Morgunblaðið - 26.02.2018, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Svo virðistsem út-ganga
Breta úr Evrópu-
sambandinu, hið
svonefnda Brex-
it, gæti orðið
nokkuð útþynnt þegar til
kastanna kemur. Nýtt
stefnuskjal bresku rík-
isstjórnarinnar í komandi
samningaumleitunum við
Evrópusambandið kom út í
liðinni viku og olli þegar í
stað talsverðum deilum inn-
an breska Íhaldsflokksins,
svo miklum raunar að hátt-
settir ráðherrar í ríkisstjórn
Theresu May munu hafa
neitað að samþykkja skjalið
áður en það var sent til
Evrópusambandsins.
Það sem einkum fór öfugt
ofan í ráðherrana var það að
ekkert var minnst á loforð
May um að koma í veg fyrir
komu innflytjenda frá ESB-
ríkjunum eftir hinn form-
lega útgöngudag í mars
2019, en margir af stuðn-
ingsmönnum útgöngunnar
telja nauðsynlegt að draga
verulega úr komu slíkra til
Bretlands. Þá var jafnvel
talið að drögin gætu heft
frelsi Breta til þess að gera
hagstæða fríverslunarsamn-
inga við ríki utan Evrópu-
sambandsins meðan á „um-
þóttunartímanum“ stendur,
en talið er að það muni taka
um tvö ár eftir 2019 að slíta
tengslin á milli Bretlands og
Evrópusambandsins.
Sá tími er heldur ekki
óumdeildur, enda þurfti rík-
isstjórnin að draga til baka
hugmyndir sínar um að það
yrði sveigjanlegt hversu
lengi Bretar þyrftu að vera í
„aðlöguninni“. Hörðustu að-
skilnaðarsinnar benda á, að
Evrópusambandið muni
geta sett lög og reglugerðir
á þeim tíma, sem Bretar
muni líklega þurfa að hlíta
miðað við þær hugmyndir
sem nú eru uppi á borðinu.
Verði sú raunin, opnar það á
þann möguleika, að settar
verði sérstaklega íþyngjandi
reglur, sem geti skaðað
Breta „í refsingarskyni“
fyrir útgönguna. Raunar
þurfti David Davis, helsti
samningamaður Breta, að
setja ofan í við Michel Barn-
ier, aðalsamningamann Evr-
ópusambandsins, fyrir að
viðra slíkar hugmyndir fyrr
í mánuðinum.
Það er því ekki að undra
að Jacob Rees-Mogg, einn
af helstu leiðtogum Brexit-
manna í Íhaldsflokknum,
skuli hafa brugð-
ist hart við
stefnuskjali rík-
isstjórnarinnar.
Sagði hann skjal-
ið opna á „Brexit
án Brexit,“ það
er að Bretar færu að nafn-
inu til út úr Evrópusam-
bandinu, en yrðu eftir sem
áður jafnflæktir í Brussel-
báknið og fyrr. Slík niður-
staða yrði að mati hans í
hróplegu ósamræmi við vilja
kjósenda, eins og hann birt-
ist sumarið 2016.
En það sætta sig ekki all-
ir við að lúta vilja kjósenda
um Brexit og vilja finna
leiðir framhjá niðurstöðu
þessarar kosningar. Þeir
hafa reynt ýmislegt og and-
stæðingar útgöngunnar hafa
nú myndað með sér samtök,
hverra markmið það er að
knýja fram aðra atkvæða-
greiðslu um Brexit-málið
vorið 2020. Telja aðstand-
endur samtakanna að sá
tími yrði sérstaklega góður
fyrir þá til þess að spyrja
Breta um Brexit, þar sem
þá verði Bretland einmitt í
miðjum aðlögunartímanum,
komið út úr Evrópusam-
bandinu og því sem næst
áhrifalaust. Þannig yrði
mögulega hægt að telja
breska kjósendur á að sigla
fleyinu aftur inn í faðm
sambandsins.
Slík endurtekin kosning
væri mjög í anda þess lýð-
ræðis sem stundað er í
Brussel og gengur meðal
annars út á það að fái al-
menningur á annað borð að
segja skoðun sína á mál-
efnum Evrópusambandsins,
sem er mjög undir hælinn
lagt að hann fái að gera, þá
sætti forysta sambandsins
sig ekki við niðurstöðuna
nema hún falli að skoðun
forystunnar. Verði niður-
staðan önnur sé farið í
kringum hana með ein-
hverjum hætti eða kosið aft-
ur þar til ásættanleg nið-
urstaða fæst. Eftir það er
ekki kosið aftur, þannig að
niðurstaðan sem elítunni í
Brussel er þóknanleg er
jafnan hin endanlega niður-
staða.
