Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eitt af þvísem gagn-rýnt hefur
verið við Evrópu-
sambandið og
stofnanir þess, er
það hversu fjar-
lægt það getur verið þeim sem
búa í því. Þannig séu helstu
ákvarðanir jafnvel teknar án
þess að hinn almenni borgari
hafi nokkur áhrif á niðurstöð-
una, þrátt fyrir að sambandið
samanstandi eingöngu af lýð-
ræðisríkjum. Þessi lýðræðis-
halli hefur svo aftur talsverð
neikvæð áhrif á það hvernig al-
menningur upplifir sambandið.
Nú síðast fyrir viku lagði um-
boðsmaður Evrópusambands-
ins, hin írska Emily O’Reilly,
fram skýrslu, þar sem ráð-
herraráð Evrópusambandsins,
ein af æðstu stofnunum þess,
var harðlega gagnrýnt fyrir
það sem hún sagði vera skort á
gagnsæi. Raunar bætti O’Reilly
um betur og sagði ráðið „grafa
undan rétti borgaranna til þess
að draga sína kjörnu fulltrúa til
ábyrgðar“.
Ástæðan fyrir þessu var
einkum sú að afstaða ríkja sam-
bandsins til mála, meðan þau
eru rædd í ráðinu eða nefndum
þess, er ekki birt opinberlega.
Þannig er engin leið fyrir al-
menning í hverju landi að vita
hvernig stjórnvöld hans nálg-
uðust þau úrlausnarefni sem
borin voru fram í ráðinu. Al-
menningur getur því ekki lagt
mat á það hvort stjórnvöld séu
að standa sig eða
ekki.
Þá gagnrýndi
O’Reilly sérstak-
lega að stór hluti
gagna ráðsins er
merktur „Limite“,
sem er franska hugtakið yfir að
gögnin eigi ekki að vera opin.
Almenningur í Evrópusam-
bandslöndunum hefur því engin
tök á að kynna sér hvaða sjón-
armið voru lögð fram, með eða
á móti, þeirri leið sem síðan var
ákveðið að fylgja í ráðinu.
„Það er nánast ómögulegt
fyrir íbúa ESB-ríkjanna að
halda sér upplýstum um þau
löggjafarmál sem ráðið tekur
sér fyrir hendur,“ var niður-
staða O‘Reilly, og hún fór ekki í
neinar grafgötur með það
hverjar afleiðingar þess hefðu
verið. Þetta hefði ýtt undir nei-
kvæða ímynd og óánægju með
Evrópusambandið, auk þess
sem stjórnvöld í aðildarríkj-
unum hefðu jafnvel nýtt sér
leyndina til þess að kenna
embættismönnunum í Brussel
um ákvarðanir, sem þau sjálf
höfðu tekið.
Ráðherraráðið hefur tíma
fram í byrjun maí til þess að
svara O’Reilly, en hún hefur
farið þess á leit við ráðið að það
geri úrbætur á vinnureglum
sínum. Ljóst er að yfirstjórn
sambandsins þarf að íhuga
vandlega sinn gang, ef hún vill
draga úr lýðræðishallanum, en
hingað til hefur lítill áhugi ver-
ið á því í Evrópusambandinu.
Umboðsmaður
Evrópusambandsins
gagnrýnir ráðherra-
ráðið harðlega}
Leyndarhyggjan
Nú er hafin inn-heimta á
fasteignasköttum
og má finna fyrir
því að þeir hafa
hækkað verulega.
Fasteignaskattar eru hluti af
fasteignagjöldum og miðast
við fasteignamat. Í fyrra
hækkaði fasteignamatið víðast
hvar á landinu og var að með-
altali tæplega helmingi hærra
en árið áður, fór úr 7,8% árið
2016 í 13,8% í fyrra. Á höfuð-
borgarsvæðinu var hækkunin
á bilinu 15 til 20%.
Fasteignamatið er leið til
þess að hækka fasteignaskatta
sjálfkrafa. Húsnæði kann að
hækka í verði, en fyrir þá sem
sitja sem fastast er sú hækkun
aðeins sýnd veiði. Hún er að-
eins gefin þeim sem selja og
innheimta fasteignaskatta.
Þar fer borgarsjóður
fremstur í flokki. Meirihlutinn
í Reykjavík ákvað í fyrra að
lækka fasteignagjöld á íbúðar-
húsnæði úr 0,2% í 0,18%. Það
er langt frá því að jafna út
hækkunina, sem hærra fast-
eignamat veldur. Þá voru eng-
ar breytingar
gerðar á fasteigna-
sköttum af at-
vinnuhúsnæði. Það
er áfram 1,65%.
Undanfarin tvö
ár hefur tekjuauki borgar-
innar af hækkun fasteigna-
mats og þar með fasteigna-
skatts verið um einn millj-
arður af íbúðarhúsnæði og
tveir milljarðar af atvinnu-
húsnæði.
