Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 ✝ Hjördís UnnurGuðlaugsdóttir Beck fæddist á Reyðarfirði 6. mars 1930. Hún lést á heimili sínu 8. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Sigfússon og Helga Elísabet Kristins- dóttir Beck, sem bjuggu í Brú á Reyðarfirði. Börn þeirra auk Hjördísar Unnar eru: Sigfús Þórir, f. 11. apríl 1929, d. 26. mars 1932. Egill, f. 6. ágúst 1932; Edda Þórey, f. 25. nóv- 1930, d. 16. október 1996. Hjör- dís giftist Sverri Sigurði Ólafs- syni rafmagnsverkfræðingi, f. 15. júní 1928, d. 18. mars 2000, í ágúst 1957. Börn þeirra eru Kristín og Sverrir Jóhann. Dætur Kristínar eru Elfa og Hjördís Steinarsdætur. Börn Sverris Jóhanns eru Gísli Stein- ar og Sigurdís Unnur. Barna- barnabörnin eru sjö. Hjördís og Sverrir hófu búskap á Egils- stöðum og fluttu síðar til Reykjavíkur og bjuggu þar alla tíð síðan, lengst af á Háaleit- isbraut, en þangað fluttu þau árið 1965. Hjördís vann hjá Landsíma Íslands sem talsíma- vörður alla sína starfsævi. Hún vann fyrst sem ung stúlka hjá símanum á Reyðarfirði og síð- an í Reykjavík. Útför Hjördísar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 20. febr- úar 2018, klukkan 13. ember 1937, d. 19. mars 2001; Þuríður Kristín, f. 28. ágúst 1939; Sigfús Þórir, f. 24. október 1942. Börn hennar eru Guðlaugur Erlings- son, maki hans er Jarþrúður Ólafs- dóttir. Börn þeirra eru Helga Elísabet og Ólafur Geir. Helga Erlingsdótt- ir, maki hennar er Krist- mundur Hákonarson. Synir þeirra eru Þórir og Andri. Fað- ir Guðlaugs og Helgu var Er- ling Ragnarsson, f. 22. október „Æ, ert þetta þú elskan?“ Hún stendur í dyragættinni í grænu peysunni og joggingbuxunum og brosir sínu blíðasta. Það er hún Dísa, tengdamóðir mín, sem þar stendur. Móttökurnar eru ætíð góðar en ég gæti þess að faðma hana ekki of harkalega af hræðslu við að hún hreinlega brotni. Það fór ekki mikið fyrir henni Dísu síðustu árin sem hún lifði og ekki var það beinlínis sældarlíf fyrir hana þótt hún bæri sig allt- af vel. Hún hafði verið léleg til heilsunnar í mörg ár en bjó samt ein heima hjá sér og vildi hvergi annars staðar vera. Þar leið henni best. Hún átti góða að þar sem voru börnin hennar og barnabörn sem litu til með henni og aðstoðuðu eftir því sem best þau gátu. Hjördís Unnur Guðlaugsdóttir var forkunnarfögur kona á yngri árum og, eins og við höfðum oft orð á, eins og kvikmyndastjarna á ljósmyndum. Hún starfaði lengstum sem símamær á lang- línunni í Reykjavík og eignaðist margar vinkonur þar sem hún átti góðar stundir með. Þau hjón, Sverrir Ólafsson og hún, voru lengst af samhent og dugleg að koma sér upp fallegu heimili og sjá börnunum farborða. Dísa var lífsglöð kona að eðl- isfari og leit alltaf frekar á björtu hliðarnar en þær sem dekkri voru. Hún var félagslynd og fjörug og hafði gaman af því að fara á mannamót. Þannig naut hún þess að hitta gamla vini og kunningja að austan á samkom- um í Reykjavík. Þegar ég kynnist Dísu fyrst, kornung kona, átján ára og trú- lofuð syni hennar Guðlaugi, Gulla í Brú, tók Dísa mér vel og við urðum mestu mátar. Minnis- stætt er mér, hve vel þau hjónin bæði tóku á móti mér sem unn- ustu Gulla og bjuggu vel að okk- ur kærustuparinu á Háaleitis- brautinni, fyrsta veturinn okkar í sambandi, og þegar við svo eign- uðumst sjálf okkar fyrsta