Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 45.880 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. ● Greint var frá því í vikulok að samkomulag hefur náðst milli skipta- stjóra þrotabús United Silicion og Arion banka um að bankinn fái að ganga að veðum sínum og taki yfir allar helstu eignir félagsins. Í tilkynningu frá bankanum segir að stofnað verði nýtt félag um starfsemi kísilverksmiðjunnar í Helguvík og mark- mið Arion banka sé að vinna að úrbót- um á verksmiðjunni og selja hana eins fljótt og kostur er. ai@mbl.is Arion banki tekur yfir eignir United Silicon STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hinn 23. maí næstkomandi mun bandaríska flugfélagið United Air- lines hefja beint flug á milli New- ark-flugvallar og Keflavíkur. Um árstíðabundið flug er að ræða sem verður í boði fram til 4. október. Nú þegar eru góðar tengingar á milli Íslands og flugvalla New York- borgar og fljúga bæði Icelandair og WOW air til Newark og JFK og Delta flýgur árið um kring til JFK. Flug United er þó á öðrum tíma dags, með brott- för frá Keflavík kl. 11:55 og lend- ingu í Newark kl. 14:05, en hin flugfélögin leggja af stað frá Kefla- vík ýmist snemma morg- uns eða síðdegis. United flýgur frá Newark til Íslands kl. 22:30 með lendingu kl. 8:10 morguninn eftir, á meðan hin flugfélögin þrjú fljúga til Íslands að morgni til eða fyrr um kvöldið. Bob Schumacher, sölustjóri Unit- ed fyrir Bretland, Írland og Ísland, segir flugið m.a. geta hentað vel fólki sem ferðast í viðskiptaerindum því notaðar verða Boeing 757-200- vélar með Polaris-viðskiptafarrými þar sem leggja má sætin flöt. Er aðeins hægt að halla bakinu á sæt- unum á viðskiptafarrými hinna flug- félaganna. „Farþegar á við- skiptafarrými geta líka notað Polaris-setustofuna í Newark, snætt þar fyrir flugið og þannig haft betri tíma til að sofa á leiðinni til Íslands,“ segir hann og bætir við að Newark sé sá flugvöllur sem hafi bestu tengingarnar við Manhattan og hægt að fara þaðan beint á Penn Station á skömmum tíma. Mögulegar tengingar til Skandinavíu Að sögn Schumachers var ákveð- ið að fljúga til Íslands eftir vand- lega skoðun á markaðnum. Hann segir Ísland vera bandarískum ferðalöngum ofarlega í huga og áfangastað sem ætti að falla vel að þörfum viðskiptavina United en ár- lega ferðast um 149 milljón farþeg- ar með flugfélaginu. Varð úr að fljúga frá Newark enda flugvöllurinn þungamiðjan í leiðakerfi United á austurströnd Bandaríkjanna og sá flugvöllur sem öðrum fremur tengir leiðakerfi United við Evrópu. „Um 50% far- þega okkar sem lenda í Newark fara til New York á meðan afgang- urinn flýgur áleiðis á annan áfanga- stað, innan eða utan Bandaríkj- anna,“ útskýrir Schumacher og bætir við að brottfarar- og komu- tímar í fluginu til Íslands henti vel fyrir tengiflug í vesturátt. „Við er- um líka hluti af Star Alliance- hópnum og mögulegt að með flug- inu til Íslands getum við, með sam- starfsflugfélögum okkar, boðið upp á góðar tengingar áfram til Evrópu, í gegnum Keflavík, og þá sér í lagi til Skandinavíu.“ Skoða framhaldið Lausleg könnun bendir til þess að flugið með United verði á svip- uðu verði og hjá Delta og Icelandair en töluvert dýrara en farið með WOW. Bob segir United ætla að bjóða upp á samkeppnishæft verð og þægilegar tengingar og að flug- félagið sé alvant því að keppa á flugleiðum þar sem margir eru um hituna líkt og verður raunin í sumar á milli New York og Keflavíkur. „Rösklega 80 ára saga flugfélagsins sýnir það vel að við erum ekki hrædd við samkeppni.