Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
Frá
morgnifyrir allafjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Laugarnar í Reykjavík
NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL
Brynjólfur G. Stefánsson, vagn-stjóri hjá Strætó, skrifar at-
hyglisverða hugleiðingu um borg-
arlínu og samgöngur í höfuð-
borginni á undanförnum árum.
Brynjólfur rifjarupp að árið
2005 hafi nýtt
leiðakerfi Strætó
verið kynnt til sög-
unnar, kallað
„stofnleiðakerfi“.
Með því hafi
Strætó átt að
verða „raunhæfur kostur“ fyrir
fólk til að komast í vinnuna.
Um þetta segir vagnstjórinn:„Þessi útópía vitringanna
endaði með algjöru „lestarslysi“,
kostnaðurinn við stofnleiðakerfið
hljóp á milljörðum. Hvar var allt
fólkið sem vildi nota Strætó? Það
kom aldrei í leitirnar. Afleiðing-
arnar fyrir Strætó voru skelfileg-
ar, niðurskurður og aftur nið-
urskurður. Að lokum þurfti
ríkissjóður að leggja nokkra
milljarða í reksturinn. Höf-
uðborgarbúar sátu eftir í umferð-
arteppu, engar skynsamlegar ve-
gaúrbætur hafa litið dagsins ljós í
yfir tíu ár. Það er hið raunveru-
lega vandamál, aðgerðir í vega-
málum hafa ekki fylgt eftir auk-
inni bílaumferð. Höfðinu var
einfaldlega stungið í sandinn.“
Brynjólfur bendir að á að núeigi stofnleiðakerfið að heita
„borgarlínan“. „Þetta er nýi
draumur vinstrimanna sem vilja
skikka almenning í Strætó og
bjarga heiminum,“ segir hann.
Hvernig stendur á því aðvinstrimenn í borginni eru
svo staðráðnir í að koma í veg
fyrir eðlilega uppbyggingu sam-
gangna en leggja allt undir til að
þvinga fólk inn í strætisvagna
undir nýjum og nýjum nöfnum?
Brynjólfur G.
Stefánsson
Borgarlína: Gamalt
vín, nýr belgur
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 4.3., kl. 18.00
Reykjavík -1 heiðskírt
Bolungarvík -4 skýjað
Akureyri -3 alskýjað
Nuuk -4 skýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló -2 skýjað
Kaupmannahöfn -2 skýjað
Stokkhólmur -3 heiðskírt
Helsinki -7 heiðskírt
Lúxemborg 7 rigning
Brussel 8 rigning
Dublin 4 súld
Glasgow 2 skúrir
London 7 skúrir
París 7 alskýjað
Amsterdam 8 þoka
Hamborg 1 skýjað
Berlín 3 heiðskírt
Vín 1 léttskýjað
Moskva -9 snjóél
Algarve 15 skúrir
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 13 skýjað
Mallorca 16 skýjað
Róm 11 rigning
Aþena 18 heiðskírt
Winnipeg 2 alskýjað
Montreal 1 snjókoma
New York 5 alskýjað
Chicago 3 heiðskírt
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
5. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:21 18:58
ÍSAFJÖRÐUR 8:30 18:59
SIGLUFJÖRÐUR 8:13 18:42
DJÚPIVOGUR 7:52 18:27
Anton Kári Hall-
dórsson bygg-
ingarfulltrúi skip-
ar efsta sæti
D-lista sjálfstæð-
ismanna og ann-
arra lýðræðis-
sinna í Rangár-
þingi eystra fyrir
komandi sveitar-
stjórnarkosn-
ingar. Hann er
jafnframt sveitarstjóraefni listans,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Gerð var skoðanakönnun meðal
félagsmanna í Kára, félagi sjálfstæð-
ismanna, og tók uppstillingarnefnd
fullt tillit til niðurstaðna hennar.
Listinn var samþykktur á félags-
fundi fyrir helgi.
Jafnt kynjahlutfall er á listanum,
sjö konur og sjö karlar.
Í öðru sæti listans er Elín Fríða
Sigurðardóttir viðskiptafræðingur.
Guðmundur Viðarsson, bóndi og at-
vinnurekandi, skipar þriðja sætið og
Harpa Mjöll Kjartansdóttir ferða-
skipuleggjandi það fjórða. Angelia
Fjóla Vilhjálmsdóttir, Baldur Ólafs-
son og Esther Sigurpálsdóttir eru í
næstu sætum þar á eftir.
Anton Kári
sveitar-
stjóraefni
D-listinn í Rangár-
þingi eystra ákveðinn
Anton Kári
Halldórsson
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Nótan, uppskeruhátíð tónlistar-
skóla, var haldin í níunda sinn í gær í
Eldborgarsal Hörpu. Þar voru
haldnir tvennir tónleikar og 24 tón-
listaratriði flutt. Tæplega hundrað
nemendur úr tónlistarskólum víðs
vegar um landið stigu þar á svið til
að sýna afrakstur vinnu sinnar. Á
lokaathöfn eftir tónleikana flutti
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, ávarp og kom að af-
hendingu verðlaunagripa. Nótunni
er ætlað að vera uppskeruhátíð
„grasrótar tónlistarsköpunar“ á Ís-
landi og er haldin með samstarfi alls
tónlistarskólakerfisins. Jafnframt er
henni ætlað að styrkja ungt tónlist-
arfólk til að efla listir og menningu í
samfélaginu.
Uppskeruhátíð tón-
listarnema í Hörpu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónlist Ungir tónlistarnemar við verðlaunaafhendingu eftir tónleikana í El-
borgarsal í Hörpu. Tæplega hundrað tónlistarnemar tóku þátt í Nótunni.