Nú verður örlitlu skilað til
baka til eigenda íbúðarhús-
næðis, en engu til fyrirtækj-
anna. Gildir þá einu að þessar
hækkanir eru langt umfram
verðbólgu. Sú spurning vaknar
af hverju sveitarfélög skili
þessum hækkunum ekki öllum
til baka og láti fasteigna-
skattinn standa í stað. Þeir
sem halda um valdataumana í
Reykjavík mega taka þessa
spurningu sérstaklega til sín
því að þeir bera með því að búa
til skort á húsnæði að hluta til
ábyrgð á þenslu húsnæðis-
verðs. Það er kominn tími til
að endurskoða hvernig álagn-
ing fasteignaskatts fer fram.
Fasteignaskattar
hækka langt um-
fram verðbólgu}
Sjálfvirkar skattahækkanir
U
ndanfarið hefur verið fjallað um
aksturskostnað þingmanna.
Þingmenn fá þó ekki bara akst-
urskostnað endurgreiddan held-
ur er ýmislegt meira sem þing-
menn geta fengið endurgreitt. Einnig er
nokkuð um mýtur sem vert er að greiða úr.
Þingmenn fá til dæmis ekki dagpeninga fyrir
ferðalög innanlands. Ef ferðin eða tilefnið er
hins vegar vegna þingmannsstarfa þá fæst end-
urgreiddur ferðakostnaður og gisting. Um
þetta er fjallað í lögum um þingfararkaup og
svo eru nánari útfærslur í reglum forsætis-
nefndar. Í stuttu máli þá fá allir þingmenn
þingfararkaup. Forseti Alþingis nýtur þó sömu
launa- og starfskjara og ráðherrar. Sumir þing-
menn fá álag ofan á launin sín vegna for-
mennsku í nefndum, formenn stjórnmálaflokka
fá 50% álag og allir varaforsetar fá einnig álag.
Ofan á þingfararkaup fá þingmenn utan höfuðborgar-
svæðisins húsnæðis- og dvalarkostnað til þess að halda
heimili á höfuðborgarsvæðinu eða til þess að hafa starfs-
stöð í kjördæmi sínu. Þingmaður getur fengið 40% álag of-
an á húsnæðiskostnað. Ef þingmaður heldur ekki annað
heimili eða dvalarstað fær hann endurgreiddan ferða-
kostnað auk þriðjungs af heimiliskostnaði.
Til viðbótar við þingfararkaupið og húsnæðiskostnað er
svo ferðakostnaðurinn, sem fjallað hefur verið um á und-
anförnum dögum. Til að byrja með fá allir þingmenn fast-
an ferðakostnað. Til viðbótar er ferða- og gistikostnaður
innan lands í tengslum við störf þingmanns
endurgreiddur. Allur ferðakostnaður til út-
landa á vegum þingsins er líka endurgreiddur.
Hvað gerist ef einhver fer ekki eftir regl-
unum? Til að byrja með getur skrifstofa Al-
þingis neitað að greiða reikning og þá getur
þingmaður leitað til forsætisnefndar til þess að
fá úrskurð um rétt sinn. Það þýðir að skrif-
stofu þingsins er ætlað að bregðast við ef hún
hefur vitneskju um að reikningur sé ekki rétt-
ur. Forsætisnefnd fjallar einnig um rökstudd
erindi um brot á siðareglum en 14. gr. þeirra
segir einmitt að: „Þingmenn skulu sjá til þess
að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í full-
komnu samræmi við reglur sem settar eru um
slík mál.“ og í 17. gr. „Jafnframt getur nefndin
lokið athugun sinni á máli ef hún telur að er-
indið varði meint brot á lagareglum sem hægt
er að bera undir úrskurð stjórnvalda eða dómstóla.“
Eins og hefur komið fram í grein í fréttablaðinu getur
röng skráning í akstursdagbók talist fjársvik. Það þýðir að
framhaldið á akstursdagbókarmálinu heldur áfram í for-
sætisnefnd, í kjölfar þess að rökstutt erindi berist nefnd-
inni. Þá er spurning, verður niðurstaðan rétt eða pólitísk?
Ef flokkarnir eru þeir einu með aðgengi að upplýsing-
unum þá er alltaf hægt að segja að niðurstaðan sé pólitísk.
Þess vegna þarf gagnsæi, ekkert er mikilvægara til þess
að ljúka þessu máli. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Úti að aka
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Nauðsynlegt getur reynstað fara í umfangsmiklahreinsun áður en nýíbúðabyggð rís við
Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíu-
mengun er í jarðvegi þar sem at-
hafnasvæði Skeljungs var á árum
áður.
Þetta kemur fram í umsögn Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur (HER)
um forsögn að rammaskipulagi fyrir
nýja byggð í Skerjafirði. Segir í um-
sögn HER að mögulega þurfi að
hreinsa jarðveg á staðnum þar sem
viðurkenndur móttökustaður fyrir
mengaðan jarveg sé ekki fyrir hendi.
