Morgunblaðið - 20.02.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Í Silfrinu á RÚV 11.
febrúar sl. mætti til við-
tals, væntanlega í vin-
samlegu boði Egils
stjórnanda, embættis-
laus og umboðslaus
grísk stjórnmálakona,
Zoe Konstantopoulou.
Sagt er að Ögmundur
Jónasson, sá ágæti
maður, hafi beitt sér
fyrir komu konunnar til
landsins og er erfitt að skilja hvað
hafi vakað fyrir honum með boðinu.
Auðvitað ná menn ekki alltaf áttum.
Það er oft áhugavert að kynnast
nýju fólki, fá nýjar upplýsingar,
hlusta á önnur sjónarmið; víkka sjón-
deildarhringinn. Í þessu tilviki sýndi
það sig þó að undantekningin sannar
regluna. Það liggur við að ég segi að í
þessu viðtali hafi bullið og ruglið
flætt yfir bakkana.
Egill reyndi að lauma inn orði,
svona inn á milli, spurningum, eins og
vera ber hjá góðum stjórnanda, og
voru sumar góðar, en þær drukknuðu
meira og minna í orðaflaumi valkyrj-
unnar sem í raun svaraði engri þeirra
nema með gagnspurningum eða
ógrunduðum fullyrðingum sem
margar voru ævintýralegar og hrein-
lega út í hött. Þandi hún mikinn
barminn í leiðinni og virtist það
draga mátt úr Agli sem ekki virðist
vera af ætt nafna síns Skallagríms-
sonar.
Áhugasömum er bent á að þetta
makalausa viðtal er enn hægt að sjá á
Sarpinum á RÚV.
Annar merkismaður, Björn
Bjarnason, auðvitað ekki gallalaus
frekar en Ögmundur og við hinir,
skrifaði svo langa grein um þessa val-
kyrju og Grikkland í Moggann 9.
febrúar.
Fyrirsögnin er „Skuldafjötrar
hvíla enn á Grikkjum“. Virðist Björn
undrandi á þessari stöðu Grikkja þó
að hann ætti að vita að Grikkir væru
skuldsettasta þjóð Evrópu ef ekki al-
heimsins enda lifðu þeir lengi vel
langt um efni fram.
Ég fylgdist grannt með Grikk-
landsvandamálinu, það var eitt heit-
asta málið í Þýzkalandi,
þar sem ég bjó meðan á
björgunarátökum stóð.
Grikkir urðu með-
limir ESB 1981 og
sóttu það fast að fá evr-
una, eins og margar
Evrópuþjóðir aðrar,
þegar hún kom 1999.
Vildu menn auðvitað
komast í það aukna ör-
yggi og þann stöðug-
leika, sem evran veitir.
Skilyrðin fyrir heim-
ild til upptöku evr-
unnar skv. Maastricht-samkomulag-
inu voru ströng. T.a.m. mátti í mesta
lagi vera 3% halli á ríkisrekstri um-
sóknarþjóðar.
Á árabilinu 1997 til 1999, en um-
sókn Grikkja byggðist á þessu ára-
bili, gáfu þeir upp 4% halla fyrir 1997,
2,5% halla fyrir 1998 og 1,8% fyrir
1999. Þótti þetta flott þróun og fínar
tölur, og gekk evruumsóknin fljótt og
vel eftir.
2004 urðu stjórnarskipti í Grikk-
landi. Ný ríkisstjórn fór þá ofan í út-
reikninga fyrri ríkisstjórnar. Kom í
ljós, að réttar tölur um halla á ríkis-
rekstri voru 6,4% fyrir 1997, 4,1%
fyrir 1998 og 3,4% fyrir 1999. M.ö.o.
Grikkir hefðu aldrei átt að fá heimild
til að taka upp Evruna! Við bættist,
að 2003 var hallinn 4,6% og 2004
5,3%. Voru Grikkir þarna búnir að
eyða langt um efni fram og brjóta alla
aðildarskilmála evru í bak og fyrir.
