Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018
Breiðamerkursandur Jökulsárlón og fjaran fyrir framan er fjölsóttur viðkomustaður ferðamanna jafnt vetur sem sumar og vinsæll til myndatöku.
RAX
Enginn miðill sam-
einar fólk með sama
hætti og sjónvarpið,
þegar fjölskyldan safn-
ast saman til að njóta
saman spennandi við-
burða og dagskrár á
skjánum. Þessar stóru
stundir eru merkilega
margar. Stórir íþrótta-
viðburðir, skemmti- og
spurningaþættir, Ára-
mótaskaup og Söngvakeppnin hafa á
undanförnum árum fyllt þennan flokk
sjónvarpsviðburða sem sameina þjóð-
ina fyrir framan viðtækin.
En nýlega hefur stór hluti þjóðar-
innar líka tekið fagnandi nýjum ís-
lenskum leiknum þáttaröðum eins og
Ófærð, Föngum og Ligeglad og bein-
ar útsendingar frá leiksýningum og
sinfóníutónleikum hafa fallið í kramið.
Er þessi viðbót í takt við stóraukna
áherslu RÚV á framboð á íslensku
efni á íslenskri tungu.
Norrænt gæðaefni á RÚV
Á mánudag bættist enn í þennan
hóp, þegar um þriðjungur lands-
manna fylgdist agndofa með tveimur
lokaþáttum sænsk-dönsku þáttanna
Brúarinnar. Örlög Sögu vöktu um-
ræður á samfélagsmiðlum, helteknir
aðdáendur söfnuðust jafnvel saman á
öldurhúsum til að verða vitni að enda-
lokunum. Og hver sá sem ljóstraði
þeim upp mátti búast við hörðum við-
brögðum þeirra sem ekki vissu.
RÚV skynjaði þennan mikla áhuga
og brá þess vegna á það ráð að sýna
lokaþættina tvo sama kvöld. En
kvöldið markaði líka önnur tímamót,
því að um leið voru allir þættirnir af
Brúnni, allt frá upphafi, gerðir að-
gengilegir í nýjum spilara RÚV á
RÚV.is. Það er merkilegt af fleiri en
einni ástæðu.
Á árum áður hefði það talist til tíð-
inda ef stór hluti þjóðarinnar hefði
setið á sætisbrúninni yfir skandinav-
ískum þætti. Mín kynslóð man helst
eftir dönskutímum í skóla og efninu
sem þar var sýnt. Hvorugt var sér-
staklega vinsælt. Sem betur fer eru
tímarnir breyttir. Nú er norrænt leik-
ið efni komið í fremstu röð á heims-
vísu, danska ríkisútvarpið DR tók við
Emmy-verðlaunum í fyrra, norska
ríkisútvarpið NRK á síðasta ári og
aldrei hefur verið meiri eftirspurn
eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni.
RÚV hefur mætt þessum breytta
áhuga og kröfum, dregið úr framboði
á bandarísku afþreyingarefni og auk-
ið efni á öðrum tungu-
málum – þar með talið á
íslensku. Erlendar efn-
isveitur bjóða upp á sí-
fellt meira af vandaðri
afþreyingu á ensku svo
að nánast má tala um
ofgnótt. Meðal annars
af þeirri ástæðu setjum
við í forgrunn íslenska
dagskrárgerð og fram-
boð af gæðaefni frá
Norðurlöndunum, Evr-
ópu og ýmsum hornum
heimsins. Vandað leikið
efni, fræðslumyndir og heimildar-
myndir hafa forgang. Og það
ánægjulega er að þvert á spár
margra dró ekki úr áhorfi lands-
manna við þessar breytingar, heldur
hefur það haldist stöðugt. Reglulegar
viðhorfsmælingar staðfesta að við-
horf í garð RÚV er jákvæðara nú en
um langt árabil.
Nýjar miðlunarleiðir
Nýr spilari er einnig til marks um
breyttar áherslur RÚV. Almanna-
þjónusta á að bjóða eitthvað fyrir
alla; upplýsa, fræða og skemmta.
Hún þarf líka að mæta breyttu notk-
unarmynstri almennings, breyttum
kröfum og tækni. Það gerir RÚV
með nýjum spilara, bæði í tækni-
legum skilningi og með því að bjóða
þar upp á annars konar áhorfs-
mynstur – til dæmis að horfa á alla
þætti Brúarinnar frá upphafi.
Til að bæta og auka enn framboð á
framúrskarandi norrænu efni hafa al-
mannaþjónustumiðlar á Norðurlönd-
unum, DR, NRK, RÚV, SVT og
YLE, nú gert samkomulag um stór-
aukið samstarf og samframleiðslu.
