Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Siglt í höfn Hrafn GK-111 kemur til hafnar í Grindavík í ölduróti. Átta metra ölduhæð var á þessum slóðum í gær. Eyjólfur Vilbergsson Vindasamt er á Ís- landi, segja menn og hafa lög að mæla. Greinarheitið er eftir Guðlaug Arason rithöf- und og óvíst að allir samþykki innihald þess. Eftir því sem þrengir að orkukostum með vatnsafli eða jarð- varma ber meira á könnun á vind- orkukostum og um- ræðum um þess konar orkuöfl- unarleið, jafnvel á nýjum verkefnum. Vindorkuver eru nýlunda Fáeinir bændur riðu á vaðið í smáum stíl, Landsvirkjun reisti tvær stórar vindmyllur í tilraunaskyni NV af Búrfelli og einkaaðilar hafa t.d. rekið tvær vindmyllur í Þykkvabæ. Rekstrarkannanir sýna, ásamt úttekt Einars Sveinbjörnssonar veðurfræð- ings á ólíkum veðurfars- og ísing- arsvæðum, að vindorka getur verið veruleg við- bót við orkuöflun á Ís- landi. Hve langt það kann að ganga er háð kostnaði, orkuþörf, skipulagsmálum, stað- bundnum umhverfis- málum og fleiri þáttum. Vísindalegur grunnur vindorkustöðva verður að vera traustur. Þá er ekki aðeins átt við stað- setningu vindmylla og lágmörkun umhverf- isárifa á áhrifasvæði þeirra. Líka verður að leita erlendra gagna um raunverulegt vistspor, frá öflun smíðaefna til tækjanna allt til niðurrifs og förgunar. Til þess þarf svokallaða lífsferlisgreiningu (LCA). Vindmyllur – hvar? Sjáanleg verkefni eða hugmyndir, aðrar en eins konar heimarafstöðvar, eru tvenns konar. Í einn stað vindl- undir eða vindorkuver með einum eða mörgum tugum vindmylla. Þeim er safnað í hóp eða keðju og aflgetan er tugir eða örfá hundruð MW. Þann- ig er vindlundur Landsvirkjunar vestan Hofsjökuls í nýtingarflokki 3. áfanga Rammaáætlunar og hug- myndir einkafjárfesta um stærri vindlund í Dölum vestur. Í annan stað er um að ræða fyrirspurnir eða verkefni á hugmyndastigi líkari því sem sést í Þykkvabæ; ein eða nokkr- ar stórar myllur sem framleiða t.d. 1 til 5 MW hver. Ýmist eiga sveit- arfélög eða einkaaðilar þar hlut að máli. Sveitarfélög og aðra vantar bæði laga- og reglugerðarramma ut- an um slík verkefni sem og sér- fræðiráðgjöf við ákvarðanir og samn- inga. Telja má víst að vindmyllur verða umdeildar hér á landi sem ann- ars staðar. Hér ber að geta þess að orkuver með afli yfir 10MW eiga heima undir smásjá verkefn- isstjórnar Rammaáætlunar. Þar er nú Búrfellslundur í biðflokki. Framsækin markmið Núna er laga- og reglugerðar- umbúnaður vindorku sundurlaus og óreyndur að ýmsu leyti. Vissulega falla vindorkuvirkjanir undir raf- orkulög, skipulagslög, lög um flutn- ingskerfið og lög um mat á umhverf- isáhrifum framkvæmda. Þær eru þó svo ólíkar vatns- og jarðvarmavirkj- unum, og nýjar af nálinni, að brýn þörf er á að taka heildstætt á lagaum- hverfinu, reglugerðum og leyfis- málum, áður en lengra er haldið. Þess vegna segir í sáttmála ríkis- stjórnar Katrínar Jakobsdóttur að setja skuli lög um beislun vindorku, auk þess sem heildstæð orkustefna fyrir landið verði unnin. Til viðbótar vindorku ber þar að líta til annarra orkugjafa, sjávarins (hverflar í sjó, líkir vindmyllum, eða ölduaflsnemar) og varmadæla