Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Hindberjajógúrt
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Markmið okkar að setja eina nýja
íslenska bók inn á veituna dag
hvern. Þetta eru skáldsögur,
krimmar, ævisögur, barna- og
unglingabækur og í raun og veru
flest það sem við komumst yfir en
skáldsögur hafa verið áberandi
núna í upphafi,“ segir Stefán Hjör-
leifsson, framkvæmdastjóri Story-
tel á Íslandi. Streymisþjónusta
Storytel var opnuð fyrir tveimur
vikum og nú getur fólk gegn
áskriftargjaldi hlustað ótakmark-
að á fjölbreytt úrval hljóðbóka í
gegnum farsímaapp.
Bækurnar sem bjóðast eru
bæði gamlar og nýjar og á íslensku
og ensku. Í upphafi verða nokkur
hundruð íslenskir titlar og yfir
30.000 titlar á ensku í boði. Auk
þeirra býðst gott safn rafbóka.
Storytel Iceland er í eigu Storytel
AB sem skráð er á hlutabréfa-
markað í Svíþjóð og er með starf-
semi þar og í níu öðrum löndum.
Áskrifendur eru nú orðnir yfir
500.000 í tíu löndum og Ísland er
tíunda landið sem býður þjónustu
Storytel á tungumáli viðkomandi
lands.
Ávinningur rithöfunda
Nokkuð hefur verið deilt um
höfundarrétt á efni þeirra bóka
sem fara inn á streymisveiturnar.
Fulltrúar rithöfunda og forleggj-
ara hafa átt í viðræðum um það
mál. Storytel er ekki í beinum
samningi við rithöfunda enn sem
komið er en hefur kappkostað að
halda þeim upplýstum um starf-
semina.
„Við sendum rithöfundum
bréf um leið og við heyrðum af
þessu álitamáli. Viðbrögðin við því
voru mjög góð og við höfum fengið
fjölda fyrirspurna og góðar kveðj-
ur frá ánægðum rithöfundum,“
segir Stefán og heldur áfram:
„Ávinningur höfunda er
breytilegur og fer eftir því hve
margar bækur hver áskrifandi
hlustar á. Það sem mestu skiptir er
að þessi notkun tekur ekki frá
hefðbundinni sölu bóka nema síður
sé. Þetta einfaldlega stækkar
bókaþjóðina. Fleiri leggja sig eftir
góðum bókum og reynslan frá Sví-
þjóð og víðar sýnir að yngra fólk
kemur sterkt inn og hlustar á
bókalesturinn. Og þetta er auðvit-
að sá hópur sem mikilvægast er að
ná til, nú þegar gjarnan er sagt að
bóklestur sé á undanhaldi. Stór
hluti áskrifenda Storytel er nýir
lesendur bóka.“
Syndafallið og Góði dátinn
Fyrstu vikuna sem Storytel
var í loftinu voru vinsælustu bæk-
urnar þar Syndafallið eftir Mikael
Torfason, Gatið eftir Yrsu Sigurð-
ardóttur og Sakramentið eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson. Einnig koma
sígild verk eins og Hobbitinn og
Góði dátinn Svejk sterk inn.
„Bækur í hefðbundnu formi
munu lifa áfram. Þó þekkjum við
dæmi þess á öðrum mörkuðum
Storytel að bækur komi aðeins út
rafrænt og þá gjarnan sem hljóð-
bók í fyrstu útgáfu verksins. En
auðvitað getur þetta breyst mjög
fljótt líkt og dæmin úr öðrum geir-
um afþreyingar sýna. Það er óhjá-
kvæmilegt að raf- og hljóðbækur
muni sækja á í framtíðinni í takt
við tækniþróun. Hljóðbækur eru
sú grein innan bókmenntanna sem
vex hvað hraðast. Þá má nefna að
fjölmiðlun hefur að miklu leyti
færst yfir á netið úr blöðunum og
neysla á tónlist er í dag að miklu
leyti komin á áskriftarveiturnar
sem eru í forminu eðlislíkar Story-
tel.“
Tvennt í einu
Ætla verður að flestir tengi
hljóðbækur við blinda og sjón-
skerta, sem ekki geta notið bók-
mennta með öðru móti. Reynslan
er samt sú að þegar fólk kemst upp
á lagið með að hlusta á hljóð-
bókalestur verður ekki aftur snú-
ið.