heimili í sömu blokk, þar sem við bjugg- um í sjö ár, hafði Dísa ætíð hönd í bagga með okkur. Hún Dísa var alltaf afar stolt af börnum sínum og barnabörn- um og fylgdist vel með gengi þeirra í námi og starfi. Og ætt- rækin var hún og átti ást og virð- ingu sinna ættmenna. Heimilið hennar á Háaleitisbraut var í raun á tímabili eins og hótel, allir velkomnir og stöðug veisla og gaman. Dísa var orðheppin og notaði oft sérkennileg orð og orðasambönd yfir hlutina. Hún hafði gaman af því að ferðast og fór oft utan með Sverri meðan hann lifði og hafði gaman af því að segja frá þeim ferðalögum. Þá fór hún árlega, meðan heilsa hennar leyfði, í svonefndar inn- kaupaferðir til Glasgow og Lond- on og keypti þá meðal annars jólafötin á barnabörnin. Dísa hafði alltaf gaman af því að dressa sig upp, átti marga fallega kjóla og fínerí og leit alltaf út eins og drottning þegar hún fór út á milli manna. Hárið hennar rauða, þykka og liðaða bylgjaðist fallega á kollinum og þegar hún var búin að setja á sig andlit eins og hún kallaði það var hún svo sannarlega fegurðin ein. Ég held að Dísa hafi vitað að hverju stefndi og ég er viss um að hún kvaddi lífið sátt við sjálfa sig og alla aðra. Ég kveð Dísu með söknuði og þakklæti. Án hennar hefði lífið sannarlega ver- ið fátæklegra. Jarþrúður Ólafsdóttir. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Þegar ég hugsa til nöfnu minnar og móðursystur, Hjördís- ar Guðlaugsdóttur, finnst mér vel við eiga þetta ljóð um fóstur- landsins freyju, því í mínum huga stóð hún fyrir svo margt af því sem prýðir góða manneskju. Hún var sterk í lífsins ólgusjó og hafði léttleikann að leiðarljósi í öllum sínum samskiptum og það voru engin takmörk fyrir hvað hún gat snúið einhverju sem var kannski miður skemmtilegt í eitthvað sem kom viðmælanda hennar til að verða glaðari í sinni. Nafna mín var mjög glæsileg kona og þegar ég var lítil stelpa í Brú á Reyðarfirði hjá ömmu og afa, þá án þess að hafa svo mikið að miða við, fannst mér hún líkj- ast Hollywood-stjörnu. Þegar ég svo komst til vits og ára breyttist þessi mynd ekkert í mínum huga, því það var alltaf mikil reisn yfir nöfnu sem per- sónuleika og í fasi. Heimili nöfnu og Sverris á Háaleitisbrautinni var alltaf opið fyrir mér þegar ég byrjaði að hleypa heimdraganum. Það var mér ómetanlegt og er ég ævin- lega þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem ég á frá þeirra heimili. Vináttan og góðviljinn sem ég hef svo orðið aðnjótandi þangað til nú lifir áfram. Blessuð sé minning móður- systur minnar sem var góð fyr- irmynd og átti svo mikið að gefa sínu samferðafólki. Í mínu hjarta verður hún ljós í þúsund ár. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég til barna nöfnu, Gulla, Helgu, Kristínar og Sverris Jó- hanns, ásamt fjölskyldum þeirra. Hjördís Sigurðardóttir. Mikil og sönn sæmdarkona hefur kvatt okkur og það merlar á myndir liðinnar tíðar, því hversu munaþýð er hún myndin af henni Hjördísi, henni Dísu Guðlaugs eins og hún var jafnan kölluð heima, myndir allt frá barns- og unglingsárum og svo alla tíð. Ég man mætavel hve for- eldrar mínir voru glaðir þegar hún Dísa, sem var náfrænka föð- ur míns, kom í heimsókn í Selja- teig, kát og hress og lífgaði upp á alla og var svo frásagnarglöð, aldrei hnjóðsyrði, aðeins léttleik- inn