Ákveðin hætta er á að
þessi ljóti leikur verði leik-
inn um Brexit. Og hætt er
við, að með klaufalegum að-
förum sínum hafi ríkisstjórn
May gert sitt til þess að
halda dyrunum opnum á
slíka niðurstöðu, jafnvel þó
að það sé eflaust ekki ætl-
unin.
Bresk stjórnvöld
sýna klaufalega
fótatilburði í
Brexit-dansinum}
Dyrunum haldið opnum
É
g heimsótti m.a fallega Ólafs-
fjörð í nýgenginni kjördæma-
viku. Ég er fædd og uppalin í
firðinum fagra og þykir alltaf
jafn gott að koma heim.
Það hittist svo á að Vinstri Græn voru með
opinn íbúafund á Kaffi Klöru kvöldið sem ég
kom á staðinn. Aðalumræðuefnið var um til-
vist sjúkrabílsins sem tekinn hefur verið burt
úr bænum.
Það er ólga og reiði í bæjarbúum vegna
þessa. Hvers vegna skyldu líf og limir Ólafs-
firðinga ekki vera jafn mikils virði og ann-
arra? Það vekur furðu mína hvernig hægt er
að lítilsvirða íbúana með þessum hætti, eins
og raun ber vitni. Hvernig er það t.d. mögulegt að því
er virðist, að einn aðili geti ákveðið það upp á sitt ein-
dæmi að Ólafsfirðingar hafi ekkert með sjúkrabíl í bæ-
inn að gera. Það skiptir engu máli hvað fulltrúar bæj-
arfélagsins segja, alveg sama hvaða rök eru lögð fram
og hve mörgum undirskriftum er safnað beggja vegna
ganganna, Héðinsfjarðar og Múla. Jón Helgi Björnsson,
fyrrverandi sláturhússtjóri og núverandi forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands (HSN), veit betur en allir
aðrir. Sjúkrabíllinn skal burt, hvað sem hver segir.
Ekki er það svo að bráðveikum Ólafsfirðingum eigi
ekki að sinna, nei, það á bara ekki að sinna þeim alveg
strax. Þeir geta sem sagt bara beðið lengur vegna þess
að það eru til sjúkrabílar á Siglufirði og á Dalvík. Ekki
virðist vera um það að ræða að sá möguleiki sé fyrir
hendi að bílarnir á þessum stöðum geti verið
uppteknir vegna slysa eða veikinda, nei, það
virðist frekar eins og gera eigi ráð fyrir því
að þeir séu að bíða klárir eftir því að geta
drifið sig til Ólafsfjarðar til að sækja þangað
dauðveikan sjúkling og koma honum til
bjargar.
Ég hef sannarlega ekki gleymt lof-
orðaflaumnum og fagurgalanum sem flæddi
stjórnlaus úr munni frambjóðenda í síðustu
alþingiskosningabaráttu. Ég vona að þið haf-
ið engu gleymt heldur. Falleg fyrirheit um
eitt Ísland þar sem allir hafa jafnan rétt
sama hvar á landinu þeir búa. Engum skal
mismunað, allir skulu hafa jafnan aðgang að
menntun sem heilbrigðisþjónustu óháð bú-
setu og efnahag. Þess vegna kalla ég nú á einu mann-
eskjuna sem getur tekið í taumana.
Þrátt fyrir að vera ekki samflokksmaður heilbrigðis-
ráðherra, þá gladdi það mig þegar hún tók að sér það
erfiða verkefni sem heilbrigðismálin eru. Ég vil trúa því
í einlægni, að hún muni berjast gegn hvers konar órétt-
læti í kerfinu eins og hún mögulega getur.
Að taka sjúkrabílinn af Ólafsfirðingum er óréttlátt,
ósanngjarnt og felur í sér mismunun og lítilsvirðingu
gagnvart lífi og limun þeirra sem þar búa. Þeirra líf á
að vera jafnverðmætt annarra.
Hjálpaðu þeim, hæstvirtur heilbrigðisráðherra, þinn
er mátturinn.
Inga Sæland
Pistill
Enginn sjúkrabíll á Ólafsfirði
Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarafskriftir meðlags-krafna eftir skiptalokgjaldþrota einstaklingahafa aukist verulega að
undanförnu. Frá vormánuðum 2013
og fram í nóvember á síðasta ári voru
alls afskrifaðar meðlagskröfur sem
hljóða upp á rúmlega 993 milljónir
króna.
Stór hluti þessara afskrifta var á
síðasta ári en þá námu afskriftirnar
407 milljónum króna, þar af voru
t.a.m. afskrifaðar kröfur vegna
ógreiddra meðlaga 50 milljónir í des-
ember sl.
Aukningin er mikil milli ára því
á árinu 2016 voru afskriftir vegna
gjaldþrota og fyrninga komnar í 277
milljónir kr. og höfðu þá vaxið frá
árinu á undan.