„Með tilkomu snjallsímans
hefur orðið sprenging í notkun
hljóðbóka. Þó að slíkar bækur séu
frábærar fyrir þá sem eiga erfitt
með hefðbundinn lestur er stærst-
ur hluti notenda þeirra fólk sem
kýs hljóðbækur umfram prentaðar
vegna þess að það vill láta lesa fyr-
ir sig meðan það er á ferðinni, í
bílnum, á hjólinu og í heima til
dæmis við eldhúsverkin. Þannig
kemst fólk yfir miklu fleiri bækur
og getur gert tvennt í einu,“ segir
Stefán að síðustu.
Storytel ætlar að setja eina nýja íslenska hljóðbók í loftið daglega
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lestur Það er óhjávæmilegt að raf- og hljóðbækur muni sækja á í framtíðinni, segir Stefán Hjörleifsson.
Bókaþjóðin stækkar
Stefán Hjörleifsson, fram-
kvæmdastóri Storytel á Ís-
landi, er fæddur árið 1964.
Hann er tónlistarmaður með
MBA-gráðu. Stefán hefur kom-
ið víða við sem tónlistarmaður,
lengst af með hljómsveitinni
Nýdönsk. Stofnaði tónlistar-
veituna Tónlist.is sem fór í loft-
ið 2003 og hefur komið að
stofnun nokkurra fyrirtækja
sem starfa enn í dag.
Hver er hann?
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Undirbúningur fyrir endurskoðun
búvörusamninga og umræður um
starfsskilyrði landbúnaðarins verða
ofarlega á baugi á búnaðarþingi sem
hefst í dag. Einnig verður farið yfir
nýtt félagskerfi Bændasamtakanna.
Búnaðarþing verður sett í dag við
hátíðardagskrá sem hefst í Súlnasal
Hótel Sögu klukkan 10.30 í dag. Yf-
irskrift þingsins að þessu sinni er
„Hér á ég heima“. Sindri Sigurgeirs-
son, formaður Bændasamtaka Ís-
lands, flytur setningarræðu og Krist-
ján Þór Júlíusson
landbúnaðarráð-
herra ávarpar
gesti. Landbúnað-
arverðlaun 2018
verða veitt og boð-
ið upp á tónlistar-
atriði. Þingstörf
hefjast eftir há-
degi og standa yf-
ir í tvo daga. Í
fyrsta sinn er bún-
aðarþing pappírslaust, öll gögn eru á
tölvutæku formi.
„Við munum ræða endurskoðun
búvörusamninga, meðal annars hvaða
áherslur við eigum að leggja í viðræð-
um við ríkið og í endurskoðunarhópn-
um,“ segir Sindri.
„Svo munum við ræða nokkuð um
starfsskilyrði landbúnaðarins, ekki
síst tollverndina. Sú staða er uppi
núna að innflutningur búvara er að
aukast mjög mikið. Margir tollar eru
ákvarðaðir í krónutölu og hafa ekki
verið uppfærðir og þegar íslenska
krónan er sterk bítur tollverndin ekki
og samkeppnisstaða innlendrar bú-
vöruframleiðslu versnar gagnvart
innflutningi,“ segir Sindri. Hann bæt-
ir því við að breytingar á reglum um
innflutning á hráu kjöti þurfi einnig
að ræða mjög vel. Bændur sætti sig
ekki við að þær gangi sjálfkrafa yfir.
Farið yfir félagskerfið
Bændasamtökin tóku upp nýtt fé-
lagskerfi á síðasta ári. Aðild að sam-
tökunum er frjáls. Sindri segir að það
hafi komið nokkuð vel út en tekjur af
félagsgjöldum hafi þó orðið heldur
minni en vænst var. Tæplega 70%
bænda eru nú aðilar að Bændasam-
tökum Íslands.