sem sækja t.d. varma í lághita á landi eða volgan sjó og nýt- ast aðallega til húshitunar. Í þeim efnum er til nýsköpun í landinu, t.d. sjávarhverflar Valorku og stór varmadæla sem gagnast mun Eyja- mönnum, þróuð í samstarfi við Ný- sköpunarmiðstöðina. Skýrslubeiðni í farvegi Til þess að styðja við laga- og reglugerðarskrif um vindorku og til skoðunar á sjávarorku og varma- dæluvirkjunum, og til þess að styðja við mótun orkustefnu, legg ég á Al- þingi fram beiðni um skýrslugerð. Safna á saman fróðleik um helstu þætti fyrrgreindra leiða til orkuöfl- unar. Beiðnin verður vafalítið sam- þykkt og mun atvinnuráðuneytið þar með láta vinna skýrsluna á sex til sjö mánuðum. Vandséð er að ráðist verði í byggingu vindorkuvera, stórra eða smárra, fyrr en grunnstefna, lagaum- gjörð, og reglur liggja fyrir. Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Vandséð er að ráðistverði í byggingu vindorkuvera, stórra eða smárra, fyrr en grunnstefna, laga- umgjörð, og reglur liggja fyrir. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. „Vindur, vindur vinur minn“ Það var merkilegt viðtal í Silfrinu hjá Agli Helgasyni sunnu- daginn 11. febrúar sl. Þar ræddi Egill við Zoe Konstantopoulou, fyrrverandi forseta gríska þingsins, um ástandið í Grikklandi eftir hrunið 2008. Eg- ill, sem kallar nú ekki allt ömmu sína og er að auki Grikklandsvinur, sat op- inmynntur og pírði augun og mátti sig hvergi hræra í einhverju merki- legasta viðtali sem ég hef horft á lengi. Þvílík meðferð á einu elsta menn- ingarríki Evrópu og eins og Zoe sagði: „Grikklandi var fórnað. Grikklandi var slátrað, því var stungið í skuldabrunn- inn,“ þar sem Ísland átti reyndar líka að verma botninn. En lýð- ræðið virkaði á Íslandi, sagði hún, en ekki í Grikklandi, ný stjórn- völd þar gengu undir öxina. Meðan öflugir andófsmenn hér risu til baráttu og svo stöðvaði þjóðin með þjóðaratkvæðagreiðslu í tvígang að taka á sig skuldir sem henni ekki bar. Grikklandi var hins vegar nauðgað af Þjóðverjum og Frökkum og seðlabanka ESB. Hér urðu hins vegar strax þáttaskil með neyð- arlögunum, Alþingi virkaði haustið 2008. Neyðarlögin urðu bjarghring- urinn og þeim fylgdi lífróður margra til að bjarga málstað og frelsi lands okkar. Þjóðin hafnaði svo Icesave og megi fyrrverandi forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson hafa eilífa þökk fyrir kjark sinn og áræði að ganga gegn íslenskum ráðamönnum innan þings og utan með því að setja í tvígang af stað þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Sú atkvæðagreiðsla var lokaslag- urinn um framtíð Íslands og svo kom EFTA-dómstóllinn og felldi þann dóm að okkur hafi aldrei borið að borga Icesave. Lýðræðið vann hér en ESB og alþjóðleg fjármálaöfl töpuðu orustunni. Ísland á að taka málstað Grikklands Ég vil þakka Ögmundi Jónassyni, fyrrv. alþingismanni og ráðherra, fyrir að bjóða Zoe Konstantopoulou til Íslands. Þessi samanburður Zoe á stöðu Íslands og Grikklands var magnaður en minnir okkur á að það munaði sáralitlu að bæði ríkin yrðu sett í svarthol skuldanna. Ísland fékk á sig að auki hryðjuverkalög Bretanna sem var eitraðasta árás ríkis á