Morgunblaðið - 05.03.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
SÍÐUSTU
SÆTIN
Allt að
15.000kr.
afsláttur á mann
PÁSKASÓL
GRAN CANARIA
25. mars í 9 nætur
íbúðir í Örfirisey án þess að ráðast í
meiriháttarbreytingar á gatnakerf-
inu.
Innviðagjaldið verði afnumið
Á meðal kosningaáherslnanna
sem kynntar voru á fundinum er af-
nám innviðagjaldsins. Greint var frá
því í Morgunblaðinu í lok janúar að
Reykjavíkurborg innheimti sem
svarar 1,5 milljónum króna í inn-
viðagjald á hverja 100 fermetra í
fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði
við Bústaðaveg.
Eyþór segir að þegar upp sé stað-
ið bitni innviðagjaldið á íbúðakaup-
endum. „Það er á endanum fólkið
sem kaupir húsin sem borgar. Við
teljum að þetta sé ósanngjarnt gjald
og að það sé íþyngjandi fyrir hús-
næðiskaupendur og leigjendur.“
Þá vill Eyþór ráðast í stórátak til
að fækka hættulegum gatnamótum
í Reykjavík.
konar þaki, líkt og á lestarstöðvum
erlendis.“ Hann nefndi að eigendur
Kringlunnar væru að skoða framtíð-
aruppbyggingu á svæðinu og því
þyrfti að nýta tækifærið.
Stórfelld uppbygging íbúða
Eyþór kynnti einnig hugmyndir
um að reisa tvö stór hverfi; eitt í
Örfirisey og annað við Keldur.
„Við teljum að það þurfi framboð
á lóðum þar sem ekki eru gróin
hverfi. Örfirisey og Keldur eru
mjög góð dæmi um svæði sem ekki
eru þegar gróin og þess vegna er
hægt að fara í uppbyggingu þar á
hagkvæman hátt og með nægileg-
um myndarskap þannig að það hafi
áhrif á markaðinn. Þéttingin, eins
og hún hefur verið framkvæmd,
hefur verið dýr og seinleg og þess
vegna er ástandið á húsnæðismark-
aðinum svona erfitt.“ Eyþór sagði
að hægt væri að byggja um þúsund
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, vill skoða
möguleikann á því að byggja upp
samgöngumiðstöð í Kringlunni.
Eyþór kynnti kosningaáherslur
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis-
flokksins á blaðamannafundi við
Kringluna í gær.
Á fundinum sagði Eyþór að sam-
göngumiðstöð vantaði á höfuðborg-
arsvæðinu en Kringlan væri mun
betri kostur en BSÍ. „Við sjáum fyr-
ir okkur möguleikann á því að sam-
göngumiðstöð rísi hér í Kringlunni.
Kringlan er miðsvæðis, ekki út úr
eins og BSÍ, og gæti þjónað öllu
höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Eyþór
á blaðamannafundinum.
„Kringlan gæti tekið á móti
Strætó þannig að gengið yrði út
innandyra, þ.e.a.s. undir einhvers
Morgunblaðið/Hari
Áherslur Efstu frambjóðendur á lista kynntu hugmyndirnar við Kringluna þar sem þeir vilja að miðstöðin rísi.
Samgöngumiðstöð rísi
á Kringlusvæðinu
Sjálfstæðismenn telja Kringluna betri kost en BSÍ
Tæplega 400 félagsmenn í Efl-
ingu stéttarfélagi höfðu kosið ut-
an kjörfundar í stjórnarkjöri fé-
lagsins þegar skrifstofu félagsins
var lokað sl. föstudag.
Stjórnarkjörið fer síðan fram í
dag og á morgun, á skrifstofum
Eflingar í Reykjavík og Hvera-
gerði og í Kiwanishúsinu í Þor-
lákshöfn. Tæplega 16 þúsund
manns eru á kjörskrá.
Tveir listar eru í kjöri, A-listi
stjórnar og trúnaðarráðs þar sem
Ingvar Vigur Halldórsson er for-
mannsefni og B-listi Sólveigar
Önnu Jónsdóttur.
Kosningabaráttan hefur farið
vel fram að sögn Magnúsar M.
Norðdahl, lögfræðings ASÍ, sem
er formaður kjörstjórnar. Kjör-
klefar hafa verið settir upp á
kjörstöðum sem og innsiglaðir
kjörkassar sem fengnir eru að
láni hjá Reykjavíkurborg.
Aðeins fullgildir félagsmenn
Atkvæðisrétt eiga fullgildir fé-
lagsmenn en til þess að vera full-
gildur félagsmaður þarf viðkom-
andi að vera greiðandi félagi og
hafa verið það síðustu þrjá mán-
uði og vinna samkvæmt kjara-
samningi Eflingar á starfssvæði
félagsins sem er á höfuðborg-
arsvæðinu og í vesturhluta Ár-
nessýslu.