Í Maastricht-samkomulaginu var
ekki gert ráð fyrir að nein aðildar-
þjóð myndi beita blekkingum við um-
sókn um evruaðild og lágu því engin
viðurlög við brotinu. Eins var komin
ný stjórn sem hafði upplýst um mis-
ferlið og lofað bót og betrun.
ESB vildi því leysa málið með vin-
semd og samvinnu enda um ESB-
systurþjóð að ræða en auðvitað átti
þetta misferli, ásamt með ýmsu öðru
skrýtnu athæfi, vafasömum kerfum
og útbreiddri spillingu í Grikklandi,
eftir að vinda upp á sig.
Skuldavandi Grikkja magnaðist
þannig árin þar á eftir og „kúlmíner-
aði“ svo í banka- og fjármálakrepp-
unni 2008/2009. Fór þjóðin þá nánast
í þjóðargjaldþrot, en metnaður
Merkel og ESB var að bjarga Grikkj-
um, sem Evrópuþjóð og vöggu lýð-
ræðisins, frá hruni og fári, eftir því,
sem hægt væri.
Eftir harða baráttu síðustu 6-8 ár-
in, og með aðhaldi og hjálp ESB,
Evrópska Seðlabankans og Alþjóða
gjaldeyrisvarasjóðsins, er Grikkland
nú, sem betur fer, að ná sér á strik. Í
fyrra mun verg þjóðarframleiðsla
hafa aukist um 2,1%, og var ríkis-
reksturinn jákvæður um 2,2%. Gleði-
legt að sjá þetta. Í ár er reiknað með
verulegum frekari framförum.
Um valkyrjuna skal þetta sagt.
Hún sat á þingi fyrir SYRIZA frá
2012 til 2015 og var forseti þingsins,
fyrir tilstilli Alexis Tsipras, frá febr-
úar fram í ágúst 2015. Þá lenti hún í
útistöðum við Tsipras – eins og svo
marga aðra – og datt úr af þingi.
Í apríl 2016 stofnaði hún nýjan
flokk, „Leiðin til frelsisins“ („Course
of Freedom“). Af 300 þingmönnum á
gríska þinginu hefur þessi flokkur
engan. Grikkir eiga 21 þingmann á
Evrópuþinginu en einnig þar er
flokkurinn á núllinu. Skoðanakönnun
haustið 2016 sýndi að flokkurinn var
með 2-3% fylgi. Valkyrjan nýtur því
meiri hylli hér en í heimalandi sínu.
Að lokum stutt saga um valkyrj-
una eða móður hennar öllu heldur og
kerfin í Grikklandi: 2014 kom í ljós að
móðirin hafði fengið barnabætur fyr-
ir dóttur sína, Zoe, valkyrjuna, fram í
nóvember 2013. Þar sem valkyrjan er
fædd í desember 1976, og var að
verða 37 ára gömul, var þetta auðvit-
að fulllangt. Móðirin húðskammaði
svo barnabótasjóðinn fyrir „mistök-
in“. Um endurgreiðslu hefur ekkert
heyrzt. Skrýtnar sögur, sem tengjast
Zoe Konstantopoulou, eru fleiri.
Þegar Silfrið varð
að brotajárni
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Með aðhaldi og hjálp
ESB, Evrópska
Seðlabankans og Al-
þjóða gjaldeyrisvara-
sjóðsins er Grikkland að
ná sér á strik. Gleðilegt
að sjá þetta.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Þennan zíonista-
lygaáróður gegn kristn-
um Palestínumönnum
hefur maður áður heyrt
frá Halli Hallssyni á
kristilegu útvarpsstöð-
inni Lindinni. En eftir
að Hallur byrjaði með
þessi ósannindi er mað-
ur hættur að mæla með
kristilegu útvarpsstöð-
inni Lindinni. Eins og
gefur að skilja vill mað-
ur ekki kannast við eða tengjast þess-
um svokölluðu kristnu stuðnings-
mönnum Zíonista Ísrael, er hafa verið
að styðja það að hús og íbúðir krist-
inna Palestínumanna og annarra séu
lagðar í rúst og eyðilagðar á Vest-
urbakkanum og í austurhluta Jerúsal-
ems í þessu hernámi zíonista fyrir
„Stærra Ísrael“ („Greater Israel“).
