Morgunblaðið - 05.03.2018, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MARS 2018
✝ Þórhallur PállHalldórsson
fæddist í Reykjavík
26. júlí 1941. Hann
andaðist á deild
12-E á Landspít-
alanum við Hring-
braut, 24. febrúar
2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn
Jónína Mey-
vantsdóttir, f. 2.8.
1914, d. 1981, og Halldór Þór-
hallsson, f. 18.9. 1919, d. 1978.
Börn þeirra voru Sigrún, f. 1935,
d. 2012, Þórhallur Páll, f. 1941, d.
2018, María Elísabet, f. 1942, d.
1943, Már E.M., f. 1945, Lilja
Hjördís, f. 1951, og Sigurbjörn
Frímann, f. 1957. Þórhallur Páll
kvæntist Guðbjörgu Jónsdóttur, f.
29.12. 1942, 16. desember 1961.
Foreldrar hennar voru Geirný
Tómasdóttir, f. 1.9. 1912, d. 1995,
og Jón Indriði Halldórsson, f. 13.6.
1909, d. 1989. Þórhallur og Guð-
björg eignuðust fjóra drengi þeir
eru 1) Halldór Þór, kvæntur Þóru
Ingvarsdóttur, hann á þrjú börn
með fv. eiginkonu og eitt barna-
barn, 2) Ómar, hann á þrjú börn
með tveimur fv. eiginkonum, en
eitt þeirra missti hann í bílslysi ár-
víkur og stefndi þá á nám í bif-
vélavirkjun, sem hann þó lauk
ekki. Hófst þar með fyrsta teng-
ing hans við það fyrirtæki sem
hann átti eftir að helga stærstan
hluta af starfsævi sinni. Einnig
starfaði hann um árabil hjá Land-
síma Íslands við akstur fyrir síma-
vinnuflokka víðsvegar um land.
Um miðjan marsmánuð árið 1969
hóf hann aftur störf hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur, síðar
Strætó b/s og starfaði þar óslitið
síðan. Fyrst sem vagnstjóri, síðar
sem varðstjóri og að lokum deild-
arstjóri aksturs-og farþegaþjón-
ustu. Við sjötíu ára aldursmörkin
hætti hann störfum sem deild-
arstjóri en starfaði áfram í hluta-
starfi við umsjón með biðstöðvum
allt til ársins 2015 að hann hætti
störfum. Þannig urðu starfsárin
hjá fyrirtækinu samtals 50 ár.
Einnig starfaði hann um árabil
með Lionsklúbbnum Tý. Meðfram
starfinu hjá SVR ók hann leigubíl
í nokkur ár meðan aflað var tekna
til íbúðarkaupa. Frá árinu 1979
var hann virkur félagi í Strætó-
kórnum, þar sem hann söng ann-
an bassa. Sá kór átti aðild að sam-
bandi samskonar
starfsmannakóra á Norð-
urlöndum NSSF (Nordisk Spor-
veis Sangerforbund) og fór Þór-
hallur á fjölda söngmóta
hérlendis og erlendis á vegum
þess.
Útför Þórhalls fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 5. mars 2018, klukk-
an 13.
ið 1999. 3) Jón Indr-
iði, hann á sjö börn
með fjórum fv. eig-
in- og sambýlis-
konum og þrjú
barnabörn, 4) Þröst-
ur, í sambúð með
Sylvíu Rún Guðnýj-
ardóttur, þau eiga
tvö börn. Í dag eru
barnabörn þeirra
hjóna fimmtán að
tölu og barnabarna-
börnin fjögur.
Þórhallur ólst upp á Eiði v/
Nesveg, en vegna veikinda föður
fór hann ungur í fóstur til föð-
urforeldra sinna, Þórhalls Bald-
vinssonar og Pálínu Steinadóttur,
sem þá bjuggu í húsinu Sjáv-
arborg á Akranesi. Dvaldi hann
að mestu leyti hjá þeim uns þau
fluttu til Reykjavíkur árið 1947.
Eftir það dvaldi hann í föð-
urhúsum og var í sveit á Narfa-
stöðum í Melasveit á sumrum.
Fjórtán ára að aldri fór hann til
sjós sem vikadrengur/messi á
strandferðaskipið Heklu og sigldi
m.a. til Norðurlanda með því
skipi. Einnig var hann á varðskip-
unum Þór og gamla Ægi. Á ár-
unum 1958 til 1961 starfaði hann
á verkstæði Strætisvagna Reykja-
Ekkert varir að eilífu, það á
einnig við um lífið og þann tíma
sem við fáum hér á jörð. Að
sitja hér, eftir fráfall föður okk-
ar Þórhalls Páls Halldórssonar,
óskar maður þess að pabbi væri
eilífur, svo einstakur var hann.