og hlátur hennar yljandi og lífgandi í senn. Henni því afar vel fagnað. Sama var um frændfólk- ið mitt góða á Grettisgötunni, systkini pabba, því þegar Dísa kom í heimsókn þangað var gleðin björt í bæ og hún sem frænka að miklum verðleikum metin, frændrækni hennar oft af þeim rómuð. Hún Dísa var einkar hugguleg kona og andblær hlýjunnar og hressileikans ætíð alls ráðandi við alla samfundi okkar Hönnu við þessa einlægu og ljúfu konu. Hún Dísa var mjög vel gefin og lauk námi í Alþýðuskólanum á Eiðum með ágætri einkunn, þar var hún vinsæl vel og mörg skólasystkini hennar hef ég heyrt lofa hana fyrir félagsskap- inn farsæla og fjörgandi fram- komu sína alla tíð. Aðalstarf sitt sem talsímakona rækti hún afar vel og til þess tekið hversu snögg hún var í afgreiðslunni og oft gleðigjafi þeim sem hringdu, þó álagið væri ærið. Þar ríkti þessi ágæta gáfa sem hún var svo auð- ug af að greiða götu allra sem bezt hún mátti. Hún átti líka dugnaðinn og snerpuna sem fylgdu foreldrum hennar, því mæta fólki. Ég kynntist þessum eðliskostum kannski bezt í syni hennar Guð- laugi Erlingssyni sem var fram- úrskarandi nemandi minn, en öll eru börn hennar gædd góðum gáfum og glöggum hæfileikum. Þeim og þeirra fólki eru einlægar samúðarkveðjur sendar. Hlýjar samúðarkveðjur eru þeim einnig sendar frá Birni G. Eiríkssyni, en Dísa var honum alla tíð mjög kær frænka. Hún Dísa er í kærleika kvödd, en kærleiki sá eiginleiki sem var svo ríkur hjá henni alla tíð. Blessuð sé heiðrík minning mannkostakonu. Helgi Seljan. Í dag er elsku Dísa kvödd og minningarnar eru svo margar og skemmtilegar. Sé hana fyrir mér segja sögur í eldhúsinu, kímna á svip eða brosandi. Hún hafði gaman af að sitja með okkur stelpunum og fá sér kaffi og smók og það var oft mikið hlegið og spjallað fram eftir. Áhugasöm um líf okkar vin- anna og fannst gaman að fá frétt- ir af því. Í minningunni var alltaf eitt- hvað að gerast á Háaleitisbraut- inni setið við stofuborðið bæði heimilisfólk og gestir. Og oft við jólabakstur eða laufabrauð og ekki síst sláturgerð. Alltaf var eitthvað um að vera á stóru heimili og Dísa átti stóra fjölskyldu og það var oft mikill gestagangur og vinsælt að koma og gista þegar frændfólkið kom í borgina enda voru allir velkomn- ir og hún höfðingi heim að sækja. Dísa vann við Landssímann, talaði mikið um vinkonurnar á símanum. Oft var Dísa ekki heima á matmálstímum og þá voru það aðrir heimilismenn sem sáu um matarinnkaup og mat- argerð. Og oft hefur verið hlegið að því þegar kom að því að velja í matinn þá kom eiginmaðurinn Sverrir alltaf með þá hugmynd: „Eigum við ekki að bara að hafa kjötfars og kál?“ Þetta fannst okkur stelpunum fyndið. Það var mikill ljómi yfir ár- unum fyrir austan. Dísa var flott kona og hafði gaman af að klæða sig upp. Við vinkonur Kristínar vorum það heppnar að Dísa átti fullt af glæsilegum kjólum, suma hverja sérsaumaða sem hún hafði gaman af að lána okkur stelpunum þegar við þurftum á að halda . Oft var erlendum gestum boð- ið heim og Dísa var góður gest- gjafi og ekki þótti okkur stelp- unum þetta síður spennandi. Í sumarbústaðnum í Kjósinni leið henni vel. