Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 1
M Á N U D A G U R 5. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 54. tölublað 106. árgangur
STUNDAR LIST
LISTARINNAR
VEGNA
UNGIR
ÍSLANDS-
MEISTARAR
UNGMENNI
MEÐ SÉR-
ÞARFIR
BORÐTENNIS ÍÞRÓTTIR NÁMSKEIÐ 12ANNA LÍNDAL 26
Norðurljósasýning Hundaræktarfélags Íslands og Royal Can-
in var haldin í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þar komu
saman um 900 hundar ásamt eigendum sínum fyrir framan al-
þjóðlega dómnefnd skipaða sérfræðingum frá Portúgal, Finn-
landi, Svíþjóð og Íslandi. Hundarnir eru af rúmlega 100 hrein-
ræktuðum hundategundum. Mótið hófst á föstudeginum með
hvolpasýningu og hélt áfram á laugardag og sunnudag með
keppni eldri og reyndari hunda. Einnig fór fram keppni með-
al ungra sýnenda á föstudaginn. Meðal keppenda á fyrri sýn-
ingunni voru ríkjandi Norðurlandameistarar úr liði Íslands
sem unnu nýlega fyrstu verðlaun á Nordic Winner-sýningunni
í Helsinki.
Um 900 hundar komu saman í Víðidal um helgina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kosningar
fóru fram á Ítalíu
í gær. Sam-
kvæmt fyrstu út-
gönguspám í
gærkvöldi vann
enginn afgerandi
sigur í þeim en
miðhægribanda-
lag Silvio Berlu-
sconi, fv. for-
sætisráðherra, vann flest þingsæti.
Stærsti staki flokkurinn á þingi
verður þó Fimmstjörnuhreyfingin,
sem berst m.a. gegn spillingu í
stjórnmálakerfi Ítalíu, fyrir beinu
lýðræði og nýrri nálgun á hnatt-
væðingu. Líklegt er að erfitt verði
að mynda ríkisstjórn að loknum
kosningum. »15
Tvísýnt með úrslit
kosninga á Ítalíu
Silvio Berlusconi
Húseigendafélagið hefur fengið
nokkur mál inn á borð til sín þar
sem kvartað er undan búsetu yngri
íbúa í fjölbýlishúsum sem ætluð eru
eldri borgurum. Hafa kvaðir þá
verið settar um aldursmörk, sem
miðast einkum við 50 eða 60 ár.
„Svona kvaðir halda yfirleitt,
eins langt og þær ná,“ segir Sig-
urður Helgi Guðjónsson hjá Hús-
eigendafélaginu. »16
Þeir eldri kvarta
yfir þeim yngri
Sjálfstæðismenn vilja skoða
möguleikann á því að byggja upp
samgöngumiðstöð við Kringluna.
Þetta var meðal þess sem kom fram
á blaðamannafundi Eyþórs Arn-
alds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, en þar kynnti hann
kosningaáherslur flokksins.
Þá kynnti flokkurinn einnig hug-
myndir um afnám innviðagjalds.
Eyþór segir að þegar upp sé staðið
bitni innviðgjaldið á íbúðakaup-
endum. „Það er á endanum fólkið
sem kaupir húsin sem borgar. Við
teljum að þetta sé ósanngjarnt
gjald og það sé íþyngjandi fyrir
húsnæðiskaupendur og leigj-
endur,“ segir Eyþór sem einnig vill
ráðast í mikla íbúðauppbyggingu í
Örfirisey og við Keldur. »4
Morgunblaðið/Hari
Blaðamannafundur Efstu frambjóðendur
Sjálfstæðisflokks kynntu hugmyndir í gær.
Leggja til afnám
innviðagjalds
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kristín Á. Guðmundsdóttir, sem
lætur af embætti formanns Sjúkra-
liðafélags Íslands á aðalfundi félags-
ins í maí, segir óhugnanlegt hversu
margir sjúkraliðar séu metnir ör-
yrkjar. „Það er svo mikil undir-
mönnun á vinnustöðunum og veik-
indi að það endar oft með örorku
sjúkraliða, ef ekkert er að gert,“
segir Kristín.
Þessar upplýsingar um hlutfalls-
lega mikla örorku meðal sjúkraliða
koma fram þegar félagaskrár
Sjúkraliðafélagsins eru bornar sam-
an við opinberar skrár og einnig
þegar reiknað er út hlutfall starfs-
stétta vinnumarkaðarins í starfs-
endurhæfingu hjá Virk starfsend-
urhæfingarsjóði.
Kvennastéttir standi saman
Kristín hefur verið formaður
sjúkraliða í yfir 30 ár. Hún telur að
ágætur árangur hafi náðst í kjara-
baráttunni. Það hafi náðst fram að
laun sjúkraliða taki mið af launum
hjúkrunarfræðinga. „Það er hins
vegar álit mitt að kvennastéttir í
heilbrigðisþjónustunni séu allt of
lágt launaðar. Þess vegna hef ég
lagt það til við hjúkrunarfræðinga
að við leggjumst saman á árarnar
en það hefur ekki verið gert. Ég tel
að við næðum besta árangri með
sameiginlegri vinnu fagstétta innan
heilbrigðiskerfisins,“ segir Kristín
Á. Guðmundsdóttir.
Undirmönnun leiðir til
örorku meðal sjúkraliða
Hlutfallslega meiri örorka en hjá sambærilegum stéttum
Morgunblaðið/Eva Björk
Þrýstingur Sjúkraliðar hafa staðið saman um kröfur um bætt kjör.
MKvennastéttir … »4