Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Sími 775 1832 | Happie furniture - húsgögn
Sérsmíðuð húsgögn
fyrir heimili og fyrirtæki
Happie furniture
Happie.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við munum bjóða fram sameigin-
legan lista með Viðreisn í Kópavogi,“
segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir,
bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, um
komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í samtali við Morgunblaðið stað-
festir Theodóra að hún muni leiða
sameiginlegan lista Viðreisnar og
Bjartrar framtíðar. Þá mun Einar
Þorvarðarson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri HSÍ, skipa annað sæti
listans. „Það hefur verið tekin
ákvörðun um að ég muni leiða
listann. Viðreisn mun síðan skipa
Einar í annað sæti listans,“ segir
Theodóra og bætir við að uppstilling
á listann sé nú í fullum gangi. „Við í
Bjartri framtíð vorum langt komin
með að stilla upp öllum listanum
þegar Viðreisn óskaði eftir sam-
starfi. Við erum nú í þeirri vinnu að
stilla upp sameiginlegum lista sem
gengur mjög vel,“ segir Theodóra.
Spurð hvenær vænta megi þess að
framboðslistinn verði birtur segir
Theodóra að hún eigi von á því að
listinn verði tilbúinn í næstu viku.
„Uppstillingarnefndin er að vinna í
þessu af fullum krafti núna. Ég geri
ráð fyrir að hún muni klára þetta í
næstu viku og í kjölfarið munum við
senda frá okkur tilkynningu,“ segir
Theodóra.
Viðreisn í viðræðum víðsvegar
Viðræður Viðreisnar við aðra
flokka um samstarf í komandi sveit-
arstjórnarkosningum ganga vel að
sögn Þorgerðar Katrínar Gunnars-
dóttur, formanns Viðreisnar. Líkt og
Morgunblaðið greindi frá í síðasta
mánuði átti Viðreisn í viðræðum við
fjóra flokka um hugsanlegt sam-
starf. Þorgerður segir að viðræður
séu mislangt komnar.
„Við höfum átt samtal í Hafnar-
firði og svo auðvitað Kópavogi. Þá
erum við að ræða við nokkra flokka á
ákveðnum stöðum, ekki einungis
Bjarta framtíð heldur fleiri,“ segir
Þorgerður og bætir við að vel gangi
að stilla upp á lista í sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu. „Það gengur
vel hjá okkur úti á Seltjarnarnesi og
svo er fínn gangur í Garðabænum.
Uppstillingarnefndin er að störfum í
nokkrum sveitarfélögum, en þetta er
margt fólk og tekur allt sinn tíma,“
segir Þorgerður sem er ekki tilbúin
að fullyrða hvenær listar flokksins
verða tilbúnir, en gerir þó ráð fyrir
að einhverjar fregnir muni berast í
vikunni.
Aðspurð segir Þorgerður að Við-
reisn muni bjóða fram í flestum
sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð-
inu. „Við munum bjóða fram á flest-
um stöðum með beinum eða óbeinum
hætti,“ segir Þorgerður.
Fara saman í Kópavogi
Theodóra mun leiða sameiginlegan lista Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í
Kópavogi Viðreisn í viðræðum við nokkra flokka fyrir norðan og í Hafnarfirði
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Theodóra S.
Þorsteinsdóttir
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Alvarlegur skortur heimilislækna á
landsbyggðinni var meðal þess sem
var rætt á málþingi heimilislækna um
helgina. Salóme Ásta Árnadóttir, for-
maður Félags íslenskra heimilis-
lækna, segir ástandið ekki gott, en á
málþinginu um helgina voru læknar
af landsbyggðinni fengnir til að ræða
ástandið auk þess sem lausnamiðaðar
umræður fóru fram.
„Við fengum lækna til þess að
segja okkur frá aðstæðum úti á landi.
Ástandið þar er auðvitað ekki gott, en
á Austurlandi t.d. eru afar fáir heim-
ilislæknar í föstu starfi. Það er geysi-
stórt svæði og mikil óþægindi sem
hljótast af því að geta ekki mannað
það almennilega,“ segir Salóme og
bætir við að skortur á heimilislækn-
um á Suðurnesjum hafi verið ræddur
sérstaklega.