Þótt fólk greiði félagsgjald til
Eflingar er það ekki sjálfkrafa
félagsmenn. Magnús segir að
hægt sé að ganga í félagið á kjör-
stað, ef öðrum skilyrðum er full-
nægt. helgi@mbl.is
400 atkvæði greidd
utan kjörfundar
Stjórnarkjör hefst í Eflingu í dag
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég er búin að vera formaður í
langan tíma, rúm 30 ár. Upphaf-
lega var ég formaður fagfélagsins
og stóð að því að
stofna stéttar-
félagið og gera
fyrsta kjara-
samning þess ár-
ið 1994. Síðan
hafa markmiðin
náðst eitt af
öðru. Svo er ég
komin á þann
aldur að mig
langar að snúa
mér að öðru,“
segir Kristín Á. Guðmundsdóttir,
formaður Sjúkraliðafélags Íslands,
sem ekki gefur kost á sér til endur-
kjörs og hættir á aðalfundi félags-
ins 12. maí næstkomandi.
Kristín segir að ágætur árangur
hafi náðst í kjarabaráttunni.
„Við náðum ákveðnu samspili við
laun hjúkrunarfræðinga sem við
höfum haldið í tíu ár. Það er hins
vegar álit mitt að kvennastéttir í
heilbrigðisþjónustunni séu allt of
lágt launaðar. Þess vegna hef ég
lagt það til við hjúkrunarfræðinga
að við leggjumst saman á árarnar
en það hefur ekki verið gert. Ég
tel að við næðum besta árangri
með sameiginlegri vinnu fagstétta
innan heilbrigðiskerfisins,“ segir
Kristín.
Skortur á sjúkraliðum
Hún segir að ótrúlega mikið sé
óunnið í heilbrigðiskerfinu.
„Ég hef gagnrýnt að umræðan
um vanda heilbrigðiskerfisins snú-
ist aðeins um vöntun á fólki í tvær
stéttir, hjúkrunarfræðinga og
lækna. Það er ekki síður skortur á
sjúkraliðum. Ef við lítum til þess
hvernig heilbrigðiskerfin eru rekin
annars staðar á Norðurlöndunum
má sjá að hægt væri að fjölga
störfum sjúkraliða hér og nýta
menntun stéttanna á réttari hátt,“
segir Kristín og nefnir að ódýrara
og fljótlegra sé að mennta sjúkra-
liða en hjúkrunarfræðinga.
Ef sjúkraliðar fengju meiri verk-
efni væri auðveldara að laða að
ungt fólk sem sæi tækifæri í að
afla sér þeirrar menntunar og tak-
ast á við störfin.
Óhugnanleg mynd
Kristín segir óhugnanlegt hversu
margir sjúkraliðar séu á örorku.
Hún segir að sú mynd birtist þegar
upplýsinga er aflað bæði um ör-
orkulífeyri og skjólstæðinga Virk
starfsendurhæfingarsjóðs.
„Það er svo mikil undirmönnum
á vinnustöðunum og veikindi að
það endar oft með örorku sjúkra-
liða, ef ekkert er að gert,“ segir
Kristín.
Kvennastéttir of lágt launaðar
Kristín Á. Guðmundsdóttir, fráfarandi formaður sjúkraliða, segir að undirmönnun á stofnunum leiði til
örorku allt of margra sjúkraliða Hefur verið formaður fag- og stéttarfélags sjúkraliða í yfir þrjátíu ár
Morgunblaðið/Eva Björk
Barátta Sjúkraliðar hafa náð ýms-
um markmiðum í kjarabaráttunni.
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Þrír sjúkraliðar bjóða sig fram til
formanns Sjúkraliðafélags Íslands.
Nýr formaður verður kosinn fyrir
aðalfund félagsins sem verður 12.
maí næstkomandi.
Frambjóðendurnir eru:
Guðrún Lárusdóttir sjúkraliði á
gjörgæslunni við Hringbraut.
Sandra Bryndísardóttir Franks,
sjúkraliði og stjórnmálafræðingur
með framhaldsmenntun í stjórn-
sýslufræðum og meistarapróf í
lögfræði. Hún starfar á Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sigurlaug Björk J. Fjeldsted,
sjúkraliði og viðskiptafræðingur,
sem starfar á Landspítala – Landa-
koti.
Félagið heldur fund til kynningar
á frambjóðendum 15. mars. Hann
verður í félagsaðstöðu sjúkraliða
en verður einnig streymt á netinu.
Þrjár bjóða sig fram
FORMANNSKJÖR FRAMUNDAN HJÁ SJÚKRALIÐUM
Sandra Bryndísardóttir
Franks
Sigurlaug Björk
J. Fjeldsted
Guðrún
Lárusdóttir