Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.02.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 ROYAL VANILLUBÚÐINGUR ... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS A�taf góður! Ríta Freyja Bach, handverkskona í Grenigerði í Borgarfirði, á75 ára afmæli í dag. Ríta hefur búið þar ásamt eiginmanni sín-um, Páli Jenssyni, í 40 ár. Í Grenigerði búa þau til vandaðar handgerðar vörur úr hreindýrahornum, kindahornum, hrosshárum, ull og kanínufiðu. Til dæmis tölur, nálahús, hálsmen, íleppa, inniskó og úlnliðshlífar. Þau selja vörur sínar til að mynda á þremur stöðum í Reykjavík, hjá Handprjónasambandinu, í Þjóðminjasafninu og KRAUM hjá Hönnunarsafni Íslands.. „Við erum líka með jurtaliti og það gengur mjög vel og seljum þá í Ullarselinu á Hvanneyri. Við höfum líka verið með garðyrkjubýli hér í Grenigerði, en erum að hætta því smám saman.“ Ríta og Páll eru bæði frá Jótlandi í Danmörku, Ríta er frá Brandi og Páll er frá Ringköbing. Þau kynntust á Fimmvörðuhálsi á hvíta- sunnu árið 1963, en þá voru þau bæði að vinna hér á landi. Þau ákváðu síðan að setjast hér að. „Hér var og er meira frjálsræði en í Dan- mörku. Ég hafði verið að vinna hjá bændum þar og maður þurfti að vinna allan tímann. Hér á Íslandi er unnið meira í skorpum.“ Börn Rítu og Páls eru Kristján Vagn og Guðríður Ebba, sem búa bæði í Borgarnesi með sinni fjölskyldu. Í dag ætlar Ríta að sitja heima og spinna, en hún spinnur úr hunda- hárum, kanínuhárum og lambsull. „Ég er búin að halda upp á afmælið og kom fjölskyldan saman hérna á laugardaginn.“ Hjónin Ríta og Páll í vinnustofu sinni í Grenigerði. Situr heima í Greni- gerði og spinnur Ríta Freyja Bach er 75 ára gömul í dag M agnús fæddist í Reykjavík 20.2. 1928 og ólst þar upp í Vesturbænum. Auk þess dvaldi hann í sveit á sumrin í Eyvík í Gríms- nesi. Magnús gekk í Austurbæjarskól- ann í Reykjavík. Hann fékk ungur brennandi áhuga á flugi: „Ég byrjaði mitt flugnám með því að læra að fljúga á svifflugu í seinni heimsstyrj- öldinni. Þá kynntist ég breskum her- flugmanni í Reykjavík, árið 1944, og hann tók mig í kvöldnám á Link flug- þjálfa sem notaður var við þjálfun hjá breska hernum. Ég fór í mitt fyrsta flug árið 1944 og keypti mína fyrstu flugvél, ásamt öðrum, í stríðs- lok. Það var Stearman PT-17. Árið 1946 ákvað ég að fara í flug- nám til Englands. Til að fjármagna námið fékk ég uppáskrifaðan víxil sem bankinn keypti af mér. Þá var haldið til Englands með togara haustið 1946. Ég byrjaði í flugskól- anum AST í bænum Hamble í Hampshire, ekki langt frá South- ampton. Mér var síðan boðið að flytja mig yfir til Marshall- flugskólans í Cambridge. Ástæðan var sú þjálfun sem ég hafði aflað mér heima í breska flugþjálfanum, auk 50 flugtíma á Stearman-flugvélinni.“ Magnús útskrifaðist sem flug- maður í júní 1947 og kom heim á þjóðhátíðardaginn: „Ég var ráðinn til reynslu hjá Loftleiðum um sum- arið. Reynslutíminn stóð í þetta sinn Magnús Norðdahl, fyrrv. flugstjóri – 90 ára Með börnunum Talið frá vinstri: Magnús Steinarr, Jóna María, Guðmundur, Magnús, Guðrún og Sigurður. Flogið gegnum lífið meðan lífið flýgur hjá Hjónin Magnús og María fyrir nokkrum árum, en María lést í fyrravor. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.