Morgunblaðið - 26.02.2018, Síða 4
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er ein besta viðurkenning á
heimsvísu sem gististaður getur
fengið. Þeir sem þekkja til innan
ferðaþjónustunnar vita hvað hún er
áhrifamikil enda
er borin mikil
virðing fyrir
National Geo-
graphic,“ segir
Unnar Bergþórs-
son, hótelstjóri á
Hótel Húsafelli í
Borgarfirði. Hót-
elið hefur verið
valið sem einn af
einstökum gisti-
stöðum National Geographic, það
fyrsta á Norðurlöndunum.
Sjálfbær í orkuframleiðslu
Það var National Geographic
Unique Lodges of the World sem
handvaldi Hótel Húsafell í hóp
þeirra gististaða sem fyrirtækið vill
hafa innan sinna vébanda. Öll þurfa
hótelin að undirgangast stranga
hótelið er algerlega sjálfbært í orku-
framleiðslu og að sett hefur verið á
fót endurvinnsla sorps í samvinnu
við samstarfsaðila á svæðinu. Níu
holu umhverfisvottaður golfvöllur
og endurbætt sundlaug hafa sitt að
segja. Einnig einstök listaverk eftir
Pál Guðmundsson, listamann í
Húsafelli, sem prýða húsakynni hót-
elsins.
Mikilvæg kynning
Unnar bindur vonir við að val í
hóp einstæðra gististaða hjá Nat-
ional Geographic hafi jákvæð mark-
aðsáhrif fyrir Hótel Húsafell. Nat-
ional Geographic hafi verið lengi til
og sé þekkt vörumerki í þessari at-
vinnugrein. Því fylgi góð kynning að
vera í hópi hótela sem fyrirtækið
velur.
National Geographic stendur fyr-
ir leiðöngrum af ýmsu tagi víða um
heim. Hótel Húsafell er nú kynnt
sem gististaður í þeim. Boðið er upp
á skoðunarferðir um nágrennið og
afþreyingu. Bein viðskipti fylgja því
útnefningunni en Unnar telur þó
kynninguna verðmætari.
Hótel Húsafell í hópi einstæðra gististaða
Húsafell Hótel Húsafell er í einstæðu umhverfi, efst í Borgarfirði, í skjóli fjalla og jökla. Umhverfið er ekki nóg,
þjónustan sem gestir fá þarf að vera til fyrirmyndar til að heilla National Geographic eins og líka gerðist.
gæðaúttekt. Mörg hótel eru skoðuð
en einungis fáum er boðin aðild. Þau
útvöldu eru aðeins 57 í heiminum
öllum og þau eiga það sameiginlegt
að leggja áherslu á sjálfbærni, fram-
úrskarandi þjónustu við gesti og
vera umvafin stórbrotinni náttúru.
Hótel Húsafell opnaði dyr sínar
fyrir gestum í júlí 2015. Starfsfólk
National Geographic hafði fyrst
samband þá um haustið. „Þeir höfðu
áfram samband og mér fannst þeir
ágengir. Hélt að þetta væri plat og
sinnti þeim ekkert. Það var ekki
fyrr en ég fékk hringingu frá þeim
og var skammaður fyrir að sjá ekki
á mikilvægi þess að svara National
Geographic að ég áttaði mig,“ segir
Unnar. Hófst þá það ferli skýrslu-
gerðar og úttekta sem nú er lokið
með aðild hótelsins að þessum ein-
stöku samtökum.
National Geographic hafði meðal
annars til hliðsjónar við val sitt að
National Geographic bauð Hótel Húsafelli í útvalinn hóp gististaða Fyrsti gististaðurinn á
Norðurlöndum og einn af 57 í heiminum öllum Verðmæt kynning sem felur í sér bein viðskipti
Unnar
Bergþórsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
FUERTEVENTURA
5.mars í 10 nætur
ÁÐUR KR.
79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
Frá kr.
79.995
2FYRIR1
áflugsæti
m/gistingu
FY
RI
R2 1
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mjög er nú tekið að létta á klakastífl-
unni í Hvítá í Árnesýslu, enda þótt
enn séu miklar hrannir í ánni og
stórir jakar hafi borist á land. Tals-
vert hefur líka sjatnað í ánni og í
miðjum farvegi hennar er nú mikill
strengur sem rennur hindrunarlaust
fram. Fyrr í mánuðinum flæddi áin
yfir bakka sína og meðal annars inn í
sumarhús í landi Vaðness í Gríms-
nesi. Var vegna þess varað við flóða-
hættu sem nú virðist afstaðin.
Jakaburður á köldum vetri
„Það eru mörg ár síðan svona mik-
ill jakaburður hefur verið í ánni, en
þá ber líka að hafa í huga að þessi
vetur hefur verið kaldur og langvar-
andi frostakaflar. Núna er hins veg-
ar þíða, snjó á láglendi hefur að
mestu tekið upp í miklum rigningum
og þar af leiðandi er mikið vatn í ám.