Pabbi okkar var gull af manni,
hann var okkar stoð og stytta í
gegnum lífið. Alltaf tilbúinn að
hlusta þegar eitthvað bjátaði á,
hann leiðbeindi okkur með sinni
yfirveguðu rödd þannig að mað-
ur skildi nákvæmlega hvað
hann meinti. Aldrei hækkaði
hann róminn. Pabbi var með
eindæmum þolinmóð persóna,
stundum um of, allavega þegar
við vorum í bílaviðgerðum oft
við afar frumlegar aðstæður á
bílaplönum hér og þar. En árið
1999, þegar þú og mamma flutt-
uð á Barðastaði, fékkst þú bíl-
skúrinn sem þig hafði dreymt
um í svo mörg ár. Það er alveg
sama hvaða hugsun kemur upp
um pabba í sambandi við fjöl-
skylduna, mömmu, börnin,
barnabörnin. Hann var ávallt til
staðar fyrir alla. Áhugamálun-
um, eins og Strætókórnum sem
hann var í yfir 30 ár, sinnti
hann eins og einu af sínum
börnum.
Við getum ekki sleppt að
minnast þess hversu mikill
Benidorm-maður pabbi var og
alltaf kom sælubros yfir hann
þegar rætt var um þær ferðir.
Hann og mamma nutu sín vel
þar og var meiningin hjá þeim
að fara fleiri slíkar ferðir á
komandi árum. Pabbi hafði
hætt að vinna fyrir einungis
tveimur árum og nú skyldu
hann og mamma njóta efri ár-
anna saman, eins og þau höfðu
gert í 60 ár.
Elsku pabbi, við þökkum fyr-
ir samfylgdina gegnum öll árin
og við munum passa vel upp á
mömmu eins og þú gerðir með
stakri prýði öll árin. Minning
þín er og verður ljós í lífi okkar.
Hvíl í friði.
Halldór og Ómar.
Mikið er það erfitt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um þig, pabbi minn. Ég er
ennþá hálfdofinn og í afneitun
yfir því að ég sjái þig ekki aft-
ur. Ég var svo lánsamur að fá
þig sem pabba minn í þessu lífi
og þú og mamma voruð alveg
einstök hjón.
Kærleiksríkur, hjálpsamur,
þolinmóður, staðfastur, nægju-
samur, vinur, duglegur, fórnfús,
auðmjúkur, Elvis, Akranes,
Vaka, bílskúrinn, kórinn,
Strætó, Boggan, Hammond
Innes, Charles Bronson, þetta
eru orðin sem koma þegar ég
sit hér og hugsa til baka hvern-
ig best er að lýsa þér. Hjá þér
voru allir jafnir sem sást best á
þínum fjölbreytta vinahóp og þú
gafst öllum þann tíma sem hver
þurfti.
Nægjusemi þín og þolinmæði
var mikil og mér verður hugsað
til þess hvað það var gaman að
fylgjast með þér hér áður þegar
þú fórst í Hagkaup og varst
kominn með augastað á skópari
sem þig langaði í. En þér fannst
verðið of hátt og beiðst í tvo
mánuði áður en þú komst aftur.
Þá höfðu þeir lækkað um 500
kr. þannig að þú beiðst aftur í
tvo mánuði og aftur var búið að
lækka um 500 kr. en þú beiðst
aftur í tvo mánuði og þá loksins
voru þeir komnir á verð sem þú
sættir þig við. Þessi saga lýsir
þér vel. Það lá aldrei neitt á og
þú varst ekkert að eyða meira
en þurfti í sjálfan þig.
Þegar ég eignaðist strákinn
minn kom ekkert annað til
greina en að gefa honum nafnið
Þórhallur. Krista og Halli elska
að koma á Barðastaði til ömmu
og afa og ég spurði þau hvort
ég ætti að skrifa eitthvað til þín
frá þeim. Krista sagði við mig
„ljósið lifir í minningunni“ og
frá Halla átti ég að segja „ég
elska þig, afi“. Sylvía talar um
hversu velkomin hún var þegar
hún kom inn í fjölskylduna og
að henni liði ekki eins og
tengdadóttur ykkar heldur eins
og dóttur ykkar.