annað ríki innan NATO frá því heimsstyrjöldinni lauk, og enga fyrirgreiðslu var að fá hjá ESB eða Bandaríkjunum. Við áttum svo okk- ar sérfræðinga sem drógu upp svartnættissviðsmyndir. Eða hafa menn nokkuð gleymt því að Ísland átti að verða „Kúba norðursins“, krónan átti að hrynja, atvinnuleysi yrði viðvarandi og nánast allt að fara fjandans til ef Icesave yrði hafnað. Ég skora á alla að fara inn á Silfr- ið og horfa á þetta einstaka viðtal. Ísland á svo að leggjast með Grikk- landi opinberlega og krefjast þess að það verði dregið upp úr skulda- feninu. ESB á ekki að líðast að fara svona með hið gamla lýðræðis- og menningarríki. Grikklandi bar ekki frekar en okkur að greiða skuldir „óreiðumanna“, í Þýskalandi og Frakklandi. Kæra RÚV, eðlilegt væri að fjalla meira um baráttu þessarar einstöku konu og opna um- ræðu um stöðu og meðferðina á Grikklandi í miðlinum sem var og er lögum samkvæmt þjóðarútvarp/ sjónvarp okkar. Eftir Guðna Ágústsson » Þessi samanburður Zoe á stöðu Íslands og Grikklands var magnaður en minnir okkur á að það munaði sáralitlu að bæði ríkin yrðu sett í svarthol skuldanna. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Grikklandi var slátrað í hruninu en Ísland slapp Brýnt er að allar mögulegar leiðir séu til skoðunar til þess að leysa umferðaröng- þveiti borgarinnar. Það hefur núverandi meirihluti í borginni, með Dag B. Eggerts- son í broddi fylkingar, ekki gert. Þvert á móti hefur verið þrengt að bílum borgarbúa með sífelldu stoppi vegna umferðarljósa á umferðarþyngstu götum borg- arinnar. Þrenging gatna á öðrum fjölförnum götum hefur ekki verið til að bæta ástandið. Þá hefur sam- komulag við ríkið frá 2013 um tíu ára framkvæmdastopp í samgöngu- málum valdið því að endurnýjun og viðhald á stofnbrautum borgarinnar hefur ekki verið í neinu samræmi við aukið umferðarálag. Afleiðingin af þessu er sú að tafa- tími borgarbúa í umferðinni hefur stóraukist á kjörtímabilinu. Sam- hliða hefur mengun vegna bíla- umferðar náð nýjum hæðum. Ástæð- an er einföld, samkvæmt bandarískum og kanadískum rann- sóknum mengar bíll í hægagangi (ca. 5-15 km hraði) að jafnaði tvöfalt meira á hvern ekinn kílómetra en bíll sem ekur í umferðinni á eðlileg- um hraða (50-60 km hraði). Við erum því ekki bara með óásætt- anlegan tafatíma í um- ferðinni heldur einnig mikla óþarfa mengun. Hver vill búa við það? Öll viljum við græna borg og vistvænar sam- göngur. Tryggja þarf samgöngukerfi sem styður við þau mark- mið, m.a. með upp- byggingu almennings- samgangna. Í því felst einnig að einkabíllinn, sem er samgöngumáti 76% íbúa á höfuðborgarsvæðinu, komist með eðlilegum hætti á milli staða. Algert áhugaleysi meirihlut- ans í borginni á að greiða götu einkabílsins, á sama tíma og íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 7% frá 2011 og fjöldi ferðamanna tvöfaldast á liðnu kjörtímabili, er óá- sættanlegt. Mengun í boði borgarstjóra Eftir Arndísi Kristjánsdóttur Arndís Kristjánsdóttir » Afleiðingin af þessu er sú að tafatími borgarbúa í umferðinni hefur stóraukist á kjör- tímabilinu. Höfundur er formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.