Vekja athygli ráðherra og
sveitarfélaga á stöðunni
Sjórn Innheimtustofnunar
sveitarfélaga sendi fyrr í vetur bréf
til Sambands íslenskra sveitarfélaga,
dómsmálaráðherra og samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytisins þar
sem vakin er athygli á þessari þróun.
Í bréfinu segir að um verulega aukn-
ingu afskrifta hafi verið að ræða á
undanförnum mánuðum.
,,Það sem vekur athygli stjórnar
er að hluti þessarra afskrifta er
vegna meðlagsgreiðenda sem hafa til
þess tíma er afskrift fer fram verið
að greiða af skuldum sínum, eftir at-
vikum með sérstöku samkomulagi
um ívilnun við stjórn stofnunarinnar
eða með lögbundnum afdrætti af
launum þeirra. Með öðrum orðum,
þá eru þessir aðilar í flestum til-
fellum borgunarmenn meðlags-
skulda sinna, að minnsta kosti hluta
þeirra,“ segir m.a. í bréfinu.
Vöxtur afskrifta vegna gjald-
þrota þarf ekki að koma á óvart þeg-
ar haft er í huga að með breytingum
sem gerðar voru á lögum um gjald-
þrotaskipti árið 2010 styttist fyrning-
artími á meðlagskröfum eftir gjald-
þrotaskipti úr tíu árum í tvö ár. Eitt
meginmarkmið breytinganna árið
2010 sem styttu fyrningarfrestinn
var að aðstoða fólk sem fór í gjald-
þrot við að koma sér sem fyrst aftur
á réttan kjöl.
Bragi R. Axelsson, lögmaður
hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga,
bendir á að það hafi í reynd verið fyr-
irséð að afskriftirnar myndu aukast
eftir þessa breytingu sem stytti fyrn-
ingartíma krafnanna. Bragi bendir
einnig á að upphæð afskrifta á hverj-
um tíma ráðist töluvert af ytri að-
stæðum, til dæmis tímasetningu
skiptaloka.
Þrátt fyrir þessar afskriftir hef-
ur innheimta meðlaga almennt geng-
ið vel og færri virðast vera í van-
skilum um þessar mundir ef eitthvað
er, sem oft virðist haldast í hendur
við betra efnahagsástand.
Samkvæmt upplýsingum Braga
innheimtust alls 3.648.469.537 kr.
vegna krafna sem stofnunin inn-
heimtir fyrir Tryggingastofnun rík-
isins, á seinasta ári. Heildarupphæð
innheimtra meðlaga tekur mið af
fjölda krafna og auk þess hafa með-
lög hækkað undanfarin ár, að sögn
hans. Þetta er töluvert hærri fjárhæð
en á árinu 2016 en innheimta þess
árs var tæpir 3,2 milljarðar kr. en þá
hafði aldrei fyrr náðst viðlíka inn-
heimta meðlagsskulda skv. saman-
tekt á vefsíðu innheimtustofnunar-
innar.
Núna í febrúar eru 11.233
manns ýmist að greiða áfallandi með-
lög til Innheimtustofnunar sveitarfé-
laga eða að greiða eldri meðlags-
skuldir. Sú tala getur tekið
þónokkrum breytingum milli mán-
aða. Frá 1. janúar sl. er upphæð með-
lags 33.168 kr. Yngsti aðilinn sem
greiðir meðlög í dag er fæddur 2000
en sá elsti 1926.
Afskriftir meðlaga
993 milljónir frá 2013
Afskriftir meðlagskrafna 2017 Heimild: Innheimtu-stofnun sveitarfélaga
70
60
50
40
30
20
10
0
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
35,9
69,1
21,6 22,3
8,9
32,7
46,1
21,7
27,5
40,4
30,8
50,0
Samtals afskriftir 2017
407 milljónir kr.
m. kr.
Með styttingu fyrningarfrests meðlagskrafna er kveðið á um að hægt sé
að rjúfa fyrningartímann en í bréfi stjórnar Innheimtustofnunar sveitar-
félaga segir að rof fyrningar skv. lagaákvæði sé nánast óframkvæman-
legt í reynd. Þá hafi engin formleg endurskoðun verið gerð á lögunum frá
samþykkt þeirra 2010 þrátt fyrir að í þeim segi að lögin skuli endur-
skoðuð innan fjögurra ára frá gildistöku.
Í bréfinu segir að afskriftirnar sem hefur þurft að grípa til hafi leitt til
umtalsverðrar skerðingar á kröfueign sveitarfélaganna „og virðist ekkert
lát á því“, segir þar.
,,Virðist ekkert lát á því“
STJÓRNIN VEKUR ATHYGLI STJÓRNVALDA Á ÞRÓUNINNI
Morgunlblaðið/Ásdís
Meðlag Alls greiða 11.233 manns
meðlag eða eldri meðlagsskuldir.