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst Dísu sem var svo ynd- isleg. Samúðarkveðjur til ykkar allra kæra fjölskylda. Sigrún. Hjördís Unnur Guð- laugsdóttir Beck Elsku Kári, nú kveðjum við þig. Við systkinin átt- um góða daga sam- an og vorum alltaf eitthvað að bralla. Á yngri árum í Haganesi fannstu upp á ýmsu. Þig langaði til að vita hvernig hauslausar hænur fljúga og þar með fækkaði heldur betur í hænsnastofni móð- ur okkar við þessa tilraunastarf- semi. Þú varst mjög uppátekta- samur sem skemmti okkur systkinunum en stundum var for- eldrum okkar ekki skemmt. En minningarnar lifa. Ekki vantaði húmorinn og frá- sagnargleði þín var lifandi og engu haldið til baka og alltaf gaman að heyra þig herma eftir. Tónlist var þér í blóð borin og Kári Kort Jónsson ✝ Kári Kort Jóns-son fæddist í 6. ágúst 1949. Hann lést 10. febrúar 2018. Útför Kára fór fram 15. febrúar 2018. þinn hreini tenór hljómaði á systkina- og ættarmótum og að sjálfsögðu gekkst þú í Skagfirsku söngsveitina og söngst með henni í mörg ár. Gestrisni var þér eðlislæg og þá naustu þín best í eldhúsinu þar sem þú galdraðir fram hvern veisluréttinn af öðrum. Það var alltaf gaman að sækja þig heim. Fljótin voru þinn heimahagi og þar átti náttúran þinn hug og ekki varstu lengi að leggja netin í vatnið og bjóða í silungaveislu í Haganesi. Þú varst svo lánsamur að eign- ast fimm yndisleg börn og einn fósturson sem eru forréttindi. Nú eruð þið sameinaðir tenór- arnir þrír og mun söngur ykkar óma á nýjum stað. Eitt er það sem aldrei gleym- ist, aldrei það er minning þín. Hvíl í friði, elsku bróðir, Gyða. Það var erfitt og sorglegt að frétta af andláti góðrar vin- konu minnar, Guð- rúnar Bogadóttur, en hún hafði átt við veikindi að stríða síðustu ár. Við Guðrún vorum nánar vin- konur í fjóra áratugi, hún var dug- leg og kraftmikil kona og æðru- laus eins og best sást í veikindum hennar. Takk fyrir allt, kæra vin- kona. Ég á eftir að sakna þín um ókomin ár. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mín- um í líknarmildum föðurörmum þínum Guðrún Bogadóttir ✝ Guðrún Boga-dóttir fæddist 26. nóvember 1947. Hún lést 1. febrúar 2018. Útför Guðrúnar fór fram 14. febr- úar 2018. og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðar- verndan þína, og ættlið mitt og ætt- jörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grand- ar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Joch.) Ása Norðfjörð. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Okkar ástkæri BJÖRN MÁR SVEINBJÖRNSSON tæknifræðingur lést í Kenía laugardaginn 10. febrúar. Útför hans verður auglýst síðar. Sveinbjörn Björnsson Einar Örn Sveinbjörnsson Guðrún Karls Helgudóttir Birna Þorvaldsdóttir Gunnar Júlíusson Þorvaldur Bragason Guðrún Jóhannsdóttir og fjölskyldur Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, Hólabraut 1, Skagaströnd, sem lést miðvikudaginn 14. febrúar verður jarðsungin frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 24. febrúar klukkan 14. Minningarathöfn verður frá Lindakirkju, Kópavogi, laugardaginn 3. mars klukkan 16. Steindór Haraldsson Aðalheiður Steindórsdóttir Stefán Halldórsson og barnbörn Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, MAGNÚSÍNA BJARNADÓTTIR, Stórholti 26, lést mánudaginn 5. febrúar á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á félag Einstakra barna. Sólrún og Heiða Ragnarsdætur tengdasynir, barnabörn og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.