“ Gangi salan vel segir Bob að svo geti farið að United fljúgi til Kefla- víkur allt árið. „Þótt mjög snemmt sé að segja til um framhaldið á þessu stigi þá höfum við áður byrj- að á nýjum áfangastöðum með árs- tíðabundnu flugi sem við höfum síð- an smám saman lengt í báða enda.“ Nýr valkostur í Bandaríkjaflugi Ljósmynd/United Airlines Slagur Ekki væsir um farþega í Polaris-sætunum. Fjögur flugfélög munu fljúga til New York í sumar.  Polaris-viðskiptafarrými verður í boði á flugleið United milli Keflavíkur og Newark  Flogið verður frá maí til október og heilsársflug ekki útilokað Bob Schumacher Fjárfestirinn snjalli Warren Buf- fett sendi hluthöfum Berkshire Hathaway árlegt bréf um helgina þar sem hann ræddi um stöðu fé- lagsins. Þar kom m.a. fram að sjóð- ir Berkshire séu mjög digrir, og að félagið eigi samtals um 116 millj- arða dala í reiðufé og ríkisskulda- bréfum sem bera litla ávöxtun. Kveðst Buffettt gjarnan vilja nota peningana til að stækka fyrir- tækjasafn Berkshire, en erfitt sé að finna rekstur sem kaupa má á góðu verði. Reuters greinir frá þessu og hef- ur eftir Buffett að stjórnendur stórfyrirtækja hafi orðið „kaupóð- ir“ og nýtt sér gott aðgengi að ódýru lánsfjármagni til að ráðast í yfirtökur, sem hafi valdið því að seljendur fyrirtækja vilja núna fá meira fyrir sinn snúð. Ekkert um vanda Wells Fargo Bréf Buffetts var óvenju stutt að þessu sinni eða aðeins rösklega 8.000 orð að lengd en var um 14.000 orð í fyrra. Minntist hann ekki á rekstur Wells Fargo sem Berkshire er stór hluthafi í. Wells Fargo hefur átt í verulegu basli að undanförnu, og gripu bandarísk stjórnvöld til aðgerða í febrúar til að stöðva frekari vöxt bankans þar til áhættustýring og stjórnunar- hættir hans hafa batnað. Hagnaður Berkshire nam 44,94 milljörðum dala á síðasta rekstr- arári, sem er nýtt met. Þar af kom um 29,1 milljarðar til vegna ný- legra breytinga á sköttum á banda- rísk fyrirtæki. ai@mbl.is AFP Naskur Buffett vill gjarnan kaupa, ef hann fær að greiða gott verð. Buffett leitar góðra kauptækifæra  Berkshire með 116 milljarða dala til að fjárfesta með ● Ingimundur Sig- urpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir mikið tap hafa verið á samkeppnis- rekstri fyrirtækisins á óvirkum mörk- uðum en að tapinu hafi m.a. verið mætt með hagnaði af einkaréttar- starfsemi og með hagnaði af annarri starfsemi, s.s. pakka- sendingum, vörusölu og hagnaði af rekstri dótturfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Íslandspóstur sendi frá sér á föstudag vegna birtingar ársreikn- ings fyrir árið 2017. Hagnaður af rekstri félagsins nam 216 milljónum króna en var 121 milljón árið áður. Er hagnaðurinn minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist af því að fækk- un dreifingardaga í þéttbýli kom síðar til framkvæmda en áformað var, að sögn Ingimundar. Rekstrartekjur námu 9.194 milljónum króna, og jukust um 8% milli ára. EBITDA var 759 milljónir króna og EBITDA hlut- fallið 8,3% en var 8,5% árið 2016. Á síðasta ári varð veruleg fjölgun í pakkasendingum frá útlöndum, eða 55%, og pakkasendingum innanlands fjölgaði um 12%. Fréfum fækkaði hins vegar um 8,5% á milli ára. ai@mbl.is Hagnaður Íslandspósts nær tvöfaldast milli ára Ingimundur Sigurpálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.