Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 TVÆR SÍÐUSTU VÉLARNAR Á TILBOÐSVERÐI 745 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 VERÐ MEÐ SKÓFLU kr. 3.698.000 án vsk. Verð miðast við gengi EUR 125 700 lína fjölnotatækjanna frá Avant er nú framleidd með nýju og endurhönnuðu vökvakerfi. HÉR ER Á FERÐINNI MJÖG AFLMIKIL VÉL Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI OG MEÐ GÓÐUM BÚNAÐI TIL AFGREIÐSLU STRAX Á EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sena Live hefur gengið frá kaupum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves (IA), eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu og mun Ísleifur Þór- hallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, jafnframt gegna starfi fram- kvæmdastjóra hátíðarinnar á þessu ári en hún verður haldin 7.-10. nóv- ember. Tekur hann við starfinu af Grími Atlasyni sem stýrt hefur IA í átta ár en há- tíðin hóf göngu sína árið 1999. Icelandair verður áfram helsti styrktarað- ili hátíðarinnar og mun styðja við markaðssetningu hennar og Reykjavíkurborg mun einnig styrkja hana. Þeir tónlist- armenn og hljómsveitir sem hug hafa á að koma fram á hátíðinni geta sótt um frá og með 1. mars næstkkom- andi. Hátíðin í ár verður sú tuttug- asta í röðinni og Útflutnings- skrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, mun sjá um ráðgjöf varðandi erlenda fjölmiðla og fagaðila, ráð- stefnuhluta hátíðarinnar og tengsla- myndun íslenskra tónlistarmanna og fulltrúa alþjóðlega tónlistargeirans. „Kunnum þetta ágætlega“ Hátíðin hefur verið rekin með tapi síðustu tvö ár og er það ein af áskor- unum Senu Live að snúa við þeirri þróun. Ísleifur er spurður að því hvað Sena Live geti gert betur en aðrir þegar kemur að skipulagi og rekstri IA. „Ég veit ekki hvað við getum gert betur en aðrir en Airwaves er menn- ingarapparat á Íslandi sem öllum þykir rosalega vænt um, maður finn- ur það strax. Hátíðin er búin að vera til í 20 ár og maður gerir sér grein fyrir því þegar maður tekur við henni að henni fylgja alls konar skyldur,“ svarar Ísleifur. „Við viljum ná breiðri samstöðu um þetta, hitta fyrrverandi starfsfólk hátíðarinnar og styrktar- og samstarfsaðila og fá þeirra skoð- anir á því hvernig eigi að gera þetta. En við erum a.m.k. vanir því að halda viðburði og búnir að læra „the hard way“ hvernig eigi að gera þetta, er- um með ágætis kerfi og mjög gott teymi sem hefur verið að vinna með okkur síðastliðin tíu ár. Ég er búinn að vera í þessu í rúmlega tuttugu ár og við kunnum þetta ágætlega, erum með góð sambönd og gott innra skipulag uppi í Senu hvað varðar bók- hald, fjármál, markaðsmál og svoleið- is og ansi sterkt bakland. Og það er kannski helsti munurinn á okkur og öðrum tónleikahöldurum, að bak- landið er ansi sterkt.“ – Þú nefndir að hátíðinni fylgi skyldur, hverjar eru þær helstu? „Airwaves byrjaði sem „show case“ hátíð til að koma íslensku tón- listarfólki á framfæri og draga til landsins erlenda bransann og vekja athygli á íslensku tónlistarfólki er- lendis. Tilgangurinn er annars vegar að styrkja íslenskt tónlistarlíf og hins vegar að draga ferðamenn til lands- ins utan háannatíma. Þannig að styrkir frá Reykjavíkurborg og Ice- landair eru auðvitað háðir því að þessar skyldur séu ræktar, þessir að- ilar vilja vera vissir um að við ætlum að taka þetta alvarlega og auðvitað gerum við það. Icelandair