Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 20.02.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2018 Nýjasta ofurhetjumyndin úr smiðju Marvel og Disney, Black Panther eða Svarti pardusinn, eftir leik- stjórann Ryan Coogler, var frum- sýnd fyrir helgi og sló aðsóknarmet hvað varðar miðasölutekjur yfir frumsýningarhelgi af kvikmynd eftir þeldökkan leikstjóra. Tekjur á heimsvísu námu 387 milljónum doll- ara en fyrra met átti kvikmyndin Straight Outta Compton sem skil- aði 214 milljónum dollara í heildina, þ.e. ekki aðeins yfir frumsýning- arhelgi heldur allan þann tíma sem hún var í sýningum. Black Panther hefur m.a. vakið athygli fyrir að nær allir leikarar hennar eru þel- dökkir, sem hefur ekki áður sést í bandarískri ofurhetjumynd enda nær allar ofurhetjur teiknimynda- sögunnar hvítar á hörund. Samkvæmt frétt á vef The New York Times var búist við því að Black Panther myndi skila 165 milljónum dollara í miðasölu í Bandaríkjunum fyrstu fjóra daga í sýningum en aðsóknin varð langt- um meiri og þeldökkir voru um 37% bíógesta, að því er fram kemur í fréttinni. Svarti hlébarðinn sló aðsóknarmet Vinsæl Úr Black Panther sem hlotið hefur einkar góða aðsókn og lof gagnrýnenda. Kvikmyndin Three Billboards Out- side Ebbing, Missouri sópaði að sér BAFTA-verðlaunum bresku kvik- myndaakademíunnar þegar þau voru afhent í Royal Albert Hall í London á sunnudag. Myndin hlaut alls fimm verðlaun, en hún var valin besta myndin, besta breska myndin, Fran- ces McDormand þótti besta leik- konan í aðalhlutverki og Sam Rock- well besti leikarinn í aukahlutverki auk þess sem handrit Martins McDo- nagh þótti vera besta frumsamda handritið. Samkvæmt frétt BBC er talið að BAFTA-verðlaunin auki líkurnar á því að myndinni vegni vel á Óskars- verðlaunaafhendinguni sem fram fer 4. mars. Á það er reyndar bent að síð- ustu þrjú árin hafi sú mynd sem þótti best að mati BAFTA ekki hlotið Ósk- arinn í sama flokki. „Það sem við erum stoltust af, sér- staklega á þessu Time’s Up-ári, er að þetta er mynd um konu sem neitar að láta vaða yfir sig,“ sagði Martin McDonagh, leikstjóri og handritshöf- undur, í þakkarræðu sinni. Frances McDormand gerði mótmæli og borg- aralega óhlýðni að umtalsefni í þakk- arræðu sinni og lýsti stuðningi við baráttu kvenna gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi, en ræðu sinni lauk hún með orðunum: „Valdið til fólks- ins“. Nær allar konur sem viðstaddar voru verðlaunaafhendinguna klædd- ust svörtu í mótmælaskyni við kyn- bundna ofbeldið sem viðgengst í kvik- myndabransanum. Næstflest verðlaun, eða þrenn, hlaut The Shape of Water, en myndin hlaut flestar tilnefningar eða samtals 12. Myndin var verðlaunuð fyrir bestu útlitshönnun, Guillermo Del Toro hlaut verðlaun fyrir leikstjórn sína og Alexander Desplat fyrir frumsamda tónlist. Gary Oldman var valinn besti leik- arinn í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Winston Churchill í Darkest Hour, en myndin var einnig verðlaunuð fyr- ir bestu förðun og hárgreiðslu. Old- man hafði tvisvar áður verið til- nefndur fyrir leik sinn, en ekki hlotið verðlaunin á því sviði heldur fyrir leikstjórn og handrit sitt að Nil By Mouth fyrir 20 árum. Sagði hann verðlaunin nú vera sér mikinn heiður. Allison Janney þótti besta leik- konan í aukahlutverki í I, Tonya. Besta teiknimyndin var valin Coco. Besta handritið sem byggðist á áður útgefnu efni var valið Call Me By Your Name eftir James Ivory sem byggist á samnefndri skáldsögu André Aciman. Daniel Kaluuya, sem fór með lykilhlutverk í hrollvekjunni Get Out, var kjörinn rísandi stjarna í netkosningu almennings. Ridley Scott hlaut sérstök heiðurs- verðlaun, þau þriðju frá BAFTA á 26 ára tímabili, en hann hefur aldrei unnið til verðlauna í keppnisflokki. AFP Sigursæl Verðlaunahafar myndarinnar Three Billboards Outside Ebbing, Missouri. Höfundurinn og leikstjórinn Martin McDonagh, framleiðandinn Peter Czernin, leikararnir Sam Rockwell og Frances McDormand sem bæði voru verðlaunuð fyrir leik sinn og breski framleiðandinn Graham Broadbent fögnuðu góðu gengi myndar sinnar. Three Billboards hlaut flest BAFTA-verðlaun  „Mynd um konu sem neitar að láta vaða yfir sig“ Ánægð Bandaríska leikkonan All- ison Janney var verðlaunuð fyrir leik sinn í aukahlutverki í I, Tonya. Vonarstjarna Breski leikarinn Daniel Kaluuya var útnefndur rís- andi stjarna að mati áhorfenda. Glaður Gary Oldman var verðlaun- aður fyrir túlkun sína á Winston Churchill í Darkest Hour. Stoltur Franska tónskáldið Alex- andre Desplat verðlaunaður fyrir tónlistina í The Shape Of Water. • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 45.880 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. ICQC 2018-20 BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 8, 10.15SÝND KL. 5.15, 7.50, 10.35 SÝND KL. 5.30SÝND KL. 5.30SÝND KL. 10.30SÝND KL. 7.50

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.