Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 13
minni ánægja með líkamsræktina
þar en heilsueflinguna sem henni
finnst vera í kórastarfinu.
Sigurbjörg hefur eðli málsins
samkvæmt starfað með mörgum
kórstjórum og undirleikurum. Hún
segir engan vafa leika á því að kóra-
starfið standi og falli með stjórnand-
anum. „Þegar ég fór að líta yfir far-
inn veg, þá rifjast það upp að eftir
að Herbert H. Ágústsson hættir,
sem er fyrsti stjórnandi kórsins, þá
verður svolítið los. En þá var ég svo
heppin að vera að eiga börn og tók
mér frí. Svo þegar Sigvaldi Snær
Kaldalóns, barnabarn Sigvalda
Kaldalóns, kemur sem kórstjóri þá
kemst aftur stöðugleiki í starfið.“
Undanfarin 10 ár hefur Dagný
Jónsdóttir stjórnað kórnum og Geir-
þrúður Bogadóttir verið undirleik-
ari.
Kvennakórinn bara fyrir
kellingar
Ína Dóra Hjálmarsdóttir og
Bergný Jóna Sævarsdóttir tengjast
með skemmtilegum hætti. Þær
bjuggu báðar um skeið í Sandgerði,
hafa báðar lært söng en eru nú
fluttar á höfuðborgarsvæðið og
keyra saman suður til æfinga. Ína
Dóra var líka áhrifavaldur í lífi
Bergnýjar þegar hún plataði hana í
kórinn.
„Ég ætlaði nú ekkert í þennan
kór. Fyrir mér var Kvennakór Suð-
urnesja bara fyrir einhverjar kell-
ingar,“ segir Bergný og hlær. „Ég
gat ekki séð fyrir mér að ég ætti
heima þarna, ekki séns. Svo lét ég
undan þrýstingi frá Ínu Dóru og sé
sko ekki eftir því.“ Bergný var þá í
tónlistarskólanum í Sandgerði í ein-
söngsnámi og Ína Dóra er einnig
menntuð í söng, auk þess að vera
tónlistarkennari í Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar. Bergný hefur ver-
ið í kórnum frá 2003 og Ína Dóra frá
2001.
Þú hefur því þurft að yfirstíga
eigin fordóma, Bergný?
„Já, bæði eigin fordóma og
hræðslu. Ég vissi ekkert hvort ég
væri hæf í kór eða nógu góð. En svo
lærir maður bara og það geta allir
verið með. Það sem er líka svo
skemmtilegt við þennan kór er að
þú þarft ekki að vera fluglæs á nót-
ur eða fluglærð í söng.“
Ína Dóra segir sama hafa verið
upp á teningnum hjá sér, hún hafi
aldrei ætlað í kvennakór, af og frá.
„Mér fannst kvennakór bara ekkert
skemmtilegur. Þegar ég var ung,
bara lítil stelpa, áttaði ég mig á því
að ég gæti ekki verið í karlakór. Það
var mjög mikið áfall. Ég er nefni-
lega alin upp við það að fara á karla-
kórstónleika. Ég man eftir stund-
inni þegar ég sat í Háskólabíói og
hugsaði hnuggin, nei, ég get ekki
verið í karlakór.“
Mörgum árum seinna fór Ína
Dóra í kirkjukórinn í Sandgerði og
söng þar nánast þar til kórinn fjar-
aði út. Kirkjukórar voru ekki síður í
uppeldi hennar en karlakórar, því
foreldrarnir sungu lengi vel í kirkju-
kór. Leiðin lá svo í Kvennakór Suð-
urnesja. „Ég þurfti ekki að fara
nema á eina tónleika með Kvenna-
kórnum til að ákveða mig. Mér
fannst þær mjög skemmtilegar og
ég hugsaði, já ég skelli mér bara.“
Það rifjast upp skemmtileg
kórferð til Ísafjarðar í maí sl. hjá
þeim stöllum þegar kálfurinn sem
konurnar óku festist í snjósköflum
oftar en einu sinni og aðstoð þurfti
við að koma þeim aftur á veginn. Í
færðinni sem hefur verið undan-
farna daga er ekki úr vegi að spyrja
hvað dragi konur langa vegu á kór-
æfingar þegar nóg er af kórum á
höfuðborgarsvæðinu? „Það er mjög
erfitt að yfirgefa fjölskyldu sína.
Kórinn er eins og fjölskylda. Það er
voða góður andi í þessum kór,“
segja þær stöllur að lokum.
Hressandi Sigurbjörg Sveinsdóttir á æfingu með kvennakórnum sem hún
segir að kóræfingarnar séu eins og vítamínsprauta fyrir sig.
„Þegar ég var ung, bara
lítil stelpa, áttaði ég
mig á því að ég gæti
ekki verið í karlakór.