Halda ekki í við fjölgun íbúa
Á Suðurnesjum sé ýmsu ábótavant
enda hafi mönnun heimilislækna ekki
verið í samræmi við mikla fjölgun
íbúa undanfarin ár. „Það hefur orðið
íbúasprenging á Suðurnesjunum og
eðlilega hefur ekki tekist að halda í
við það. Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja er auk þess að fara eftir fjár-
lögum, en þeir gera sitt besta til að
koma til móts við íbúa,“ segir Salóme.
Auk umræðna var Jóhann Ágúst
Sigurðsson læknaprófessor heiðrað-
ur en annar dagur málþingsins var
haldinn honum til heiðurs. Jóhann,
sem er sjötugur, mun láta af störfum
á næstunni. „Hann er mikill braut-
ryðjandi og hefur verið drífandi í
rannsóknum heimilislækninga hér-
lendis. Það má segja að hann hafi ver-
ið helsta vísindasprauta heimilis-
lækna á Íslandi,“ segir Salóme.
Á málþinginu héldu erlendir og ís-
lenskir læknar erindi. Meðal þeirra
voru Steinar Hundskår, prófessor við
háskólann í Bergen í Noregi, Pétur
Heimisson, lækningaforstjóri Aust-
urlands, og Örn Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á HSN.
Ræddu alvarlegan skort á
heimilislæknum hérlendis
Fáir heimilislæknar á landsbyggðinni eru í fullu starfi
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Á næstu vikum verða teknar í
gagnið nýjar lögreglubifreiðar hjá
lögregluembættum á landsbyggð-
inni og verður samhliða því tekið
upp nýtt útlit á bifreiðunum, sem
svipar til merkinga lögreglu-
bifreiða víða í Evrópu.
Jónas Ingi Pétursson, fram-
kvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislög-
reglustjóra, segir eina helstu
ástæðu útlitsbreytinganna vera ör-
yggissjónarmið. Öryggi lögreglu-
þjóna og almennings sé lykilatriði
og með breytingunum aukist sýni-
leiki tækjanna til muna. Markmiðið
er að gera tækin eins sýnileg og
mögulegt er, án þess að þau séu „of
áberandi“, segir hann en guli og
blái liturinn var valinn með þau
sjónarmið í huga.
Alls verða átta Volvo V90CC,
sérútbúnir lögreglubílar, teknir í
gagnið á næstu vikum með þessum
nýju merkingum. Ekki stendur til
að merkja eldri bifreiðar lögregl-
unnar með þessum nýju merk-
ingum heldur aðeins nýjar.
Bílar lög-
reglu í nýj-
um búningi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Merkingar Nýju merkingarnar eru einfaldari og sýnilegri en gömlu merkingarnar og lík-
ari hinu „evrópska útliti“. Bifreiðarnar átta, sem fara til lögregluembætta landsbyggð-
arinnar, eru sérútbúnar Volvo V90CC-lögreglubifreiðar. Útlitið var hannað af þeim Atla
Þór Árnasyni og Herði Lárussyni hjá Kolofon Hönnunarstofu. Guli og blái liturinn varð
fyrir valinu með hámarkssýnileika í huga við erfiðar veðuraðstæður. Filmurnar eru
endurskinsfilmur sem auka sýnileika ökutækjanna meira en eldri merkingar í myrkri.
Evrópskt útlit á nýjum lögreglubifreiðum sem fara til embætta á landsbyggðinni
„Þetta er varan-
legur skaði sem
þýðir að hún er
lömuð fyrir lífs-
tíð,“ segir Páll
Kristjánsson,
lögmaður Sunnu
Elviru Þorkels-
dóttur.
Hún hefur
undanfarna viku
verið í endurhæfingu á bækl-
unarspítala í útjaðri Sevilla. Þar
hefur hún fengið talsvert betri
umönnun en hún hafði áður fengið
á háskólasjúkrahúsi í Malaga þar
sem hún lá fyrstu vikurnar eftir
slysið.
Spurður hvort nýrra frétta sé að
vænta af máli Sunnu segist Páll
ekki vita til þess. „Ég mun óska eft-
ir upplýsingum á morgun [í dag] en
það hefur engin breyting orðið á
síðustu daga. Það er samt vonandi
að hún geti farið að komast heim,“
segir Páll. aronthordur@mbl.is
Sunna er varanlega
sköðuð og lömuð
fyrir lífstíð
Sunna Elvira