Fyrir liggur skýrsla um forrann-
sókn á jarðvegsmengun á Skelj-
ungslóðinni við Skerjafjörð, sem gef-
in var út í ágúst 1998. Forrann-
sóknin var framkvæmd af Jóni
Benjamínssyni og Hjalta J. Guð-
mundssyni fyrir Reykjavíkurborg,
sem á sínum tíma keypti umrædda
lóð af Skeljungi hf.
Jarðsýnataka úr lóðinni var fram-
kvæmd 3. og 30. júní 1998. Hinn 3.
júní voru grafnar 11 holur 1,4 til 2,7
metrar á dýpt, snið mæld og tekin
jarðvegssýni. Að niðurstöðum
fengnum þótti ástæða til að grafa
fjórar holur til viðbótar meðfram
fjörukantinum. Voru þær grafnar
28. júlí niður á 1,5 til 2,3 metra dýpi.
Eftir að hver gryfja hafði verið
tekin var safnað sýnum af meng-
aðasta jarðveginum. Sýnin voru sett
í kælibox og var farið með þau sam-
dægurs til greiningar á Rannsókn-
arstofu Háskólans í lyfjafræði og
Iðntæknistofnun Íslands.
Olía fannst í jarðvegssýnum
Samkvæmt mælingum Rannsókn-
arstofu H.Í. í lyfjafræði var talsvert
af díselolíu, bensíni og steinolíu/
þotubensíni í jarðvegssýnum á lóð-
inni. Eldsneytið var töluvert nið-
urbrotið (veðrað) og því erfitt að
framkvæma beinar mælingar á
magni með mikilli vissu, sérstaklega
þegar um var að ræða blöndu
tveggja eða fleiri tegunda af elds-
neyti. Samhliða athugunum á olíu-
mengun voru gerðar mælingar á
blýmengun í sýnum úr gryfjum. Nið-
urstöður bentu til að blýstyrkur
væri ekki yfir viðmiðunarmörkum.
Mengun virtist vera mest á því
svæði lóðarinnar þar sem svokölluð
soraolía var geymd og reyndist
magnið talsvert yfir erlendum við-
miðunarmörkum. Soraolía er öll olía
sem komið er með til förgunar. Er
um að ræða ýmis konar glussa, not-
aðar smurolíur, hreinsiúrgang frá
svartolíutönkum og fleira þess-
háttar.
Reykjavíkurborg stóð í fyrrasum-
ar fyrir lokaðri hugmyndaleit um
framtíðaruppbyggingu á þróun-
arreit í Skerjafirði. Reiturinn mun
liggja að hluta yfir suðvesturhluta
neyðarbrautar Reykjavíkurflug-
vallar.
Tillaga ASK arkitekta, sem unnin
var í samstarfi við Landslag og Eflu,
var valin vinningstillaga í hug-
myndaleitinni og þeir ráðgjafar full-
vinna hana enn frekar í átt að
rammaskipulagi. Áætlanir gera ráð
fyrir að allt að 1.400 íbúðir rísi á
svæðinu auk 20.000 fermetra at-
vinnu- og þjónustuhúsnæðis. Húsin
verða 2-5 hæðir.
Þróunarreiturinn liggur að núver-
andi byggð í Skerjafirði og afmark-
ast af götunni Skeljanesi til vesturs
og af öryggissvæði flugbrauta til
norðurs og austurs. „Áhersla verður
lögð á vistvæna byggð sem tekur til-
lit til náttúru og nærliggjandi
byggðar,“ sagði m.a. í tilkynningu
Reykjavíkurborgar þegar verkefnið
var kynnt í fyrra.
Hreinsa þarf olíu-
mengun í Skerjafirði
Tölvumynd/Ask arkitektar
Vinningstillagan Gert er ráð fyrir að allt að 1.400 íbúðir muni rísa á svæð-
inu við Skerjafjörð auk 20.000 fermetra atvinnu- og þjónustuhúsnæðis.
Fram kemur í skýrslunni að
geymsla á eldsneyti hófst í
Skerjafirði á vegum h.f. Shell á
Íslandi árið 1927. Birgðir af olíu,
bensíni, flugvélabensíni og stein-
olíu voru geymdar á tönkum á
lóðinni frá þeim tíma þar til
starfsemin var lögð niður árið
1990. Öll stríðsárin seinni frá
1940 voru hernámsliðin með að-
stöðu í Skerjafirði. Olíuskip á
þeirra vegum lögðust að í Skerja-
firði og þaðan var eldsneyti dælt
í land. Aðallega var um að ræða
bensín á ökutæki og flugvélar.
Olía geymd í
marga áratugi
SKERJAFJÖRÐUR
Morgunblaðið/Golli
Skeljanes Það sem eftir stend-
ur af að birgðastöð Skeljungs.