Þessi aukning mun skila sér beint til
íslenskra áhorfenda með meira
gæðaefni frá systurstöðvum RÚV,
bæði í línulegri dagskrá sem og í nýj-
um spilara sem býður upp á notkun
hvar og hvenær sem hverjum hentar.
Sem fyrr skiptir mestu máli að efn-
ið sjálft spegli okkar líf, segi okkar
sögu eða setji umheiminn í samhengi.
Því öll elskum við góða sögu.
Eftir Magnús Geir
Þórðarson
» Á árum áður hefði
það talist til tíðinda
ef stór hluti þjóðarinnar
hefði setið á sætisbrún-
inni yfir skandinav-
ískum þætti.
Magnús Geir Þórðarson
Höfundur er útvarpsstjóri.
Öll elskum við Sögu
Það var mikið lán
fyrir Íslendinga að
standa utan Evrópu-
sambandsins þegar
fjármálakerfið hrundi
haustið 2008, hvað þá
ef við hefðum verið bú-
in að taka upp evru
sem gjaldmiðil. Þá
hefðum við fengið að
kynnast þumalskrúf-
unum sem grísk þjóð
hefur mátt þola eftir
að samansúrrað valda-
kerfi fjármálamanna
og erindreka þeirra í
stjórnkerfi Evrópu-
sambandsins tók
ákvörðun um að láta
gríska skattgreiðendur
borga lánveitendum
lán sem með sviksemi
hafði verið þröngvað upp á Grikk-
land.
Þetta reyndu vel að merkja Bret-
ar og Hollendingar gagnvart okkur
þegar þvinga átti Ísland til að lög-
festa skuldbindingar íslenskra
skattgreiðenda vegna Icesave. ESB
reyndi þá að aðstoða við ofbeldið á
bak við tjöldin en gat aldrei orðið
annað en bakrödd vegna þeirrar
fjarlægðar sem þó var á milli Ís-
lands og Evrópusambandsins.
Óábyrgir lánveitendur
Það deila engir um að Grikkland
var orðið gríðarlega skuldsett þegar
Evrópusambandið lét til skarar
skríða gegn Grikkjum fyrir fáeinum
árum og að þar hafði spilling komið
mjög við sögu. En þá er það líka til
umhugsunar sem hinn virti banda-
ríski þjóðfélagsrýnir Noam
Chomsky hefur sagt, að ef um hefur
verið að ræða óábyrga lántöku þá
hafa líka verið á ferðinni óábyrgir
lánveitendur. Og annar ágætur
maður, nóbelsverðlaunahafinn Stig-
litz, hefur bent á að nauðsynlegt sé
að skoða lántöku Grikkja, á hvaða
forsendum bankar, einkum franskir
og þýskir, hafi lánað þeim, hverjir
hefðu hagnast og hvernig með féð
hefði verið farið. Þetta yrði að skoða
áður en gengið yrði frekar á lífskjör
almennings. Þá hefur komið fram að
fjármálafyrirtækið Goldman Sachs
hafi sogið ófáa milljarðana upp úr
grískum skatthirslum þegar fyrir-
tækið var sjálf köngulóin í miklum
fjármálatilfærslum og
falskri uppsetningu á
skuldastöðu Grikkja til
að koma þeim inn á
evrusvæðið þótt ekki
væru fyrir því for-
sendur, um og upp úr
aldamótunum.
Ekki geð í sér að
sitja í forsæti
Öll þessi sviksemi og
síðan þvingunarvald
Evrópusambandsins
gagnvart Grikkjum var
grunnstefið í erindi
Zoe Konstantopoulous,
fyrrum forseta gríska
þingsins og þingmanns
stjórnarflokksins Sy-
riza í Safnahúsinu í
Reykjavík í byrjun
mánaðarins. Hún legg-
ur höfuðáherslu á að ít-
arleg rannsókn fari
fram á lántöku Grikkja og glæp-
samlegu athæfi í því samhengi. Al-
menningur verði ekki látinn blæða
fyrir saknæmt atferli innan fjár-
málakerfis og stjórnsýslu. Sjálf hef-
ur hún sérhæft sig í alþjóðlegum
refsirétti.
Zoe sagði af sér þingforsetaemb-
ættinu og gekk úr Syriza eftir að sá
flokkur hafði gengið í björgin í Berl-
ín og Brüssel og svarið fjendum sín-
um þar hollustu. Sjálf hafði hún
ekki geð í sér til að sitja í forsæti á
þjóðþingi sem svo átti að heita, eftir
að sú skipan komst á að öll fyrir-
huguð lög gríska þingsins yrðu áður
að hljóta samþykki lánardrottnanna
og erindreka þeirra í ESB!