Elsku pabbi, það á eftir að
verða tómlegt á Barðastöðum
núna þegar þú ert farinn. Ég
skal hugsa vel um mömmu,
pabbi minn, þangað til þið hitt-
ist aftur.
Takk, mamma og pabbi, fyrir
að hafa verið alltaf til staðar
fyrir okkur.
Þröstur, Sylvía, Krista,
Þórhallur (Halli).
Nú syngja englarnir þig í ei-
lífan svefn. Það er erfitt og
skrýtið að hugsa hvað skal
segja þegar maður stendur
frammi fyrir því að kveðja afa
sinn, sem var minn besti vinur.
Margs er að minnast og bröll-
uðum við svo sannarlega margt
saman í áranna rás. Í sársauk-
anum er ríkidæmi að eiga þess-
ar minningar um einstakan og
góðhjartaðan mann, því þær
getur enginn tekið frá okkur.
Þið amma hafið verið mín stoð
og stytta í gegnum tíðina og
vináttan milli okkar þriggja al-
veg einstök. Fyrir það er ég
þakklát. Ég átti alltaf skjól í
faðmi þínum og þið amma höfð-
uð einstakt lag á að gera til-
veruna betri. Mér er svo minn-
isstætt þegar við hringdumst á
nær daglega og ég spurði
hvernig þú hefðir það, þá sagð-
irðu alltaf: „Já, ég segi allt gott,
þegar ég heyri í svona fallegri
stelpu eins og þér.“
Elsku afi minn, þú munt allt-
af eiga sérstakan stað í hjarta
mínu og ég mun aldrei gleyma
þér. Ég lofa að gæta ömmu og
segja Henry mínum Thor sög-
urnar af okkur, svo hann fái að
kynnast þér á sinn hátt. Ég
elska þig meira en lífið sjálft.
Hafðu þökk fyrir allt og hvíldu
friði.
Minning þín er mynd svo hrein
og tær.
Minning þín um eilífð lifað fær.
Öll sú von sem ást þín sendi
okkur nýjan skilning kenndi
Þín mynd er mér svo kær.
Af gleði græt ég nú
því Guð á himnum
lét sinn engil birtast mér.
Í frelsi flýgur þú
og fegurð þessa heims býr
í hjarta þínu.
(Guðbjörg Magnúsdóttir)
Þín,
Ólöf (Olla).
Þórhallur Páll
Halldórsson
Fleiri minningargreinar
um Þórhall Páll Halldórs-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
G. ERNA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð,
síðast til heimilis að Seftjörn 9,
Selfossi,
varð bráðkvödd á heimili sínu 25. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
6. mars klukkan 14.
Fyrir hönd aðstandenda,
Viðar Zophoníasson
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRA BLÖNDAL,
Efstaleiti 14, Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar.
Kjartan Blöndal
Svanhildur Blöndal Júlíus Vífill Ingvarsson
Ragnar Halldór Blöndal Ari Blöndal Eggertsson
barnabörn og langömmubörn
✝ Ásgeir Tóm-asson fæddist
29. mars 1929 á
Reynifelli á Rang-
árvöllum. Hann
lést 23. febrúar
2018 á Hjúkr-
unarheimilinu Eir í
Reykjavík.
Foreldrar hans
voru Tómas Sig-
urðsson, f. 21.6.
1890, d. 6.1. 1983,
frá Árkvörn í Fljótshlíð og síðar
bóndi á Reynifelli, og kona hans
Hannesína Kristín Einarsdóttir,
f. 24.7. 1904, d. 16.11. 1990, ætt-
uð frá Neðra-Hreppi í Skorra-
dal í Borgarfirði. Systkini Ás-
geirs, nú látin, voru Sigurður, f.
9.12. 1925, d. 29.8. 2012, Guðjón
Ársæll, f. 30.10. 1933, d. 29.1.
2017, Guðrún Magnea, f. 29.4.
1935, d. 28.12. 2011, og Ármann
Reynir, f. 18.2. 1943, d. 13.10.
1999. Eftirlifandi eru Fanney, f.
24.9. 1930, Trausti,
f. 31.5. 1939, Unn-
ur, f. 22.12. 1940,
og Birgir, f. 11.9.
1944.
Ásgeir var upp-
alinn í foreldra-
húsum á Reynifelli
og sinnti fljótt al-
mennum bústörfum
með foreldrum sín-
um og systkinum.
