Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Íslensk, færeysk og grænlenskt
loðnuskip voru í gær að veiðum út
af Vík, en lítið næði hefur verið til
veiða þar vegna veðurs síðan á
sunnudag og veðurútlit er ekki gott
í vikunni. Þokkalegur afli fékkst
fyrir suðurströndinni fyrir helgi, en
skipin hafa veitt fyrir manneldis-
vinnslu.
Rannsóknarskipið Árni
Friðriksson var í gær norður af
Horni eftir að hafa verið við loðnu-
mælingar fyrir Norðurlandi síðustu
vikuna. Meðal annars var farið inn á
Öxarfjörð og Skjálfanda í síðustu
viku, þar sem Norðmenn hafa verið
að veiðum.
Grunnt með ströndinni.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar
er spjallað við Geir Zoëga, skip-
stjóra á Polar Amaroq, og segir
hann m.a. frá því að síðasta veiði-
ferð hafi gengið vel og þeir hafi sett
met í afköstum við frystinguna um
borð, farið yfir 200 tonn á sólar-
hring í fyrsta sinn. Þeir hafi síðan
krussað fjörurnar í samstarfi við
Hafró og mælt loðnuna. Ljóst sé að
mikið sé á ferðinni og hún gangi
mjög grunnt með ströndinni.
Mest hafi verið að sjá í kring-
um Ingólfshöfða. Aðallega hafi þetta
verið tvær lengjur, hvor um sig um
20 mílur og alls staðar mikið líf,
fuglar og hvalir. Austast hafi þeir
séð lóðningar innan við Hrollaugs-
eyjar. Að auki hafi menn séð loðnu
dýpra og skipverjar á Berki og
Bjarna Ólafssyni hafi orðið varir við
loðnu á siglingu austur af miðunum.
Haft er eftir Geir að vegna veðurs
sé hann alvarlega að velta fyrir sér
að halda til veiða fyrir norðan land
að löndun lokinni.
Eftir deyfð á loðnumiðum í
nokkurn tíma rættist úr hjá norsku
veiðiskipunum í síðustu viku. Þau
tilkynntu alls um 43.200 tonn og
megnið fékkst í góðu veðri á síðustu
þremur dögum vikunnar. Loðnan
veiddist að stórum hluta skammt
frá landi á Öxarfirði og Skjálfanda.
Mikil áta fyrir norðan
Á sunnudagskvöld var afli
Norðmanna kominn upp í 61.700
tonn og eiga þeir þá eftir að veiða
12.100 tonn. Þeir hafa tíma til
fimmtudagskvölds til að ná þeim
afla, en á sunnudagskvöld áttu ell-
efu norsk skip eftir að ná kvóta sín-
um. Mikið er af átu í loðnunni fyrir
norðan land og fer mest af aflanum í
bræðslu, ýmist hjá íslenskum eða
norskum fyrirtækjum.
Tvö íslensk skip, Guðrún Þor-
kelsdóttir SU og Beitir NK, voru í
gær að kolmunnaveiðum í írskri lög-
sögu, hátt í þúsund mílur frá Aust-
fjarðahöfnum. Vel fiskaðist á þeim
slóðum.
Lítið næði til loðnu-
veiða vegna veðurs
Morgunblaðið/Albert Kemp
Vertíð Á sunnudag var loðnu landað á Fáskrúðsfirði úr Hoffelli SU, en einnig norskum og færeyskum skipum.
Norðmenn að ná kvóta sínum eftir hressilega viku
Örfirisey RE
er nú í höfn í
Hammerfest í
Norður-
Noregi en
þangað kom
frystitogarinn
um helgina
eftir að vart varð við enn eina bil-
unina í vélbúnaði skipsins.
Frystitogarinn Kleifaberg ÓF dró
Örfirisey til hafnar, að því er kemur
fram á vef HB Granda.
Þar segir Herbert Bjarnason
tæknistjóri ljóst að eitthvað hafi mis-
farist þegar aðalvél Örfiriseyjar var
tekin upp á vegum framleiðenda vél-
búnaðarins fyrir áramótin. Það skýri
einnig bilunina sem varð fyrir rúmri
viku. Herbert segir að skipið hafi þá
verið statt um 30 sjómílur norður af
Hammerfest og hafi Kleifabergið
verið fengið til að draga skipið upp að
landi þar sem dráttarbátur tók við
því.
„Þegar farið var að taka búnaðinn í
sundur kom í ljós að orsakavaldurinn
núna er bilun í þrýstilegu á kambásn-
um. Bilunin veldur því að ásinn getur
færst langsum í vélinni og valdið
óeðlilegri þvingun á tannhjólin í tíma-
gírnum. Verið er að vinna í að meta
tjónið en talið er að skipta þurfi um
kambás ásamt öllum tannhjólum, leg-
um og öxlum í tímagír,“ segir Her-
bert.
Örfirisey bilar
öðru sinni á
einni viku
Frystitogarinn
Örfirisey RE 4.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í gær
Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA
dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast
sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dóm-
ara mat Arnald hæfastan til að gegna embættinu. Hann
er 34 ára. Í umsögn dómnefndarinnar segir m.a. að Arn-
aldur eigi að baki glæsilegan námsferil, bæði við Há-
skóla Íslands og Yale-háskóla. Þá hafi hann á skömmum
tíma náð verulegum árangri í fræðimennsku. Einnig sé
ljóst af meðmælum að hann eigi auðvelt með mannleg
samskipti og gott orð fari af honum innan og utan
starfs.
Umsóknarfrestur var til 11. desember og barst 31 umsókn. Sex umsækj-
endur, sem skipaðir höfðu verið í embætti héraðsdómara frá 9. janúar,
drógu umsóknir sínar til baka.
Arnaldur skipaður héraðsdómari
Arnaldur
Hjartarson
Bílar
www.tonastodin.is
Landsins mesta
úrval af trommum
faglega þjónustu,
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Túnikur
Kr. 4.990
Str: S-XXL
Litir: Blátt og svart
HVAÐ HENTAR
ÞÍNU STARFSFÓLKI?
Hjá okkur færðu ljúffengan mat
úr fyrsta flokks hráefni.
• Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti.
• llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum.
• Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi.
• Brakandi fersk salöt og ávexti.
• Við komum til móts við ykkar óskir
kryddogkaviar.is
kryddogkaviar@kryddogkaviar.is
Sími 515 0702 og 515 0701