Það var mjög mikið
áfall.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ástin í ljóðum og sögum erþema bókmennthátíðar-innar Júlíönu sem haldin
verður í Stykkishólmi dagana 22.-
24. febrúar næstkomandi. Þetta er í
sjötta sinn sem efnt er til þessarar
hátíðar sem notið hefur vinsælda
meðal heimamanna og aðkomufólks
sem hefur fjölmennt á ýmsa við-
burði sem haldnir eru henni sam-
hliða.
Gamalt og nýtt í Egilsenhúsi
„Hólmurinn hefur alltaf verið
bókabær, hér hafa sprottið fram
allskonar sögur og ýmsir rithöf-
undar tengjast bænum. Þessi hátíð
er því mjög vel við hæfi og fellur að
bæjarbragnum hér,“ segir Gréta
Sigurðardóttir sem átti hugmyndina
að hátíðinni og ýtti úr vör. Hún er
eigandi svonefnds Egilsen-húss í
miðbæ Stykkishólms og rekur þar
hótel og hefur verið með um-
svifamikla starfsemi í ferðaþjónustu
í bænum.
Frá upphafi og undanfarnar
fimm hátíðir voru í undirbúnings-
hóp Júlíönuhátíðarinnar, auk Grétu,
þær Þórunn Sigþórsdóttir, Dagbjört
Höskuldsdóttir og Sigríður Erla
Guðmundsdóttir. Tvær þær síðast-
nefndu eru nú hættar og í stað
þeirra komu inn Nanna Guðmunds-
dóttir og Þórhildur Einarsdóttir.
Í Egilsenhúsi er gott safn bóka,
gamalla og nýrra. Húsið tengist líka
ýmsum andans mönnum, en það var
byggt 1867 af Agli Egilsen sem
strangt til tekið var raunar Svein-
björnsson, sonur Sveinbjarnar Eg-
ilssonar, rektors Lærða skóla, og er
þekktur meðal annars fyrir þýð-
ingar sínar og ýmsan skáldskap.
Brauðryðjandi og
fyrsta leikverkið
„Hugsunin með Júlíönuhátíð-
inni var svo alltaf að hér í bæ væri
vettvangur sem bókum, ljóðum og
sögum væri gert hátt undir höfði,“
segir Gréta. Hátíðin í Hólminum er
kennd við brautryðjandann Júlíönu
Jónsdóttur sem var fædd 1838 og
varð fyrst íslenskra kvenna til að fá
gefna út bók eftir sig. Það var ljóða-
bókin Stúlka sem var gefin út 1876.
Einnig samdi hún fyrsta leikverkið
eftir konu sem var sett á svið á Ís-
landi, það er Víg Kjartans Ólafs-
sonar. Það var sýnt 1878 til 1879 í
Stykkishólmi en á þeim tíma bjó Júl-
íana í Stykkishólmi.
Ljóðasamkeppni skáldanna
Árlega á setningu Júlíu-
hátíðarinnar hefur Hólmari verið
heiðraður fyrir framlag vegna ým-
issa menningarmála. Þá hefur verið
unnið með Grunnskóla Stykkis-
hólms til að auka áhuga nemenda á
skapandi skrifum. Á síðasta ári kom
rapparinn Kött Grá Pjé og sömdu
nemendur smásögur þar sem farið
var aftur um 150 ár. Í ár er unnið
með rapparanum Arnari Frey
Frostasyni og útvarpskonunni Sölku
Sól en þemað í starfi þeirra og
krakkanna er ástin allt um kring.
Verður afraksturs þess starfs sýnd-
ur að morgni föstudagsins 23. febr-
úar í gömlu kirkjunni í Stykkis-
hólmi, en atburðir hátíðarinnar eru
margir í kirkjunni eða Egilsenhús-
inu sem eru í miðbænum í Hólm-
inum. – Þá verður stund fyrir leik-
skólabörnin þar sem Jóhanna
Gunnþóra Guðmundsdóttir les úr
bók sinni fyrir börnin. Frítt er inn á
alla viðburði.
Jafnhliða Júlíuhátíðinni nú
verður efnt til ljóðasamkeppni, rit-
höfundarnir Vilborg Davíðsdóttir
og Halldóra Thoroddsen lesa úr
verkum sínum svo og skáldin Eydís
Blöndal, Bergþóra Snæbjörnsdóttir,
Bragi Páll Sigurðsson og Anton
Helgi Jónsson sem jafnframt verður
með ljóðmyndasýningu. Þá mun Fel-
ix Bergsson flytja og fjalla um ljóð
Páls Ólafssonar.
Júlíana í bókabænum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Frumkvöðull Þessi hátíð er vel við hæfi og fellur að bæjarbragnum hér,“
segir Gréta Sigurðardóttir um Júlíönnuhátíðina sem senn gengur í garð.
Til eru óteljandi sögur
um ástina og endalaust
verða nýjar til. Nokkrar
slíkar verða sagðar á Júl-
íönu í Stykkshólmi, bók-
mennthátíð við Breiða-
fjörðinn. Þar lesa skáldin
úr verkum sínum og
börnin verða virkjuð til
þátttöku.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stykkishólmur Horft yfir miðbæinn í Hólminum af Þinghúshöfða.
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is