er búið að staðfesta áframhaldandi samstarf og allir hinir eru jákvæðir, nú förum við í það að hitta alla hina styrktaraðilana og reyna að ganga frá nýjum samn- ingum við þá,“ svarar Ísleifur. Breytingar nauðsynlegar Hvað breytingar á hátíðinni varðar segir Ísleifur að mögulega verði þeir einhverjar þar sem reksturinn hafi verið þungur og erfiður síðustu tvö ár. „En við þurfum að gera þær í sátt og samlyndi við bransann, við tónlist- argeirann og fólk þarf að skilja af hverju við erum að gera þessar breytingar, af því reksturinn gekk ómögulega síðastliðin tvö ár og því er óhjákvæmilegt að endurskoða allt skipulag og alla framkvæmd frá grunni með það fyrir augum að ná rekstrinum a.m.k. á núllið,“ útskýrir Ísleifur. – Máttu segja nánar frá þeim breytingum, hvernig þið ætlið að snúa þessum taprekstri við? „Það er kannski aðeins of snemmt að gefa einhverjar yfirlýsingar, það þarf að ræða fyrst við alla þessa aðila en eitt af því sem þarf að skoða er þessi „off venue“ sprengja. Það eru 50 „off-venue“ staðir og rétt rúmlega tíu opinberir, salan hefur farið minnkandi síðastliðin tvö ár og hluti ástæðunnar getur verið að búið sé að kenna fólki að það geti tekið Airwa- ves helgina með trompi án þess að kaupa armband. Og það er ekki gott. Við þurfum að ræða við þessa aðila og fara yfir hvernig hægt sé að gera þetta sanngjarnt fyrir alla. Hátíðin býr til miklar tekjur fyrir marga aðila en reksturinn á henni er vondur. Við þurfum að ræða við alla um hvernig við getum lagað þetta, það gengur ekki til lengdar að hátíðin sé alltaf að skíttapa en allir aðrir að græða,“ svarar Ísleifur en til skýringar eru „off-venue“ tónleikar haldnir á stöð- um sem aðgangur er ókeypis, t.d. kaffihúsum, og eru ekki hluti af aðal- dagskrá hátíðarinnar sem krefst þess að gestir séu með aðgangsarmbönd. Atriðum gæti fækkað Icelandair verður, eins og áður sagði, áfram helsti styrktaraðili há- tíðarinnar og mun bæði styrkja hana með flugmiðum og fjárframlögum. Ísleifur segir samstarfið við Ice- landair skipta miklu fyrir hátíðina. „Það var grundvallarforsenda að fyr- irtækið yrði áfram styrktaraðili og það sama á við um aðra styrktaraðila, það er grundvallaratriði að þeir haldi áfram,“ segir hann og nefnir sér- staklega Reykjavíkurborg sem mik- ilvægan samstarfs- og styrktaraðila. – Nú velta eflaust margir fyrir sér hvort íslensk tónlist verði enn stærri hluti af dagskránni en áður með þess- um breytingum á rekstri hátíðar- innar. Verður hún það? „Við erum örugglega að fara svolít- ið „back to basics“, rifja upp hvernig og af hverju hátíðin varð til, hver hennar tilgangur sé og hver hennar sérstaða miðað við aðrar hátíðir og það er auðvitað tengingin við íslensku atriðin, allur þessi fjöldi íslenskra at- riða. Þau hafa í fjölda talið verið um 80%, að ég held, það voru 200 atriði síðast og þar af 160 íslensk. Þessi hlutföll eru svo sem allt í lagi og við ætlum bara að halda þeim og styrkja, ef eitthvað er. Það getur vel verið að atriðum fækki eitthvað en við ætlum bara að reyna að bóka betur þannig að jafnvel þó atriðum fækki virki há- tíðin jafnstór og jafnspennandi fyrir gestina. Við viljum ekki gera breyt- ingar sem minnka söluna, við viljum gera breytingar sem auka hana. Það er örugglega tækifæri til að skera niður hér og þar og það getur vel ver- ið að íslensku böndunum og þeim er- lendu fækki eitthvað en við viljum gera tilraun til að gera það á þann hátt að hátíðin sé meira spennandi og heildstæðari, ef eitthvað er. Það er hægara sagt en gert en við ætlum að reyna það.