Morgunblaðið - 05.03.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 05.03.2018, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018 SAMSTARFSAÐILI Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is AR SEM ÞÚ ERTHV Kommúnistaflokkur Kína mun kjósa um stjórnarskrárbreytingar hinn 11. mars næstkomandi. Frá þessu er sagt á fréttavef AFP. Meðal fyrirhugaðra breytinga er niðurfelling laga sem takmarka embættistíð forseta alþýðulýðveld- isins við tvö fimm ára kjörtímabil. Gangi þessar breytingar í gegn mun Xi Jinping forseti, sem ekki hefur útnefnt neinn eftirmann líkt og venjan hefur verið meðal for- vera hans, geta setið í embætti eins lengi og hann vill. Kínverskir ráða- menn hafa gert lítið úr þessum breytingum og sagt að hér sé að- eins verið að samræma forsetaemb- ættið aðalritaraembætti kommúnistaflokksins, sem ekki er bundið sömu tímamörkum. KÍNA AFP Forseti Xi Jinping syngur kínverska þjóðsönginn á ráðstefnu í Peking. Xi Jinping opnar fyr- ir lengri forsetatíð Donald Trump Bandaríkja- forseti hyggst leggja verndar- tolla á innflutt stál og ál til Bandaríkjanna í næstu viku. Frá þessu er greint á AFP. Erlendir ríkisleiðtogar, þar á meðal í Bretlandi, Kína og Kanada, hafa tekið illa í þessa ákvörðun og Evr- ópusambandið er þegar farið að skoða möguleikann á því að setja móttolla á innfluttar bandarískar vörur. „Tollastríð eru góð og auð- velt að vinna þau,“ sagði forseti Bandaríkjanna áhyggjulaus. BANDARÍKIN „Tollastríð eru góð,“ segir Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti Ítalir gengu til spennuþrunginna þingkosninga í gær. Mjótt var á munum í fyrstu útgönguspám í gær- kvöldi og enginn flokkur virtist lík- legur til að ná hreinum þingmeiri- hluta. Frá þessu var sagt á fréttavef BBC. Kosningarnar gætu komið Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, aftur í valdastöðu í ítölskum stjórnmálum. Berlusconi er formaður stjórnmálaflokksins Forza Italia og leiðtogi kosninga- bandalags miðhægriflokka, sem vann flest þingsæti samkvæmt fyrstu útgönguspám. Þótt bandalag- ið vinni kosningarnar getur Berlus- coni þó ekki gerst forsætisráðherra á ný þar sem hann hefur verið dæmdur fyrir skattsvik og er mein- að með lögum að gegna opinberu embætti þar til á næsta ári. Samkvæmt útgönguspánum verð- ur stærsti staki flokkurinn á þingi þó Fimmstjörnuhreyfingin, sem ein- kennist af andófi gegn spillingu í við- urkenndu stjórnmálakerfi Ítalíu. Ef útgönguspárnar reynast réttar verð- ur líklega erfitt að mynda nýja rík- isstjórn. thorgrimur@mbl.is AFP Kjör Silvio Berlusconi greiðir atkvæði. Samkvæmt útgönguspám fékk bandalag hans flest atkvæði en óvíst er hvort það nægir til að mynda stjórn. Gengið til tvísýnna kosninga á Ítalíu  Bandalag Berlusconi sterkast Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Meðlimir þýska Jafnaðarmanna- flokksins hafa greitt atkvæði með því að ganga á ný til stjórnarsamstarfs við Kristilega demókrataflokkinn, flokk Angelu Merkel Þýskalands- kanslara. Frá þessu er sagt á frétta- vef AFP. Þetta greiðir leið Merkel til þess að gegna sínu fjórða kjörtíma- bili sem kanslari Þýskalands. Um tveir þriðju kjósenda úr röðum jafn- aðarmanna studdu endurnýjun „stóra stjórnarsamstarfsins“ (Große Koalition eða GroKo á þýsku) sem hefur myndað ríkisstjórn Þýskalands frá árinu 2013. Andóf frá hægri og vinstri Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut sína verstu kosningu frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina í september 2017. Því hafði Martin Schulz, for- maður jafnaðarmanna, útilokað áframhaldandi samstarf við Kristi- lega demókrata og vonast til þess að flokkurinn gæti safnað kröftum í stjórnarandstöðu næstu árin. Schulz lét undan þrýstingi til að hefja stjórnarmyndunarviðræður á ný eft- ir að fyrri viðræður Merkel við tvo smærri flokka mistókust en gaf þó þann fyrirvara að ekki yrði gengið inn í stjórnarsamstarfið án þess að almennir flokksmeðlimir samþykktu það í atkvæðagreiðslu. Stjórnarsamstarf flokkanna tveggja á sína gagnrýnendur. Kevin Kuehnert, formaður ungliðahreyf- ingar Jafnaðarmannaflokksins, hafði barist gegn því að gengið yrði til samstarfs við flokk Merkel á ný og hefur nú lýst yfir vonbrigðum með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Jafnframt hefur óánægju með stjórnarsáttmálann gætt í röðum Kristilegra demókrata, sér í lagi með að fjármálaráðuneytið verði undir stjórn jafnaðarmanna. Endurskoðun eftir tvö ár Andófsmenn beggja fylkinga hafa kallað eftir endurnýjun og endur- skoðun á stefnumálum flokkanna. Jens Spahn, nýr heilbrigðismálaráð- herra, hefur kallað eftir því að Kristilegir demókratar taki íhalds- samari stefnu til þess að forðast frekara fylgistap til öfgahægriflokks- ins Alternative für Deutschland (AfD) sem vann um þrettán prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sam- kvæmt stjórnarsáttmálanum verður samstarf flokkanna tekið til endur- skoðunar eftir tvö ár. Stjórnarkreppunni lokið  Angela Merkel leiðir endurnýjað samstarf Kristilegra demókrata og jafnaðar- manna í Þýskalandi  Andófsmenn beggja flokka kalla eftir stefnubreytingum AFP Hjarta Fulltrúi á flokksþingi Kristilegra demókrata hinn 26. febrúar bar barmmerki með setningunni „Merkel forever,“ eða „Merkel að eilífu.“ Stjórnvöld í Burkina Faso hafa handtekið mann sem grunaður er um að standa á bak við hryðju- verkaárásir sem framdar voru á bækistöð hersins og franska sendi- ráðið í Ouagadougou síðasta föstu- dag. Frá þessu er greint á AFP. Fréttum ber ekki saman um hve margir létust í árásinni en um 80 manns eru taldir hafa særst. Jihad- ista-samtökin GSIM hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Stjórnvöld grun- ar að njósnari innan hersins hafi lekið upplýsingum í vígamennina til að gera þeim árásina léttari. Burkina Faso Grunaður árásarmað- ur klófestur AFP Vakt Hermenn á verði á götu Ouagadougou hinn 3. mars eftir mannskæða hryðjuverkaárás daginn áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.