Einnig er það mjög andkristilegt að
styðja Zíonista Ísrael, þegar stjórn-
völd í Ísrael fara algjörlega gegn sam-
þykkum SÞ með að leyfa ekki kristn-
um Palestínuflóttamönnum og öðrum
að snúa aftur til heimalands. Þrátt
fyrir að kristnir Palestínusöfnuðir hafi
reynt að koma öllum þessum skila-
boðum og óskum á framfæri með því
að gefa út sameiginlegar yfirlýsingar
gegn öllu þessu her- og landnámi zíon-
ista, og m.a. með „Jerusalem Decl-
aration on Christian Zionism“ og „A
moment of truth A word of faith, hope
and love from the heart of Palestinian
suffering“ sem auðvelt er og hefur
verið að nálgast á netinu, þá halda
þessir kristnu stuðningsmenn Zíon-
ista Ísrael hér áfram þessum lygaá-
róðri svona líka gegn sínum kristnu
Palestínutrúbræðrum.
Áróður gegn kristnum
Palestínumönnum
Ég reikna með að Hallur haldi
áfram að dreifa þessum ósannindum,
eða þar sem allt er gert til þess að
styðja við áframhaldandi hernám
gegn kristnum Palestínumönnum og
öðrum, svo og til að styðja við frekari
fjölgun á Palestínuflóttamönnum.
Þrátt fyrir öll þessi ósannindi hans
Halls eru allar þessar yfir 160 land-
nemabyggðir zíonista algjörlega ólög-
legar, svo og allt þetta hernám zíon-
ista á Vesturbakkanum og í
austurhluta Jerúsalems algjörlega
ólöglegt gagnvart alþjóðalögum. Það
þarf hins vegar ekki að spyrja þetta
kristna stuðningslið fyrir Zíonista Ísr-
ael, því að þessu stuðningsliði er skít-
sama þó að búið sé að eyðileggja og
rústa yfir 48 þúsund íbúðir og hús Pal-
estínumanna í þessu hernámi zíonista.
Nú og auk þess sér þetta sama stuðn-
ingslið ekkert að því þegar stjórnvöld
í Ísrael gefa það út opinberlega að til
standi að rústa og eyðileggja fleiri
hundruð íbúðir Palestínumanna í við-
bót á landsvæði Palestínumanna fyrir
„Stærra Ísrael“. Það er vitað að þetta
stuðningslið mótmælir aldrei Zíon-
istum Ísrael, þar sem allt gengur út á
það að lofsyngja Zíonista Ísrael.
Stuðningsmenn fyrir Zíonista Ísrael
líta ekki á kirkjuna sem hina andlegu
Ísrael eins og minnst er á í Nýja testa-
mentinu, heldur eru það eingöngu
hinir jarðneska Zíonistar Ísrael sem
skiptir máli, svona líka algjörlega eftir
biblíuþýðingarvillum hans C. Scofield
fyrir Zíonista Ísrael. Allur þessi
stuðningur stuðningsmanna Zíonista
Ísrael við áframhaldandi hernám er
að skila tilætluðum árangri í því að
eyðileggja alla kristna trú þarna, þökk
sé stuðningsmönnum Zíonista Ísrael.