“ Harpa ólíklegur tónleikastaður – Hvað með tónleikastaði? Nú var Harpa nánast út úr myndinni í fyrra, ætlið þið að reyna að halda sömu tón- leikastöðum og voru á hátíðinni þá? „Við byrjum þar sem þetta endaði síðast og förum yfir hvernig þetta gekk allt. Ég held að „official“ stað- irnir séu fínir en við þurfum að skoða „off venue“ staðina,“ svarar Ísleifur. Hann hafi mikla reynslu af Hörpu sem tónleikastað og hún henti ekki hvaða tónleikum sem er. „Hún er þó- nokkuð dýrari en allir aðrir staðir og allt inni í henni er dýrara en annars staðar. Ég er ekki þar með að gagn- rýna Hörpu en þetta er einfaldlega ofsalega fínt og flókið hús, stórt og mikið með mikinn kostnað sem þýðir bara að þetta er ekki staður fyrir hvaða tónleika sem er. Ég sé ekki fram á að Airwaves hafi efni á Hörpu sem tónleikastað en ég þarf að hitta þau og setjast yfir þetta allt með þeim,“ segir Ísleifur. Fjárhagslega sé ólíklegt að það gangi upp. – Það er í mörg horn að líta hjá þér og eitt þeirra eru greiðslur til lista- manna. Þarf ekki að skoða þau mál vel og fyrirkomulagið á þeim? „Jú, við þurfum að setjast yfir það, hvað er eðlilegt að borga þeim og ÚTÓN er áfram með okkur sem sam- starfsaðili, mun sjá um ráðstefnu- hlutann áfram m.a. og við þurfum bara að tala við bransann, ræða þessi mál.“ Mikilvægur sýningargluggi – Það hefur verið mikilvægur hluti af hátíðinni að bjóða fjölda erlendra fjölmiðlamanna og fólki úr tónlistar- bransanum á hana sem hefur skilað sér í því að hátíðin er orðin vel þekkt erlendis og íslenskt tónlistarfólk hef- ur fengið tækifæri á erlendri grundu. Þurfið þið ekki að halda því áfram? „Jú, ekki spurning og það kemur inn á að fara „back to basics“ og finna ræturnar og hjartað. Þetta byrjaði sem sýningargluggi fyrir íslenska tónlist og það er mjög mikilvægt að fá erlenda bransann til landsins og þar erum við í samstarfi við ÚTÓN, með ráðstefnuhlutann og allt það, í því að tengja tónlistarfólkið við bransann,“ segir Ísleifur. Hann hafi kynnst því af eigin raun, m.a. í samskiptum sínum við umboðsmenn erlendis, hversu þekkt hátíðin sé og sterkt vörumerki. „Menn bera mikla virðingu fyrir þessari hátíð og maður finnur fyrir velvild alls staðar gagnvart henni.“ – Þú verður framkvæmdastjóri fram yfir hátíðina í ár en svo tekur annar við, eða hvað? „Ja, það er stefnan, hefur ekki ver- ið endanlega ákveðið en við sjáum þetta svona fyrir okkur, að ég geti að- eins bakkað út eftir fyrstu hátíð og að við getum svo ráðið annan fram- kvæmdastjóra til að stjórna dag- legum rekstri hátíðarinnar. En við sjáum bara hvernig það gengur,“ segir hinn tvöfaldi framkvæmda- stjóri, léttur í bragði. „Baklandið er ansi sterkt“  Breytinga má vænta á skipulagi Iceland Airwaves svo snúa megi við taprekstri síðustu tveggja ára  Til greina kemur að fækka „off-venue“ tónleikum  Leitað í ræturnar og hjarta hátíðarinnar Morgunblaðið/Eggert Hættur Grímur Atlason plokkaði bassann á tónleikum með Dr. Gunna á Iceland Airwaves í fyrra. Grímur sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves fyrr í þessum mánuði eftir átta ára starf. Ísleifur Þórhallsson Vefsíða Iceland Airwaves: icelandairwaves.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.