Morgunblaðið - 26.02.2018, Page 2

Morgunblaðið - 26.02.2018, Page 2
„Þetta slapp ótrúlega vel miðað við aðstæður,“ segir Ólafur Guðmunds- son, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, um rútuslys sem varð á Borgar- fjarðarbraut í gær. 32 farþegar, þar af 26 franskir unglingar, voru í rútu sem fauk af veginum og á hliðina í snarpri vindhviðu. Tveir farþeganna urðu fyrir minniháttar meiðslum að sögn Ólafs, sem sagði líklegt að far- þegarnir hefðu verið í beltum. „Mér leist ekkert á tilkynninguna; 30 börn, rútuslys, einhverjir slasaðir. Mér leist ekkert á þetta,“ segir Ólaf- ur, en sem áður segir fór betur en á horfðist. Farþegarnir voru fyrst fluttir í fjöldahjálparstöð Rauða krossins, sem opnuð var í Mennta- skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Um níuleytið í gærkvöldi var hóp- urinn ferjaður suður í Ölfus, þar sem hann gisti. Að sögn Ólafs vildu frönsku ungmennin ekki fara í rútu á Suðurlandið enda skelkuð eftir slysið. Því voru þau ferjuð með tveimur stórum björgunarsveitarbílum og tveimur einkabílum. Teymi frá Rauða krossinum á Suðurlandi mun í dag heimsækja hópinn og athuga líð- an hans. athi@mbl.is Mildi að ekki fór verr er rúta valt  32 um borð er rútan fauk út af veginum  Hópurinn vildi ekki ferðast með rútu síðar um daginn Morgunblaðið/Eggert Slys Fjöldahjálparmiðstöð var opnuð í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í gær og þar var hópurinn skoðaður af heilbrigðisstarfsfólki. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Hátæknigagnaver mun rísa við norðurenda Korputorgs síðar á árinu og reiknað er með að fyrsti áfangi þess, um 1.000 fermetrar, verði tekinn í notkun snemma á næsta ári. Svo mun gagnaverið, sem er hið fyrsta sem rís í höfuðborginni, verða stækkað í áföngum upp í 5000 fermetra, með möguleika á frekari stækkun. Orkunotkun þess þegar það verður fullbúið mun slaga upp í orkunotkun allra heimila landsins til samans, að sögn Þorsteins G. Gunn- arssonar, forstjóra Opinna kerfa (OK). Framkvæmdin er samstarfsverk- efni OK, Vodafone, Reiknistofu bankanna (RB) og Korputorgs og var kynnt á blaðamannafundi í auðu verslunarrými á Korputorgi í gær. Þorsteinn segir kostnaðinn við fyrsta áfanga gagnaversins vera um það bil milljarð króna. Staðsetningin á Korputorgi er sögð afar góð fyrir rekstur gagna- vers. Afhendingaröryggi raforku er mjög mikið og um svæðið liggja svo- kallaðar gagnastofnbrautir, eða af- kastamiklir ljósleiðarar. Gagnaver í hæsta gæðaflokki OK áttu frumkvæðið að verkefn- inu, sem hófst eftir að Íslensk-Am- eríska (Ísam) keypti Korputorg. OK og RB hafa verið í nánu samstarfi og Þorsteinn segist hafa vitað af því að RB þyrfti nýjan stað undir sitt aðal- tölvuver og því samsinnir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB. „Við erum búin að vera með mjög brýna þörf fyrir að flytja annað af okkur gagnaverum og koma því í há- tæknigagnaver eins og við erum að fara að byggja hérna. Þetta var frá- bær valkostur sem kom inn á borðið hjá okkur, eftir langa leit,“ segir Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Stefán Sigurðsson, forstjóri Voda- fone, segir að mikil tækifæri felist í uppbyggingu gagnaversins. Stefán líkir því við „fjögurra stjörnu hótel“ í íslenska gagnaverabransanum, sem hingað til hafi verið fullur af „núll til einnar stjörnu hótelum“, sem mörg hafi aðallega skaffað reiknigetu til aðila sem standa í raf- myntagreftri. „Þessu er beint að aðilum sem gera gríðarlega miklar kröfur til gæða, öryggis og umhverfismála. Okkur finnst þetta gríðarlega spennandi,“ segir Stefán. Korputorg var byggt upp sem verslunarkjarni og opnað árið 2008. Verslun í húsnæðinu hefur staðið verulega höllum fæti undanfarin ár og til stendur að breyta ásýnd svæð- isins verulega á næstu misserum. Sævar Þór Ólafsson fram- kvæmdastjóri Korputorgs ehf. segir að félagið sjái fyrir sér að geta byggt í það minnsta 26.000 fermetra af atvinnuhúsnæði á svæðinu og að gagnaverið passi vel inn í það. „Hér er nægt pláss,“ segir Sævar og bendir á að 81.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði í borginni séu víkj- andi á skipulagi. Því sé nóg af fyr- irtækjum sem þurfi að flytjast ann- að og að Korputorg ætli sér að halda áfram á sömu braut. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpun- arráðherra, segist sjá mikil tækifæri í verkefninu og að jákvætt sé að fá inn fleiri stóra kaupendur að end- urnýjanlegri íslenskri orku. „Það leggst vel í mig. Þetta er auðvitað ört vaxandi iðnaður í heim- inum og við höfum lýst áhuga á því að hann skili sér hingað, sá vöxtur. Þetta er umhverfisvænt hátækni- gagnaver og ég vona að þessi áform gangi eftir,“ segir Þórdís Kolbrún. Fyrsta gagnaverið rís í Reykjavík  Fyrsti áfangi tekinn í notkun snemma árs 2019  Orkunotkunin verður á við öll heimili í landinu er gagnaverið verður fullklárað  Frekari uppbygging atvinnuhúsnæðis fyrirhuguð á landi Korputorgs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undirritun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra iðnaðar og nýsköpunar ávarpar blaðamannafundinn á Korputorgi í gær og borgarstjóri fylgist með. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er bara ótrúlega góð tilfinn- ing. Þessi verðlaun eru með virtari verðlaunum sem eru veitt í þessum bransa svo það er ekki annað hægt,“ segir Tómas Lemarquis leikari, sem fer með aðalhlutverk í rúmensku kvikmyndinni Touch Me Not, en hún hlaut Gullbjörninn sem besta kvik- myndin á kvikmyndahátíðinni í Berl- ín sem lauk í gær. Adina Pintilie leikstýrir Touch Me Not, en kvikmyndin fjallar um konu sem á erfitt með að mynda náin tengsl við annað fólk og lærir að elska eigin líkama. Úrslitin komu leikstjóranum á óvart. „Við áttum ekki von á þessu,“ sagði hún við af- hendinguna. Enn er ekki víst hvenær myndin verður frumsýnd á Íslandi en Tómas segir nokkrar kvikmyndahátíðir spenntar fyrir henni. „Með virtari verðlaunum“  Kvikmynd Tómasar Lemarquis hlaut Gullbjörninn AFP Gullbjörninn Tómas, fyrir miðju, ásamt leikstjóranum Adinu Pintilie (t.v.) og meðleikara sínum Christian Bayerlein (t.h.) á kvikmyndahátíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.