„Við munum fara yfir samþykkt-
irnar og sníða af agnúa og ræða fyr-
irkomulagið í framtíðinni,“ segir
hann.
Áhyggjur af starfsskilyrðum
„Hér á ég heima“ er yfirskrift búnaðarþings sem hefst í dag með hátíðardagskrá
Sindri
Sigurgeirsson
Á meðan stormur
geisar á megin-
landi Evrópu
byrjar mars með
nokkuð sólríku
móti á Íslandi. Á
fyrstu fjórum
dögum mánaðar-
ins hafa þegar
mælst 30 sól-
skinsstundir í Reykjavík. Um-
skiptin í veðri komu í takt við mán-
aðamótin, þ.e. síðustu fjórir dagar
febrúar voru nær sólskinslausir.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir gott veður á Íslandi á
þessum árstíma gjarnan haldast í
hendur við óveður og kulda á
meginlandinu og að þessi sólarblíða
sé því ekki óvenjuleg.
Sólrík byrjun á
marsmánuði
Mögulegt vandamál í tengslum við símakosningu í Söngvakeppninni um
helgina er nú til skoðunar hjá RÚV. Stofnuninni hafa borist ábendingar um
að ekki hafi öll atkvæði sem ætluð voru Degi Sigurðssyni borist. „Við höf-
um verið að fá einhverjar ábendingar um að atkvæði til Dags hafi ekki skil-
að sér. Við munum því ekki birta úrslit í seinni kosningunni fyrr en það er
búið að fara yfir málið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri
Söngvakeppninnar, við Morgunblaðið.
Dagur tapaði úrslitaeinvíginu gegn Ara Ólafssyni, sem verður fulltrúi Ís-
lands í Eurovision sem fram fer í Lissabon í maí. Keppnin fór fram í tveim-
ur hlutum en í fyrri keppninni fékk Dagur flest atkvæði en Ari hafnaði í
öðru sæti. Þeir kepptu því til úrslita þar sem Ari bar sigur úr býtum. Rúnar
Freyr segir niðurstöðu að vænta fljótlega. »29 og baksíða
Fara yfir símakosningu í Söngvakeppninni
Landgræðslan hefur auglýst gamla
lúpínuakra í Gunnarsholti til leigu.
Áhugi er á að nýta þá til kornræktar.
„Það er gott að fá menn til að taka
við landi sem búið er að græða upp
og koma því í nytjar,“ segir Reynir
Þorsteinsson, deildarstjóri fram-
kvæmdadeildar Landgræðslunnar.
Reynir segir að hugur sé í mönn-
um að hefja kornrækt og hafi ein-
hverjir óskað eftir að fá land í Gunn-
arsholti. Það varð til þess að ákveðið
var að auglýsa til leigu á annað
hundrað hektara af lúpínuökrum
sem eru tilbúnir fyrir akuryrkju í
stað landgræðslu.
„Þetta eru akrar þar sem áður
voru berir melar. Lúpína hefur verið
í þeim í 20-30 ár og kominn ágætur
lífrænn massi í jarðveginn,“ segir
Reynir.
Hagur fyrir alla
Mikið er ræktað af korni og grasi
á uppgræðslulandi Landgræðsl-
unnar í Gunnarsholti. Meðal annars
ræktar svínabóndi bygg til að nota í
fóður svínanna og bóndi framleiðir
hey til útflutnings til Færeyja.
Reynir segir að Landgræðslan sé
með sanngjarna leigutaxta. Þarna sé
verið að brjóta nýtt land til rækt-
unar og það sé hagur Landgræðsl-
unnar að fá leigjendur til að koma
uppgræddu landi á næsta stig með
því að hefja þar akuryrkju.
helgi@mbl.is
Leigja lúpínuakra
til kornræktar
Uppgræðsluland nýtt til akuryrkju
Morgunblaðið/Ómar
Lúpína Öflug landgræðsluplanta
undirbýr jarðveginn fyrir ræktun.