Þá þagnaði Alþingi
Allar þessar þvinganir eru fyrir
opnum tjöldum þótt aðeins þau sjái
sem vilja sjá. Það er gömul saga og
ný. Minna fer fyrir hægfara þving-
unum og þrýstingi. Átakanlegasta
birtingarmyndin hefur mér þótt
vera á Alþingi Íslendinga jafnan
þegar það rennur upp fyrir þing-
mönnum að lagafrumvörpin sem eru
til umfjöllunar og menn hafa haft
miklar skoðanir á, eru þegar allt
kemur til alls byggð á tilskipunum
frá Evrópusambandinu með milli-
lendingu í EES, Evrópska efna-
hagssvæðinu. Þegar þetta gerist
lýkur allri umræðu eins og hendi sé
veifað. Hinir trúuðu taka þá nær
undantekningalaust að mæla ráðs-
laginu bót en aðrir vita sem er að
þetta er nokkuð sem að óbreyttu
verður að láta yfir sig ganga. Að
vísu má stundum reyna að draga úr
ýtrustu útfærslum en í grunninn
verða menn að hlýða.
Lýðræði aðeins tryggt með
aðkomu að ákvörðunum
Oft hefur komið fram að þeir eru
ófáir sem vilja markaðs- og einka-
væðingu, sölu helst allra ríkiseigna
og hömulaus viðskipti og eru sáttir
við flest sem frá Evrópusambandinu
kemur í þessa veru. En ef vilji er til
að markaðsvæða raforkuna eins og
gert hefur verið í ESB og ef vilji er
til að takmarka frelsi til að verjast
innflutningi á sýktri landbúnaðar-
vöru eins og gert hefur verið í ESB
eða til að auka á markaðsvæðingu
velferðarkerfanna eins og gert hef-
ur verið í ESB; ef þessi vilji er fyrir
hendi hér á landi þá skulum við tak-
ast á um hann og leiða til lykta þar
sem við höfum raunverulega að-
komu að ákvörðunum. En að fá
ákvarðanir um þessi efni í formi til-
skipana að utan er önnur saga. Og
reyni enginn að halda því fram að
öðru vísi væri þessu farið ef við sæt-
um á þingi Evrópusambandsins og
gætum þar haft áhrif á framvinduna
og þar með okkar hlutskipti! Um-
rætt þing ræður nánast engu. Og
þar sem leyndarhyggja er nú tals-
vert til umræðu þá er ástæða til að
minnast þess að hvergi hefur leynd-
arhyggjan verið stækari en í með-
förum Evrópusambandsins á alþjóð-
legum viðskiptasamningum á borð
við GATS og TiSA. Um það mætti
hafa langt mál.
Lýðræðisvinkillinn nægir mér
Sem betur fer eru sífellt fleiri að
vakna til vitundar um þá tilskip-
anapólitík sem vera okkar í EES
hefur í för með sér. Menn sjá jafn-
framt að fyrirskipanir frá Brussel
gerast sífellt ágengari og frekari.
Ég læt öðrum eftir að tala um hag-
stæða tvíhliða samninga Evrópu-
sambandsins við lönd utan EES
sem nú eru farnir að dúkka upp og
opna augu manna fyrir öðrum val-
kostum.
Mér nægir að beina sjónum að
lýðræðishallanum til að vilja útúr
EES.
Enda er sá halli ekki þýðingar-
lítill.
Eftir Ögmund
Jónasson
» Allar þessar
þvinganir
eru fyrir opnum
tjöldum þótt
aðeins þau sjái
sem vilja sjá.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er fyrrverandi
innanríkisráðherra.
Grikkland, Ísland, Evrópu-
sambandið og lýðræðið
Samkvæmt almennum hegning-
arlögum er refsivert að valda
með vísvitandi líkamsárás öðrum
manni tjóni á líkama og heil-
brigði.
Hvernig ætli standi á því að
sumt fólk, þ.m.t. úr hópi starfandi
lækna, telji sjálfsagt að valda vís-
vitandi líkamstjóni hjá ómálga
börnum? Telja þeir að foreldrar
þeirra hafi heimild til að sam-
þykkja líkamsmeiðinguna?
Og biskup Íslands fellur í fang
Kára læknis og tekur undir þessa
vitleysu.
Það þarf enga lagabreytingu
til að banna mönnum að valda
börnum líkamsmeiðslum.
Ákvæði um þetta eru nú þegar í
lögum.
Ég segi bara eins og móðir mín
heitin hefði sagt: Nú þykir mér
tíra!
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Nú þykir
mér tíra!
Höfundur er lögmaður.