Morgunblaðið - 20.02.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Ólöf Ragnarsdóttir
olofr@mbl.is
Í gildandi íþróttalögum, sem eru frá
árinu 1998, er ekkert fjallað um
kynjasjónarmið, þó svo að legið hafi
fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og
tillögur sérstakrar nefndar sem
skipuð var 1996 til þess að auka hlut
kvenna í íþróttum.
Þetta er á meðal þess sem kom
fram á málþinginu „Kynjajafnrétti í
íþróttum – hlutverk ríkisvaldsins“ í
Háskólanum í Reykjavík í gær.
Frummælandi var María Rún
Bjarnadóttir, lögfræðingur og dokt-
orsnemi við Sussex-háskóla, sem
kynnti niðurstöður rannsóknar um
hlutverk ríkisvaldsins við að tryggja
kynjajafnrétti í íþróttum.
Í framhaldi erindis Maríu voru
niðurstöðurnar ræddar af Lilju Al-
freðsdóttur, mennta- og menningar-
málaráðherra, Lárusi Blöndal, for-
seta Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands, og Guðna Bergssyni, for-
manni Knattspyrnusambands Ís-
lands, sem voru þátttakendur í pall-
boði. Þær niðurstöður sem María
kynnti í gær lutu aðeins að hluta
rannsóknarinnar sem snýr að hlut-
verki ríkisvaldsins. Í niðurstöðum
rannsóknarinnar kemur fram að
stjórnvöld hafi beina skyldu til þess
að tryggja jafnrétti í íþróttum. Þá
kemur fram að ríkið horfi almennt
ekki til kynjasjónarmiða þegar kem-
ur að lagasetningu og úthlutun fjár-
muna í tengslum við íþróttir.
„Engan kynbundinn greinarmun á
heimildum eða skyldum hvað varðar
íþróttir, er að finna í gildandi löggjöf.
Ekki er heldur fjallað um jafnréttis-
mál, eða stöðu kynjanna, með sér-
stökum hætti í löggjöfinni. Þannig er
ekki gerður lagalegur greinarmunur
á íþróttaiðkun kynjanna, fjármunum
sem skuli leggja til íþróttaiðkunar
eða annarra sjónarmiða sem eiga
rætur í jafnrétti kynjanna í gildandi
íþróttalögum.“ Gildandi íþróttalög
voru sett árið 1998 og þrátt fyrir að
bæði ítarleg gögn og þingsályktun
frá Alþingi frá 1992 um að stjórnvöld
ættu að beita sér fyrir því að jafn-
rétti kynjanna yrði aukinn þáttur í
lagasetningunni lægju fyrir hafi ekki
verið tekið tillit til þeirra. „Þarna er
eitthvað í gangi sem lögfræðin getur
ekki útskýrt,“ sagði María. Hún
varpaði einnig ljósi á það að sömu
ályktunarefni hafi komið fram, með
tuttugu ára millibili, frá nefnd til að
auka hlut kvenna og stúlkna í íþrótt-
um, árin 1996 og 2006. „Tuttugu ár-
um síðar er þingið að fela fram-
kvæmdavaldinu að vinna að sömu
málum, aftur getur lögfræðin ekki
svarað hvers vegna það er.“
Morgunblaðið/Ómar
Jafnrétti Samkvæmt rannsókn sem kynnt var í gær er ekki fjallað um kynjasjónarmið í gildandi íþróttalögum.
Íþróttalögin taka ekki
til kynjasjónarmiða
Stjórnvöld hafi beina skyldu til þess að tryggja jafnrétti
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Þetta uppgötvaðist í daglegu,
reglubundnu eftirliti og við þessu
var strax brugðist með því að tæma
kvína,“ segir Víkingur Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Arnarlax, en í
ljós kom bilun í búnaði í einni lax-
eldiskví fyrirtækisins í Tálknafirði í
síðustu viku. Í tilkynningu segir að
bilunin hafi falist í því að einn af
flothringjum kvíarinnar hafi brotn-
að, en að engin net hafi rofnað og
engin hætta skapast á að fiskur
slyppi.
Að sögn Víkings gekk vel að
færa laxinn úr kvínni. „Ákvörðun
var tekin um að tæma hana strax.
Það var engin þannig hætta á
slysasleppingu, en það er vetur og
stormur svo þetta var ákveðið.“
Hann segir að einhver afföll hafi
verið en fyrirtækið sé ekki komið
með stöðu á hve mikil þau hafi ver-
ið. „Það er ekkert óeðlilegt. Við það
að taka fisk upp úr kví verða ein-
hver afföll. En allt sem fór í gang
gekk upp og þetta var tilkynnt þó
að ekki hafi verið um slysaslepp-
ingu að ræða,“ segir Víkingur, en í
tilkynningu frá fyrirtækinu segir að
atvikið hafi verið tilkynnt til Fiski-
stofu og Matvælastofnunar og að
þeim hafi verið haldið upplýstum á
meðan aðgerðir stóðu yfir.
Tjón fyrirtækisins mun vera
óljóst, en kvíin sem um ræðir verð-
ur ekki notuð aftur. „Þetta er að-
allega tjón á búnaði sem við lendum
í. Svona er þetta bara og ekkert
óeðlilegt, við tökum enga sénsa svo
um leið og við sáum að þessi kví
var löskuð tókum við hana úr um-
ferð.“
Kvíin mun verða dregin í land við
fyrsta tækifæri og ástæður bilunar
rannsakaðar.
Engin hætta á
að fiskur slyppi
Bilun í búnaði Arnarlax í Tálknafirði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Laxeldi Tæma þurfti kvína sem bil-
aði í síðustu viku í Tálknafirði.
Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Baldursnes 8
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna.
Sleðasög 230 V
með tveimur löndum
Model SP6000
Mótor 1300 W
Sagarblað 165 mm
Sagdýpt 90° 57mm
2 x 140 cm lönd fylgja Kr. 76.000,-
með VSK
Sleðasög 2x18V
Model DSP600PT2J1
Mótor 18V x 2
Sagarblað 165 mm
Sagdýpt 56 mm
2 x 5 AMP rafhlöður og hleðslutæki fylgja Kr. 139.000,-
með VSK
FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
O
ttó
A
u
g
lýsin
g
astofa
Stoppar 90% óhreininda
Dyra og hreinsimottur