Um vetrartímann
fór hann á vertíð í Vest-
mannaeyjum og líkaði vel. Ás-
geir tók við öllum búskap á
Reynifelli árið 1961 og bjó þar
til ársins 1976, þegar hann flutti
niður í Fljótshlíð og vann þá
mest við skógrækt á Tumastöð-
um, þar til hann hóf búskap í
Kollabæ í sömu sveit árið 1998.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 5. mars
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Kær bróðir, frændi og vinur
hefur kvatt. Ásgeir Tómasson
bóndi á Reynifelli á Rangárvöll-
um og síðar í Kollabæ í Fljóts-
hlíð. Minningar um góðan bróð-
ur ylja. Samrýnd systkini,
aðeins rúmt ár á milli í aldri, að
leik í Öldunni fyrir ofan bæinn
á Reynifelli, Ásgeir og Fanney.
Voru þar með sinn búskap
ásamt yngri systkinum, leggir
og skeljar í lykilhlutverki. Tím-
inn leið fljótt, enda mikið að
gera á stórbúi.
Síðan tók önnur alvara við.
Systkinahópurinn stór, og gæta
þurfti þeirra yngri. Ósjaldan
setið saman tvö ein í rökkrinu,
ruggandi þeim í fanginu og
raulandi, meðan beðið var eftir
fullorðna fólkinu af engjum.
Styrkur sóttur hvert til annars.
Fljótlega tóku við heyskapar-
störf og önnur bústörf.
Geiri var vel lesinn og nátt-
úruunnandi. Hafði unun af að
ferðast og fór margar ferðir
með fjölskyldunni sinni. Þekkti
flest örnefni og fjöll í kringum
sig. Einnig var hann dýravinur.
Hafði gott lag á skepnum og
miðlaði þeirri færni til frænd-
systkinanna, Hafsteins og
Kristínar. Ánægju hafði hann af
hestum og naut þess að fara í
útreiðartúra, þá sjaldan tími
gafst til þess á fyrri hluta æv-
innar.
Fljótlega kom í ljós, að Geiri
var fjárglöggur. Hann hermdi
eftir kindum og lömbum með
tilburðum, og við krakkarnir
höfðu gaman af. Hafsteinn var
öll sumur hjá Ásgeiri frænda
allan sinn uppvöxt og Kristín
ófá sumur. Skólinn hans var
góður.
Geiri vann mikið. Þrátt fyrir
mikla vinnu og erfiða var stutt í
glettnina og hláturinn.
Skemmtilegur frændi.
Brandarar og vísur við öll
tækifæri á takteinum. Væri vís-
an ekki til, þá varð hún til.
Hvatti þá, sem voru nær, til að
svara sér í vísu og börnin til að
syngja lögin með. „Nú blikar
við sólarlag“ var í uppáhaldi og
hljómaði hátt og snjallt í takt
við vélarhljóðin í gamla Fergu-
son. Um að gera að syngja
hærra en traktorinn. Þá lifnaði
yfir hundinum, og sólin skein
bjart. Góður tími.
Geiri var ekki hræddur við
að treysta krökkunum, fá okkur
ábyrgð. Við okkur talaði hann
eins og fullorðið fólk. Vinna
þurfti verkin, og reyndum við
okkar besta. Hækkuðum aðeins
í loftinu. Gott innlegg fyrir
framtíðina. Innistörfum þurfti
að sinna svo sem að þrífa, elda
og búa til skyr, en það síðast-
nefnda kenndi hann Kristínu
með nærgætni og hlýju eins og
honum var lagið. Kennari góð-
ur.
Ekki var fjasað út af fyrstu
eldamennskunni, hundasúru-
súpunni, þar sem öllu tiltæku í
eldhússkápnum var hrært sam-
an í pott ásamt hundasúrum.
Bragðið var hræðilegt. Engar
skammir eða læti, aðeins „betra
hef ég nú smakkað það ... en
best að slafra þessu í sig, fyrst
búið er að eyða öllu í þetta“.
Þurfti ekki meira. Hvatinn til
að gera betur næst var kominn.
Aldrei var kvartað. Heldur
haldið áfram, þrátt fyrir að
heilsan gæfi sig. Systkinin
lögðu honum þá lið sem endra
nær. Þar bar hæst Birgi,
yngsta bróðurinn og dóttur
hans, Fjólu Björk. Þau voru
vakandi yfir velferð hans, og
kærleikur þeirra og velvilji ein-
stakur að öllum öðrum ólöst-
uðum. Minning um góðan bróð-
ur, frænda og vin lifir.
