Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Kærunefnd lausafjár- og þjónustu-
kaupa hefur hafnað öllum kröfum
Karls Sigurhjartarsonar á hendur
Orkuveitu Reykjavíkur vegna hit-
unarkostnaðar
sumarhúss Karls
í Borgarfirði.
Vatnið sem hann
hefur um árabil
keypt af OR er
aðeins 55° heitt
en ekki 80° líkt
og vatn sem
Orkuveitan af-
hendir nágrönn-
um hans.
Ágreiningur
Karls við OR hefur staðið yfir í
fjögur ár og lýsir hann tilraunum til
að fá úrskurð í málinu sem þrauta-
göngu um ranghala stjórnsýslunn-
ar. Hann segir bæði framgöngu OR
og að það skuli hafa tekið mörg ár
að komast að þessari niðurstöðu fá-
ránlegt. Þetta sé í raun engin nið-
urstaða.
Karl segir að OR hafi afhent hon-
um mun kaldara vatn en öðrum en
engu að síður rukkað fyrir það
sama verð og benti hann á í erindi
sínu til nefndarinnar að OR geri
honum í skjóli einkaleyfis að greiða
tvöfalt meira en aðrir greiði í hita-
kostnað fyrir sumarhúsið.
Húsið hefur verið tengt hitaveitu
frá árinu 2000 og veitti Hitaveita
Akraness og Borgarfjarðar (HAB)
honum fyrstu árin afslátt, svokall-
aða hitastigsleiðréttingu, sem hann
segir að hafi verið viðurkenning á
því að vatn afhent með lægra hita-
stig en 80°C væri undir viðmiðum
HAB. Var veittur afsláttur sem
nam 2 prósentustigum fyrir hverja
gráðu sem vatnið var undir 80°C.
Þegar OR eignaðist HAB og tók
við rekstri á svæðinu árið 2002 hafi
þessi leiðrétting verið einhliða og
orðalaust felld niður. Karl segir
nefndina víkja sér undan að svara
hvort hún telji þessa niðurfellingu
lögmæta.
„Ræður ekki við eðli vatnsins“
Ráðstafanir sem gerðar voru til
að hækka inntakshitastig vatnsins
hafa engum árangri skilað og er
haft eftir OR í úrskurði nefndarinn-
ar að ekki sé unnt að hækka hita-
stigið frekar þar sem um tilvik sé
að ræða þar sem seljandi ,,ræður
ekki við eðli vatnsins“.
Tilraunir Karls til að fá úrlausn
sinna mála hafa eins og fyrr segir
staðið yfir í fjögur ár. Fyrst leitaði
hann til umboðsmanns Alþingis,
sem vísaði á innanríkisráðuneytið,
sem vísaði á atvinnumálaráðuneyt-
ið, sem vísaði á kærunefnd lausa-
fjár- og þjónustumála, en þar hafi
erindi hans legið í þrjú ár, þar af í
18 mánuði eftir að umboðsmaður
Alþingis úrskurðaði að fyrri frávís-
un nefndarinnar væri ólögmæt.
Bendir hann á að nefndinni beri
reglum skv. að skila áliti innan átta
vikna.
Stætt á að selja 55°C vatn á
sama verði og 80°C vatn?
Karl fór annars vegar fram á að
fá álit nefndarinnar á því hvort OR
hefði verið heimilt að fella einhliða
niður leiðréttinguna á verði vegna
lágs hitastig við afhendingu vatns-
ins.
Síðari spurningin sem hann lagði
fyrir nefndina var sú hvort OR væri
stætt á að selja 55°C vatn á sama
verði og 80°C. Þá beri að líta til
þess að OR sé í opinberri eigu og
hafi einkaleyfi til þessarar þjónustu
á svæðinu, sem ætti að leggja henni
auknar skyldur á herðar hvað varði
sanngirni og góða viðskiptahætti.
Karl segir að kærunefndin virðist
ekki hafa skoðun á þessu en telji
rétt að styðjast við þá viðmiðun sem
OR hafi sjálf sett sér. Nefndin óski
ekki eftir rökstuðningi OR á því
hvers vegna 50° lágmarksviðmið sé
réttara en 80° sem HAB hafi talið
vera rétt. Hann segir að fyrir liggi
að sveitarstjórn Borgarbyggðar
hafi óskað eftir því við OR að hún
endurskoði þessa afstöðu sína.