Lygar til að réttlæta og hvítþvo
allt fyrir Zíonista Ísrael
Það er talið mjög andgyðinglegt að
sleppa að minnast á öll þau afrek sem
þetta zíonista-ríki hefur staðið fyrir,
en þetta er örugglega eina ríkið í
heiminum sem fæddist með hryðju-
verkum og djöfulskap
hryðjuverkahópanna
Stern, Irgun og Hag-
anah, er voru í því að
drepa og sprengja Pal-
estínumenn í tætlur
(ifamericaknew.org/
history/origin.html). En
Hallur birtir þessar
sömu zíonista-lygar um
að: „arabaríkin hófu
stríð gegn hinu nýstofn-
aða ríki …,“ þegar það
er staðfest að öll þessi
hryðjuverk zíonista byrj-
uðu löngu fyrir stofnun Zíonista Ísrael
1948, og aflið á bak við þetta allt sam-
an hjá zíonistum hafði ekkert að gera
með Guð, ást og kærleika, að drepa
fólk og gera u.þ.b. 750 þúsund Palest-
ínumenn að flóttamönnum, nú og
þ.m.t. voru yfir 50 þúsund kristnir
Palestínumenn gerðir að flóttamönn-
um. Það væri auk þess mjög andgyð-
inglegt af mér að reyna að segja að
zíonistar hafi verið einhverjir frið-
arsinnar, þegar zíonistar hófu sex-
dagastríðið með öðrum eins djöf-
ulgangi og látum og að ráðast á
flugvelli í Egyptalandi, svo og með
skyndiárásum á flugvelli í Sýrlandi og
aðra nágranna sína. Hallur passar sig
á því að minnast ekki á hverjir byrj-
uðu sexdagastríðið, heldur kemur
hann með þessi ósannindi frá zíon-
istum um að: „Þeir stilltu upp 540 þús-
und manna her við landamæri Ísr-
aels,“ svona til þess eins að réttlæta
allt fyrir Zíonista Ísrael með að hafa
byrjað sexdagastríðið. Nú Hallur
nefnir þessa fáránlegu tölu 540 þús-
und en passar sig síðan á því að minn-
ast ekki á öll þau morð er zíonistar
stóðu fyrir með að hafa myrt yfir 11
þúsund Egypta, 6 þúsund Jórdani, 1
þúsund Sýrlendinga, eða þar sem að-
eins um 700 zíonistar létust í stríðinu
er zíonistar hófu með skyndiárásum.
Hvað kemur til að Hallur minnist ekki
á þær „False flag“-hryðjuverkaárásir
zíonista á herskipið USS Liberty, þar
sem zíonistar myrtu 34 Bandaríkja-
menn, er átti að nota til þess að
hvítþvo með því að klína allri sökinni á
Egypta?
Hallur tilgreinir að yfir 300 ísr-
aelskir ríkisborgarar hafi verið
myrtir á þessum tveimur árum frá
því að Intifada-uppreisnin byrjaði,
en hvað kemur til að Hallur minnist
ekki á að 9.510 Palestínumenn hafa
verið myrtir frá árinu 2000 og til
dagsins í dag, þar sem um er að ræða
meira en sjöfalt fleiri manndráp á
Palestínumönnum en þeim 1,242
zíonistum er hafa verið myrtir?
Þetta ólýðræðislega Ísraelsríki er
þekkt fyrir að nota lokanir, sérvegi,
eftirlitsstöðvar, svo og refsiaðgerðir
gegn Palestínumönnum, auk þess
sem þetta „Apartheid“-ríki rekur
araba – Ísraelsþingmenn út af þingi.
Þá hafa Ísraelsmenn hafið hvert
stríðið á fætur öðru gegn Líbanon
1982-1985 og 2006, svo og gegn Sýr-
landi. Að reyna að segja að þetta séu
friðarsinnar eða að Guð sé að leiða
þetta fólk til baka er ekkert annað en
argasta lygi gagnvart Guði og hans
vilja. Þegar Jesús Kristur sagði:
„Sælir eru hógværir því að þeir
munu jörðina erfa“ átti hann örugg-
lega ekki við þessa zíonista land-
nema.
Athugasemdir
við grein Halls
Hallssonar
Eftir Þorstein Sch.
Thorsteinsson
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson
» Allur þessi stuðn-
ingur stuðnings-
manna Zíonista Ísrael
við áframhaldandi her-
nám er að skila tilætl-
uðum árangri í því að
eyðileggja alla kristna
trú …
Höfundur er
margmiðlunarfræðingur.