En jakarnir sem við sjáum núna eru
heljarstórir, hundruð kílóa á þyngd
og mjög þykkir,“ sagði Magnús Guð-
mundsson, bóndi á Oddgeirshólum í
Flóa, þegar hann sýndi blaðamanni
aðstæður um helgina. Hann þekkir
vel staðhætti við ána og segir hana
aldrei hafa flætt yfir bakka sína í
Oddgeirshólalandi. Frá fyrri tíð sé
hins vegar vel þekkt þegar hún
flæmdist fram sveitina frá jörðum
sem eru ofar við ána, svo sem Aust-
urkoti og Brúnastöðum.
Margir lentu í vanda í vatnsveðr-
inu um helgina og hjá slökkviliðinu á
höfuðborgarsvæðinu var dæmafátt
annríki, svo víða þurfti að dæla vatni
út úr húsum þar sem flætt hafði inn.
Samgöngur röskuðust ekki, nema
hvað farþegar í vélum sem var lent á
Keflvíkurflugvelli síðdegis þurftu að
bíða lengi eftir að geta farið inn í
flugstöðina, því ekki var hægt að
setja landgöngurana að í rokinu.
Sólin vermir næstu daga
Eftir umhleypinga í veðráttu að
undanförnu eru breytingar í vænd-
um. „Nú sér fyrir endann á lægðum
sem verið hafa allan febrúarmánuð,“
segir Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur. „Ísland verður um miðja
vikuna inni í háþrýstisvæði næstu
daga, hér verður bjartviðri og sól-
skin um nær allt land en frost á nótt-
inni. Síðan fer hæðin til vesturs og
við það snýst í norðlægar áttir með
kólnandi veðri, en þurru lofti í
grunninn svo ekki snjóar að ráði.
Reyndar er daginn nú farið að lengja
svo að líklegt er að sólin vermi næstu
daga svo vel að hitastig verði í plús
en frost á nóttinni.“
Miklar hrannir í ánni
og jakar á bökkunum
Flóðahættan afstaðin Dæmafátt annríki hjá slökkviliði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hvítá Ekki hefur verið jafn mikill ís í ánni í mörg ár, segir Magnús Guðmundsson bóndi í Oddgeirshólum í Flóa.
Rok Í SA-átt á laugardag feyktust
fossarnir í Fljótshlíð til og frá.
„Siglingin gekk bara ljómandi vel,“
sagði Tómas Kárason, skipstjóri á
uppsjávarskipinu Beiti NK, þegar
Morgunblaðið náði tali af honum á
tíunda tímanum í gærkvöldi. „Við
erum rétt að leggjast að bryggju.“
Beitir NK kom í land í Neskaup-
stað í gærkvöld eftir rúmlega
tveggja sólarhringa siglingu með
rúmlega 3.000 tonn af kolmunna
sem veiddust suðvestur af Írlandi,
um 900 sjómílur suður af Íslandi.
Aðspurður segir Tómas þetta
ekki venjulegan túr. „Það er bara
verið að nota tækifærið, loðnan er
ekki almennilega farin af stað og
við þurfum alltaf að taka eitthvað
utan lögsögu.“ Tómas segir þá svo
ætla að drífa sig á loðnu þegar búið
verður að landa kolmunnanum, lík-
lega á morgun.
Á föstudag landaði Guðrún Þor-
kelsdóttir SU um 1.600 tonnum af
kolmunna á Eskifirði, en hún var
einnig á kolmunnamiðunum suð-
vestur af Írlandi.
900 sjómílur með 3.000 tonn af kolmunna
Beitir NK landar í dag um 3.000 tonnum
af kolmunna eftir 900 sjómílna siglingu.
Bragi Þorfinns-
son náði loka-
áfanga að al-
þjóðlegum
meistaratitli í
skák á Kragerö-
mótinu í Noregi
í gær. Hann
hlaut sjö vinn-
inga í níu skák-
um, en í síðustu
skákinni lagði hann ensku lands-
liðskonuna Jovanka Houska í 57
leikjum. Sigur þessi þýddi þriðja
stórmeistaraáfanga Braga, en áð-
ur hafði hann náð áföngum á Ís-
landsmóti skákfélaga og í breskri
keppni taflfélaga.
Þá hefur Bragi náð 2500 skák-
stigum og þá eru öll formsatriði
fyrir stórmeistaratitil uppfyllt.
Bragi verður að öllum líkindum
útnefndur stórmeistari á fundi Al-
þjóða skáksambandsins sem hald-
inn verður í Hvíta-Rússlandi í apr-
íl.
Bragi Þorfinnsson stórmeistari í skák
Bragi Þorfinnsson