Ekki sett skilyrði um hitastig
eða þrýsting í orkulögum
Í niðurstöðu nefndarinnar er m.a.
vitnað til þess að í orkulögum séu
ekki sett skilyrði um hitastig eða
þrýsting vatns. Í reglugerð sem sett
sé á grundvelli orkulaga segi að OR
sé ekki skylt að veita afslátt af sölu
heits vatns vegna lágs hitastigs
þess á afhendingarstað ,,enda geri
Orkuveita Reykjavíkur þær ráðstaf-
anir sem má ætlast til af henni til
að halda hitastiginu í eðlilegu
horfi“.
OR kveðst hafa gert allar tiltæk-
ar ráðstafanir til að tryggja hita-
stigið hjá álitsbeiðanda og það sé
hærra en 50 gráður. Af gögnum
málsins virðist mega ráða að hita-
stigið sé að jafnaði um 55 gráður.
Nefndin segir að ekki sé til að
dreifa opinberum viðmiðum um
hitastig á heitu vanti á afhending-
arstað. OR hafi sett sér viðmiðun og
ekki sé hægt að slá því föstu að
heitt vatn sem Karl fær afhent sé
haldið galla í skilningi laga.
Karl segir að nú fjórum árum eft-
ir að hann leitaði til ráðuneytisins
og svo kærunefndarinnar sé hann
engu nær. Hann segist vissulega
íhuga næsta skref, sem væri þá að
leita til dómstóla en það sé kostn-
aðarsamt og ójafn leikur.
Segist engu
nær eftir 4 ára
þrautagöngu
Kröfum vegna hitastigs vatns hafnað
Karl
Sigurhjartarson
Skál fyrır hollustu
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
* Til að DHA skili jákvæðum áhrifum
þarf að neyta 250 mg á dag.
OMEGA-3
FYRIR SJÓN
OG AUGU
Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi
sem er einkumætlað að viðhalda
eðlilegri sjón.
Omega-3 augu inniheldur lútein,
zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt
omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og
ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla
að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt
framboð til setu í framkvæmda-
stjórn UNESCO, Menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna fyrir tímabilið 2021-2025.
Framboðið nýtur stuðnings
Norðurlandanna en þau hafa sam-
eiginlega lagt áherslu á að ríkin
eigi sæti í stjórn UNESCO. Norður-
löndin hafa skipst á að taka sæti í
stjórninni frá upphafi. Ísland átti
síðast sæti í stjórn UNESCO 2001-
2005 en áður átti landið sæti 1981-
1987.
Ísland býður fram til fram-
kvæmdastjórnar UNESCO
Morgunblaðið/Ómar
Heimsminjaskrá Þingvellir og
Surtsey eru á lista UNESCO.
Bankasýsla ríkisins hefur sent til-
lögu á fjármála- og efnahagsráð-
herra þess efnis að ríkissjóður selji
Kaupskilum, stærsta eiganda Arion
banka, 13% hlut ríkisins í bankanum.
Söluverðið er 23,4 milljarðar króna.
Það sé gert á grundvelli kaupréttar
Kaupskila samkvæmt hluthafasam-
komulagi frá árinu 2009.
Bendir stofnunin í bréfi til ráð-
herra á að Kaupskil hafi einhliða,
ótvíræðan og fortakslausan samn-
ingsbundinn rétt til að kaupa hlut-
inn.
Í bréfinu er í fyrsta sinn opinberað
með hvaða hætti verð hlutarins skuli
reiknað en hingað til hefur fyrrnefnt
hluthafasamkomulag verið birt án
þess ákvæðis sem tók á virðismati
hlutarins.
Þannig segir Bankasýslan að rík-
issjóður skuli skv. samkomulaginu
ávaxta upphaflegt hlutafjárframlag
á þeim árafjölda sem líði milli stofn-
dags bankans í október 2008 og þess
dags er kauprétturinn yrði virkjað-
ur, þannig að miðað sé við vexti á
ríkisskuldabréfinu RIKH 18 1009 að
viðbættu 5% álagi að frádregnum
hlut ríkisins í arðgreiðslum bankans
á tímabilinu. Segir stofnunin, að
fengnu áliti Grant Thornton, að út-
reikningur Kaupskila á kaupverðinu
sé réttur. Þrátt fyrir söluna á hlutn-
um mun ríkissjóður enn hafa sér-
stakan tilsjónarmann með söluferl-
inu á Arion banka sem framundan er
og mun honum ætlað að tryggja
hagsmuni ríkisins á grundvelli stöð-
ugleikasamkomulagsins frá 2015.
Það kveður m.a. á um hlutdeild ríkis-
sjóðs í söluandvirði bankans.
Leggur til sölu á hlut ríkisins
Bankasýslan leggur til uppgjör kaupréttar vegna Arion