Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.02.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú lítur feiknavel út í augum ann- arra um þessar mundir. Dagurinn hentar vel til að taka ákvarðanir varðandi fasteigna- viðskipti og viðskipti fjölskyldunnar. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að þú getur aldrei gert svo að öllum líki. Sinntu hugðarefnum þínum líka og leggðu þig fram um að rækta líkama og sál. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og þú getur ekki sakast við neinn nema sjálfan þig ef málin eru komin í óþægilegan farveg. Beislaðu hugann. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur tilhneigingu til að van- treysta sjálfum þér og ættir að forðast það og fara eftir sannfæringu þinni. Láttu eftir þér að skoða heiminn í kringum þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag verður þér ábatasamur. Nú er rétti tíminn til að stefna félögunum saman til fundar og leggja á ráðin um ferða- lög og skemmtanir í nálægri framtíð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki hræddur við að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn þótt ekki væri nema bara þér til persónulegrar ánægju. Fylgdu eðlisávísun þinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þér finnst aðrir setja sig upp á móti óskum þínum í dag, skaltu ekki streitast á móti. Þú munt eiga rólegan dag og gætir fengið óvænta heimsókn sem gleður þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Oftast fyllistu ekki valkvíða, en valkostirnir eru nú svo girnilegir að þú verð- ur að hugsa þig vel um. Leitaðu hjálpar ef með þarf. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú finnur fyrir aukinni stígandi í lífi þínu á næstu vikum. Um leið og þú rækt- ar þinn eigin garð skaltu líka gefa þér tíma til að sinna fjölskyldu og vinum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra þótt þú keppir að mikilsverðu tak- marki. Eyddu jafn miklum peningum í sjálfan þig og þú eyðir í að hjálpa öðrum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki aðra gera þig að blóraböggli þeirra mistaka. Gerðu þér far um að ræða við fólk, því það mun njóta þess sem þú segir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur þá dirfsku til að bera sem ætti að duga til að koma metnaðarfullu verkefni í höfn. Fólk sem þú telur þig þekkja út og inn getur komið þér á óvart og það á jákvæðan hátt. Íævisögu séra Árna Þórarins-sonar er sérstakur kafli um hag- yrðinga á Snæfellsnesi. – Jón Ein- arsson á Rauðamel syðra var á ferð í Stykkishólm. Hann kom í búðina til Ágústs bróður séra Árna snemma morguns. Úti var skaf- renningur. Hann gekk að búð- arborðinu og kvað: Úr kafaldsrenning kem ég inn svo kinnar og enni hlýni. Þú ættir að nenna, Ágúst minn, eftir brennivíni. Hann fékk strax í staupinu. Skömmu síðar gengur Guð- mundur Finnur í Mýrdal í búðina. Hann tekur litla buddu úr vasanum, líklega tóma, og segir: „Góðan dag- inn, Ágúst!