandaflóa  Fjórir stórir skjálftar urðu á svæðinu á 20. öld  Gliðnun jarðskorpu og jafnvel kvikuhreyfingar MSkjálftahrina við Grímsey »6 Morgunblaðið/Ófeigur ASÍ Gylfi Arnbjörnsson segir enn óljóst hvort samningarnir haldi. Ómar Friðriksson Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamn- inga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samn- ingana. Þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða hjá Gylfa Arnbjörnssyni, for- seta ASÍ, um það hvaða forsendur þetta setti fyrir endurskoðun kjara- samninga á almennum vinnumarkaði, sagði hann að meta þyrfti stöðuna. „Við höfum ekkert um það að segja svo sem, það er fjöldi félaga sem ekki eru búin að semja.“ Umræddir samningar BHM kveða á um rúmlega 4% launahækkun auk 70 þúsund króna eingreiðslu. Aðspurður sagði Gylfi að ákvörðun hefði ekki verið tekin um það hvort kjarasamningum yrði sagt upp um mánaðamótin. Forsendunefnd, sem skipuð er fulltrúum ASÍ og SA hefur nú átta daga til stefnu til þess að ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp, en í síðustu viku viður- kenndi Gylfi að viss spenna væri að hlaðast upp hjá stéttarfélögum. »4 Alls óákveðið hjá ASÍ  14 aðildarfélög BHM samþykktu nýgerða samninga Björgunarsveitin Garðar á Húsavík boðaði sitt fólk á kynningu með stuttum fyrirvara í gær. „Við vorum bara að undirbúa okkar menn,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason hjá Garðari. Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér til hvers sé ætlast af björgunarsveitarfólki þegar óvissustigi er lýst yfir, hvað þá neyðar- og hættu- stigi. „Nú dustum við rykið af búnaði og áætl- unum og höfum síma og talstöðvar í hleðslu.“ Björgunarsveitin Garðar á Húsavík við öllu búin Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson  Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem af- hending strætisvagna frá fyrirtæk- inu dregst. Strætó hefur samið við kínverska fyrirtækið um kaup á 13 rafmagns- strætisvögnum fyrir samtals 880 milljónir króna. Áttu níu þeirra að afhendast á síðasta ári en enginn þeirra er kominn til landsins. Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, segir að upphæð dagsekt- anna standi í um það bil 110 millj- ónum króna. Hugsanlega verði þó samið um þessa fjárhæð. »4 Háar dagsektir vegna rafvagna Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Þetta kemur fram í svari frá Fjármálaeftirlitinu við fyr- irspurn Morgunblaðsins. Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað, væntan- lega í vor á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þess er stefnt að skráningu fjárfest- ingabankans Kviku á First-North- hliðarmarkaðinn í ár. Af þeim sökum vaknar meðal annars spurningin hvort mögulegt verði að fjárfesta í bankanum með lánum frá honum sjálfum, líkt og tíðkaðist meðal bank- anna á árunum fyrir hrun. Eins og fyrr segir hefur verið spornað við því með lagabreytingum. Fram kemur í breyttum lögum frá 2010 að fármálafyrirtækjum sé óheimilt að veita stjórnarmanni, framkvæmdastjóra, lykilstarfs- manni eða þeim sem á virkan eignar- hlut í þeim, eða aðila í nánum tengslum við framangreinda, lán eða aðra fyrirgreiðslu, sem teljist áhættuskuldbinding, nema gegn traustum tryggingum. »16 Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.