Fanney, Hafsteinn og
Kristín Hanna.
Elsku besti Geiri, einn af
uppáhaldsfrændum mínum. Nú
hefur þú kvatt okkur saddur líf-
daga. En fram á síðasta dag
varstu eins og alltaf, leifturklár
í kollinum og sposkur á svip.
Fyrstu minningarnar og trú-
lega ástæða þess að þú skipaðir
þér öruggan sess með uppá-
haldsfrændunum var að þú
skildir fljótt dýraáhuga minn. Á
leið úr réttum að hausti, ég trú-
lega fjögurra ára, kipptir þú
mér framfyrir þig á hnakknefið.
Mér fannst þú mikið góður að
taka eftir mér og leyfa mér á
bak. Hvatning þín og stuðning-
ur átti án efa mikinn þátt í að
áhuginn á hestum og dýrum
bara efldist.
Ég var svo sex ára þegar ég
fór norður í land í sveit hjá föð-
urfjölskyldu þar sem ég dvaldi í
átta sumur. Þú komst líka í
heimsókn þangað og tókst góð-
ur vinskapur milli þín og míns
góða frændfólks. Fram á síð-
asta dag bar ég kveðjur ykkar á
milli.
Síðar átti ég orðið tvo hesta
sjálf, en flutti utan til náms í
dýralækningum. Hryssurnar
mínar voru í hagagöngu á Suð-
urlandi en ekki vildi betur til en
að sú yngri, öllum að óvörum,
kastaði folaldi seint í nóvember.
Þú bjargaðir mér og tókst þau
mæðgin að þér. Hestfolaldið,
hann Blakkur, varð einn af þín-
um uppáhaldsreiðhestum og var
ekki felldur fyrr en í hárri elli.
En það átti nú eiginlega við alla
þína hesta og skepnur. Þetta
voru fyrst og fremst sannir vin-
ir þínir sem þú dekraðir við
eins og börnin þín, enda komu
kindurnar þínar þegar þú kall-
aðir þó þær stykkju á braut ef
aðrir nálguðust. Þegar ég var
löngu síðar starfandi dýralækn-
ir þá fékk ég að njóta að vera
þér til aðstoðar í sauðburði
ásamt móður minni, dóttur og
vinkonu hennar. Þetta var há-
punktur ársins sem dóttir mín
beið með óþreyju vetur hvern.
Eftir nokkur vor í sauðburði
voru hnáturnar litlu orðnar
býsna lunknar að sjá hvort allt
væri með felldu eða ekki, enda
með góðan lærimeistara. Sökn-
uðurinn var, held ég, jafn mikill
hjá þeim og þér þegar þú
varðst að bregða búi og selja
féð vegna heilsubrests. Góð
huggun var þó að féð fór til
góðs frænda okkar í Hlíðinni og
stelpurnar tvær héldu áfram að
vakta þær í sauðburði nokkur
ár enn.
Þegar þú svo komst í höf-
uðborgina bjóstu til skiptis hjá
okkur og bróður þínum kæra.
Þá komstu meira en gjarna með
okkur í hesthúsið og áður en
maður vissi af varstu stokkinn í
hlöðuna og farinn að græja
næstu gjöf. Þú komst líka með
okkur í hestaferð, þó þú værir
þá nýhættur að fara á bak sjálf-
ur, sast keikur í trússbílnum og
sagðir sögur milli stoppa og
hvattir ungviðið til dáða á baki.
Elsku Geiri frændi, þú skip-
aðir sérstakan sess. Þú áttir
stökur og vísur við hvert tæki-
færi og þreyttist aldrei á að
segja mér þær aftur og aftur þó
ég gleymdi þeim jafn óðum.
Enda mundir þú allt, alltaf og
fram á síðustu stund þá hafðir
þú fulla yfirsýn hvað fór fram.
En þú varst sáttur að langt og
litríkt líf væri að enda komið.
Þegar við kvöddumst í hinsta
sinn hélstu lengi í hönd mína,
klappaðir mér á handarbakið og
sagðir mér að fara gætilega.
Sólarhringnum síðar varstu far-
inn á vit góðra vina, tví- og fer-
fættra.
Hvíl í friði, elsku frændi, og
takk fyrir allt. Þín frænka,
Þóra Jóhanna Jónasdóttir.
Ásgeir Tómasson
Fleiri minningargreinar
um Ásgeir Tómasson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.