Morgunblaðið - 20.02.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
skornirthinir.is
LYT NS
4 SEASONS LE FLORIANS
4 SEASONS
100% vatnsheldir
am sóli
22.995
ðir: 36-47
6 litir
Vibr
Verð:
Stær
OS LE FLORIA
VATNSHELDIR
SKÓR
Hátt í 20.000 manns lögðu leið sína í kirkjuna við
Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gær og
um helgina þar sem kista Hinriks prins, eigin-
manns Margrétar Þórhildar Danadrottningar,
stóð á líkbörum og vottuðu honum virðingu sína.
Hinrik lést 13. febrúar. Hann verður jarðsung-
inn frá kirkjunni við Kristjánsborgarhöll í dag.
Athöfnin verður fámenn og eingöngu fyrir fjöl-
skyldu, vini og nokkra fulltrúa danska ríkisins.
AFP
Þúsundir vottuðu Hinriki Danaprins virðingu sína
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Hersveitir hliðhollar stjórn Bashars
al-Assads Sýrlandsforseta gætu á
næstunni skipst á skotum við tyrk-
neska herinn. Eru vopnaðar sveitir
Kúrda (YPG) nú sagðar hafa náð
samkomulagi við Assad um að brjóta
á bak aftur sókn tyrkneska hersins
inn í norðurhluta Sýrlands. Frétta-
veita Reuters greinir frá þessu.
Sýrlenskar hersveitir voru í gær
sagðar hafa tekið stefnuna á héraðið
Afrin sem liggur við landamærin að
Tyrklandi. Yrði það í fyrsta skipti frá
árinu 2012 sem sýrlenskar hersveitir
eru staðsettar þar, en liðsmenn YPG
náðu svæðinu úr klóm liðsmanna
Ríkis íslams eftir hörð átök. Tyrkir
segja að YPG sé útibú Verkamanna-
flokks Kúrdistans (PKK) sem barð-
ist í áratugi blóðugri baráttu fyrir
sjálfstæði Kúrdahéraða í Tyrklandi.
Vilja þeir því liðsmenn YPG fjarri
landamærum Tyrklands.
Badran Jia Kurd, ráðgjafi stjórn-
enda Kúrda í norðurhluta Sýrlands,
sagði í samtali við Reuters að
stjórnarhermenn Sýrlands myndu
taka sér stöðu við landamærin í
samræmi við áðurnefnt samkomu-
lag. Stjórnvöld í Damaskus vildu í
gær ekki staðfesta að hernaðarsam-
komulag hefði náðst á milli þeirra og
YPG.
Ekkert mun stöðva Tyrki
Mevlut Cavusoglu, utanríkisráð-
herra Tyrklands, segir ekkert munu
stöðva hersveitir þeirra. „Ef stjórn-
arherinn er að fara inn á þetta svæði
í þeim tilgangi að hreinsa það af
PKK og PYD [stjórnmálaflokkur
YPG] þá verða engin vandamál,“
hefur Reuters eftir Cavusoglu á
blaðamannafundi sem haldinn var í
Jórdaníu. „En ef hann er að koma í
þeim tilgangi að verja YPG, þá mun
ekkert og enginn geta stöðvað okkur
eða hermenn Tyrklands,“ bætti
Cavusoglu utanríkisráðherra við.
Sameinaðir gegn her Tyrkja
Vopnaðar sveitir Kúrda (YPG) segjast fá aðstoð hersveita Sýrlandsforseta gegn sókn Tyrkja inn í
norðurhluta landsins Í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem sýrlenskar hersveitir eru sendar á svæðið
AFP
Átakavæði Tyrkneskur hermaður
við landamærin að Sýrlandi.
Donald J. Trump Bandaríkjaforseti
segist nú styðja aðgerðir sem gera
glæpamönnum erfiðara fyrir að festa
kaup á skotvopnum þar vestanhafs.
Er um að ræða sameiginlegt frum-
varp repúblikana og demókrata og á
það að tryggja að ríkis- og alríkis-
stofnanir veiti upplýsingar um ein-
staklinga sem komist hafa í kast við
lögin og ætti sökum þess ekki að
vera leyft að kaupa skotvopn.
Um vika er liðin frá því að Nikolas
Cruz, nítján ára Bandaríkjamaður,
varð 17 manns að bana í skotárás á
nemendur framhaldsskóla í bænum
Parkland á Flórída. Þá hafa yfir 290
skotárásir verið gerðar í skólum í
Bandaríkjunum frá janúar 2013, en
að meðaltali hefur verið gerð ein slík
skotárás á viku.
Í kjölfar árásarinnar á Flórída var
Trump harðlega gagnrýndur fyrir
afstöðu sína þegar kemur að hinni
lausbeislaðu byssueign Bandaríkja-
manna, en meðal þeirra sem lýstu yf-
ir stuðningi við forsetaframboð hans
á sínum tíma var félag bandarískra
byssueigenda (NRA). Talsmaður
Hvíta hússins segir Trump nú styðja
aðgerðir sem stuðla eiga að bættri
bakgrunnsskoðun kaupenda. End-
anleg útfærsla frumvarpsins liggur
þó ekki fyrir.
„Við segjum kjaftæði“
Á fjölmennum útifundi sem hald-
inn var eftir skotárásina tóku meðal
annars nemendur skólans til máls.
„Þeir segja hert lög gegn byssueign
ekki minnka ofbeldi með skotvopn-
um – við segjum kjaftæði,“ sagði ung
stúlka í ræðu sinni á fundinum.
„Hann hefði aldrei meitt svo marga
með eggvopni.“
Styður aukið
bakgrunnseftirlit
Glæpamenn
eignist ekki auð-
veldlega skotvopn
AFP
Forseti Donald J. Trump hefur
lengi stutt frjálsa byssueign.
Matthew Falder,
29 ára gamall
breskur karl-
maður, hefur ver-
ið dæmdur í 32
ára fangelsi fyrir
ýmis afbrot, m.a.
fyrir að hafa
hvatt til nauðg-
ana, ýtt undir
kynferðisbrot
gegn börnum og
fyrir fjárkúgun. Var hann dæmdur
fyrir alls 137 afbrot sem ná yfir átta
ára tímabil. Segir frá þessu á frétta-
vef Sky.
Falder framdi öll afbrot sín í
gegnum netið þar sem hann setti sig
í samband við fólk sem hann að lok-
um neyddi til að framkvæma ýmis
ódæðisverk sem tekin voru upp á
myndbönd og ljósmyndir. Efninu
dreifði Falder svo á svokölluðu
myrkraneti. Tók það sérfræðinga
lögreglunnar um 4 ár að rekja slóð
Falders á netinu og handsama hann.
Sky hefur eftir lögreglunni að
Falder hafi notið þess að kvelja fólk
og kúga úr því fé. „Hans helsti drif-
kraftur voru völd og að fá að drottna
yfir öðrum,“ segir rannsakandi.
Níðingur
hlaut 32 ára
refsidóm
Matthew
Falder