Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Hágæða umhverfisvænar hreinsivörur fyrir bílinn þinn Glansandi flottur Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitar- stjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitar- stjórnarlögum. Í frumvarpinu kemur fram að sveitarfélög muni fá sjálf- dæmi um það hvort fjölga eigi fulltrúum í sveitarstjórn, þó með því skilyrði að aðalmenn geti aldrei verið færri en fimm. Þar sem íbúar sveitar- félags eru færri en 2.000 skulu að- almenn ekki vera fleiri en sjö. Jón segir að frumvarpið sé í raun leiðrétting á gömlum lögum sem hafi staðið til að laga fyrir nokkrum mán- uðum. „Þetta eru lög sem voru sett í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Það stóð til að leggja þetta fram í tíð síðustu ríkisstjórnar en það tók svolítinn tíma að fá samstarfs- flokkana til að hleypa þessu í þing- lega meðferð. Það tókst að lokum en það náðist ekki að klára það í vor. Síðan lagði ég málið aftur fram í haust en í kjölfar stjórnarslitanna dróst það,“ segir Jón sem er með meðflutningsmenn úr fjórum þing- flokkum. Flutningsmenn úr fjórum flokkum „Ég leitaði stuðnings meðal þing- manna úr öllum flokkum. Það voru síðan þingmenn úr röðum Fram- sóknarflokks, Miðflokks, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokks sem ákváðu að vera meðflutningsmenn frumvarpsins,“ segir Jón sem vonar að frumvarpið verði orðið að lögum fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. „Þingið þarf að vinna þetta hratt en ég tel að ef það næst samstaða um þetta ætti það að takast. Þetta er mál sem þarf ekki langa málsmeðferð að ég tel,“ segir Jón. Ekki í verkahring Alþingis Í september sl. samþykkti borgar- ráð að fjölga borgarfulltrúum í 23 á næsta kjörtímabili. Í lögum frá árinu 2012 kemur fram að borgarfulltrúar eigi að vera á bilinu 23 til 31 eftir næstu kosningar. Tillagan var sam- þykkt með ellefu atkvæðum gegn fjórum, en það voru sjálfstæðismenn sem greiddu atkvæði gegn henni. Í kjölfarið skoruðu þeir á Alþingi að breyta lögunum. Jón segir að það sé mat flutnings- manna frumvarpsins að ákvörðun um fjölda sveitarstjórnarfulltrúa eigi að taka af sveitarfélögum en ekki Al- þingi. „Sveitarfélögin eru sjálfstæðar stofnanir og það ber að virða sjálf- stæði sveitarfélaga. Hér er um að ræða lagfæringar á lögum sem nú kveða t.d. á um fjölgun borgarfull- trúa, en um það hafa verið deildar meiningar meðal borgarfulltrúa. Við teljum bara að það eigi að vera á for- ræði sveitarfélaga hversu margir fulltrúar eigi að vera og þau eigi síð- an að svara fyrir það gagnvart sínum kjósendum,“ segir Jón sem telur það óeðlilegt að Alþingi sé að íhlutast með fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. „Það er langeðlilegast að ákvarð- anir sjálfstæðra stofnana séu teknar af þeim sjálfum en ekki Alþingi,“ seg- ir Jón. Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa  Telja að Alþingi eigi ekki að ákveða fjölda sveitarstjórnarfulltrúa  Frumvarpið var fyrst lagt fram fyrir tæpu ári en dróst í kjölfar stjórnarslita í haust  Frumvarpið gæti orðið að lögum fyrir kosningar Morgunblaðið/Ernir Borgarstjórnarfundur Frá fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Það hefði mátt heyra saumnál detta á Hverfisbarnum þegar tvöfaldur lokaþáttur Brúarinnar fór í loftið í gærkvöldi. Þættirnir hafa verið sýndir í Ríkissjónvarpinu síðustu mánudagskvöld. Þar var samankominn hópur fólks sem fylgst hefur með framvindu þátt- anna síðustu vikur en forsprakkar samkomunnar voru þær Áslaug Guð- rúnardóttir og Gerður Kristný. Mikil spenna var í loftinu á Hverfisbarnum í gærkvöldi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hópur fólks fylgdist með uppgjörinu á Brúnni Vakt- og lyfjaherbergi á Landspít- alanum í Fossvogi hefur verið lokað og öll vinna þar bönnuð sökum raka- skemmda og fúkkalyktar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Vinnueftirlitið hefur sent frá sér, en skemmdirnar fundust í eftirlits- heimsókn starfsmanna eftirlitsins á lungnadeild spítalans. Eyjólfur Sæ- mundsson, forstjóri Vinnueftirlits- ins, segir ástandið í herberginu hafa verið sérlega slæmt og því hafi verið tekin ákvörðun um að loka því. „Það hefur verið að koma upp mygla á nokkrum stöðum á Land- spítalanum en því hefur verið kippt í liðinn. Ástandið var mjög slæmt í þessu ákveðna herbergi. Þarna þótti heilbrigði starfsmanna vera hætta búin og því tekin ákvörðun um að loka herberginu þar til úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Eyjólfur, en að hans sögn var megn fúkkalykt í rýminu auk sjáanlegra raka- skemmda. Í tilkynningu Vinnueft- irlitsins segir að þrátt fyrir að starfsmönnum Landspítalans sé óheimilt að starfa í herberginu hafi spítalinn fengið leyfi til að vinna að úrbótum á næstunni. aronthordur@mbl.is Þurfa að loka sök- um myglu  Heilbrigði starfs- fólks spítalans í hættu Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Réttarbeiðni íslenskra stjórnvalda til spænskra lögregluyfirvalda um að íslenska lögreglan taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur hefur verið móttekin af spænskum yfirvöldum. Morgunblaðið greindi frá því á laugardag að íslensk lög- regla myndi taka yfir rannsókn málsins, en þó með því skilyrði að öll formsatriði hefðu verið uppfyllt. Grímur Grímsson yfirlögreglu- þjónn segir að réttarbeiðni hafi verið send til spænskra lögregluyfirvalda og þess sé beðið að þeir fallist á hana. „Þó svo að þessi réttarbeiðni fari formlega með þessum hætti, á bréfi eins og sagt er, erum við auðvitað búin að vera í samskiptum við yf- irvöld þar í landi,“ segir Grímur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þess beðið að spænskir dómstólar samþykki yfirtöku máls- ins, en að því loknu er ekkert því til fyrirstöðu að Sunna Elvira komi til landsins. Rannsóknin fari fram á Íslandi Grímur segir að íslensk lögreglu- yfirvöld óski eftir því að rannsókn málsins fari fram á Íslandi. „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöð- um í einu,“ segir Grímur og bætir við að það þurfi að gera samkomulag um það að rannsókn fari einungis fram á einum stað í tilvikum sem þessum. Vilja fá Sunnu til landsins sem fyrst vegna rannsóknar  Þess beðið að spænskir dómstólar samþykki yfirtökuna Sunna Elvira Sunna hefur legið lömuð á Spáni í rúman mánuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.