“ Ágúst lítur til hans. Þá segir Guð- mundur: Tæmdi ég auratöskuna tímanlega í morgun. Fala ég því á flöskuna fyrir engan borgun. Jón Einarsson spurði eitt sinn Þórdísi ekkju á Rauðamel, konu bráðgáfaða: Hver er mestur heimi í? Hverja brestur völdin? Hver býr flest til hryggðarský? Hver fær bestu gjöldin? Hún svaraði þegar: Kraftur mesti er kærleik í. Krankan brestur völdin. Dauðinn flest upp dregur ský. Dyggðin best fær gjöldin. Dóttir Þórdísar er Ólöf Svein- bjarnardóttir, kona Gests á Rauða- mel. „Hún er mjög vel gáfuð og hagorð,“ segir séra Árni. „Hún orti þessa vísu til mín:“ Vefji þig gleði, vinur kær! Vermi þig sólin skæra! Hraunið, kirkjan, hóll og bær hjartans kveðjur færa. Guðmundur prófastur á Breiða- bólstað hélt mikla brúðkaupsveislu og bauð öllum hjónum á Skógar- strönd þegar hann gifti Ásthildi dóttur sína Pétri Thorsteinsson. Þessi mannsöfnuður komst ekki all- ur fyrir í híbýlum prests og því urðu sumir gestanna að sitja í tjöld- um eða skemmum og bar öllum saman um að vel væri veitt. Jónas Skógstrendingaskáld orti: Drottins hjarðar hirði þann hver, sem vill, má lofa. En sína hefur ei sauði hann saman í einum kofa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hagyrðingar á Snæfellsnesi „LUKKUDÝRIÐ OKKAR VILL EKKI VERA MEÐ HÖFUÐIÐ Á SÉR. VIÐ GÆTUM ÞURFT AÐ ENDURSKOÐA ENDURSKOÐANDANN.“ „ÉG ER EKKI MEÐ TILBÚIÐ BORÐ NÆSTU 20 MÍNÚTURNAR. HÉRNA ER SÚPAN YKKAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver til þess að slaka á með. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG VEIT HVAÐ VIÐ GETUM GERT! EF ÉG VILDI GERA EITTHVAÐ, ÞÁ VÆRI ÉG EKKI AÐ HANGA MEÐ ÞÉR. PABBI, ÉG VIL EKKI VERA VÍKINGUR ÞEGAR ÉG VEX ÚR GRASI ÉG VIL VINNA Í HAPPDRÆTTINU OG GIFTAST DANSARA! VÁ! ÉG HEF GERT EITTHVAÐ RÉTT! Í fréttum í sl. viku sagði frá því að íNonnahaga, nýju íbúðahverfi á Akureyri ætti að setja upp smáhýsi fyrir óreglufólk eða þá sem glíma við geðraskanir. Með þetta er fjöl- skyldufólk með börn sem sett hefur sig niður í hverfinu ósátt og gagn- rýnir bæjaryfirvöld. Segir að vissu- lega þurfi jaðarsett fólk sinn sama- stað í tilverunni, en bara ekki í nágrenni við sig. Allt hljómar þetta kunnuglega; svona mál koma reglu- lega upp og einkennast, að mati Vík- verja, jafnan af eigingirni. Í þéttbýli veljum við okkur aldrei nágranna og því er lágkúrulegt að fjasa út af því að í íbúðahverfum sé þjónusta fyrir til dæmis aldraða með heilabilun, heimili fyrir fötluð börn og svo fram- vegis. Sjaldnast verður fólk þessara nágranna vart fái þeir viðeigandi hjálp. Reynsla Víkverja og vafalaust fleiri er sú að verstu grannarnir eru „frekjukarlar“, það er menn sem eiga heilir að heita en eru ókurteisir fýlupúkar sem ekki er hægt að tjónka við. x x x Ekkert er að óttast nema óttannsjálfan, sagði Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti þegar hann stappaði stáli í þjóð sína fyrir um 80 árum. Víkverja verður stund- um hugsað til þessa þegar fjölmiðlar birta tilkynningar þar sem fólk er varað við hættum; á stundum minni- háttar málum og algjörlega mein- lausum. Sé rennt yfir greinasafn Morgunblaðsins frá síðustu vikum má þar m.a. finna tilkynningu þar sem lögregla varar við brennisteins- mengun í íshelli, Vegagerðin brýnir fyrir vegfarendum að sýna aðgát í vetrarfærð, Umhverfisstofun hvetur fólk til þess að gjalda varhug við snyrtistofum án starfsleyfis, Mat- vælastofnun varar við sýkingu í tóm- ötum, og skemmst er að minnast gruggsins í Gvendarbrunnavatninu nú nýlega. Í tilkynningunum kemur oft fram að hættan sé söm og engin, en allur sé varinn góður. Sjálfsagt eiga þessi varnaðarorð oft rétt á sér en einhverra hluta vegna minna þessar tilkynningar Víkverja stund- um á söguna sem kölluð er „Úlfur – úlfur“ – og að þær séu settar fram af vandamálafræðingum sem þykjast ómissandi. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. (Jóh: 11.25)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.